Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 6
Stóriðja Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar þingsins, segir það ekki koma til greina að þingið fari heim án þess að tryggt sé að línulagnir til Bakka við Húsavík verði tryggðar. Hann skammar minnihluta atvinnu- veganefndar fyrir að þvæla málið að óþörfu. Undirbúningi Skútustaða- hrepps og málsmeðferð hreppsins við að gefa Landsneti framkvæmda- leyfi fyrir lagningu Kröflulínu 4 var svo ábótavant að það leiddi til ógildingar að mati úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ekki var farið eftir ákvæðum skipulagslaga og náttúruverndar- laga auk þess sem sveitarstjórn full- nægði ekki rann- s ó k n a r s k y l d u sinni samkvæmt stjórnsýslu- lögum. Einnig gerði Landsnet ekki nægjanlegt mat á kostum þess að leggja línurnar í jörðu fyrr en mánuði eftir að fram- kvæmdaleyfið fékkst frá Skútu- staðahreppi. Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, segir hreppinn hafa fengið málið aftur í fangið. „Nú erum við að leggja niður allar þær línur sem lagðar eru í úrskurð- inum. Nú liggur fyrir ósk um framkvæmda- leyfi og við þurfum að svara því eins fljótt og hægt er. Hins vegar munum við þurfa að taka okkur tíma og vinna þetta vel,“ segir Yngvi Ragnar. Tvær mögulegar leiðir eru nú skoð- aðar bæði hjá Skútustaðahreppi og í iðnaðarráðuneytinu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Annars vegar að smíða nýtt lagafrumvarp þar sem löggjafinn veitir Landsneti framkvæmdaleyfi og aftengir þar með náttúruverndar- og skipulagslög. Hinn kosturinn í stöðunni er sá að Skútu- staðahreppur taki til umfjöllunar þá vankanta sem úrskurðarnefndin fann að leyfis veitingunni og veiti Landsneti nýtt framkvæmdaleyfi. Hins vegar opnar sú leið aftur á kæruferlið. Guðmundur Ingi Ásmundsson, for- stjóri Landsnets, segir það ekki hans að hafa skoðun á úrskurði nefndar- innar. Staðan sé hins vegar snúin og úr henni þurfi að leysa sem allra fyrst. „Landsnet vinnur nú að því að fá framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 svo hægt sé að halda áfram fram- kvæmdum. Eins og staðan er núna er óvissa um fram- haldið og þeirri óvissu þarf að eyða,“ segir Guðmundur Ingi. „Á þessu stigi málsins getum við ekki sagt fyrir hvert tjónið er af þessum töfum. Hins vegar munum við þurfa í venjulegu árferði að hætta störfum í desember vegna veðurs og byrja aftur í maí .“ Guðmundur segir þó bót í máli að umhverfismat Landsnets hafi fengið gæðastimpil úrskurðarnefndarinnar. „Aðalatriðið er að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi ekki matið á umhverfisáhrifum fram- kvæmdanna úr gildi en slík niðurstaða hefði valdið enn frekari töfum vegna endurskoðunar þess,“ segir Guð- mundur. „Við áætluðum að útvega rafmagn á Bakka við Húsavík haustið 2017. Eins og staðan er núna er óvíst hvort við náum því.“ Kröflulína 4 tengir Kröfluvirkjun við Þeistareykjavirkjun. Síðan mun önnur háspennulína tengja Þeista- reykjavirkjun við framkvæmdasvæðið á Bakka við Húsavík. Sú lína kallast Þeistareykjalína 1 og er einnig til með- ferðar hjá úrskurðarnefndinni vegna kæru sömu aðila. sveinn@frettabladid.is ✿ Línur frá Kröflu að Bakka Bakki Þeistareykir Kröflulína 4 Þeistareykjalína 1 Krafla Reykjahlíð Húsavík ✿ Bakkaframkvæmdirnar í hnotskurn DaNMÖrK Garðurinn við Konung- lega bókasafnið í hjarta Kaup- mannahafnar hefur líkst járnbraut- arstöð frá því að íbúar borgarinnar hófu að leika Pokémon Go-leik- inn fyrr á þessu ári. Í garðinum er aðgangur að sex svonefndum PokéStops og segja starfsmenn bókasafnsins að þeir séu reglulega í hættu þegar þeir mæta tugum ung- menna sem koma öskrandi fyrir horn. Yfirvöld ætla ekki að takmarka aðgengi ungmennanna að garðin- um, heldur hafa þau sett upp salerni þar og fjölgað sorpílátum. Jafnframt hefur verið ráðinn vörður til að hafa eftirlit með svæðinu. Kostnaðurinn er 3-4 þúsund danskar krónur á dag eða 51 til 68 þúsund íslenskar krón- ur. Það er um 20 milljónir íslenskra króna á ári. – ibs Milljónir settar í vörð vegna Pokémonspilara Rembihnútur á raflínurnar að Bakka Línulagnir frá virkjunum í Kröflu og á Þeistareykjum til atvinnusvæðisins á Bakka við Húsavík eru í hnút eftir úrskurð úrskurðarnefnd- ar um umhverfismál. Lítill tími er til stefnu ef framkvæmdir eiga að hefjast í vetur. Krafa um að málið verði klárað fyrir þinglok. 16. janúar 2008 Svæðis- skipulag háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007-2025 staðfest af umhverfis ráðherra. Mars 2008 Skipulagstil- laga Landsnets að mats- áætlun vegna línulagnar að Bakka berst Skipulags- stofnun. 29. maí 2008 Skipu- lagsstofnun samþykkir áætlun Landsnets. 31. júlí 2008 Umhverfis- ráðherra úrskurðar að fara skuli fram sam- eiginlegt mat á um- hverfisáhrifum vegna álvers á Bakka, Þeistareykjavirkj- unar, stækkunar Kröfluvirkjunar og háspennu- línu frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsavíkur. 24. nóvember 2010 Lá fyrir lögbundið álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum hverrar fram- kvæmdar fyrir sig. 21. febrúar 2013 Aðalskipulag Skútustaða- hrepps samþykkt þar sem línulagnir eru skipu- lagðar. 18. apríl 2016 Skipulags- nefnd Skútustaðahrepps samþykkir framkvæmda- leyfi en hefði viljað sjá línuna lagða að einhverju leyti í jörð. 20. apríl 2016 Sveitar- stjórn Skútustaðahrepps staðfestir bókun skipu- lagsnefndar og hefði viljað sjá línuna lagða í jörð þar sem um óraskað land sé að ræða. 17. maí 2016 Fjöregg og Landvernd kæra framkvæmdaleyfi Skútu- staðahrepps. 25. maí 2016 Skútu- staðahreppur sendir úrskurðarnefnd gögn um samþykkt framkvæmda- leyfisins. 30. júní 2016 Fram- kvæmdir stöðvaðar á meðan málið er til með- ferðar. 21. september 2016 Frumvarp lagt fram af iðn- aðar- og viðskiptaráðherra sem heimilar lagningu raflína að Bakka og tekur úr sambandi náttúru- verndarlög. 10. október 2016 Úr- skurðarnefnd kveður upp þann úrskurð að fram- kvæmdaleyfi fyrir lagningu Kröflulínu 4 sé fellt úr gildi. 2008 2010 2013 2016 atviNNa „Vinnumarkaðurinn er að breytast með þeim hætti að það eru fleiri sem taka af skarið og stofna fyrirtæki. Við sáum mikinn uppgang í þessu í kjölfars hrunsins en þá þurfti margt fólk að leita sér nýrra tækifæra,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands. Yfir 70 prósent launagreiðenda reka fyrirtæki með færri en fimm launþega, en þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofu Íslands sem birt var í gær. Hjá þessum 11.831 fyrirtækjum starfar að meðal tali rúmlega einn og hálfur starfsmaður. Árelía segir þessa þróun vera í takt við það sem er að gerast á heimsvísu og þá sérstaklega á Bret- landi og í Bandaríkjunum. „Þessi þróun er einnig í sam- ræmi við fjölgun starfa í ferða- mannaiðnaðinum þar sem fólk er að stofna litlar ferðaskrifstofur eða önnur lítil þjónustufyrirtæki,“ segir Árelía, en í gögnunum má sjá umtalsverðar breytingar á milli ára varðandi fjölda launþega. Í byggingariðnaði og mannvirkja- gerð og í ferðaþjónustu hefur laun- þegum fjölgað um sextán prósent á árinu en fjöldi starfa í sjávarútvegi, fræðslustarfsemi og í opinberri stjórnsýslu hefur dregist saman. Langstærstur hluti launþega, eða um 56 prósent þeirra, starfa hjá aðeins 309 launagreiðendum. Samtals eru launagreiðendur í dag rúmlega 16 þúsund talsins en 83 prósent þeirra hafa færri en tíu manns í vinnu. Í tölum Hagstofunnar eru ekki upplýsingar um einyrkja sem eru með rekstur á eigin kennitölu og greiða sjálfum sér laun en slíkt rekstrarform er algengt í byggingar- iðnaði, landbúnaði, hugverkaiðnaði og í skapandi greinum svo dæmi séu tekin. – þh Langflestir launagreiðendur með færri en fimm starfsmenn á launaskránni SvÍÞjóð Embættismenn við finnska sendiráðið í Stokkhólmi eru grun- aðir um að hafa í miklum mæli selt tóbak og áfengi sem þeir hafa sjálfir keypt með afslætti hjá áfengisversl- un sænska ríkisins, Systembolaget. Starfsmenn sem njóta slíkra fríð- inda eiga eingöngu að nota áfengið til eigin nota. Stranglega bannað er að selja vínið. Fyrrverandi sendiherra Finn- lands í Svíþjóð kveðst í samtali við fjölmiðla þar í landi hafa stöðvað söluna, sem hann sagði hafa verið skipulagða, um áramótin 2014 og 2015 og minnkuðu þá áfengis- og tóbakskaup sendiráðsins. Sendi- herrann, Jarmo Viinanen, var kall- aður heim á teppið í september í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni gegn kvenkyns gestum í sendiráðinu. Finnska utanríkis- ráðuneytið rannsakar ásakanirnar á hendur honum. – ibs Sprúttsala í sendiráðinu Þingið ekki heim fyrr en málið leysist „Það kemur ekki til greina annað en að klára þetta mál áður en þingið fer heim. Þingið mun ekki fara heim með þetta mál hangandi. Hér eru svo ríkir al- mannahagsmunir uppi að það yrði glapræði,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, sem vandar minnihlutanum í nefndinni ekki kveðjurnar. Sakar hann minnihlutann um að hafa þvælt málið fram og til baka í meðförum nefndarinnar með tilheyrandi tjóni fyrir bæði sveitar- félögin á svæðinu, ríkið og íbúa Þingeyjarsveitar. „Þær tafir sem hafa orðið á vettvangi þingnefnd- arinnar í málsmeðferð eru slæmar og hafa alvarlegar afleiðingar. Það má segja, eftir á að hyggja, að aug- ljóst var að ákveðnir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt sig fram við að tefja málið. Við hefðum getað verið búin að lenda þessu máli fyrir löngu. Það má segja að þetta hafi allt að því verið málþóf og það er á þeirra ábyrgð að ekki er búið að klára málið.“ Vísar ummælum for- mannsins á bug „Ég vísa þessu alfarið á bug að við höfum verið að tefja málið. Eðlilega höfum við verið að kalla eftir upplýsingum sem snúa að lagalegri hlið málsins,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG í atvinnuveganefnd, og bendir á að löggjöf sem þessa þurfi að skoða í samhengi við stjórnskipan landsins, Árósasamninginn og aðra viðlíka samninga sem stjórn- völd hafa samþykkt. „Ég skil vel óþreyju heimamanna en við verð- um að draga andann og skoða hvað hægt er að gera í stöðunni við þessar aðstæður. Við þurftum að kalla inn til nefndarinnar fræðinga á sviði umhverfisréttar og stjórnskipunarfræðinga til að átta okkur á hvað sé hægt að gera í stöðunni. Þetta er risastórt mál þar sem löggjafinn ætlar að setja lög á eðlilega aðkomu almenn- ings að kæruferli sem búið er að verja með alþjóðaskuldbind- ingum og samningum.“ Landsnet hafði áætlað að vera búið að leggja línur til Bakka næsta haust. Nú er óvíst hvort það takist. Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is Þessi þróun er einnig í samræmi við fjölgun starfa í ferða- mannaiðnaðinum þar sem fólk er að stofna litlar ferðaskrifstofur eða önnur lítil þjónustufyrirtæki. Árelía Eydís Guð- mundsdóttir, dós- ent við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands 1 2 . o K t ó B e r 2 0 1 6 M i ð v i K U D a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 1 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 3 -D 5 A 4 1 A E 3 -D 4 6 8 1 A E 3 -D 3 2 C 1 A E 3 -D 1 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.