Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 34
Mæting í skipulagða hópleit að brjóstakrabbameini sem konur á aldrinum 40-69 ára eru boðaðar í er mismunandi eftir landshlutum. Konur á Siglufirði, Ólafsfirði og Húsavík mæta best. Þar er hlut- fallið í kringum 85 prósent. Konur í póstnúmeri 101, í Reykjanesbæ, póstnúmeri 111 og á Raufarhöfn eru á meðal þeirra sem mæta verst og er hlutfallið í sumum til- fellum vel undir 60 prósentum. Að meðal tali mæta 68 prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára í reglulega leit. Þær mættu að sögn Láru G. Sigurðardóttur, læknis og fræðslu- stjóra Krabbameinsfélagsins, vera mun fleiri. Að sögn Láru segja um 80 pró- sent kvenna framtaksleysi og tímaskort vera ástæðu þess að þær mæti ekki í reglulega hóp- leit. „Þetta á bæði við um brjósta- krabbameins- og leghálskrabba- meinsleitina. Þær gefa sér hrein- lega ekki tíma. Mögulega er það vegna þess að þær eru ekki með nein einkenni en við viljum ekki síst fá einkennalausar konur,“ segir Lára og bendir á að krabba- mein sé oft einkennalaust og þá sérstaklega á byrjunarstigi þegar auðveldast er að ráða við það. Flestar ánægðar Lára segir einhverjum konum vaxa skoðunin í augum en að það sé yfirleitt óþarfi. „Skoðunin sjálf tekur skamman tíma og er oft- ast án nokkurra óþæginda. Það eru teknar tvær röntgenmyndir af hvoru brjósti. Það fer svolítið eftir einstaklingum hversu lang- an tíma það tekur en að jafnaði eru þetta ekki nema fimm til tíu mín- útur.“ Að sögn Láru eru 87 prósent þeirra kvenna sem mæta ánægðar með síðustu komu. Ef einhver breyting eða óregla finnst á myndinni er hringt í kon- una og hún kölluð í ómskoðun. „Það fer svo eftir því hvað hún sýnir hvort gerð er ástunga eða ekki.“ Lára segir ekkert einfalt svar við því af hverju konur mæti mis- vel í leitina eftir landshlutum. „Á höfuðborgarsvæðinu er aðgengi að leitinni gott og kannski gerir ná- lægðin það að verkum að skoðun- inni er slegið á frest. Konur sem hafa bara tök á því að fara í skoðun einu sinni á ári nota kannski tím- ann betur, þó ég geti ekkert full- yrt um það. Þá skýrist þetta mögu- lega að einhverju leyti af fjölda út- lendinga í sumum hverfum,“ segir Lára en ítrekar að allar konur sem eru skráðar í þjóðskrá fái bréf. Umræða hefur áhrif á aðsókn Spurð að því hvort greina megi mun á aðsókn í hópleit í kringum árvekniátök Krabbameinsfélags- ins segir Lára svo vera. „Yfirleitt eru símalínurnar rauðglóandi hjá okkur á meðan átak stendur yfir og mánuðina á eftir. Hún á það síðan til að dala og við virðumst alltaf þurfa að minna á. Eins koma fram nýjar kynslóðir sem nauð- synlegt er að ná til.“ Lára segir reynslusögur og tölu- legar staðreyndir einna helst ýta við fólki. „Ef einhver sem hefur greinst ungur stígur fram, á fólk það til að koma til okkar og sömuleiðis ef ein- hver nákominn greinist.“ Ekki hægt að skima fyrir öllu Lára segist oft fá þá spurningu hvort ekki sé bara hægt að skima fyrir öllu krabbameini í einu. „Það væri auðvitað óskandi og þó vís- indamenn séu sífellt að leita nýrra leiða erum við því miður ekki komin á þann stað. Í raun eru það bara þrjú krabbamein sem skimað er fyrir en það eru leghálskrabba- mein, brjóstakrabbamein og ristil- krabbamein. Nú þegar er skimað fyrir legháls- og brjóstakrabba- meini hér á landi en til stend- ur að taka upp skipulagða ristil- krabbameinsleit eftir áramót. Í sumum löndum er svo skimað fyrir lungnakrabbameini hjá ungu fólki sem hefur reykt í meira en tuttugu ár en það er ekki gert hér á landi,“ upplýsir Lára. Hún segir krabbamein mjög flókinn sjúkdóm. „Þetta eru í raun um 200 mismunandi sjúkdómar sem hegða sér ólíkt á milli einstakl- inga. Frumurnar hegða sér aldrei eins og horfur tveggja einstakl- inga með sama krabbamein eru ekki endilega þær sömu.“ Nokkrar tegundir krabbameins eru algeng- ari en aðrar og er að sögn Láru lögð mest áhersla á að finna aðferðir til að skima fyrir þeim. Mæting víða undir væntingum Sextíu og átta prósent kvenna á aldrinum 40-69 ára mæta að meðaltali reglu- lega í brjóstamyndatöku hér á landi á ári. 80% mæting væri ásættanlegri. Mæt- ingin er mismunandi eftir landshlutum og hvað síst á höfuðborgarsvæðinu. Lára G. Sigurðardóttir læknir segir aðsókn í leitina taka kipp í kringum árvekniátök Krabbameinsfélagsins og að flestar konur séu ánægðar með síðustu skoðun. Lára segir mögulega skýringu þess að konur mæti ekki í skipulagða hópleit vera að þær séu einkennalausar. Hún bendir hins vegar á að krabbamein sé oft einkennalaust og þá sérstaklega á byrjunarstigi þegar auðveldast er að ráða við það. MYND/GVA Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið óskertu til endur- nýjunar tækjabúnaðar til skipu- legrar leitar að brjóstakrabba- meini. Margþættur ávinningur er af endurnýjuðum tækjabúnaði og má þar helst nefna minni óþægindi við myndatökur og minni geislun, aukið öryggi við greiningar, hag- ræði vegna lægri bilanatíðni og ekki síður mikinn sparnað við við- hald tækja. Áætlaður kostnaður við hvert tæki er a.m.k. 30 millj- ónir króna. Nú þegar hafa um 5,2 milljónir safnast en öll áheit sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþon- inu renna til tækjakaupanna. Að auki söfnuðu bændur, dreifingar- aðilar og framleiðendur heyrúllu- plasts 900 þúsund krónum með sölu á bleiku heyrúlluplasti. Samhliða kaupum á nýjum tækj- um er fyrirhugað að taka í notkun nýtt boðunarkerfi vegna brjósta- krabbameinsskoðunar en talið er að kerfið muni fjölga konum sem koma reglulega í skoðun. Brjóstakrabbamein er algeng- asta krabbamein kvenna hér á landi og greinist kona á um 40 klukkustunda fresti með brjósta- krabbamein, allt árið um kring. Þótt brjóstakrabbamein sé al- mennt kvennasjúkdómur snert- ir hann alla landsmenn með ein- hverjum hætti. Öll þekkjum við konur sem eru okkur kærar og eru mæður okkar nærtækt dæmi. Herferðin í ár leggur því áherslu á að mömmur séu ómetanleg- ar og hafi alltaf verið til staðar fyrir okkur. Því er hvatt til þess að passað sé vel upp á þær og þær séu um leið studdar, eins og aðrar konur, í baráttunni við brjósta- krabbamein. Tækjabúnaður endurnýjaður Vera Einarsdóttir vera@365.is Kostnaður við hvert tæki er um 30 milljónir. bLEiKA sLAufAN Kynningarblað 12. október 20166 KOMIÐ Í VERSLANIR Guli miðinn styrkir Bleiku slaufuna. 200 kr. af hverju bleiku glasi renna til styrktar Bleiku slaufunni. EKKI GLEYMA AÐ ÞVO ÞÉR UM HENDURNAR KVEÐJA, MAMMA #fyrirmömmu #fyrirmömmu EKKI HLAUPA Í STIGANUM KVEÐJA, MAMMA 1 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 3 -B 8 0 4 1 A E 3 -B 6 C 8 1 A E 3 -B 5 8 C 1 A E 3 -B 4 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.