Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 39
Björgólfur Thor og Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, geta fagnað góðum árangri. FréTTaBLaðið/GVa
Fjöldi notenda í farsímafélögum í eigu Novator
ef Actavis hefði verið skráð á markað
þegar óveðrið skall á og rekstraráætl-
anir brugðust.
„Þetta var auðvitað mjög erfitt en
eftir á að hyggja var það ekki al slæmt.
Það voru hagsmunir okkar og bank-
ans að láta þetta ganga; annaðhvort
myndum við deyja saman eða bjarga
hvor öðrum. Þetta var eins og að
vera lokaður inni í kofa í þrjú ár sem
manni finnst auðvitað ekki skemmti-
legt, en er betra en að vera úti á víða-
vangi þegar svona fellibylur gengur
yfir.“ Þegar upp var staðið hafði tek-
ist að bjarga fyrirtækinu, bankinn
fékk sitt og hann sjálfur stóð sterkur
eftir. Deutsche Bank er aftur kominn
í vandræði, en af öðrum ástæðum.
„Þeir geta ekki kennt mér um í þetta
skiptið, ég er búinn að gera upp allar
skuldir við þá,“ segir Björgólfur.
Enn tækifæri í lyfjum
Björgólfur Thor horfir áfram á lyfja-
geirann. „Ég þekki þann geira mjög
vel og marga innan hans. Ég held að
það liggi mikil tækifæri þar á næstu
árum, einmitt vegna þess hve sam-
þjöppunin hefur verið mikil. Ég er
að skoða það og hef þegar stofnað
lyfjafyrirtækið Xantis Pharma, með
höfuðstöðvar í Sviss. Undirbúnings-
vinnan er því í fullum gangi, en ég
reikna með að stóru skrefin verði
tekin á næstu tveimur árum. Þarna
er markaðurinn að breytast og þá
þarf maður að hugsa hvað það hafi
í för með sér og hvernig maður þurfi
að hugsa öðruvísi, því þar liggja tæki-
færin.“
Björgólfur Thor segir að öll reynsla
kalli á endurskoðun. Bókarskrif í
kjölfar efnahagshrunsins hafi fengið
sig til að líta í eigin barm. „Það var
einn í tæknideild Nova sem sagði í
söluferlinu í áreiðanleikakönnun-
inni hvað það væri frábært að fara
svona í gegnum hlutina og um leið
lærði maður hvernig maður hefði
viljað gera hlutina öðruvísi. Það
sama gildir um það þegar ég fór í
gegnum ferilinn í bókarskrifum. Þar
sá ég skýrt hvernig ég gerði suma
hluti rétt og aðra hefði ég viljað gera
öðruvísi eða hreinlega sleppa þeim.“
Nenni ekki lengur veseni
Hann segir að það hafi verið mikið
þroskaferli. „Ég lærði meira um sjálf-
an mig og svo hef ég líka elst og von-
andi þroskast.“ Staðan er orðin góð
og þá vaknar spurningin hvers vegna
að halda áfram? Hvað drífur menn
áfram. „Ég held að þetta snúist um að
ögra sér. Eins og skákmeistari leitar
að því að finna nýja leiki og verðuga
andstæðinga. En ég hef breyst. Fjár-
festingarstefnan hefur breyst og í dag
spyr ég mig fyrst: Er þetta skemmti-
legt verkefni, með skemmtilegu fólki
á skemmtilegu svæði? Við eigum
takmarkaðan tíma á jörðinni og ég
nenni ekki að eyða mínum tíma í
leiðinleg verkefni með leiðinlegu
fólki og miklu veseni, jafnvel þótt
það sé hægt að hagnast á því. Þegar
ég var yngri hefði ég tekið slaginn en
ekki núna.“
Hann segist horfa meira á tímann
sem hann geti varið með fjölskyld-
unni. „Eignasafnið vex ekki jafn hratt
og áður, en það er meðvitað. Það er
ekki vegna þess að það séu ekki tæki-
færi heldur er þetta meðvitað til að
hafa meiri balans í lífinu. Ég er með
börn á þeim aldri að þau vilja vera
með mér og finnst það gaman. Ég
veit að eftir tíu ár eða svo skipti ég
þau minna máli og þá get ég aftur
farið að vinna meira.“
Suður-ameríka í sigti
Undanfarið hefur Novator verið í
þremur greinum, lyfjageiranum,
fjarskiptageiranum og svo í CCP og
gagnaveri Verne Holding. Hann segir
að jafnvel megi tala um þetta sem tvo
geira, heilsu og stafræna veröld.
„Ég vil vera á svæðum þar sem
hagkerfi er að koma úr niðursveiflu
og er að byrja að sýna einkenni þess
að þau séu að rétta úr kútnum. Ég hef
verið í 25 ár í Austur-Evrópu og mér
finnst ég vera búinn með það svæði.
Bandaríkin koma ekki til greina. Þar
eru allt of margir sem kunna betur
það sem ég kann. Þá er eftir Asía,
Afríka og Suður-Ameríka. Ég er ekki
spenntur fyrir Asíu. Þar er kúltúrinn
erfiður og hentar mér ekki og Afríka
er erfið, allt of mörg lönd og erfitt að
ná stærðarhagkvæmni. Þá er Suður-
Ameríka eftir og ég er þegar byrjaður
þar með símafélagið Wom í Chile.“
Björgólfur Thor Björgólfsson hóf fjárfestingarferil sinn sem frumkvöðull. Hann horfir nú aftur til upprunans og vill einbeita sér að því að búa til nýja hluti með skemmtilegu fólki. FréTTaBLaðið/GVa
150000
120000
90000
60000
30000
0
✿ Fjöldi viðskiptavina Nova
30.000
60.000
82.500
96.636
112.930
126.287
136.876
145.734
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015
Björgólfur Thor segir að menn-
ingin í Suður-Ameríku minni sig
um margt á Austur-Evrópu. Margt
sé líkt með Suður-Evrópu, Austur-
Evrópu og Suður-Ameríku. „Þetta
er spennandi svæði sem er að koma
út úr erfiðu tímabili. Gallinn er að
það er langt að fara til að heimsækja
fyrirtækin.“
Í kjarna samstarfsmanna Björg-
ólfs Thors í Novator eru ekki margir.
Starfsmenn eru innan við tuttugu
og hafa unnið lengi saman. „Ég var
um tíma kominn með þrjár hæðir
í London, þar sem við bættum við
fólki með fjölgun verkefna. Maður
réð fólk til að ráða við fleiri tækifæri
og svo þurfti maður að finna fleiri
tækifæri svo allir hefðu nóg að gera.
Þetta var vítahringur. Nú er ég með
þak á fjöldanum og vil ekki fara yfir
tuttugu. Ef við ráðum ekki við verk-
efnin með þessum fjölda þá segi ég
að við skulum frekar sleppa þeim og
einbeita okkur að færri verkefnum.“
Björgólfur Thor segist afar
ánægður með að erlendir fjárfestar
hafi keypt félagið. „Þegar maður
stofnar fyrirtæki og elur það upp
er manni ekki sama hvert það fer.
Þetta verður eins og barnið manns.
Nova er fyrirtæki fólksins. Það hefur
stuðlað að verðlækkun á fjarskipta-
markaði og margoft verið kosið
vinsælasta fyrirtækið. Ég vil tryggja
að það verði áfram þessi fríski leik-
maður á markaðnum. Ég held að ef
það hefði farið í svipað eignarhald
og stór fyrirtæki á Íslandi, þá væri
meiri hætta á að það staðnaði og
færi í sama far og hinir.“
Til Íslands úr vinnunni
Hópmálsókn á hendur Björgólfi
Thor var vísað frá í Hæstarétti í
febrúar. Björgólfur segist þekkja
þá menn, sem standi á bak við
málsóknina. „Það er alveg á hreinu
að þeir eru ekkert að fara að hætta
þessari vitleysu. Ég get ekkert gert
við slíkri þráhyggju, ég verð bara að
láta þetta yfir mig ganga. Þetta eru
minni háttar óþægindi og ég velti
þessu nú ekkert mikið fyrir mér. Ég
vil einbeita mér að því að byggja upp
fyrirtæki og skapa störf.“
Við söluna á Nova hefur Björg-
ólfur Thor sagt að hann hyggist ekki
nota afraksturinn til fjárfestingar
hérlendis. Sér hann þá ekki tækifæri
hér? „Hér eru örugglega mörg tæki-
færi, bara ekki fyrir mig. Ég er mjög
ánægður með að erlendir fjárfestar
skuli hafa keypt Nova og ég vona að
við fáum fleiri erlenda fjárfesta inn í
verkefni hérlendis og stækki kerfið.
Við erum lítil og einsleit og stutt á
milli allra og mikil innri vensl. Ég
þrífst ekki vel í því. Ég lít svo á að
allur heimurinn sé undir í mínum
fjárfestingum. Á Íslandi vil ég fjár-
festa í ferðalögum, góðum mat og
því að njóta landsins.
Ég elska Ísland og Íslendinga en ég
vil koma hingað úr vinnunni en ekki
í hana.“
2
milljónir
Wom Í CHiLE PLay Í PóLLaNdiNoVa á ÍSLaNdi
15
milljónir
146
þúsund
markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . o K t ó b e R 2 0 1 6
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
E
3
-E
E
5
4
1
A
E
3
-E
D
1
8
1
A
E
3
-E
B
D
C
1
A
E
3
-E
A
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K