Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 18
Meðal forsenda heilbrigðs lífs og farsæls samfélags eru geðheilsa og vellíðan.
Góð geðheilsa stuðlar að jákvæðri
sjálfsmynd, traustum félagstengsl-
um og auknum vinnuáhuga með til-
heyrandi lífsgæðum og framförum.
Á síðari árum hefur sem betur fer
orðið vitundarvakning um mikil-
vægi almennrar vellíðunar í nútíma
samfélagi og hefur margt þokast
í rétta átt í þeim efnum enda þótt
enn sé langt í land í geðheilbrigðis-
málum um allan heim.
Síðastliðið vor var haldin sam-
eiginleg ráðstefna Alþjóðabankans
og Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
arinnar (WHO) undir yfirskriftinni
„Út úr skuggunum: Setjum geð-
heilbrigðismál í forgang um allan
heim.“ Þar kom fram að enda þótt
um sé að ræða einn algengasta sjúk-
dómaflokk nú á dögum séu geð-
raskanir enn litnar hornauga víða
og farið með þær sem hina mestu
skömm. Slík viðhorf séu fordómar
sem taka þurfi á.
Markmiðið með alþjóðageð-
heilbrigðisdeginum sem haldinn
er 10. október ár hvert er að beina
sjónum að því stóra lýðheilsuverk-
efni sem geðheilsa er og miðla hag-
nýtri fræðslu í þeim efnum til ráða-
manna og almennings. Mikilvægt
er að vekja samfélagið til vitundar
um stöðu geðheilbrigðismála enda
hefur löngum legið þagnarhjúpur
yfir þeim málaflokki. Sem betur fer
hefur umræðan þó opnast mikið
eins og t.d. um sjálfsvíg.
Í ár er yfirskrift alþjóðageðheil-
brigðisdagsins virðing fyrir hverjum
þeim sem glímir við geðraskanir.
Vandinn er stórfelldur enda telur
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
að 22-24% Vesturlandabúa eigi við
geðræn vandamál að stríða ein-
hvern tíma á ævinni. Þetta þýðir að
allt að fjórði hver Íslendingur mun
einhvern tíma á lífsleiðinni upplifa
geðröskun.
Geðræn skyndihjálp
Í kynningarefni Alþjóðageð-
heilbrigðisráðsins er að þessu
sinni vakin athygli á fræðsluefni
sem kallast geðræn skyndihjálp
(Mental Health First Aid) og byggt
er á gagnreyndri þekkingu en
það var þróað í Ástralíu um alda-
mótin og er m.a. notað í flestum
nágrannalöndum okkar.
Geðræn skyndihjálp er geð-
fræðsla ætluð almenningi sem
miðar að því að gera fólki kleift
að koma þeim til hjálpar sem
eru í sálar kreppu, eiga við geð-
heilsuvanda að glíma og auðsýna
sjálfsvígshegðun með því að veita
þeim sálrænan stuðning og vísa
þeim áfram til viðeigandi fagaðila.
Almenningi er því alls ekki ætlað
að koma í stað fagaðila heldur
snýst geðfræðslan um það að efla
geðheilsulæsi, hjálpa fólki að
skilja betur geðraskanir, leita réttra
úrræða við þeim og finna leiðir til
að viðhalda góðri geðheilsu. Aukin
þekking dregur úr fordómum og
gerir fólki það auðveldara að leita
sér eða öðrum hjálpar.
Rannsóknir benda til þess að
fræðsla í geðrænni skyndihjálp
hafi jákvæð áhrif á geðheilsulæsi
meðal almennings. Má í því sam-
bandi benda á að safngreining Dr.
Danutu Wasserman og félaga við
Karolínska sjúkrahúsið leiddi í ljós
að námskeið í geðrænni skyndi-
hjálp bætti ekki aðeins þekkingu
þátttakenda á geðheilsu heldur dró
hún að sama skapi úr neikvæðum
viðhorfum þeirra í þeim efnum og
gerði þá hjálpsamari. Þess vegna er
mælt með þessari lýðheilsufræðslu
fyrir almenning.
Síðastliðið vor var stefna og
aðgerðaáætlun í geðheilbrigðis-
málum samþykkt til fjögurra ára
á Alþingi. Þar kemur fram að efla
eigi geðrækt og forvarnir og finna
gagnreyndar aðferðir til að draga
úr fordómum í garð fólks með geð-
raskanir. Hér er komin tillaga um
fræðsluefni sem þar getur nýst.
Geðfræðsla fyrir alla
Gunnar
Árnason
framhaldsskóla-
kennari
Fyrir allnokkru spurði mig franskur kollegi minn sem var hér á ferð þegar flutning
innanlandsflugs úr Vatnsmýri bar
á góma: Hvernig dettur ykkur í hug
að leggja niður flugvöllinn í höfuð-
borginni? Á Íslandi eru ekki járn-
brautir eins og víðast hvar í heim-
inum, því hljóta flugsamgöngur að
koma þess í stað a.m.k. að einhverju
leyti.
Þessi staðreynd vill gleymast í
umræðunni um flugvöllinn.
Ef litið er til þess að flugvellinum
verði jafnað til aðaljárnbrautar-
stöðvar, eins og við þekkjum þær
erlendis, er staðsetning hans og
væntanlegrar flugstöðvar hin allra
besta, þ.e. nálægt eða í miðborginni.
Með tilliti til veðurskilyrða er hann
einnig afar vel staðsettur eins og
allar rannsóknir sýna.
Áætlanir borgaryfirvalda um að
flytja flugvöllinn úr stað, jafnvel á
Miðnesheiði, eru fremur raunalegar
í þessu samhengi. Með því væri í
raun verið að leggja innanlandsflug
niður ásamt því að leggja niður fjöl-
mörg störf í borginni.
Hins vegar mun innanlandsflug
leggjast niður af sjálfu sér ef far-
gjöld eru eins há og nú er. Það gefur
augaleið að ótækt er að ódýrara sé
að fljúga til Kaupmannahafnar en
Akureyrar.
Því er m.a. um að kenna háum
álögum ríkisvaldsins á innanlands-
flugið en skv. nýlegu mati forstjóra
Flugfélags Íslands mætti lækka far-
gjöld um 15% þegar í stað ef leið-
rétting fengist. Hugsanlega er það
ekki nóg og mætti jafnvel koma
til niðurgreiðsla ríkisins til að far-
gjöld væru það hagstæð að miklu
fleiri innlendir sem erlendir sæju
sér færi á að nota flugið í stað þess
að aka. Það mundi minnka umferð
um vegina, álag á vegakerfið og þá
einnig slysahættu. Þetta gæti verið
hluti af samgönguáætlun sem nú er í
smíðum, en líta þarf til heildarsýnar
umferðar á landinu og þar með
hvaða áhrif flugvöllurinn getur haft.
En meira þarf til.
Í hinni nýju Flugstöð Reykja-
víkur ætti að vera útleiga ódýrra
rafmagnsbíla eins og nú eru notaðir
t.d. í París ásamt útleigu á rafmagns-
reiðhjólum að hætti Kaupmanna-
hafnar. Einnig þyrfti að vera góð
tenging við almenningssamgöngur.
Gera þarf austur-vesturbrautina
að aðalbraut vallarins með leng-
ingu út í Skerjafjörð ásamt nauð-
synlegum blindflugsbúnaði þannig
að umferð um norður-suðurbraut
verði í lágmarki. E.t.v. mætti einnig
stytta þá braut.
Það er misskilningur að flugvöll-
urinn hamli gegn þéttingu byggðar
í borginni. Eins og sýnt er fram á í
núgildandi Aðalskipulagi er aðal-
þéttingarsvæði borgarinnar um
samgönguás frá vestri til austurs.
Úrelt verðlaunatillaga
Borgaryfirvöld hafa um langt skeið
sýnt máli þessu lítinn skilning og
hafa unnið leynt og ljóst að skerð-
ingu vallarins með þann ásetning
að leggja hann niður. Unnið er
m.a. eftir úreltri verðlaunatillögu
sem enga skipulagsstöðu hefur.
Það er miður. Svo virðist sem vilji
sé til þess að afhenda verktökum
flug vallar svæðið til uppbyggingar
en spor borgarinnar í þeim efnum
hræða.
Gerð byggðar í stað vallarins
mundi auk þess vafalítið hafa
óafturkræf áhrif á vatnsbúskap og
lífríki Vatnsmýrarinnar og Reykja-
víkurtjarnar. Tjörnin gæti einfald-
lega horfið.
Lítið hefur farið fyrir umræðu um
Reykjavíkurflugvöll sem neyðarflug-
völl ef eldgos yrði á Reykjanesskaga
en eins og kunnugt er hefur oft gosið
þar og hraun runnið í sjó fram milli
Keflavíkur og Reykjavíkur.
Reykjavíkurflugvöllur er ekki
einkamál Reykjavíkur heldur lands-
ins alls.
Skyldur höfuðborgarinnar við
landsbyggðina eru ótvíræðar. Því er
eðlilegt að landsmenn allir hafi um
málið að segja. Kannanir hafa sýnt
að mikill meirihluti telur að flug-
völlinn eigi ekki að færa til. Því ber
skilyrðislaust að að halda honum
þar sem hann er og byggja þar veg-
lega flugstöð þegar í stað.
Það er dapurlegt að núverandi
ríkisstjórn og borgin skyldu samein-
ast um það að leggja niður neyðar-
flugbrautina. Enn dapurlegra er
það þó þegar stjórnmálamenn taka
ekki ábyrgð á gerðum sínum eða
málefnum flugvallarins yfirhöfuð.
Auðvitað er Alþingi það í lófa lagið
að grípa inn í framvindu mála ef vilji
er fyrir hendi og taka af skarið um
hvort áfram skuli vera samgöngur
milli landsbyggðarinnar og höfuð-
borgarinnar í lofti.
Reykjavíkurflugvöllur,
miðstöð samgangna landsins
Magnús
Skúlason
arkitekt
Ég hef hitt fjölmarga undan-farna daga sem eru sammála Samfylkingunni um höfuð-
stefnuna, en eru samt efins um
hvort þeir eigi að kjósa okkur. Í boði
eru fjölmargir flokkar sem segja
mjög svipaða hluti og Samfylkingin
og í sumum kosningaprófum er vart
að sjá mun á flokkunum. En það er
munur.
Ekki bara fyrir kosningar
Fyrir það fyrsta þarf að muna að það
skiptir ekki mestu máli hvað menn
segja fyrir kosningar, heldur hvað
menn gera. Það er vissulega áhuga-
vert að sjá ýmsa Framsóknarmenn
og Sjálfstæðismenn spretta nú
upp og lofa 300 þúsund króna lág-
marksgreiðslum til lífeyrisþega. Við
fluttum hins vegar um það tillögu,
ekki einu sinni heldur þrisvar. Og
þeir felldu þær tillögur, ekki einu
sinni heldur þrisvar. Á kjörtíma-
bilinu höfum við líka barist gegn
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að
loka bóknámsdeildum framhalds-
skólanna fyrir fólki yfir 25 ára aldri
og gegn endurteknum lækkunum
veiðigjalda, á sama tíma og stór-
útgerðin skilar methagnaði.
Við höfum reynslu
Það má margt segja um Samfylk-
inguna en þjóðin veit hvar hjarta
hennar slær. Okkar fyrsta verk í
ríkisstjórn var að hækka lægstu líf-
eyrisgreiðslur um 42% og að þeirri
hækkun bjuggu lífeyrisþegar í
hruninu. Í niðurskurði hrunsáranna
skertum við lægstu lífeyrisgreiðslur
ekki um eina krónu og hækkuðum
lífeyri langt umfram lagaskyldu
strax árið 2011. Við vörðum sem
kostur er útgjöld til velferðarmála
og náðum að auka við framlög til
Landspítalans síðasta ríkisstjórnar-
árið okkar og það var í fyrsta sinn frá
aldamótum sem raunaukning varð
í framlögum þangað. Við réðumst í
átak í uppbyggingu hjúkrunarheim-
ila og hófum byggingu 400 rýma vítt
og breitt um landið. Á öllum þessum
sviðum varð stórastopp eftir að ný
ríkisstjórn komst til valda.
Við gerbreyttum reglum um
skuldamál einstaklinga með stytt-
ingu fyrningartíma gjaldþrota,
greiðsluaðlögun og öðrum greiðslu-
úrræðum. Fyrir vikið komust
þúsundir heimila í gegnum þessa
kreppu án þess að missa íbúðar-
húsnæði sitt og án þess að dragnast
með skuldahala með sér áratugum
saman, eins og alltaf hefur áður
gerst í niðursveiflu á Íslandi.
Við höfum metnað
Við létum ekki duga að verja vel-
ferðina. Við réðumst í breytingar á
sjávarútvegskerfinu og náðum því
fram að alvöru veiðigjöld voru lögð
á útgerðina í fyrsta sinn. Við eigum
eftir að ná fram fyrningu aflaheim-
ilda og uppboði lausra aflaheim-
ilda, til að hámarka arð þjóðar-
innar af auðlindinni. Við sóttum
um aðild að Evrópusambandinu
og fyrir harðfylgi okkar í stjórnar-
andstöðu á þjóðin þann möguleika
að taka þann þráð upp að nýju. Og
við hófum gríðarlega metnaðarfullt
endurskoðunarferli stjórnarskrár,
sem leiða þarf til lykta á nýju kjör-
tímabili.
Verkefnin fram undan
Á nýju kjörtímabili þarf metnaðar-
fulla atvinnustefnu sem tryggir okkur
betur launuð störf, svo okkur haldist
á fólkinu okkar í vaxandi samkeppni
við önnur lönd. Við þurfum fjöl-
breytta menntun til að standa undir
þeim störfum. Til þess þarf mikla
aukningu í framlögum til háskóla
og átak í verk- og tæknimenntun.
Velferð hér verður að standast sam-
jöfnuð við velferð í nágrannalönd-
unum og til þess eru nú öll tækifæri.
Við þurfum líka að leysa úr brýnum
velferðarvanda. Ný kynslóð kemst
ekki í öruggt, ódýrt húsnæði. Við vilj-
um veita henni forskot, með því að
heimila fyrirframgreiðslu vaxtabóta
fyrstu fimm áranna, til að auðvelda
fólki að kaupa fyrstu íbúð. Aldraðir
njóta ekki jafnstöðu við aðra og hár
húsnæðiskostnaður leikur marga úr
þeim hópi grátt. Við viljum hækka
lífeyrisgreiðslur í 300 þúsund með
sama hætti og lágmarkslaun og það
þarf að grípa til sérstakra aðgerða til
að mæta háum húsnæðiskostnaði
lífeyrisþega.
Af hverju Samfylkingin?
Árni Páll
Árnason
alþingismaður
og skipar 1. sæti
á lista Sam-
fylkingarinnar í
Suðvesturkjör-
dæmi
Námskeið í geðrænni skyndi-
hjálp bætti ekki aðeins
þekkingu þátttakenda á
geðheilsu heldur dró hún að
sama skapi úr neikvæðum
viðhorfum þeirra í þeim
efnum og gerði þá hjálpsam-
ari. Þess vegna er mælt með
þessari lýðheilsufræðslu fyrir
almenning.
Lítið hefur farið fyrir um-
ræðu um Reykjavíkurflug-
völl sem neyðarflugvöll ef
eldgos yrði á Reykjanes-
skaga en eins og kunnugt er
hefur oft gosið þar og hraun
runnið í sjó fram milli Kefla-
víkur og Reykjavíkur.
Aldraðir njóta ekki jafnstöðu
við aðra og hár húsnæðis-
kostnaður leikur marga úr
þeim hópi grátt. Við viljum
hækka lífeyrisgreiðslur í 300
þúsund með sama hætti og
lágmarkslaun og það þarf að
grípa til sérstakra aðgerða
til að mæta háum húsnæðis-
kostnaði lífeyrisþega.
1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r18 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
E
3
-B
8
0
4
1
A
E
3
-B
6
C
8
1
A
E
3
-B
5
8
C
1
A
E
3
-B
4
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K