Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 42
Jafnrétti Hanna Katrín Friðriksson skipar efsta sætið hjá Viðreisn á Reykjavíkur- lista suður  Fyrsti sjálfkeyrandi bíllinn með farþega í London Undanfarið hefur verið rætt um hvers konar peningamálastjórnun Ísland ætti að hafa og það hefur meðal ann- ars verið lagt til að Íslendingar taki upp svokallað myntráð. Ég ætla ekki að ræða það hér hvort það sé góð eða slæm hugmynd. Ég vil frekar ræða hvaða mælikvarða ætti að nota til að velja „ákjósanlega“ eða öllu heldur „góða“ peningamálastjórnun. Valið á peningamálastjórnun verð- ur að vissu leyti að byggjast á reynslu. Við getum til dæmis ekki sagt að óat- huguðu máli að fljótandi gengi sé æskilegra en fastgengiskerfi við allar aðstæður, þótt sum okkar hneigist til að álíta að breytileiki fljótandi gengis sé almennt æskilegri en fastgengis- kerfi. Hins vegar held ég að við getum ákvarðað fyrirfram vissar forsendur fyrir því hvaða niðurstöðu við viljum sjá ákveðin peningamálakerfi fram- kalla. Almennt held ég að helsta mark- mið peningamálastjórnunar verði að vera að tryggja mesta hugsanlega stöðugleika. Ég sé stöðugleika sem ástand þar sem peningamálastjórnunin skekkir almennt ekki dreifingu vöru, vinnu og fjármagns á milli geira eða á milli mismunandi tímabila. Þannig tel ég að fyrirmyndarstjórn peningamála sé sú sem við getum hugsað um sem „hlutlausa“ í þeim skilningi að hún hafi ekki áhrif á hlutfallsverð í hag- kerfinu. Enn fremur vil ég halda því fram að góð peningamálastjórnun sé gagnsæ, fyrirsjáanleg og auðskilin fyrir almenning. Þannig eru reglur æski- legri en geðþótti sem almenn regla. Og loks ætti peningamálastjórn- unin að vera sterk. Það felur í sér að hættan á misnotkun eða stjórnmála- væðingu peningakerfisins ætti að vera eins lítil og mögulegt er. Þetta er auðvitað vel þekkt vandamál á Íslandi. Þannig gæti viss stjórnun framkallað góða niðurstöðu í dag, en ef líklegt er að sama stjórnun verði yfirtekin af vissum stjórnmálalegum hagsmunum á morgun þá getum við ekki sagt að stjórnunin sé „góð“. Enn fremur tryggir sterk peninga- málastjórnun „góða“ útkomu við mismunandi hnykki í hagkerfinu, breytingar á stjórnmálaástandi eða jafnvel breytingar á stjórnmála- stofnunum. Þess vegna er ekki hægt að segja að stjórnun sé sterk ef hún stendur sig aðeins vel þegar um eftir- spurnarhnykk er að ræða, en ekki framboðsskell, eða er of viðkvæm fyrir pólitískri óvissu og erfiðleikum. Loks vil ég halda því fram að sterk peningamálastjórnun sé eins lítið háð mannlegri dómgreind og gögnum og hægt er. Þannig getum við ímyndað okkur fullkomna peningamálastjórn- un sem tryggir afar mikinn stöðug- leika, en henni gæti aðeins Alan Greenspan framfylgt. Slík stjórnun væri sannarlega ekki sterk. Niðurstaðan er sú að góð peninga- málastjórnun tryggir mikinn stöðug- leika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræðilega, pólitískt og stofnana- lega sterk. Engin peningamálastefna er líkleg til að vera fullkomin og það er senni- legt að málamiðlanir verði gerðar þegar við veljum stjórn peninga- mála. Þess vegna þurfum við, þegar við ræðum um upptöku myntráðs á Íslandi, að ræða hvort myntráðið myndi uppfylla skilyrðin sem ég hef rætt hér að ofan. Og við þurfum að ræða aðra valkosti líka – til dæmis hvort hætta skuli alfarið að nota krón- una eða til dæmis að halda áfram að hafa fljótandi gengi en breyta mark- miðum Seðlabankans í til dæmis markmið um nafnlaun eða nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Í átt að „góðri“ peningastjórnun fyrir Ísland Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Niðurstaðan er sú að góð peninga- málastjórnun tryggir mikinn stöðugleika, er gagnsæ, fyrirsjáanleg og er hagfræði- lega, pólitískt og stofnana- lega sterk. Tvær 15 ára dætur mínar eru að lesa fyrir próf. Þær leggja hart að sér, vitandi að það er leiðin til þess að komast inn í framhalds- skóla að eigin vali á næsta ári. Þær vita líka að vinsælustu fram- haldsskólarnir eru með kynja- kvóta. Stelpur þurfa að hafa hærri einkunnir en strákar til að komast inn. Þar sjá menn verð- mætið í því að jafna stöðuna. Dætur mínar og jafnöldrur þeirra hafa hins vegar fæstar áttað sig á því að þegar þær koma út á vinnumarkaðinn að nokkr- um árum liðnum bíður þeirra að óbreyttu heimur þar sem fram- lag þeirra er metið 10% lægra en framlag strákanna. Íslenskt samfélag þarf á því að halda að við búum svo um hnút- ana að ungar stúlkur þurfi ekki að sætta sig við framtíð þar sem þær eru verðlagðar sem 90%. Við verðum að útrýma þessum óverj- andi kynbundna launamun sem varpar risaskugga á þann góða árangur sem hefur náðst í jafn- réttismálum hér á landi. Ég er stolt af því að hafa, ásamt félögum mínum í Við- reisn, átt þátt í að kynna tæki til þess að rétta hér af kúrsinn svo um munar. Við munum láta það verða eitt af okkar fyrstu verkum á þingi að leggja fram þingmál sem mælir fyrir um að fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn þurfi að gang- ast árlega undir jafnlaunavottun sem yrði framkvæmd samhliða gerð ársreikninga. Slík jafnlauna- vottun er hlutlaus staðfesting þess að hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun er ekki kynbundinn launamunur. Fyrirtæki með jafnlaunavottun eru eftirsóknarverðir vinnu- staðir. Önnur fyrirtæki þurfa að hysja upp um sig ef þau ætla að vera samkeppnishæf. Starfs- fólk veit að vottunin gefur fyrir- heit um að laun eru greidd út frá málefnalegum forsendum og að allt starfsfólk er metið að verð- leikum. Það styttist í kvennafrídaginn. Er ekki upplagt að nota tæki- færið til að minna á að við erum öll 100%? 90% stúlkur? Tæknimenn á gangstétt skoða niðurstöður úr prufukeyrslu en í gær runnu sjálfkeyrandi bílar með farþega um Milton Keynes í Norður-London. Var þetta í fyrsta sinn sem sjálfkeyrandi bílar óku með farþega um stræti Bretlands. Prufukeyrslan gæti rutt brautina fyrir innleiðingu sjálfkeyrandi bíla í Bretlandi. Bretland eins og fleiri lönd er nú að skoða möguleikann á innleiðingu þeirra. Fréttablaðið/aFP Það er allt klárt, þú ert í góðu stuði með nýja markmiðið þitt og skot- helda áætlun um það sem fram undan er. Þér líður vel og það hrísl- ast um þig unaðsstraumur þegar þú hugsar til þeirrar stundar þegar markmiðinu er náð. En – einmitt þá fer hún að gera vart við sig, röddin andstyggilega, sem mörg okkar þekkja svo vel. Hún hefur ekki hátt til byrja með en fljót- lega verður hún háværari og fer að argast í okkur, draga úr okkur, segja okkur að við þurfum ekki að gera þetta í dag, séum bara ekki nógu vel upplögð í dag, eitthvað svo dimmt í dag, nógur tími – verður betra á morgun … Það er eitthvað óskiljanlegt við þessa seiðandi rödd og þegar við reynum að skilja hana þá koma bara upp í hugann orð eins geðveiki og sjálfstortíming – í besta falli leti. Hvað er í gangi? Þú vilt virkilega ná markmiðinu sem þú settir, það flæddi um þig eld- móður og tilhlökkun að takast á við verkefnið þegar þú sast og skrifaðir þetta allt niður – en þessi rödd talar þig ofan af hverri aðgerðinni á fætur annarri og telur þér trú um að þú munir gera þetta á morgun, á morg- un, á morgun. Í framhaldinu ferðu að efast um markmiðið, er þetta virkilega það sem ég vil og að lokum verður niðurstaðan sú að þetta hafi verið vitlaust markmið! Ýmsir sálfræðingar halda því fram að frestun sé bara hluti af mann- legu eðli, að leita stöðugt að þægi- legri og fyrirhafnarminni lífsháttum og sennilega er mikið til í því – en það þarf ekki að vera þannig. Ef við eigum okkur drauma og markmið þá viljum við ekki að þægindaramminn okkar sé svo þröngur að hann kæfi þau í fæðingu. Ég hef velt þessu mikið fyrir mér og þegar ég lít til baka held ég að ég hafi verið illa haldin af frestunarár- áttu fram undir fertugt. Á þessum tíma var röddin allsráðandi í mínu lífi og það var ekki eins og ég vissi ekki af henni – ég velti henni stöð- ugt fyrir mér og upplifði hana sem hluta af mér eins og fætur og nef, ég var bara svona óheppin að fá þessa blessuðu rödd í vöggugjöf, hugsaði ég og horfði á alla hina sem þustu áfram á fljúgandi ferð og þurftu ekki að kljást við röddina. Mín sannfæring Eftir að hafa tekist að einhverju leyti að ráða niðurlögum þessarar and- styggilegu raddar þá er fátt sem ég er meira sannfærð um en að eftirtalin fjögur atriði ráða mestu um árangur okkar í viðureigninni við röddina: Hugarró, þjálfun, hvíld og rútína – og finni nú hver sitt … Þú munt líklega ekki má markmiðinu þínu Hin hliðin Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar ég er stolt af því að hafa, ásamt félögum mínum í Viðreisn, átt þátt í að kynna tæki til þess að rétta hér af kúrsinn svo um munar. 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r10 markaðuriNN 1 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A E 3 -E E 5 4 1 A E 3 -E D 1 8 1 A E 3 -E B D C 1 A E 3 -E A A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.