Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 29
Brjóstakrabbamein spyr ekki um
stétt eða stöðu. Læknar greinast
með sjúkdóminn líkt og aðrir. Þær
María Soffía, Auður og Sigurlaug
hvetja konur til að þreifa brjóst sín
og vera meðvitaðar um að brjósta-
krabbamein sé algengasta krabba-
mein hjá konum. Brjóstakrabba-
mein er hægt að greina á snemm-
stigum og því mikilvægt að fylgjast
vel með öllum breytingum sem
verða á brjóstum. Á undanförnum
árum hafa komið fram mun betri
lyf en áður sem auka mjög lífslíkur
kvenna sem greinast með brjósta-
krabbamein. Það er þó til umhugs-
unar að ein af hverjum níu konum
greinast með brjóstakrabbamein.
Það er ekki hægt að sjá það á
þeim Maríu Soffíu, Auði og Sigur-
laugu að þær hafi glímt við erfið
veikindi. Þetta eru konur í krefj-
andi störfum og undir miklu álagi
í vinnunni. Þær eru allar sammála
um að gott mataræði og hreyfing
sé lífsnauðsynlegt fyrir konur sem
hafa greinst og einnig sem fyrir-
byggjandi aðgerð gegn veikindum.
Þá fari streita mjög illa með fólk.
Árvekni gegn brjóstakrabbameini
hefur slagorðið #fyrirmömmu að
þessu sinni. María Soffía, Auður
og Sigurlaug eru allar þriggja
barna mæður. Læknar þurfa líka
stuðning í sínum veikindum.
Fann hnút í brjóstinu
María Soffía er sérfræðingur
í augnskurðlækningum. Hún
greindist með brjóstakrabba-
mein fyrir fimm árum, þá 47 ára.
„Ég bjó lengi í Bandaríkjunum og
var í heimsókn þar þegar ég fann
hnút í brjósti. Það var búið að vera
mikið að gera hjá mér vikurnar á
undan og þetta átti að vera gott frí
en ég fann hnútinn á fyrsta degin-
um,“ greinir María Soffía frá. „Ég
vissi strax að þetta væri ekki eðli-
legt. Ég hringdi í lækni hér heima
sem hvatti mig til að fara í skoð-
un á staðnum, kannski væri þetta
ekkert til að hafa áhyggjur af og
ástæðulaust að skemma fríið. Ég
fór í myndatöku og sónar og tveim-
ur dögum síðar var ég komin með
Bleika slaufan
12. október 2016
Þú með brjóstakrabbamein
– þú sem ert læknir?
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Læknarnir Auður Smith, María Soffía Gottfreðsdóttir og Sigurlaug Benediktsdóttir hafa allar greinst með brjóstakrabbamein
en eru heilbrigðar í dag. Þær hafa nýlega stofnað stuðningshóp fyrir konur í læknastétt sem hafa gengið í gegnum
sjúkdóminn. Nokkuð margir kvenkyns læknar hafa greinst með brjóstakrabbamein sem veldur þeim áhyggjum.
Mynd/Ernir
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
E
3
-C
B
C
4
1
A
E
3
-C
A
8
8
1
A
E
3
-C
9
4
C
1
A
E
3
-C
8
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K