Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 2
LÖGGÆSLA Lögreglumönnum hefur fækkað mjög á landinu öllu frá árinu 2007. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað og sprenging orðið í fjölda ferðamanna sem heimsækja landið. Rannsóknarlögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að álagið hafi aukist mjög og lögreglumenn finni fyrir því. „Við horfum á brottfall úr stéttinni því álagið bara eykst og eykst,“ segir Jökull Gíslason rannsóknarlögreglu- maður. Í hans deild eiga að starfa átta manns en að undanförnu hafa þeir verið fjórir. Í svari innanríkisráðherra við fyrir spurn Bjarkeyjar Olsen Gunn- arsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, kemur fram að starfandi lögreglumenn og afleysingamenn nú eru 642. Árið 2007 voru þeir tæplega hundrað fleiri. Fæstir voru starfandi lögreglumenn árið 2014 eða 622. Á tímabilinu hefur lögreglumönnum fækkað í öllum umdæmum nema á Vestur- og Suðurlandi. Þar hefur þeim fjölgað um þrjá. Á sama tímabili hefur íbúum landsins fjölgað um 25 þúsund og fjöldi ferðamanna sem heimsækja landið hefur þrefaldast. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þús- und íbúa en talan er nú 1,9. „Þetta hljómar eflaust eins og úlfur, úlfur en staðreyndin er sú að við erum fyrir löngu komin fram hjá þolmörkum,“ segir Jökull. Hann segir að allt í kringum sig sjái hann áhrif þess hve fáir standa eftir. „Álags- veikindi hafa aukist og aðrir hrein- lega brenna út. Fólk afkastar ekki eins miklu í þessari stöðu.“ Hann tekur dæmi um að tveir ungir og frambærilegir lögreglu- menn hafi hætt á dögunum til að Veður Í dag er spáð sunnan- og suðaustan- hvassviðri og mikilli rigningu á öllu sunnan- og vestanverðu landinu. Norð- austan- og austanlands er heldur hægari vindur og þurrt, en svo lægir snögglega í stutta stund vestast á landinu eftir hádegi, það hvessir þó aftur í kvöld. Sjá Síðu 26 Friðarsamkomulaginu ógnað? Íbúar Donetsk æfðu í gær viðbrögð við innrás herliðs. Æfingin brýtur í bága við friðarsamkomulagið sem undirritað var í Minsk í febrúar í fyrra. Átök hafa verið í Donbas-héraði reglulega. Donetsk er höfuðborg héraðsins, sem er austast í Úkraínu við landamæri Rússlands. Fréttablaðið/EPa 800 700 600 500 400 300 200 100 0 1.600.000 1.400.000 1.200.000 1.000.000 800.000 600.000 400.000 200.000 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 712 646 686 659 647 624 610 620 634 629 29 2914 26 2 2 25 20 13 ✿ Þróun fjölda lögreglu- og ferðamanna (2007-2016) n Fjöldi faglærðra lögreglumanna n Fjöldi afleysingamanna n Fjöldi erlendra ferðamanna Í samantektinni er ekki litið til héraðslögreglumanna og lögreglu- manna hjá héraðssaksóknara. Heimild: innanríkisráðuneytið H E I L S U R Ú M Haust tilboð KING KOIL SUMMER GLOW QUEEN SIZE AMERÍSKT HEILSURÚM 40% afsláttur Fullt verð 278.710 kr. TILBOÐSVERÐ 167.226 kr. A R G H !!! 1 11 01 6 Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Sam- tímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að mála- flokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað. ALÞINGI Frumvarp um afnám gjald- eyrishafta var samþykkt sem lög á Alþingi í gær. 47 greiddu atkvæði með frumvarpinu en sextán voru fjarverandi. Lögin eru liður í áætlun stjórn- valda um losun fjármagnshafta sem kynnt var í júní 2015. Í því felast ýmsar breytingar sem miða að því að losa fjármagnshöft á heimili og fyrirtæki í varfærnislegum áföng- um. Fimm aðrar lagabreytingar voru samþykktar á þingi í gær. EES-reglur á sviði opinberra innkaupa, breyt- ingar á höfundalögum sem varða eintakagerð til einkanota, breyt- ingar á lögum um almennar íbúðir og lagabreyting um fjárfestingar- heimildir lífeyrissjóða. – jóe Afnám hafta samþykkt á þingi Fimm frumvörp voru samþykkt sem lög á alþingi í gær. Enn er óvíst hvenær þing- störfum lýkur en vonast er til að það verði á næstu dögum. Fréttablaðið/Eyþór BANdAríkIN Í lok síðustu viku undirritaði Barack Obama Banda- ríkjaforseti ný lög, sem eiga að styrkja réttarstöðu fórnarlamba nauðgana. Samkvæmt lögunum eiga fórnar- lömb nauðgana meðal annars rétt á því að fram fari réttarlæknis- fræðileg rannsókn og að niður- stöður hennar verði geymdar með öllum sönnunargögnum þangað til refsing í málinu væri ekki lengur möguleg vegna fyrningarákvæða. Ekki verður heimilt að rukka um greiðslu fyrir þetta. Jafnframt þarf að gera fórnarlambinu grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar. Þá verður að tilkynna fórnar- lambinu skriflega með tveggja mánaða fyrirvara ef til stendur að eyða sönnunargögnunum. – gb Styrkir stöðu fórnarlamba hefja störf á bílaleigu. „Að undan- förnu hefur borið á því að yngra fólkið fer, því lífsgæði snúast ekki um meiri yfirvinnu. Lífsgæði snúast um það að verja tíma með sínum nánustu og sinna áhugamálum, helst óþreyttur,“ segir Jökull. „Veikindi hafa verið að aukast, bæði skammtíma- og langtíma- veikindi, en við eigum ekki tölur um það,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglu- manna. „Það er einnig staðreynd að lögreglumenn hafa verið að segja upp í auknum mæli sökum ástands- ins.“ johannoli@frettabladid.is Þetta hljómar eflaust eins og úlfur, úlfur en staðreyndin er sú að við erum fyrir löngu komin fram hjá þolmörkum Jökull Gíslason rannsóknarlögreglu- maður 1 2 . o k t ó B e r 2 0 1 6 M I ð V I k u d A G u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t A B L A ð I ð 1 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 3 -A E 2 4 1 A E 3 -A C E 8 1 A E 3 -A B A C 1 A E 3 -A A 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.