Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 10
Samfélag Einungis átján dagar eru eftir af þessu kjörtímabili og verður nýtt Alþingi kosið þann 29. október næstkomandi. Óljóst er hvernig næsta ríkisstjórn landsins verður en ljóst er að margt hefur breyst á líðandi kjör­ tímabili og margt ekki. Fréttablaðið tók saman ýmsar tölur yfir breytingar í samfélaginu á kjörtímabilinu. Ljóst er á fjölda flugfarþega í apríl­ mánuðum áranna 2013 og 2016 að ferðamönnum sem koma til Íslands hefur fjölgað gríðarlega. Nærri tvöfalt fleiri komu til landsins í apríl á þessu ári miðað við apríl 2013 þegar kosið var síðast til Alþingis. Þá hefur árangur Íslendinga í knattspyrnu vakið heims­ athygli.  Kvennalandsliðið heldur áfram að raða sér á meðal fremstu þjóða heims en karlalandsliðið hefur tekið miklum framförum og meðal annars spilað á sínu fyrsta stórmóti og komist þar í átta liða úrslit. Þrátt fyrir að Íslendingar séu fleiri hefur safnaðarbörnum Þjóðkirkj­ unnar ekki fjölgað í samræmi við það. Þeim hefur fækkað. Þvert á móti eru fleiri sem skráðir eru utan trú­ og lífs­ skoðunarfélaga. Traust til helstu stofnana hefur lítið breyst.  Álíka margir bera traust til Alþingis nú og fyrir kjörtímabilið og sömu sögu er að segja af lögreglunni. Þá hefur atvinnuleysi helmingast og gengi krónu styrkst. Almennt virðast Íslendingar ham­ ingjusamari nú en árið 2013. Í úttekt Sameinuðu þjóðanna mælist Ísland þriðja hamingjusamasta land heims í ár samanborið við níunda sæti fyrir þremur árum. Þættir sem teknir eru til greina í þeirri úttekt eru meðal annars verg landsframleiðsla, vel­ ferð, lífslíkur, einstaklingsfrelsi og traust til stjórnvalda. Umrætt traust mælist hins vegar lítið á meðal Íslendinga og þarf að leita niður í þrettánda sæti til að finna sambæri­ legar tölur. Margt breyst á kjörtímabilinu Á líðandi kjörtímabili hefur Íslendingum fjölgað en fækkað hefur í Þjóðkirkjunni. Karlalandsliðið í fótbolta hefur styrkst mikið og Ísland er áfram friðsælasta ríki heims. Fréttablaðið rýnir í kjörtímabilið í tölum. ✿ fyrir og eftir kjörtímabilið 2013-2016 gengi krónu miðað við Evru fólksfjöldi 323.810 336.060 Heimslisti fIfa karla 61. sæti 27. sæti listi yfir friðsælustu lönd 1. 1. sæti sæti listi yfir hamingjusömustu lönd 9. sæti 3. sæti Heimslisti fIfa kvenna 16. sæti 15. sæti fjöldi í Þjóðkirkjunni 245.184 fjöldi utan trúfélaga 19.202 16.608 flugfarþegar í apríl 73.885 133.751 fjöldi öryrkja 17.275 16.760 153 Hlutfall dagreykingafólks 11,6% 11% Traust til alþingis 16,4% 17% Traust til lögreglu 77% 74% atvinnuleysi 5,3% 2% 126 n 2013 n 2016 DÓmSmÁl Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadóm­ stóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al­Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al­Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðs­ misnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5 ½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjög­ urra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kol­ beinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaup­ þings. Þá var einnig spurt út í sím­ hleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæsta­ réttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einars­ sonar. „Skömmu fyrir aðalmeð­ ferðina lagði saksóknari fram gífur­ legt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveð­ in vitni fyrir dóm. – jóe Ríkið vill lengri frest til að svara MDE um Al-Thani Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu eftir að bón þeirra um frestun á aðalmeðferð var hafnað. Þeim var báðum gert að greiða milljón í réttar- farssekt af þeim sökum. FRéttablaðið/PJetuR alÞIngI Björt framtíð, Vinstri græn, Píratar og Samfylking lögðu í gær fram tillögur um breytingar á frum­ varpi Eyglóar Harðardóttur, félags­ og húsnæðismálaráðherra, um breytingar á almannatryggingum. Fulltrúar flokkanna segja að sú leið sem meirihlutinn hefur valið til að hækka greiðslur almannatrygg­ inga tryggi ekki að greiðslurnar fylgi þróun lágmarkslauna og verði 300.000 krónur. Minnihlutinn leggur til að hækka ellilífeyri og lífeyri öryrkja um 13,4 prósent. Báðar leiðirnar myndu skila einbúum 280.000 krónum á mánuði en minnihlutinn segir skerðingu vegna tekna minni ef þeirra leið verði farin. Þá myndu öryrkjar og eldri borgarar í sambúð fá 241.300 krónur á mánuði með leið minnihlutans en 227.883 með leið ríkisstjórnarinnar. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksfor­ maður Pírata, er ekki bjartsýn á að ríkisstjórnin samþykki tillögurnar en segir þær þó mikilvægar. – þea Vilja að stjórnin efni loforð fyrir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is 237.938 Ég held að ríkis- stjórnin muni fella þetta eins og þau gera alltaf og hafa gert ítrekað á þessu kjörtímabili. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim. Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi verjandi í málinu SamgÖngUmÁl Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng tóku kipp í síðustu viku og hefur ekki verið grafið svo langt í einni viku síðan verktakinn lenti í stóru heitavatnsæðinni í febrúar árið 2014. Grafnir voru rétt um 80 metrar. Eftir er að grafa einn kílómetra til viðbótar. Verði framvindan áfram svona góð gæti því verið hægt að slá í gegn eftir fjórtán vikur. Lengd ganganna Eyjafjarðarmegin er nú 4,7 kílómetr­ ar en um 1,5 kílómetrar Fnjóska­ dalsmegin. Fréttablaðið sagði frá því á dög­ unum að Greið leið ehf., sem mun eiga framkvæmdina, þurfi á þriðja milljarð króna aukalega í lán frá ríkinu til þess að geta lokið fram­ kvæmdum. Talið er að það taki um ár að opna göngin fyrir umferð eftir gegnumslátt. Við það sé hægt að áætla mun betur endanlegan kostnað við gangagerðina. – sa Eiga eftir að grafa kílómetra Verði framvindan áfram svona góð gæti verið hægt að slá í gegn eftir fjórtán vikur. FRéttablaðið/auðunn Formenn og talsmenn Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og bjartrar fram- tíðar boðuðu til blaðamannafundar í alþingishúsinu. FRéttablaðið/eyÞóR 1 2 . o k T Ó b E r 2 0 1 6 m I Ð V I k U D a g U r10 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K _ N Y .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 3 -E 4 7 4 1 A E 3 -E 3 3 8 1 A E 3 -E 1 F C 1 A E 3 -E 0 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.