Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 20
Þessi blaðagrein fjallar um 19. og 23. greinar samnings Sam-einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þær fjalla um sjálf- stætt líf og fjölskyldulíf. Mitt starf hefur verið að kynna samninginn fyrir almenningi síðastliðin fjögur ár og hef ég í starfi mínu haft þessar greinar samningsins að leiðarljósi. Í 19. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir til að velja og hafna. Einnig er fjallað um að fatlað fólk eigi rétt á velja sjálft hvar það býr, hvernig og með hverjum. En oft er langt á milli þess að eiga rétt og svo hvort fatlað fólk hefur möguleika á að velja og hafna. Það hafa til dæmis ekki allir val um hvar og hvernig þeir vilja búa og hvert þá langar að fara í sumarfrí. Hvers vegna er það þannig? Yfirvöld bera mikla ábyrgð og margir telja að félagslega kerfið sé á niðurleið. Út frá því spyr ég: Geta yfirvöld sveitarfélaga ákveð- ið félagslega þjónustu fyrir þennan hóp en síðan næsta dag sagt að hún sé ekki í boði sökum fjárskorts? Í framhaldi af því má líka spyrja hvort sveitarfélögin þurfi ekki að fara eftir ákveðum lögum og mannréttindasamningum þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk? Stundum virðist þetta ekki skipta máli og það er oft eins og þjónustan sé háð því hvað mikið fjármagn er til í buddunni. Það hlýtur að vera mannréttindabrot. Ég spyr líka hvort ófatlað fólk hafi meiri réttindi en fatlað fólk? Ég spyr líka hvaða fólk þurfi á mestri þjónustu að halda? Ef það er fatlað fólk er þá eðlilegt að skera niður þar sem þörfin er mest? Virðing, fræðsla og stuðningur 23. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna fjallar um virðingu fyrir heimilis- og fjölskyldulífi. Þar segir að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir til að halda frjósemi sinni, giftast, stofna fjölskyldu og eiga börn. Einnig á fatlað fólk rétt á að fá fræðslu og stuðning um fjölskyldu- mál og barnauppeldi. Það má velta fyrir sér hvort þetta sé svona í raun- inni? Eru sveitarfélögin almennt að veita foreldrum með þroska- hömlun viðunandi stuðning til að börnum þeirra farnist sem best í lífi og starfi? Við sem samfélag ættum að geta gert mun betur þegar kemur að hópi seinfærra foreldra. Þetta er ekki stór hópur en samkvæmt erlendum rannsóknum er um eitt prósent foreldra seinfærir. Þetta er viðkvæmur hópur og að mínu mati þarf mörgu að breyta og ekki síst þarf aukið fjármagn til þessara fjölskyldna. Þá vantar sérstakan faglegan ráðgjafa sem sérhæfir sig í vinnu með seinfærum foreldrum. Slíkur ráðgjafi þarf alltaf að vinna í miklu samráði við foreldrana. Margar fjölskyldur þurfa meiri stuðning en þær fá í dag. Ábyrgð samfélagsins er mikil þegar kemur að þessum foreldrum og yfirvöld- um ber skylda samkvæmt lögum og mannréttindasáttmálum að veita fólki sem er í félagslega erfiðri stöðu stuðning. Oft misbrestur Ég á þrettán ára gamlan son og mér hefur ekki verið boðið á sér- stakt námskeið með öðrum for- eldrum á vegum þjónustumið- stöðvar minnar. Sú þjónusta sem hefur verið í boði miðar að því að þjónusta fólk á heimilum þeirra. Sú þjónusta hentar ekki öllum og það hefur vantað stuðning sem miðar að þörfum fjölskyldunnar á hverjum tíma. Það skiptir máli að stuðningurinn sé eins og fjöl- skyldan vill hafa hann og að hann nýtist sem best. Ég vil benda á að oft er mikill misbrestur á hvað þetta varðar og ég tel það vera skyldu mína bæði sem móðir og sendiherra að skrifa þessa grein. Ég vona að það verði viðhorfsbreyting til málefna fatlaðs fólks í samfélaginu. Ég vona líka að allir verði meðvitaðri um þá sam- félagslegu skyldu að virða rétt allra fjölskyldna í landinu. Allt fólk á að eiga jafnan rétt til frelsis og virð- ingar. Þá ber að virða lagalegan rétt og þá mannréttindasáttmála sem hafa verið undirritaðir fyrir Íslands hönd. Hefur fatlað fólk minni réttindi en ófatlað fólk? María Hreiðarsdóttir sendiherra Samnings Sam­ einuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Þess sáust merki að Gor- batsjov væri í húsinu því hatturinn hans, sem var auðþekktur af ljósmyndum, hékk á snaga. Einmitt í þann mund sem ég var að máta höfuðfatið, snaraðist leiðtog- inn inn og virtist kannast við hatt sinn á höfði útsendara Stöðvar 2! Ég vona að það verði við- horfsbreyting til málefna fatlaðs fólks í samfélaginu. Ég vona líka að allir verði meðvitaðri um þá samfélags- legu skyldu að virða rétt allra fjölskyldna í landinu. Umræða um málefni háskóla-stigsins hefur farið fram af sívaxandi þunga nú í aðdrag- anda kosninga undir yfirskriftinni „Háskólar í hættu“. Þar kemur m.a. fram að fjármálaáætlun hins opin- bera fyrir árin 2017 til 2021 gerir ráð fyrir útgjaldaaukningu til uppbygg- ingar ýmissa innviða samfélagsins en háskólastigið situr þar eftir. Þetta gerist þrátt fyrir að búið sé að gera stjórnvöldum skýra grein fyrir því að háskólarnir séu verulega undir- fjármagnaðir. Listaháskóli Íslands, sem er einn í forsvari fyrir víðfeðmt fræðasvið lista, stendur þar verst að vígi. Húsnæðismál Listaháskólans hafa frá stofnun hans verið í ólestri, sem eftir því sem árin líða verður sífellt erfiðara að búa við. Engin megin- bygginga skólans er hönnuð fyrir skólastarf. Í tveimur byggingum af fjórum er aðgengi fatlaðra ekkert eða mjög takmarkað. Viðhald er flókið enda ávallt hugsað til bráðabirgða, húsbúnaður er áratuga gamall sam- tíningur, þrengslin eru gríðarleg, vinnustöðvar ófullnægjandi og hvergi eru fullbúnir fyrirlestrar- salir eða annað það sem háskólastarf krefst og telst sjálfsagt í nútímanum. Fyrir þetta slæma húsnæði og afleit- an aðbúnað greiðir Listaháskólinn hærra hlutfall af gjöldum sínum en nokkur annar háskóli í landinu, eða yfir 20 prósent. Í samfélagi sem telur menninguna eina af sínum helstu auðlindum, í orði ef ekki á borði, er ekki lengur hægt að horfa fram hjá þessari staðreynd og þeirri vanvirð- ingu sem fræðasviði lista er sýnt með slíku aðstöðuleysi til tveggja áratuga. Njóti sannmælis og jafnræðis Það sama á við um aðstöðumun er lýtur að rannsóknarframlögum. Rannsóknir eru sá þáttur háskóla- starfs sem styður kennslu, nýsköpun og nauðsynlegar framfarir í öllu háskólakerfinu. Hlutfall rannsókna af heildarframlagi háskóla á fjárlögum ársins 2016 var hæst 40,8%, en næst- lægst 19,3%. Lægsta framlagið fékk Listaháskóli Íslands; 8,6%, eða rétt rúmlega þriðjung þess næst lægsta. Á meðan þetta viðhorf til fræðasviðs lista er við lýði er ekki einu sinni hægt að framkvæma grunnrannsóknir á hönnunar- og listarfleifð þjóðar- innar – hvað þá listrannsóknir á borð við þær sem t.d. önnur norræn ríki telja nauðsynlegar. Á Íslandi eru því ómetanleg menningarverðmæti á sviði lista einfaldlega að glatast og munu aldrei verða afturkræf kom- andi kynslóðum til handa, ef ekki er brugðist við strax. Þrátt fyrir ögranir og ófullnægjandi fjármögnun er Listaháskóli Íslands eftirsóttur samstarfsaðili innan lands sem utan. Akademískur styrkur og viðurkennd gæði starfseminnar munu þó aldrei nýtast sem skyldi því samfélagi sem Listaháskólinn þjónar á meðan fjármögnun og ytri aðbún- aður er svona lélegur. Það er löngu tímabært að Listaháskólinn njóti sannmælis og nemendur hans jafn- ræðis á við önnur fræðasvið í íslensku háskólaumhverfi. Í orði en ekki á borði? Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Lista­ háskóla Íslands Leiðtogafundurinn í Höfða markaði að mörgu leyti þáttaskil, ekki bara í alþjóð- legri pólitík, heldur líka í íslenskri blaðamennsku. Þó er farið að fenna í sporin, enda þrjátíu ár liðin. Gamla ríkissjónvarpið sýndi og sannaði að það væri fært um að sinna alþjóð- legu verkefni á borð við leiðtoga- fund og í fyrsta skipti í sögunni var lifandi mynd af hurðarhúni send, ekki bara út um allt land, heldur til allrar heimsbyggðarinnar. Um svipað leyti hófust útsending- ar Stöðvar 2, sem eftir tækniörðug- leika í byrjun, haslaði sér skjótt völl sem skæður keppinautur gamla sjónvarpsins. Bylgjan hóf útsend- ingar sama haust og við fyrstu fréttamennirnir á einkarekinni útvarpsstöð skúbbuðum fréttunum af leiðtogafundinum, sem bárust örskömmu fyrir fréttir á heila tím- anum. Á gömlu Gufunni stóð til að rjúfa dagskrá, en dágóð stund leið því þulurinn reyndist hafa brugðið sér á salernið! Sjálfur fékk ég erlendu frétta- bakteríuna vegna leiðtogafundar- ins. Með fundinum komu útlönd að vissu leyti til Íslands. Allar banda- rísku fréttastöðvarnar með tölu sendu aðalfréttatíma sína út frá Íslandi, og maður rakst á sjónvarps- stjörnur á borð við Peter Jennings og Dan Rather í bænum. Þetta var auðvitað annað fjölmiðlaumhverfi en nú er og bandarísku sjónvarps- stöðvarnar óðu í peningum. Haft var fyrir satt að fréttaþulir hefðu meiri áhrif en ráðherrar. Tíu árum eftir leiðtogafundinn var ég orðinn fréttamaður á Stöð 2 eftir níu ár á Ríkissjónvarpinu. Þá var mér falið eitt ánægjulegasta verkefni sem ég hef sinnt: að gera mynd um tíu ára afmæli leiðtoga- fundarins. Styrkur fékkst úr Menn- ingarsjóði útvarpsstöðva og skyldi almennilega staðið að málum. Við Katrín Ingvadóttir framleiðandi ákváðum strax að reyna að ná tali af öllum sem máli skiptu og gekk það betur en við þorðum að vona. Páll Baldvin Baldvinsson, þáverandi dagskrárstjóri, sýndi verkefninu áhuga og greiddi fyrir því að við gátum ferðast til Bandaríkjanna og Rússlands til að ræða við lykilfólk. Allir tóku okkur einstaklega vel. Ronald Reagan var því miður kominn með Alzheimer og því til lítils að ræða við hann. Við flugum hins vegar til Kaliforníu og tókum viðtal við George Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna á leiðtoga- fundinum, sem varð tíðrætt um hversu róandi útsýnið yfir sundin og Esjuna hefði verið frá Höfða. Kenn- eth Aldemann ráðgjafi sagði okkur frá því hvernig hann og Rússarnir breiddu heimskort yfir gólfið á kló- settinu í Höfða og ræddu um heims- frið og kjarnorkuvopnalausan heim. Og sjónvarpsstjarnan Peter Jennings bauð í heimsókn á ABC News í New York, en neitaði að segja okkur hvað íslenska kærastan hét sem hann hafði kynnst í Ísrael. Ekki síður eftirminnilegur var Richard Pearle, sem fékk nafnið Svarti riddarinn fyrir þær sakir hversu herskár hann var. Hann tal- aði mikið um þau mistök þáverandi stjórnar Bandaríkjanna (1996) að ganga ekki á milli bols og höfuðs á Saddam Hússein í fyrri Flóabardaga, en honum varð að ósk sinni nokkr- um árum síðar eins og alkunna er, þegar hann komst á ný til áhrifa í stjórn Bush forseta yngra. Klauf loftið í tíma og ótíma En auðvitað var minnisstæðast að taka viðtal við Mikhail Gorbatsjov. Ýmislegt hafði verið reynt til að ná sambandi við hann en það var ekki fyrr en ég leitaði til Hauks Hauks- sonar, fréttaritara í Moskvu, sem hreyfing komst á hlutina. Haukur hringdi og skrifaði en fékk loðin svör. Loks frétti hann af því að Gorb atsjov ætlaði að undirrita bók á tilteknum stað, og gerði Haukur sér lítið fyrir og sveif á fyrrverandi Sovétleiðtogann og hans menn og linnti ekki látunum fyrr en loforð um viðtal hafði fengist. Nokkrum vikum síðar vorum við Katrín komin til Moskvu og héldum ásamt Hauki til fundar við Gorb- atsjov. Biðum við drykklanga stund á skrifstofu. Þess sáust merki að Gorbatsjov væri í húsinu því hatt- urinn hans, sem var auðþekktur af ljósmyndum, hékk á snaga. Einmitt í þann mund sem ég var að máta höfuðfatið, snaraðist leiðtoginn inn og virtist kannast við hatt sinn á höfði útsendara Stöðvar 2! Haukur hvíslaði jafnóðum þýð- ingu á orðum Gorbatsjovs í eyra á meðan á viðtalinu stóð, en mér varð ósjálfrátt starsýnt á handahreyf- ingar hans og orð gamals pólsks kunningja komu upp í huga mér. „Maður getur alltaf þekkt gamla kommúnista á því að þeir þurfa alltaf að höggva loftið, þegar þeir vilja leggja áherslu á orð sín.“ Og viti menn: Gorbatsjov klauf loftið í tíma og ótíma, meira að segja þegar hann talaði fallega um Vigdísi for- seta. Einu sinni kommúnisti, alltaf kommúnisti … Satt að segja fannst mér miklu meira koma til Alexanders Yak- ovlev, hugmyndafræðings glasnost og perestrojku, því Gorbatsjov, sem endurtók sig, talaði í hringi og ruglaði ítrekað saman hinum ýmsu fundum sínum og Reagans. Kannski var þá Reykjavíkurfundurinn ekki jafn minnisstæður og við héldum, bara enn einn dagur í vinnunni, við að koma í veg fyrir kjarnorkustríð og tortímingu heimsins. Hattur Gorbatsjovs og heimsfriður í náðhúsinu Árni Snævarr fv. fréttamaður á Stöð2 Á Íslandi eru því ómetanleg menningarverðmæti á sviði lista einfaldlega að glatast og munu aldrei verða aftur- kræf komandi kynslóðum til handa, ef ekki er brugðist við strax. 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r20 s k o Ð U n ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 3 -C B C 4 1 A E 3 -C A 8 8 1 A E 3 -C 9 4 C 1 A E 3 -C 8 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.