Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 27
fólk
kynningarblað 1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 6 M I Ð V I k U D A G U r
Krabbameinsfélagið hrindir af
stað árvekniátaki um krabbamein
tvisvar á ári. Í október snýr það
að konum en að körlum í mars.
Að hverju sinni er átakinu valin
yfir skrift og að þessu sinni er hún
#fyrirmömmu.
„Á hverju áru setjumst við niður
og förum yfir hvaða krabbamein
er brýnast að minna á. Ástæð-
an fyrir því að brjóstakrabba-
mein varð fyrir valinu í ár er sú
að reynslan sýnir okkur að við
þurfum sífellt að vera að minna
á brjóstakrabbameinsleitina. Að-
sóknin eykst alltaf í kringum ár-
vekniátökin okkar en dvínar því
miður fljótlega eftir að við hættum
að minna á. Það er mjög miður því
skipulögð leit er öflugasta vopnið
í baráttunni gegn brjóstakrabba-
meini á byrjunarstigi þegar lækn-
ing er möguleg,“ segir Kolbrún
Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og
fjáröflunarstjóri Krabbameins-
félagsins.
Kolbrún segir alltaf reynt að
finna þema sem vekur athygli og
hreyfir við fólki. „Það er því miður
ekki nóg að segja bara; munið að
mæta.“
Konur sem fá boð um að koma í
skoðun eru á aldrinum 40-69 ára.
„Þegar við fórum að hugsa um
konur sem hafa greinst á þessum
aldri barst talið að því hvað þetta
snertir yfirleitt marga og er mikið
áfall fyrir fjölskylduna. Margar
þessara kvenna eru mæður og/eða
eiga mæður og niðurstaðan var sú
að mömmur eru svolítið miðjan í
þessu. Við eigum það nánast öll
sameiginlegt að eiga móður hvort
sem hún er með okkur eða ekki og
flestir eru ánægðir með og þakk-
látir fyrir sína mömmu. Okkur
fannst þetta flötur sem væri sam-
einandi og hlýr. Við vildum ýta
undir að fólk þakkaði mömmu og
um leið að hvetja mömmur og allar
konur, ungar sem aldnar til að fara
í skoðun,“ segir Kolbrún en konur
eru hvattar til að mynda sig með
MöMMuM boðið í kaffi
Árvekniátak Krabbameinsfélagsins um brjóstakrabbamein hófst með viðhöfn í Kringlunni 29. september og nær
hápunkti á bleika daginn 14. október þegar fólk og fyrirtæki sameinast um að minna á átakið með því að klæðast bleiku,
skreyta með bleiku eða bjóða upp á bleikar veitingar. Átakið í ár ber yfirskriftina #fyrirmömmu.
Kolbrún segir alltaf reynt að finna þema sem hreyfir við fólki og vekur athygli. „Þegar við fórum að hugsa um konur sem hafa greinst á aldrinum 40-69 ára barst talið að því hvað
þetta er alltaf mikið áfall fyrir fjölskylduna. Margar þessara kvenna eru mæður og/eða eiga mæður og niðurstaðan var sú að mömmur eru svolítið miðjan í þessu. MYND/GVA
Vera
Einarsdóttir
vera@365.is
mæðrum sínum eða birta gaml-
ar mæðgna- eða mæðginamynd-
ir og senda á Krabbameinsfélag-
ið sem deilir þeim á samfélags-
miðlum. „Eins hvetjum við fólk til
að bjóða mömmu sinni í mömmu-
kaffi á bleika daginn, föstudaginn
14. október. Hvort sem er heim eða
á vinnustaðinn.“
Átakinu í ár er þó ekki aðeins
ætlað að minna konur á að fara
í skoðun heldur er líka verið að
safna fyrir nýjum leitartækjum
og rennur allt söfnunarfé bleiku
slaufunnar óskert til endurnýjun-
ar tækjabúnaðar til skipulagðrar
brjóstakrabbameinsleitar. „Sam-
hliða endurnýjun tækja hyggjumst
við uppfæra hugbúnaðinn okkar og
taka upp nýtt boðunarkerfi. Í dag
fá konur bréf á tveggja ára fresti
sem hugsanlega endar á ísskápn-
um en getur líka týnst og gleymst.
Með boðunar kerfinu getum við
bókað konu í tíma, sent hann til
hennar og beðið hana um að breyta
ef hún kemst ekki. Kerfið er notað
í Svíþjóð og hefur gefið góða raun.“
Margir hafa lagt átakinu í ár lið. Hér má sjá
þekktar konur og mæður með börnum sínum.
40+
FEMARELLE REJUVENATE
l Minnkar skapsveiflur
l Stuðlar að reglulegum svefni
l Eykur orku
l Eykur teygjanleika húðar
l Viðheldur eðlilegu hári
60+
FEMARELLE UNSTOPPABLE
l Inniheldur kalsíum og D3-vítamín sem eru nauð-
synleg til að styrkja bein að innan
l Stuðlar að heilbrigðri slímhúð legganga
l Eykur liðleika
l Stuðlar að reglulegum svefni
l Eykur orku sem stuðlar að andlegu jafnvægi
50+
FEMARELLE RECHARGE
l Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka)
l Stuðlar að reglulegum svefni
l Eykur orku
l Eykur kynhvöt
l Hefur engin áhrif á vef í brjóstum eða legi
NÝTT NÝTT
Femarelle skiptir Valgerði miklu máli. Selma Björk er mjög ánægð með áhrifin af Femarelle. Eva Ólöf er hressari þegar hún notar Femarelle.
200 krónur af hverri seldri vöru rennur til bleiku slaufunar
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
E
3
-D
F
8
4
1
A
E
3
-D
E
4
8
1
A
E
3
-D
D
0
C
1
A
E
3
-D
B
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K