Fréttablaðið - 12.10.2016, Blaðsíða 4
26. nóvember kl. 20.00
Jólatónleikar í Grafarvogskirkju
Miðala á miði.
fornleifar Sérfræðingar Forn-
leifastofnunar Íslands vinna með
þá kenningu að einn þeirra gripa
sem fannst í landi Ytri-Ása í Skaftár-
tungu sé örvaroddur. Sé sú raunin er
fornleifafundurinn enn sérstakari en
áður var talið þar sem örvaroddar
hafa tiltölulega sjaldan fundist í
kumlum á Íslandi.
Eins og komið hefur fram fundu
gæsaskyttur upphaflega heillegt
sverð á bökkum Eldvatns sem mun
vera frá 10. öld, en um mánuði
síðar fann annar hópur gæsaveiði-
manna mannabein og nokkra smá-
hluti aðeins í nokkurra tuga metra
fjarlægð frá fundarstað sverðsins.
Staðfest hefur verið að tveir þessara
muna eru spjótsoddur og hnífur, en
sá þriðji er hugsanlega örvaroddur
sem verður sannað, eða afsannað,
með frekari rannsóknum á næstu
dögum.
Guðrún Alda Gísladóttir, forn-
leifafræðingur hjá Fornleifastofnun,
hefur, ásamt kollega sínum, Mjöll
Snæsdóttur, annast greiningu á grip-
unum sem fundust fyrir Minjastofn-
un. „Gripurinn er mjög illa farinn, og
líkt og með spjótsoddinn hefur hann
verið afmyndaður eins og tíðkaðist
með gripi sem voru lagðir með þeim
sem féllu frá á þessum tíma – ekki síst
vopn. Þetta gæti verið örvaroddur en
kannski eitthvað allt annað,“ segir
Guðrún Alda.
Sé um örvarodd að ræða er ljóst að
kumlið er ríkulegt á íslenskan mæli-
kvarða. Telja má líklegt að aðeins
hluti gripanna sem upphaflega voru
lagðir þar hafi fundist enda kumlið
illa farið. Hnífurinn sem fannst er
stór og mikill, segir Guðrún Alda og
gæti verið vopn frekar en vinnutæki.
Spjótsoddurinn er jafnframt sér-
stakur, en aðeins hafa fundist um 80
spjót hér á landi frá söguöld til þessa.
Örvaroddarnir eru enn færri eða 15
eftir því sem næst verður komist, og
þar af voru sex í sama kumlinu. Hafa
ber í huga að bogi og örvar voru fyrst
Kumlið í Ásum telst ríkulegt
Einn af þeim gripum sem fundust í kumli fornmannsins í Skaftártungu gæti verið örvaroddur. Slíkur fund-
ur er sjaldgæfur hér. Margt bendir til að ekki sé um stakt kuml að ræða heldur svokallaðan kumlateig.
Mjaðmabein fornmannsins marandi í hálfu kafi sem sýnir að lítið er í raun eftir af kumlinu. Mynd/Uggi
160
fundarstaðir kumla, eða rétt
rúmlega, eru þekktir á Ís-
landi og um 330 kuml
Eina sem hægt er að
gera er að rannsaka
svæðið og athuga hvort
kumlin séu jafnvel fleiri, en
reynslan sýnir að þar sem
kuml finnst eru þau oft fleiri
sem þar leynast í næsta
nágrenni
Uggi Ævarsson,
minjavörður Suður-
lands
flóttamenn Hælisleitandanum
sem sendur var til baka frá Noregi í
síðustu viku var hent út úr gistiskýli
á vegum Útlendingastofnunar við
Bæjarhraun í Hafnarfirði á laugar-
dag. Þetta staðfestir Þórhildur Ósk
Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlend-
ingastofnunar. Ástæðu brottrekstr-
arins má rekja til þess að maðurinn,
sem er Berbi frá Norður-Afríku, á að
hafa brotið húsreglur gistiskýlisins.
Berbanum er gefið að sök að hafa
neytt áfengis innan dyra í gistiskýl-
inu en það er brot á húsreglum.
Þegar Fréttablaðið náði tali af Ber-
banum í gær var hann á biðstofu
geðdeildar Landspítalans. „Ég er
kominn aftur á spítalann, ég skráði
mig inn á föstudag vegna þess að
mig langaði að yfirgefa þennan
heim. Ég dvaldi þar eina nótt og
fór svo aftur í gistiskýlið. Þegar ég
kom í gistiskýlið var mér hent út og
sagt að ef ég sneri aftur yrði hringt
á lögregluna. Ég er búinn að vera að
skera mig og ég þarf hjálp og er þess
vegna kominn aftur á spítalann.“
Síðustu nætur hefur Berbinn
dvalið á götunni. „Mér líður eins og
ég sé rusl í augum þessa fólks,“ segir
Berbinn. Hann hefur engar upplýs-
ingar fengið frá Útlendingastofnun
um hvort hann verði sendur úr
landi. – þh
Berbanum gert að yfirgefa gistiskýlið
gistiskýlið við Bæjarhraun í Hafnarfirði. FréttaBlaðið/SteFán
DanmÖrK Aðildarríki Evrópusam-
bandsins við Eystrasalt hafa ákveðið
að minnka þorskkvótann í vestur-
hluta Eystrasalts um 56 prósent.
Evrópusambandið hefur samþykkt
samkomulagið sem tekur gildi frá
og með næstu áramótum. Danskir
sjómenn segja ekki hægt að lifa af
helmingi núverandi tekna.
Umhverfis- og matvælaráðherra
Danmerkur, Esben Lunde Larsen, er
ekki beinlínis hrifinn af samkomu-
laginu en kallar það hálfan sigur
í viðtali við danska ríkisútvarpið.
Upprunalega tillagan hafi verið að
minnka þorskkvótann um 88 pró-
sent og Svíar og Pólverjar hafi verið
fylgjandi tillögu fiskifræðinganna.
– ibs
Þorskkvótinn
helmingaður
danskir sjómenn segja ekki hægt að lifa
af helmingi núverandi tekna.
FréttaBlaðið/SteFán
Samfélag Sveitarstjórn Grímsnes-
og Grafningshrepps hafnaði beiðni
sjónvarpsstöðvarinnar N4 um styrk
á sveitarstjórnarfundi í síðustu
viku. Sjónvarpsstöðin óskaði eftir
styrk upp á 250 þúsund krónur
til að framleiða 12 þátta seríu „Að
sunnan“. María Björk Ingvadóttir,
framkvæmda- og framleiðslustjóri
N4, sendi sveitarstjórninni bréf þar
sem verkefnið var kynnt en hafði
ekki erindi sem erfiði og hafnaði
sveitarstjórnin beiðninni. N4 var
stofnað árið 2000 og er eini fjöl-
miðillinn sem er með höfuðstöðvar
sínar og ritstjórn utan höfuðborgar-
svæðisins. – bbh
N4 neitað um
styrk frá hreppi
SamgÖngur „Ég fann fyrst fyrir
bílhræðslu á ævinni þegar ég fór
um Vatnsnes,“ segir Guðný Hrund
Karlsdóttir, sem verið hefur sveitar-
stjóri í Húnaþingi vestra frá vorinu
2016.
Eins og fram hefur komið í Frétta-
blaðinu eru íbúar Húnaþings afar
ósáttir við ástand vegarins um
Vatnsnes.
Byggðaráð sveitarfélagsins bók-
aði í gær enn eina athugasemdina
vegna þessa. Lýst er sérstökum
áhyggjum vegna sprengingar í
umferð ferðamanna þótt sú þróun
sé sögð að mörgu leyti jákvæð og
störfum við ferðaþjónustu á svæð-
inu hafi fjölgað mikið.
Fjöldi þeirra sem heimsóttu
upplýsingamiðstöðina á Hvamms-
tanga hefur áttfaldast á aðeins fimm
árum, þeir voru fimm þúsund á
árinu 2011 en eru orðnir 38 þúsund
það sem af er þessu ári.
„Nú er staðan orðin þannig að
víða er vegakerfið komið að ystu
þolmörkum, sérstaklega Vatnsnes-
vegur, sem er mjög vinsæl ferða-
mannaleið. Vegurinn er langur,
erfiður og víða úr sér genginn,“
segir byggðaráðið í bókun sinni
um málið.
Þorbjörg Ásbjarnardóttir, sem
býr á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi,
segir íbúana hafa þungar áhyggjur
af umferð ferðamanna sem sé stýrt
út á Vatnsnes að skoða Hvítserk
og seli. Þeir kunni fæstir að aka á
malarvegum.
„Annaðhvort keyra þeir á þrjátíu
og hleypa ekki fram úr eða maður
mætir þeim á 100 kílómetra hraða.
Við höfum bara miklar áhyggjur af
öryggi og velferð barnanna okkar
sem þurfa að keyra þarna um
veginn í skólabíl,“ segir Þorbjörg
Ásbjarnardóttir á Þorgrímsstöðum
- gar
Túristar á þjóðvegunum vekja ótta með heimafólki á Vatnsnesi
Iðulega yfir sumar-
tímann parkera
ferðamenn á veginum og í
kantinum til að sofa. Þeir eru
ofan í giljum, á
blindhæðum –
bara alls staðar.
Þorbjörg
Ásbjarnardóttir
á Þorgrímsstöðum
og síðast veiðitæki og ekki mikil þörf
fyrir slík veiðitæki hérlendis.
Uggi Ævarsson, minjavörður Suð-
urlands, segir að varðandi fornleifa-
fundinn megi segja að unnið sé með
tvær sviðsmyndir. Annars vegar að
sverðið sé úr sama kumli og beinin,
ásamt þeim gripum sem fundust þar,
og hins vegar að um tvö kuml sé að
ræða. Erfitt sé hins vegar að kveða
upp úr með það vegna þess hversu
illa vatnagangurinn í Eldvatninu
hefur leikið svæðið allt.
„Það eina sem hægt er að gera er
að rannsaka svæðið og athuga hvort
kumlin séu jafnvel fleiri, en reynslan
sýnir að þar sem kuml finnst eru
þau oft fleiri sem þar leynast í næsta
nágrenni,“ segir Uggi, en þekkt er
að um þriðjungur þeirra kumla sem
hér hafa fundist eru í svokölluðum
kumlateigum þar sem eru fleiri en
eitt kuml á sama stað. „Það má líka
segja að það megi undrum sæta
hversu fá kuml hafa fundist hér-
lendis,“ segir Uggi en oftast er ástæða
þess að kuml finnst að á staðnum
hafi jörð blásið upp eða landbrot sé
af öðrum ástæðum, en eins vegna
framkvæmda. svavar@frettabladid.is
Ég er búinn að vera
að skera mig og ég
þarf hjálp og er þess vegna
kominn aftur á spítalann.
Hælistleitandi frá Norður-Afríku
1 2 . o K t ó b e r 2 0 1 6 m i Ð V i K u D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð
1
2
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
E
3
-C
1
E
4
1
A
E
3
-C
0
A
8
1
A
E
3
-B
F
6
C
1
A
E
3
-B
E
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K