Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 6
heilbrigðismál Gunnar Ármanns­ son, stjórnarmaður í MCPB ehf. sem hyggst reisa einkarekið sjúkrahús í Mosfellsbæ, segir að að spænski læknirinn Pedro Brugada, sem sjúkra­ húsið á að vera nefnt eftir, hafi talið það forsendu fyrir aðkomu sinni að verkefninu að ekki væri andstaða meðal hérlendra lækna við það. Þrír yfirlæknar á hjartadeild Land­ spítalans lýstu yfir áhyggjum af áformunum í grein í Morgunblaðinu um síðustu helgi. „Að sjálfsögðu tökum við alvarlega þær gagnrýnis­ raddir sem koma frá Landspítal­ anum,“ segir Gunnar. Brugada hafi fundað með íslenskum læknum hér á landi í vor til að kanna hvernig þeim hugnaðist að hann hæfi starf­ semi á Íslandi. „Hann ætlaði ekki að taka nein frekari skref í þá áttina ef honum fyndist sér ekki vera vel tekið. Hann taldi, eftir þessa fundi, að hann hefði átt góð samtöl við lækna og æðstu embættismenn og það væru forsendur fyrir hendi til þess að koma hingað til starfa,“ segir Gunnar. Brug ada hefur sagt að hann stefni á að hefja starfsemi í Klíníkinni í Ármúla í október. „Nú er það í hans höndum að vega það og meta hvað hann vill gera,“ segir Gunnar um Brugada. Hann hafi litið svo á að það væri fengur fyrir íslenska heilbrigðiskerfið að fá lækni með jafn mikla sérfræðiþekkingu og Brugada til landsins. „Ég get ekki betur séð en að sumir hafi farið á taugum í síðustu viku þegar fréttir fóru að berast og tjáð sig um það án þess að afla sér upplýsinga frá forsvarsmönnum verkefnisins,“ segir Gunnar. Þá segir hann að fyrir liggi skilaboð í heilbrigðisráðuneyt­ inu um að forsvarsmenn MCPB séu tilbúnir að hitta Kristján Þór Júlíus­ son heilbrigðisráðherra til að upp­ lýsa hann um verkefnið hvenær sem honum henti. Gunnar efast um að það verði hald­ inn blaðamannafundur þegar Alþingi kemur saman líkt og Henri Middel­ dorp, stjórnarformaður MCPB, hélt fram í Fréttablaðinu í síðustu viku, þar sem átti að útskýra verkefnið frekar. „Okkar hugmynd var að vildum helst ekki vera að tjá okkur mikið í fjölmiðl­ um heldur ræða við hlutaðeigandi sem þurfa að koma að málinu beint og milliliðalaust.“ Gunnar segir að sýna þurfi fram á hverjir fjárfestar í verkefninu séu þegar sótt verði um ívilnanir til atvinnuvegaráðuneytisins. Aldrei hafi staðið til að halda því leyndu. „Við settum það sem skilyrði að það yrði sótt um þessar ívilnanir til þess að það lægi algjörlega fyrir hvaðan þessir fjármunir myndu koma.“ Gunnar segir að stefnt verði að því að leggja samsvarandi gögn fyrir Mos­ fellsbæ fyrir 1. desember 2017, en MCPB hefur til þess tíma til að sýna bæjaryfirvöldum fram á hvernig verk­ efnið verði fjármagnað og af hverjum. ingvar@frettabladid.is Velþóknun lækna sögð forsenda einkaspítala Stjórnarmaður í félagi um einkaspítala í Mosfellsbæ segir að læknirinn sem nefna á spítalann eftir hafi ekki ætlað að hefja starfsemi hér á landi hugnaðist ís- lenskum læknum ekki áformin. Búið sé að bjóða heilbrigðisráðherra til fundar. Fyrirhuguð lóð fyrir einkaspítalann er á landi Sólvalla í Mosfellsbæ, nærri Hafra- vatni og Reykjalundi. FRéttablaðið/SteFán Monsúnrigningar á Indlandi Yfir hundrað manns hafa látist í flóðum í Suður-Asíu síðustu daga en þar ganga yfir miklar monsúnrigningar. Í héraðinu Assam á Norðaustur-Ind- landi þar sem myndin er tekin hefur fjöldi manns látið lífið og hundrað þúsund manns flúið í neyðarbúðir. FRéttablaðið/ePa Detail extension Potential new highest point (1,331m) Finland’s current highest peak (1,325m) Galdhopiggen: Norway’s highest peak (2,469m) Source: www.facebook.com/Haltijubileum/ Pictures: Associated Press, Facebook Norway could give Finland a mountain next year to celebrate 100 years of Finnish independence from Russia. Moving the border 40 metres would make the 1,331-metre summit of Halti mountain Finland’s new highest peak Norway may give mountain to Finland Proposed gift is brainchild of Bjorn Geirr Harsson, former Norwegian state surveyor, who first suggested idea in 1972 1,640ft 500m 125 miles 200km F I N L A N D Helsinki N O R W AY Norwegian Sea HALTI MOUNTAIN „ GRAPHI„ N„W„ Halti tillaga um ný landamæri Gæti orðið æsti tindur Finnlands (1.331 m) núverandi hæsti indur F nnlands (1.325 m) landamærin nú l i gen: Hæsti tindur Noregs, 2.469 metrar Heimild: facebook.com/Haltijubileum/ Ljósmyndir: Associated Press, Facebook Í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmæli Finnlands á næsta ári íhuga Hugmyn in er kom frá björn Geir Ha sson, y rv andi landmælingastjóra Nor gs, sem fyr t stakk upp á þessu árið 1972. 1.640 fet í ur FI NL D Hel kiÓsló NOREGUR n R e G U R F i n n l a n DSVÍÞJÓÐ regsh f RÚ SS LA N D Fjallið Halti ✿ hugmynd að gjöf til Finnlands Ég get ekki betur séð en að sumir hafi farið á taugum í síðustu viku. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB Noregur Erna Solberg, forsætis­ ráðherra Noregs, hefur tekið vel í hugmynd um að gefa Finnum fjall sem nefnist Halti. Til þess þyrfti að hnika til landamærunum um aðeins 40 metra. Þar með yrði þetta fjall hæsti tindur Finnlands. Halti er 1.331 metri á hæð, en til þessa hefur hæsti tindur Finnlands mælst 1.325 metrar. Sá tindur er reyndar aðeins neðar í sama fjallinu, nákvæmlega á landamærum Noregs og Finnlands. Gjöfin yrði gefin í tilefni af aldar­ afmæli sjálfstæðis Finnlands, sem verður á næsta ári. Þjóðhátíðar­ dagur Finnlands er 6. desember og hugmyndin er sú að þann dag á næsta ári yrði fjallið formlega afhent Finnum, þannig að norsk stjórnvöld hafa enn drjúgan tíma til að taka ákvörðunina. „Við erum að skoða málið,“ sagði Solberg forsætisráðherra í sjón­ Vilja hnika landamærum og gefa Finnum nýtt fjall 19 metrum hærra en tindurinn Halti er nítjánda hæsta fjall Ís- lands, Þórisjökull, sem er 1.350 metra hár. varpsviðtali nýverið. „Það þarf að útfæra þetta formlega og í bili er ég ekki búin að gera upp hug minn um það hvort ég muni styðja þetta.“ Upphafsmaður hugmyndarinnar er norski landmælingamaðurinn Björn Geirr Harsson, sem stakk upp á þessu strax árið 1972. Hann hefur lengi reynt að vinna þessu brautar­ gengi og hefur meðal annars haldið úti Facebook­síðu sem fengið hefur góðar viðtökur. – gb meNNtamál Nemendur í grunn­ skólum á Íslandi voru 43.760 haustið 2015. Nemendum fjölgaði um 624 frá fyrra ári eða um 1,4 prósent. Nem­ endur hafa ekki verið fleiri síðan haustið 2007. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Alls störfuðu 168 grunnskólar á landinu skólaárið 2015 til 2016, sem er fjölgun um einn skóla frá fyrra ári. Grunnskólum hefur farið fækkandi undanfarin ár vegna sameiningar og hefur fækkað um 28 skóla frá árinu 1998. Þá kemur fram að nemendum sem skráðir voru með erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað. Haustið 2015 höfðu 3.543 grunnskólanem­ endur erlent tungumál að móður­ máli. Algengasta erlenda móðurmálið var pólska. – ngy Fleiri nemendur í grunnskólum alls störfuðu 168 grunnskólar á landinu síðasta ár. FRéttablaðið/SteFán 43.760 nemendur voru í grunn- skólum landsins í fyrra. 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F i m m t u D a g u r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 9 -5 F 2 0 1 A 2 9 -5 D E 4 1 A 2 9 -5 C A 8 1 A 2 9 -5 B 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.