Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 62
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Fréttablai-Tvídálkur x 38-Flat copy.pdf 1 2.8.2016 12:47
Ég var sextán ára þegar ég byrjaði að semja tónlist, Björk Guðmundsdóttir hefur alltaf verið mikil fyrirmynd hjá mér. Ég byrjaði að skrifa lög
fyrir plötuna mína Funeral í apríl á
síðasta ári. Platan var öll tekin upp
hér í Reykjavík, en ég fékk til liðs við
mig fullt af hæfileikaríku tónlistar-
fólki til að spila inn á plötuna,“ segir
Heiðrik á Heygum söngvari spurður
út væntanlega plötu hans, Funeral,
sem kemur út 1. september.
Heiðrik hefur búið á Íslandi síð-
astliðin tvö ár, en auk þess að gefa út
tónlist stundar hann nám í mynd-
list við Listaháskóla Íslands, ásamt
því að vinna við gerð tónlistar-
myndbanda, en hann hann hefur
meðal annars unnið með Eivøru
Pálsdóttur, hljómsveitinni Orku og
Bloodgroup.
„Ég flutti til Íslands frá Danmörku
en þar lærði ég kvikmyndagerð. Ég
valdi að flytja til Íslands til að vera
í meiri nálægð við náttúruna, enda
Ísland mjög líkt Færeyjum en þaðan
er ég,“ segir Heiðrik.
Platan verður saman safn af
lögum sem hann samdi þegar erfið-
leikar komu upp í hinu afskekkta og
íhaldssama samfélagi Færeyja þar
sem hann ólst upp.
„Ástæða þess að ég nefndi plötuna
„Funeral“ er vegna þess að ég er að
gera upp ýmsa hluti í mínu lífi svo
ég geti haldið áfram að njóta lífsins.
Lögin á plötunni fjalla að miklu leyti
um líf mitt og mínar heimaslóðir í
Færeyjum. Það er augljós þráður í
gegn um lögin sem lýsa upplifun
minni á lífi mínu þar,“ segir Heiðrik
og bætir við að hann hafi alltaf átt
erfitt uppdráttar í Færeyjum vegna
kynhneigðar sinnar.
Samtals verða tíu lög á plötunni,
órafmögnuð og knúin áfram með
píanói, strengjum, úkúlele sem og
dúnmjúkri rödd Heiðríks. Tónarnir
sem Heiðríkur leggur fyrir hlust-
andann tekur fólk í melankólskt og
grátbroslegt ferðalag þar sem gætir
áhrifa allt frá djassi til þjóðlagatón-
listar.
„Mér fannst mjög erfitt að koma
út úr skápnum sem hommi og
gerði það ekki fyrr en ég var tutt-
ugu og fimm ára, aðallega vegna
þess hversu mikil hommafælni
ríkir í Færeyjum. Ég passaði aldrei í
hópinn og var alltaf öðruvísi. Ég hef
aldrei almennilega komist yfir þessa
skömm sem ég bar mjög lengi, þess
vegna er mjög mikilvægt fyrir mig
að gefa út þessa plötu,“ segir Heið-
rik og bætir við að sem betur fer hafi
hlutirnir verið að breytast í Færeyj-
um og eru hinsegin dagar haldnir
hátíðlegir, og viðhorf til samkyn-
hneigðar mun hleypi dómalausara
en var áður fyrr.
Nóg er um að vera framundan hjá
Heiðrik en hann gaf út lagið Change
of Frame nú á dögunum í samstarfi
við leikhópinn Ratatam og Senu.
„Ég vonast til þess að spila mikið
hér á Íslandi á næstunni, ásamt því
að búa til myndbönd við öll lög
plötunnar. Ég elska Ísland svo mér
finnst mjög líklegt að ég komi til
með að búa hér í framtíðinni,“ segir
Heiðrik. gudrunjona@frettabladid.is
Passaði ekki í hópinn
Heiðrik á Heygum, eða Heiðríkur, gefur út plötuna Funeral 1. sept-
ember. Platan er samansafn af lögum sem hann samdi þegar erfið-
leikar komu upp í hinu afskekkta og íhaldssama samfélagi Færeyja.
Heiðrik hefur tilkynnt að platan Funeral muni koma út þann 1. september næstkomandi.
Samtals verða tíu lög á plötunni, órafmögnuð og knúin áfram með píanói,
strengjum og úkúlele.
Mér fannst Mjög
erfitt að koMa út
úr skáPnuM seM HoMMi og
gerði það ekki fyrr en ég
var tuttugu og fiMM ára.
4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R50 L í F I ð ∙ F R É t t A B L A ð I ð
0
4
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
2
9
-4
6
7
0
1
A
2
9
-4
5
3
4
1
A
2
9
-4
3
F
8
1
A
2
9
-4
2
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
6
4
s
_
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K