Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 19
Marokkó þykir mörgum vera eitt merkilegasta landið í Afríku, 100 sinn- um fjölmennara land en Ísland, sjö sinnum stærra að flatarmáli og tekur á móti 10 milljónum ferða- manna á ári víðs vegar að. Nokkru austar á norðurströnd álfunnar miklu er Túnis, miklu minna land og mannfærra og tekur á móti sex milljónum ferðamanna á ári. Túnis er eina landið þar sem arabíska vorið 2011 fékk að verða að sumri. Höfundum nýrrar stjórnarskrár í Túnis voru veitt friðarverðlaun Nóbels 2015. Milli þessara tveggja landa, Mar- okkó og Túnis, liggur stærsta land álfunnar, Alsír, meira flæmi en Kongó. Þangað koma fáir ferða- menn. Austan við Alsír og Túnis liggur Líbía, risavaxið eyðimerkur- land líkt og Marokkó og Alsír en miklu fámennara. Líbía er kennslu- bókardæmi um land sem varð olíu- auði sínum að bráð. Hæstráðandi í Líbíu frá 1969 þar til hann var drepinn í beinni útsendingu 2011 var Muammar Gadd afi, sturlaður harðstjóri. Ætla má að honum hefði verið steypt af stóli miklu fyrr hefði hann ekki getað gengið um olíulindir landsins eins og sína einkaeign og keypt menn til fylgi- lags við sig. Þegar bundinn var endi á ógnarstjórn hans 2011 stóð ekki steinn yfir steini: landið var bók- staflega rjúkandi rúst. Sameinuðu þjóðirnar reyna nú að miðla málum milli stríðandi fylkinga. Við frelsuðum landið, ekki fólkið Marokkó og Túnis eiga engar olíu- lindir og mega kannski þakka fyrir það, en öðru máli gegnir um Alsír. Alsír var á allra vörum í frelsisstríði landsmanna gegn Frökkum 1954- 1962, styrjöld sem kostaði eina milljón alsírskra mannslífa. Stríðinu er lýst í einni frægustu kvikmynd allra tíma, Orustan um Alsír frá 1966. Svo trúverðug þykir myndin á tjaldinu að margir halda að hún hljóti að vera fréttamynd frekar en leikin kvikmynd, en leikstjórinn, Ítali, sór það af sér. Orustunni um Alsír lauk með sigri Frakka, en stríðinu lyktaði með sigri heimamanna. Við tók herstjórn Alsírbúa sjálfra 1962. Öryggislög- reglan hefur æ síðan ásamt hernum og forsetanum haft öll ráð í hendi sér. Mikilvægar ákvarðanir eru teknar fyrir luktum dyrum. Þingið er sýndarþing. Margir heimamenn segja nú rösklega hálfri öld eftir sjálfstæðis- tökuna 1962: „Við frelsuðum landið, ekki fólkið.“ Sem minnir á Arnald þegar hann segir við Sölku Völku: „Það voru bara höfð þjóðernaskipti á ræningjunum.“ Lýðræði á langt í land Venjulegt fólk í Alsír er að vonum óánægt með stjórnarfarið og spill- inguna. Þegar íslamistum óx svo fiskur um hrygg að þeir virtust stefna á sigur í þingkosningum 1991 aflýsti ríkisstjórnin kosningunum. Upp hófst þá grimmileg borgarastyrj- öld sem stóð í meira en áratug og kostaði 150 til 200 þúsund mannslíf auk ótalinna annarra fórnar lamba. Margir flúðu land. Stríðinu lauk með sigri stjórnarinnar en ókyrrð kraumar enn undir yfirborðinu. Flestir þekkja einhvern sem hvarf eða sætti pyndingum. Abdelaziz Bouteflika hefur verið forseti frá 1999, en hann er aldurhniginn og heilsuveill, safnar heilablóðföllum og sést nú orðið sárasjaldan meðal fólks. Olía er að heita má eina útflutningsafurðin og aðaltekjulind ríkisins. Alsírbúar kunna m.ö.o. ekki að framleiða neitt sem aðrar þjóðir kæra sig um að kaupa annað en olíu. Tíð mótmæli á götum úti, stundum dag eftir dag, bera lítinn árangur. Lögreglan er fjölmenn. Stjórnarand- staðan er sundruð. Tómur sjóður Nú þegar olíuverð hefur lækkað um meira en helming á heimsmarkaði kemur babb í bátinn. Skuldir rík- isins hrannast upp. Olíusjóðurinn er tómur. Ríkisstjórnin reynir að kaupa sér frið með ýmsum umbóta- tilburðum, en fólkið í landinu lætur sér fátt um finnast. Forsetinn óskaði þingmönnum til hamingju með staðfestingu nýrrar stjórnarskrár 2011 áður en þeir greiddu atkvæði um hana. Enginn veit hvað við tekur þegar forsetinn fellur frá. Orustan um Alsír Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag Orustunni um Alsír lauk með sigri Frakka, en stríðinu lyktaði með sigri heima- manna. Við tók herstjórn Alsírbúa sjálfra 1962. Allt frá því að Bretar stigu hér (blessunarlega) á land þann 10. maí árið 1940, mitt í brennandi heimsstyrjöld, hefur Ísland verið undir verndarvæng vest- rænna ríkja hernaðarlega séð. Frá því að bandaríski herinn fór árið 2006 hefur landið verið herlaust. Ísland gerðist aðili að NATO þegar það var stofnað árið 1949 og skipaði sér þar með í flokk vestrænna lýð- ræðisríkja, sem stóðu gegn hernaðar- bandalagi alræðisríkja, Varsjárbanda- laginu, sem leystist upp í kjölfar hruns Sovétríkjanna árið 1991. Kanar pakka saman Árið 2006 var það mat bandarískra ráðamanna að ekki væri lengur þörf fyrir her á Keflavíkurflugvelli og því var hringt til Íslands og sagt að menn væru að pakka saman. Síðan þá hefur ýmislegt gerst sem hefur breytt þessari heimsmynd og þeirri mynd að kalda stríðið sé raun- verulega búið. Það hefur nefnilega verið að hitna allverulega í kolunum aftur; Úkraína, Sýrland, Írak, ISIS, Tyrkland og allt það. Það eru víða opnir eldar sem brenna af miklum krafti. Vegna aukinna umsvifa Rússa í kringum Ísland, hefur staðan hér einnig breyst. Það er án efa ástæða þess að Lilja Alfreðsdóttir, hinn nýi utanríkisráðherra (kom inn í kjöl- far Wintris-hneykslisins), ákvað að endurnýja samkomulag við Banda- ríkin á sviði öryggis- og varnamála. Hvar var umræðan? En þessi endurnýjun hefur fengið afar litla umfjöllun og lýðræðisleg, opinber umræða um hana var engin. Mér vitanlega kom Alþingi nánast ekkert að þessu og segja má því að lýðræðið hafi gersamlega verið snið- gengið í sambandi við þennan samn- ing. Það er í raun mjög alvarlegt. Samningurinn er hinsvegar í raun nýr kafli í sögu öryggis og varnar- mála á Íslandi. Hann opnar fyrir og gefur Bandaríkjamönnum nánast fríar hendur á að nota aðstöðuna í Keflavík „eftir þörfum“ en það eru Íslendingar sem borga reksturinn á aðstöðunni með skattpeningum sínum. Í samningnum segir orðrétt: ,,Utanríkisráðuneyti Íslands áréttar, sem framlag til sameiginlegra varna Atlantshafsbandalagsins, skuldbind- ingu sína um rekstur varnaraðstöðu og -búnaðar, meðal annars rekstur íslenska loftvarnarkerfisins (IADS), um að veita gistiríkisstuðning vegna annarra aðgerðaþarfa, eins og loft- rýmisgæsluverkefna Atlantshafs- bandalagsins frá flugbækistöðinni í Keflavík, aukinnar tímabundinnar viðveru á vettvangi eftir þörfum, meðal annars en ekki einvörðungu vegna viðveru kafbátarleitarvéla, og vegna sameiginlegra áætlanagerða og varnaræfinga fyrir bandalagið.“ Engar hömlur Síðar, í grein 2 í samningnum (sem er á vef ráðuneytisins) eru þarfir Bandaríkjanna enn ræddar: ,,Utan- ríkisráðuneyti Íslands heimilar að varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagið nýti sér aðstöðu eftir þörfum og í samræmi við varnarsamninginn frá 1951...“ (leturbreyting GHÁ). Samkvæmt þessu verður ekki betur séð en að það sé algerlega í höndum Bandaríkjamanna, hvað þeir geri á Keflavíkurvelli, hvenær og hvernig. Í samningnum eru ekki nein ákvæði sem leggja einhverjar hömlur á aðgerðir Bandaríkjamanna. Þá er mér ekki kunnugt um að samráð haft verið haft við sjálf- stæðismenn (hinn stjórnarflokk- inn) í málinu. Voru þar innanborðs einhver sjónarmið sem tekin voru með eða tekið tillit til? Sjálfir monta sjálfstæðismenn sig af því að hafa verið í fararbroddi í stefnumótun á sviði utanríkismála hér á landi. En að þessu sinni virðast þeir hafa verið sniðgengnir. Utanríkismálanefnd sniðgengin Þetta er að mínu mati mjög alvar- legt mál. Að ráðherra einn geti gert samning sem þennan, án þess að Alþingi og aðrar viðeigandi stofnanir komi þar að og án þess að lýðræðisleg umræða fari fram í landinu. Segja má að þetta sé ef til vill það sem flokka mætti sem aðför að fullveldi Íslands, því með þessum samningi eru allar dyr opnaðar upp á gátt til handa Bandaríkjamönnum. Hvað með þarfir okkar Íslendinga í þessu samhengi? Hverjar eru þær og hvaða máli skipta þær? Voru þær skilgreindar? Eru það bara þarfir Bandaríkjamanna sem skipta máli? Þó tekið sé mið af varnarsamningn- um frá 1951 og vísað í hann, hefði verið eðlilegt að ræða málið á lýð- ræðislegan hátt. Heimurinn er t.d. allt annar nú en hann var árið 1951 og áskoranir dagsins í dag allt aðrar en þá. Sé heimasíða utanríkismála- nefndar Alþingis skoðuð, er ekki minnst á þetta mál einu orði. Hvorki sem afgreitt mál, né í fundargerðum. Það finnst ekki þar. Hún hefur því samkvæmt þessu algerlega verið sniðgengin í málinu. Það hlýtur að vera grafalvarlegt. Bandaríkjamenn, gangið í bæinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson MA í stjórnmála- fræði s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 19F i M M T u d a g u R 4 . á g ú s T 2 0 1 6 ENDALAUS 2.990 KR.* Endalaust sumar EKKI HAFA ÁHYGGJUR AF SÍMNOTKUNINNI Í SUMAR! GSM Settu þig í samband og fáðu Endalaust GSM 1817 365.is *Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar er að finna í GSM skilmálum á 365.is ÓTAKMARKAÐ TAL, SMS OG 30 GB GAGNAMAGN* Settu þig í samband og fáðu Endalausan GSM 1817 365.is *Greitt er aukalega fyrir farsímanotkun erlendis, til útlanda og í upplýsinganúmer. Nánari upplýsingar er að finna í GSM skilmálum á 365.is *30 GB gagnamagn er innifalið í hverjum mánuði en endalaust gagnamagn fyrir 2.000 krónur bætist við ef farið er mfram 30 GB 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 2 9 -5 0 5 0 1 A 2 9 -4 F 1 4 1 A 2 9 -4 D D 8 1 A 2 9 -4 C 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.