Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
ÚTSALA
RISA
ÓTRÚLEG TILBOÐ
Á HEILSURÚMUM!
AFSLÁTTUR!
20-60%
H E I L S U R Ú M
A
R
G
H
!!!
0
30
81
6
#2
Það er engin tilviljun sem ræður fyrsta heim-sóknarstað Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og eiginkonu hans, Elizu Reid. Sólheimar eru heillandi staður með merkilega sögu sem byggir á draumi einnar konu, Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur,
sem lét sig umfram annað varða líf og aðstæður þeirra
barna sem minna máttu sín í íslensku samfélagi á
síðustu öld. Allt frá upphafi lagði Sesselja áherslu á
það að Sólheimar væru ekki stofnun heldur heimili
þar sem fatlaðir og ófatlaðir deildu kjörum samfélag-
inu til góðs. Sesselja var einnig brautryðjandi á sviði
lífrænnar ræktunar og umhverfisverndar og á meðal
þeirra fyrstu og fremstu á Norðurlöndunum í þeim
efnum.
Tilurð Sólheima kom kannski ekki til af góðu,
heldur ömurlegum samfélagslegum aðstæðum og
almennum fordómum, auk þess sem kannski má setja
spurningamerki við aðskilið samfélag fyrir þá sem
minna mega sín. En það breytir því ekki að í ævistarfi
Sesselju er að finna baráttumál sem enn í dag virðast
stranda á ráðamönnum þjóðarinnar. Í þeim efnum
liggur beint við að minna á að samningur Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 hefur
enn ekki verið fullgiltur á Íslandi eins og í langflestum
ríkjum og þar á meðal á Norðurlöndunum öllum. Hér
hefur verið farin sú leið að reyna að þoka íslensku
regluverki í átt til viðunandi stöðu fyrir samninginn á
meðan flestar þjóðir hafa kosið að fullgilda samning-
inn og hraða í kjölfarið aðlögun. Hér væri nær að líta
til starfshátta Sólheima þar sem var myndað samfélag
sem tók mið af þörfum einstaklinga og starfsgetu.
Þetta snýst nefnilega um mannréttindi og einstaklinga
en ekki kerfi og stjórnendur þeirra.
Sólheimar eru sjálfbært samfélag þar sem lögð er
áhersla á ræktun manns og náttúru. Þar er að finna
ótrúlega fjölbreytta atvinnustarfsemi þar sem atvinnu-
lífið lagar sig að starfsgetu og möguleikum ábúenda auk
þess sem lífræn ræktun og umhverfisvernd eru í önd-
vegi. Atvinnuhugsun sem íslenskt samfélag mætti svo
sannarlega taka sér til fyrirmyndar bæði í fjölbreytni
sinni sem og í fegurð þess að allir njóti öryggis í lífi, leik
og starfi. Hagnaðurinn af starfi Sólheima á tæpri öld
snýst ekki um krónur og aura heldur manneskjurnar og
sjálfa lífshamingjuna. Sólheimar hafa vissulega átt góða
að enda kostar það sitt að byggja sjálfbært og mann-
vænt samfélag frá grunni í hörðum heimi.
Það er margt í samfélagi Sólheima sem íslenskt
samfélag getur tekið sér til fyrirmyndar. Þar er að finna
mannvænt og fordómalaust samfélag sem lifir í sátt við
náttúruna og umhverfið. Það er vonandi að heimsókn
forsetans til Sólheima feli í sér nýja hugsun og breytta
tíma í íslensku samfélagi. Að heimsóknin sé boðberi
nýrra tíma fyrir alla sem minna mega sín og hafa ekki
fengið að njóta sín á eigin forsendum.
Falleg
fyrirmynd
Það er margt í
samfélagi
Sólheima sem
íslenskt
samfélag
getur tekið
sér til fyrir-
myndar. Þar
er að finna
mannvænt og
fordómalaust
samfélag sem
lifir í sátt við
náttúruna og
umhverfið.
Umræða um auðlindanýtingu er mikilvæg og eðlileg. Á Íslandi á þetta sérstaklega við enda er auðlindanýting undirstaða verðmætasköpunar á
Íslandi vegna hás framlags til útflutnings en sennilega er
erfitt að finna sambærilegt umfang hjá mörgum öðrum
þróuðum hagkerfum. Meginstoðir auðlindageirans hér-
lendis eru orka, ferðaþjónusta og sjávarútvegur.
Hingað til hefur aðeins sjávarútvegurinn haft bol-
magn til að greiða sérstaklega fyrir afnot af auðlindinni.
Þetta gerir atvinnugreinin í gegnum svokölluð veiðigjöld,
vitanlega er tekist á um hve há þau eiga að vera hverju
sinni, hvernig þau dreifast, hvaða afleiðingar þau hafa og
hvernig þau eru innheimt.
Niðurstaðan í íslenska fiskiveiðistjórnunarkerfinu er sú
að nýtingin er talin skynsamleg og í takt við umhverfis-
sjónarmið. Rekstrarhvatar eru skýrir og hafa orðið til
þess að hér á landi er mikil arðsemi í sjávarútvegi, ólíkt
því sem þekkist víðast hvar annars staðar enda er talið að
ef horft sé til framlags greinarinnar í heild þá hafi sjávarút-
vegurinn borgað í bein opinber gjöld á 5 ára tímabili 100
milljarða króna á ári. Mikill fjöldi verðmætra afleiddra
starfa hefur auk þess orðið til á Íslandi í tengslum við
íslenskan sjávarútveg svo sem í tækni og iðnaði.
Nú er til umræðu um að nota uppboðsleið til að inn-
heimta gjald fyrir afnot af auðlindinni fremur en veiði-
gjald. Þegar kemur að jafn mikilvægri atvinnugrein eins
og sjávarútvegi er mikilvægt að fram fari ítarleg greining.
Umræða í Færeyjum þar sem heimildir eru boðnar upp
til eins árs í senn vekja spurningar sem mikilvægt er að
skoða þegar rætt er um að fara svipaða leið. Í Færeyjum er
gagnrýnt að þótt hátt verð hafi fengist fyrir heimildirnar í
þetta sinn sé um jaðarverð að ræða en ekki markaðsverð
þar sem aðeins lítill hluti var boðinn upp. Nýliðun hafi
verið engin, mjög fáir fengið heimildir og um 70 prósent
þeirra verið félög í erlendu eignarhaldi. Og eins og gerist
þegar fækkar í hópi þeirra sem geta tekið þátt í uppboði
dregur úr samkeppni og því spáð að verð lækki í næsta
skipti sem boðið er upp.
Ekkert kerfi er gallalaust eða fullkomið, endurskoðun er
mikilvæg en ekki má missa sjónar á langtímahagsmunum
fyrir stundargróða þegar kemur að nýtingu auðlinda og
innheimtu gjalds fyrir afnot af þeim.
Gjald fyrir auðlindir
Karen
Kjartansdóttir
samskiptastjóri
SFS
Hallveig
Ólafsdóttir
hagfræðingur
hjá SFS
Sennilega er
erfitt að finna
sambærilegt
umfang hjá
mörgum
öðrum
þróuðum
hagkerfum.
fundið að öllu
Guðni Th. Jóhannesson, nýkjör-
inn forseti lýðveldisins, fór í sína
fyrstu opinberu heimsókn í gær.
Hann valdi að heimsækja Sól-
heima fyrst. Fyrr en varði höfðu
nokkrir stokkið upp á nef sér
og fundið þessu allt til foráttu.
Þeirra á meðal var Freyja Har-
aldsdóttir sem sagði það mjög
slæmt að hann skyldi heimsækja
Sólheima þar sem fatlaðir eru
geymdir fjarri mannabyggðum
og fjarri augum samfélagsins.
Freyja hefur ekki hugsað til
þess að með þessu er nýkjörinn
forseti kannski einmitt að reyna
að breyta því með því að beina
augum fjölmiðla þangað? Eða er
mikilvægara að hneykslast en að
finna ljósu punktana?
Blind pólitísk rétthugsun?
Það mætti auðvitað halda áfram
og hneykslast yfir öllu því sem
gæti hugsanlega orkað tvímælis.
Ættu andstæðingar kvóta-
kerfisins að öskra sig hása yfir
því að forseti ætli sér að sækja
Fiskidaginn mikla á Dalvík um
næstu helgi? Stundum er einmitt
betra að anda tíu sinnum inn og
út aftur áður en maður sendir
eitthvað frá sér í fljótfærni. Það
getur ekki talist feluleikur að
forsíður blaða og fréttamiðla
auk kvöldfrétta í sjónvarpi eru
þaktar myndum af forseta á
Sólheimum, þar sem um eitt
hundrað manns búa við frá-
bærar aðstæður.
sveinn@frettabladid.is
4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R18 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð
SKOÐUN
0
4
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
2
9
-4
1
8
0
1
A
2
9
-4
0
4
4
1
A
2
9
-3
F
0
8
1
A
2
9
-3
D
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K