Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 26
Þann 9. maí 2005 gerði Ásdís Halla Bragadóttir fyrir hönd Garðabæjar samning við Klasa hf., þá í eigu Íslandsbanka og Sjó- vár, vegna uppbyggingar á miðbæ Garðabæjar. Í viðaukasamningi Garðabæjar og Klasa frá því í desember 2005 kemur fram breytt eignarhald á Klasa sem Gunnar Einarsson fyrir hönd Garðabæjar samþykkir og er félagið þá í eigu Íslandsbanka ( 20%), Sjóvár (40%) og Rapps (40%) en Rapp var í eigu Þorgils Óttars Mathiesen. Klasi greiði kostnað Þann 15. desember 2006 er gert samkomulag um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar í miðbæ Garða- bæjar. Í þeim samningi er gert ráð fyrir að heildarbyggingarmagn á svæðunum þremur verði allt að 31.631 fermetri auk bílakjallara. Íbúðarhúsnæði verði 21.187 fm brúttó/(18.009 nettó) og verslunar- og þjónustuhúsnæði 10.444 fm auk aðstöðu fyrir bensínstöð. Klasi greiði kostnað við framkvæmdir innan úthlutaðra lóða, þ.e. gerð gangstétta, torga, gatna og opinna svæða í samræmi við deiliskipulag. Lagt var mat á virði eigna Garða- bæjar við yfirtöku Klasa á miðbæjar- reitnum og var það eftirfarandi (m.v. 15.12.2006): Sveinatungureitur, 158.370.000 (núverandi Hagkaupsreitur) Garðatorg, 911.960.000 Kirkjulundur, 143.437.500 Samtals 1.213.767.500 krónur Greiðsla fyrir þessar eignir yrði í formi uppkaupa Klasa á eignum í eigu þriðja aðila; A. Uppkaupum á eignarhlutum Kirkjuhvols í Garðatorgi 1 og 3 B. Uppkaupum á eignarhluta SPH í Garðatorgi 1 C. Uppkaupum á eignarhluta Poseidon í Garðatorgi 1 D. Uppkaupum á eignarhluta S fasteigna ehf. í bensínstöð við Bæjarbraut Engar beinar greiðslur komu í bæjarsjóð fyrir lóðir sem voru metnar á rúmlega 1,2 milljarða í árslok 2006. Nýjasti viðbótarsamn- ingurinn um miðbæ Garðabæjar er kallað samkomulag og er frá 24. maí 2013 en þá hefur nýtt félag tekið við eignarhaldi samningsins við Klasa, Garðabær miðbær hf., sem er í eigu Finns Reyrs Stefánssonar, Ingva Jónassonar, Tómasar Kristjánssonar og RA5 ehf. Engar greiðslur Garðabær hefur ekki fengið neinar greiðslur í gegnum samninga sína við Klasa en hefur hins vegar afhent Klasa nokkrar lóðir í Rjúpnahæð og Lyngprýði til viðbótar við framan- greind svæði í miðbæ Garðabæjar (Sveinatungureitur, Garðatorg og Kirkjulundur) sem uppbót á minnk- un byggingarmagns á miðbæjarreit sem þó var að ósk Klasa. Garðabær hefur einnig greitt á annan milljarð króna til Klasa í gegnum þessa samninga í formi bílastæðakjallara, leigugreiðslna, eftirgjöf vaxtatekna og frágangs á yfirborði á miðbæjarsvæði auk þess sem Garðabær rekur þessi svæði. Nú eru að hefjast framkvæmdir við nýjustu byggingu Klasa á miðbæjar- svæðinu og mun Garðabær leggja fjármagn til verkefnisins með fjár- mögnun á flutningi á innkeyrslu inn á torgið. Vandséð er hvernig vald- hafar geta réttlætt þessa afhendingu á skattfé íbúa og eigna til verktaka án endurgjalds. Flest okkar eiga erfitt með að gera sér í hugarlund hvernig það er að eiga hvergi heima, helst líkist það því að vera flótta- maður í eigin landi. Við getum samt rétt ímyndað okkur hvað það eru þung spor að þiggja þjónustu Konukots í fyrsta sinn. Konukot er skaðaminnkandi úrræði fyrir heimilislausar konur sem rekið er af Rauða krossinum í Reykjavík í samstarfi við Reykja- víkurborg. Ráðskonur Rótarinnar þáðu nýlega boð í kotið og Svala Jóhannesdóttir verkefnisstýra kynnti starfsemina fyrir okkur. Hún og hennar starfsfólk og sjálf- boðaliðar leggja mikla áherslu á að koma fram við konurnar af virðingu, kærleika og samkennd. Á mildan hátt er forðast að setja sig á háan hest gagnvart konum sem eiga við fíknivanda að stríða eða falla ekki að siðaboðum og reglum samfélagsins á annan hátt. Konurnar í Konukoti eiga margar erfiða lífssögu að baki og kusu ekki þetta líf. Margar eiga sára reynslu af ofbeldi í æsku og sumar hafa búið við ofbeldi meira og minna alla ævi. Þó að Konukot sé ekki með- ferðarstofnun gilda að mörgu leyti sömu lögmál um starfsemina þar og í fíknimeðferð, því stærsti hluti kvennanna sem sækja þangað glímir við áfengis- og fíknivanda. Á Charles. K. Post meðferðarstöðinni í New York-fylki, og fleiri meðferðar- stöðvum, er stuðst við þá reglu að konur meðhöndli konur. Þessu er ekki þannig farið á Íslandi og sjálf- sagt er um að kenna skorti á þekk- ingu á sértækum vanda kvenna. Enn eimir mjög eftir af forræðis- og refsi- anda í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem er lítt til þess fallinn að hjálpa þeim sem jaðarsettastir eru í sam- félaginu. Þar eru konur á ysta hjar- anum með sínar ofbeldis- og áfalla- sögur og eru þær enn viðkvæmari fyrir slíkri nálgun en karlar. Við vitum að það er mikið af hugsjónafólki að vinna við með- ferð og aðra þjónustu en samt hafa yfirvöld brugðist þessum konum að því leyti að ekki hefur verið mörkuð skýr stefna um áfallameð- vitaða og kynjamiðaða meðferð og þjónustu þar sem nýjasta og besta þekking er nýtt. Konur með alvar- legan fíkni- og geðrænan vanda verða fyrir flókinni, margþættri og kerfisbundinni kúgun og því þarf heilbrigðis- og velferðarkerfið að nálgast þær á þeim forsendum. Reglan um að konur meðhöndli konur ætti þar af leiðandi að vera ófrávíkjanleg í allri meðferð og persónulegri þjónustu við konur í þessum hópi. Þetta á við í meðferð við fíknivanda og í athvörfum og gistiskýlum fyrir konur. Fyrirmyndarúrræði Konukot er griðastaður fyrir kon- urnar sem þangað sækja. Þær eiga rétt á vernd og öryggi meðan þær dvelja þar, þó að það sé aðeins opið í 17 klst. á sólarhring. Eftir að hafa sætt miklu ofbeldi af hendi karl- manna, einkum ef það hefur verið af hendi einhvers sem stendur þeim nærri, eins og föður, afa, bróður, frænda eða kærasta og maka, getur hvaða karlmaður sem er valdið þeim mikilli vanlíðan, ekki síst ef þær eru á einhvern hátt háðar ákvörðunum hans í þeirri stöðu sem hann gegnir. Þetta hefur ekk- ert með persónuna að gera eða hve fagmannlega hún sinnir sínu starfi. Heimsókn okkar í Konukot var fróðleg og skemmtileg og ljóst að aðstandendur þess hafa byggt upp fyrirmyndarúrræði þar sem reynt er eftir bestu getu að beita áfallameðvitaðri og kynjamiðaðri nálgun þar sem reglan er að konur þjónusti og styðji konur. Við þökkuðum fyrir okkur með því að færa Konukotskonum tvö eintök af bók Stephanie Coving- ton, A Womans Way through the Twelve Steps, ásamt vinnubókum. Takk fyrir okkur og til hamingju með faglegt og nærgætið starf. Konukot lætur kannski lítið yfir sér í veraldlegu tilliti en þar er ekki í kot vísað hvað inntak og atlæti varðar. Ekkert örreytiskot Edda Arinbjarnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir Heiða Brynja Heiðarsdóttir Katrín Guðný Alfreðsdóttir Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir í ráði Rótarinnar Allar umhverfisnytjar og þá sér í lagi náttúrunytjar hafa sín þolmörk. Konur með alvarlegan fíkni- og geðrænan vanda verða fyrir flókinni, margþættri og kerfisbundinni kúgun og því þarf heilbrigðis- og velferðar- kerfið að nálgast þær á þeim forsendum. Samstarf Garðabæjar og Klasa við uppbyggingu miðbæjar María Grétarsdóttir bæjarfulltrúi M-lista fólksins í bænum í Garðabæ Garðabær hefur ekki fengið neinar greiðslur í gegnum samninga sína við Klasa um uppbyggingu miðbæjar en hefur greitt á annan milljarð króna til Klasa í formi bíla- stæðakjallara, leigugreiðslna, eftirgjöf vaxtatekna og frá- gangs á yfirborði á miðbæjar- svæði auk þess sem Garða- bær rekur þessi svæði. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðmála-stjóri varar við að álag á samfélagið komi niður á gestrisni vorri (Fbl. 26.07.). Hún bendir á að megingagnrýni á þróun ferðaþjónustunnar varði sein við- brögð opinberra aðila og einka- geirans við álaginu. Í framhaldi af þessum orðum er vert að minnast á hugtakið þolmörk. Byggðir, bæir, borgin og ólíkir geirar samfélagsins hafa illskil- greinanleg þolmörk frammi fyrir þjónustuhlutverki; ekki bara ein heldur mörg. Fólk hefur persónuleg þolmörk, annað atvinnulíf en ferða- þjónusta hefur þolmörk og innviðir hafa þolmörk o.s.frv. Þar í blandast ólíkar skoðanir á hvað er réttara en annað þegar ferðaþjónustulestin æðir áfram, sífellt hraðar (í bili). Það er flókið verk að búa þannig um að þessi þolmörk séu sæmilega ljós og í samræmi við lýðræði. Til þess þarf frumkvæði einkaaðila, samtaka og umfram annað: Stjórnvalda á stigi sveitarstjórna og ríkisvalds. En svo eru það hin þolmörkin: Þolmörk umhverfis, bæði þess manngerða og náttúrunnar. Allar umhverfisnytjar og þá sér í lagi náttúrunytjar hafa sín þolmörk. Um þau hefur verið rætt oft og lengi en þau nær ekkert tengd inn í raunveruleikann, þ.e. blússandi fjölgun dýrmætra ferðamanna sem verða sennilega nær áttfaldur fjöldi fullorðinna landsmanna við árslok 2016. Vegvísir í ferðaþjónustu (októ- ber 2015) sem Samtök ferða- þjónustunnar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stóðu að er einungis grunnur að stefnu, langur verkefnalisti. Stefnan sjálf verður til þegar unnið er úr þessum veg- vísi, hann bundinn áætlunum, hengdur verðmiði á mikilvæg atriði og ákveðið hvernig peninganna er aflað. Lítið hefur enn sést til þess alls og er þá ekki gert lítið úr auknum fjárveitingum eða nýjungum. Heild- ina vantar. Inn í alla þá vinnu verður að flétta þolmörkum (eins erfitt og það kann að reynast). Fyrsta skrefið er að viðurkenna að ferðaþjónusta lýtur ekki ósvipuðum takmörkum og aðrar náttúru- og samfélags- nytjar. Kannski getum við tekið á móti 10.000 manns á dag við Selja- landsfoss (ekki 50.000), 1.000.000 manns á ári í núverandi þjóðgarði á Þingvöllum (ekki 2.000.000) og 3.500.000 ferðamönnum á ári til landsins (ekki 6.000.000) – ef við viljum halda uppi fjölbreyttu mann- lífi, fjölbreyttri atvinnu og áhuga- verðu náttúruumhverfi. Eða hvað? Tölurnar eru aðeins hlutgervingar af minni hálfu. Ferðaþjónustan: Meira þarf til Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur Á dögunum skrapp ég til Tyrk-lands með eiginkonu og tveimur ungum börnum. Það var skyndiákvörðun þar sem ferðaskrifstofan Nazar bauð upp á ódýrar ferðir sökum minnkandi aðsóknar. Vinir mínir kölluðu mig „ofurhuga“ fyrir að þora þessu og ömmurnar voru nokkuð áhyggju- fullar. Ég ákvað hinsvegar að nýta mér tölfræðina til að komast að niðurstöðu. Fjöldi ferðamanna í Tyrklandi er yfir 30 milljónir á ári. Miðað við fjölda ferðamanna sem hafa látist í Tyrklandi síðastliðið ár voru líkurnar á að við kæmumst aftur lifandi heim meiri en 99,99%. Ég er ekki meiri ofurhugi en það. Einhver nefndi við mig að það væri siðferðislega rangt að nýta sér hryðjuverk og stríðsástand til þess að komast ódýrt til sólarlanda. Það þóttu mér ágætis rök þar til ég áttaði mig á eftirfarandi: Ferða- mannaiðnaðurinn er ein af undir- stöðuatvinnugreinum Tyrklands. Samdrátturinn í ár hefur verið 30-40% og gæti orðið enn meiri þegar árið er úti. Fækkun ferða- manna leiðir til atvinnuleysis og fátæktar sem er prýðisgóður jarð- vegur fyrir reiði og öfgafull viðhorf af ýmsum toga. Þannig verður til vítahringur þar sem átök fækka ferðamönnum og fækkun ferða- manna leiðir til meiri átaka. Það var svo aðra nóttina okkar í Tyrklandi að ein amman hringdi dauðskelkuð í okkur og fullyrti að það væri valdarán, stríð og útgöngu- bann í Tyrklandi. Ég svaf ekki mikið þá nóttina, kalda rökhyggjan og töl- fræðin virtist hafa gufað upp í tyrk- nesku sólinni. Við vorum reyndar óravegu frá átakasvæðunum og ekkert í okkar umhverfi gaf nokkra hættu til kynna. Ferðaskrifstofan og hótelstarfsfólk hélt okkur vel upp- lýstum. Þeir Tyrkir sem ég ræddi við virtust meira pirraðir á fíflalátunum í höfuðborginni en áhyggjufullir. Ég efast um að ég fari aftur til Tyrklands á næstunni. Hótelið var flott, ferðaskrifstofan stóð sig vel, veðrið var gott og verðið enn betra. Framtíðarhorfur Tyrklands fara hinsvegar hratt versnandi. Borgara- styrjöldin í Sýrlandi, ISIS, Kúrdar og einræðistilburðir Erdogans gera landið að tifandi tímasprengju. Það er samt ekki þess vegna sem ég sný ekki aftur. Þetta var bara svo skrambi langt ferðalag að þvælast í með tvö ung börn. En þið hin skulið endilega fara. Fjölskylduferð til Tyrklands Valgarður Reynisson sögukennari Þeir Tyrkir sem ég ræddi við virtust meira pirraðir á fífla- látunum í höfuðborginni en áhyggjufullir. 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R26 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 9 -7 7 D 0 1 A 2 9 -7 6 9 4 1 A 2 9 -7 5 5 8 1 A 2 9 -7 4 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.