Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 24
Mikil gróska hefur verið í umræðu um fíkn, bæði hér heima og erlendis, og ástæða er til að fagna því. Mál- efnið er brýnt. Landlæknir Banda- ríkjanna, dr. Vivek Murthy, flutti ávarp þann 19. apríl síðastliðinn á sérstakri hringborðsráðstefnu í tengslum við fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York um vímuefnavandann. Þar hvatti hann aðildarríkin til þess að viðurkenna vímuefnamis- notkun sem langvinnan sjúkdóm og lagði áherslu á að auka, í sam- ræmi við það, viðbrögð hvað varð- ar lýðheilsu og heilbrigðisþjónustu. Einnig ræddi hann mikilvægi þess að úrræði við fíkn á sviði heilbrigð- is- og félagsþjónustu stæðu öllum til boða, að meðferðin styddi þá til endurreisnar sem eru á batavegi – án mismununar og án þess að þurfa að sæta ámæli eða fordómum. Áfengisneysla og önnur vímu- efnaneysla er ekki sjúkdómur. Áfengis- og vímuefnaneysla er ekki heldur birtingarmynd eða afleiðing af undirliggjandi sjúk- dómi. Hjá okkur Íslendingum, og í þeim samfélögum sem við berum okkur gjarnan saman við, er áfeng- is- og vímuefnaneysla þvert á móti sjálfsögð og eðlileg, þ.e.a.s. hófleg neysla telst hluti af eðlilegu lífi full- orðinna og heilsuhraustra manna og kvenna. Áfengi hefur lengi verið löglegt vímuefni og fornleifar og ritaðar heimildir benda til þess að vín hafi verið framleitt í að minnsta kosti 8.000 ár. Vín er nefnt í Hómers- kviðum og í Hávamálum og Íslend- ingasögum má lesa um drykkju og ofdrykkju mjaðar. Í dag er áfengi beinlínis markaðssett til að nota við skemmtanir og alls konar önnur tækifæri. Það sama gildir um ólögleg vímuefni þó markaðssetn- ing þeirra hafi verið með öðrum formerkjum. Áfengissýki Langflestir hér á okkar góða landi nota áfengi eða önnur vímuefni einhvern tíma á sinni ævi en hluti hópsins missir þó stjórn á neysl- unni. Áfengissýki hefur verið fylgi- fiskur áfengisneyslunnar alla tíð. Áfengisvandi er talinn hafa verið ein af meginástæðum fyrir hnign- um Rómaveldis og áfengisbann Múhameðs í Kóraninum var sett vegna hræðilegs áfengisvandamáls sem herjaði á araba á þeim tíma. Sá hluti hópsins sem missir stjórn á vímuefnaneyslu sinni verður veik- ur – fær fíknsjúkdóm sem er lang- vinnur heilasjúkdómur og orsakast af erfða- og umhverfisþáttum. Líf- fræðilegir þættir og uppeldislegir þættir, aðrir sjúkdómar, heilaskaði og aldur og kyn hafa einnig áhrif. Sjúkdómurinn herjar á venjulegt fólk, þverskurð samfélagsins og er algengur miðað við aðra sjúkdóma. Í umræðu um fíkn er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að hjá SÁÁ er til meðferð við áfengis- og vímuefnafíkn sem virkar vel. Allt of margir bíða of lengi með að leita sér hjálpar, sérstaklega konur. Meðferð SÁÁ er byggð á traustri þekkingu á sviði heilbrigðisvísinda og allur aðbúnaður er til fyrirmyndar. Með- ferðin hefur auk þess verið afglæpa- vædd í 39 ár – allir sem þurfa fá heilbrigðisþjónustu, og skiptir þá engu hvort þeir neyta ólöglegra eða löglegra vímuefna. Enginn lendir í félagslegum vanda vegna meðferðarinnar eða sætir ámæli og fordómum. Þannig höfum við Íslendingar haft það í bráðum 40 ár – eins og Landlæknir Bandaríkj- anna er að óska eftir núna. Látið ekki eigin fordóma eða úrtöluraddir telja úr ykkur kjark- inn. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá samband. Kíktu líka á vefinn okkar. SÁÁ tekur ævinlega vel á móti sínu fólki. Áfengis- og vímuefnaneysla er ekki sjúkdómur Sá hluti hópsins sem missir stjórn á vímuefnaneyslu sinni verður veikur – fær fíknsjúkdóm sem er lang- vinnur heilasjúkdómur og orsakast af erfða- og um- hverfisþáttum. Arnþór Jónsson formaður SÁÁ Á undanförnum mánuðum hefur félagið Hugarfar unnið hörðum höndum að því að kynna stöðu fólks með heilaskaða fyrir almenningi og stjórnvöldum. Haldin var ráðstefna um málefnið og umfjöllunin undanfarnar vikur hefur borið mikinn árangur. Fjöldi fólks hefur haft samband við félagið í leit að áður óþekktum stuðningi, ráðgjöf og fræðslu, en úrræðaleysið fyrir þennan hóp hefur verið algjört. Margir eru vangreindir eftir slys og fjöldi ungs fólks sem hlotið hefur heilaskaða er á örorku og verður það áfram þar sem viðeigandi aðstoð er ekki í boði. Um 500 manns hljóta heilaskaða af völdum höfuðáverka á Íslandi á hverju ári. Heilaskaði hefur í för með sér duldar afleiðingar sem sjást ekki utan á einstaklingnum. Framtaks- leysi, minnisskerðing, þreyta og per- sónuleikabreytingar hafa mest áhrif á daglegt líf og skortur á innsæi gerir það að verkum að fólk skilur ekki af hverju það mætir hindrunum alls staðar. Skortur á fræðslu og almenn vanþekking á einkennum heilaskaða gerir það svo að verkum að fólk mætir skilningsleysi, lendir í árekstrum við fólk og einangrast félagslega. Vísað heim án aðstoðar Fjölmörg dæmi, gömul og ný, eru um að fólk leiti á bráðamóttöku vegna höfuðáverka og sé útskrifað heim án eftirfylgdar eða upplýsinga um hvert skuli leita ef einkenni hverfa ekki. Aðstandendur fara heim með breyttan einstakling og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Börn fá hvorki fræðslu né aðstoð við að takast á við breyttar aðstæður og skilja ekki af hverju mamma eða pabbi er öðru- vísi en áður. Álag á hjónabönd og fjölskyldur er gríðarlegt og ekki lifa öll sambönd af. Þunglyndi og kvíði eru algeng afleiðing heilaskaða og sjálfsvígstíðni sömuleiðis há. Það er kannski ekki að furða þegar fótunum er kippt undan fólki á öllum sviðum lífsins og enga hjálp að fá. Einstak- lingar verða fyrir fordómum og eru taldir latir, vitlausir eða skrítnir. Því miður enda margir á bráðamóttöku geðdeildar því alls staðar kemur þessi hópur að lokuðum dyrum. Heilaskaði þarfnast sérhæfðs úrræðis og passar ekki inn í úrræði sem sniðin eru að öðrum hópum. Neyðin er mikil og þörfin fyrir samastað sömuleiðis. Þörf á samastað Á Grensásdeild er starfandi heila- skaðateymi sem veitir endurhæf- ingu fyrir fámennan hóp eða um tíu manns á ári. Það eru einungis um tíu prósent af þeim fjölda sem þarf á endurhæfingu að halda ár hvert. Svipaður fjöldi kemst að á Reykja- lundi en þar er biðlistinn nú þegar langur og líkur á að hann lengist nú enn frekar. Grensás og Reykjalundur bjóða upp á endurhæfingu sem hefur upphaf og endi. Eftir það tekur ekkert við. Engin langtímaendurhæfing eða eftirfylgd er í boði hér á landi líkt og þekkist erlendis. Heilaskaði er varan- leg fötlun, en með viðeigandi aðstoð ná margir að fóta sig á ný og verða aftur virkir þjóðfélagsþegnar. Það er ekki einungis verðmætt fyrir einstak- linginn sjálfan og aðstandendur hans, heldur samfélagið í heild. Félagið Hugarfar vinnur að opnun endurhæfingar- og fræðslumið- stöðvarinnar Höfuðhúss og biðlar nú til almennings og stjórnvalda um aðstoð. Við getum öll lent í því að fá heilaskaða – fyrirvaralaust – við sjálf eða ástvinir okkar. Höfuðhúsið getur og mun bjarga mannslífum. Sendir heim með heilaskaða Dís Gylfadóttir verkefnastjóri Hugarfars Félagið Hugarfar vinnur að opnun endurhæfingar- og fræðslumiðstöðvarinnar Höfuðhúss og biðlar nú til almennings og stjórnvalda um aðstoð.Það er öld liðin frá því hag-fræðingar og stjórnmála-menn hófu rifrildið um hvort reyndist hagkerfum betur, mið- stýring eða valddreifing. Með hruni Sovétríkjanna og fylgisríkja þeirra fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan virtist að málið væri útrætt. Á því gera menn þó eina undantekningu og það í þeim málaflokki sem einna mest óánægja virðist vera með, peningamálum. Peningamálastjórn á Íslandi hefur ekki verið miðstýrðari um áratugaskeið. Gjaldeyrishöftin, sem sífellt er verið að tala um að afnema, hafa aldrei verið harðari. Upphaflega voru þau sett á vegna greiðslujafnaðarvanda ríkisins í kjölfar hrunsins, tæpum átta árum síðar þegar sá vandi er horfinn erum við með höft á útflæði og innflæði auk þess sem Seðlabank- inn beitir handahófskenndum tækjum til að viðhalda vaxtamun við útlönd þó engir séu fjármagns- flutningarnir. Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentu- stig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bank- ans sé mun meiri en af landbún- aðarkerfinu. Það er því fremur til marks um kaldlyndi en kaldhæðni þegar seðlabankastjóri segir höftin „svínvirka“. Vandinn er sá að sjálfbærni n úve ra n d i ke r f i s e r e n g i n . Það stendur og fellur með ytri aðstæðum enda er kerfið komið í öngstræti og ekki þarf nema að verðhjöðnun erlendis linni, og verðbólga aukist, til að allt mið- stýringarkerfið hér á landi bresti. Eina ástæða þess að verðbólga á Íslandi mælist í kringum markmið Seðlabankans eru ytri aðstæður. Þegar þær breytast kemur í ljós að Seðlabankinn ræður ekkert við eigin peningastefnu. Atvinnusköpun og peningastefna SALEK-samkomulagið og peninga- stefna Seðlabankans eru horn- steinar í þessu gallaða kerfi. Ef Íslendingar byggju við sama frelsi í peningamálum og ríkir alls staðar hjá þróuðum ríkjum þá væri vand- inn ekki til staðar. Ástæðan er ein- föld: Þá væri hver fyrir sig ábyrgur í eigin peningamálum, hvert fyrir- tæki og hver launamaður, en ríkið væri ekki að taka völdin til sín. Stjórnlyndir aðilar segja að fólki sé ekki treystandi og ef íslenska krónan yrði ekki neydd upp á alla þá tæki við mikið atvinnu- leysi. Það er fásinna enda minnkar miðstýring sveigjanleika en eykur hann ekki. Eins segja stjórnlyndir að Samtök atvinnulífsins og laun- þegahreyfingin þurfi að semja fyrir hönd alls launafólks, frekar en að hvert fyrirtæki geri það fyrir sig. Það sér það hver maður að aðstæður eru mjög mismunandi á milli fyrirtækja og á milli atvinnu- greina. Það er ekkert vit í því að sömu samningar gangi yfir alla. Sumir geta greitt mun meira en aðrir minna. Hagkerfið mun svo sjá til þess að starfsfólk færist til þeirra starfa þar sem verðmætasköpunin er sem mest, enda bjóða þau störf bestu kjörin. Ef Íslendingar byggju við það sjálfsagða frelsi að mega velja þá mynt sem þeim hentar í sínum rekstri, hvort heldur væri heim- ilis- eða fyrirtækjarekstri, þá væri ójafnvægið sem nú er að myndast, ekki til staðar. Þá væri sveigjanleiki kerfisins mun meiri og áhætta þess minni. Þá væri aðgangur að erlend- um mörkuðum, hvort heldur er fyrir vöru-, þjónustuviðskipti, eða fjár- mögnun allt annar og betri en nú er í dag. Nýsköpun væri meiri enda fjármagn ódýrara og til í meira mæli. Fjölbreytni hagkerfisins myndi því aukast og aðdráttarafl þess fyrir hæfasta vinnuaflið um leið. Það er erfitt að ræða stóru málin þegar allt virðist ganga vel. Ráð- stöfunartekjur heimilanna hafa ekki aukist hraðar í sögunni og Íslendingar hafa aldrei haft það jafn gott. En þegar vel árar er um að gera að nýta tækifærið og fyrir- byggja vandann sem blasir við í framtíðinni. Embættismenn eru ekki hæfir til að miðstýra hagkerf- inu, ekki frekar en stjórnmálamenn eða nokkur annar. Hver er hugmyndafræði embættismanna? Heiðar Guðjónsson hagfræðingur Íslensk heimili skulda um 3.500 milljarða og ekki er óvarlegt að álykta að höftin hækki vaxtastig í landinu um að a.m.k. 1 prósentustig og að kostnaður heimilanna af „þjóðhagsvarúðartækjum“ bankans sé mun meiri en af landbúnaðarkerfinu. Í ársreikningi Hörpu fyrir árið 2015 kemur fram að tap ársins er tæpar 443 milljónir króna. Er þá tekið tillit til lækkunar fasteignagjalda árs- ins 2015 upp á 242 milljónir vegna dóms Hæstaréttar frá febrúar 2015. Hefði ekki komið til lækkunar fast- eignagjalda hefði tap Hörpu orðið rúmar 684 milljónir sem er verri niðurstaða en vegna 2014. Rekstur Hörpu er því ekki að færast nær því að vera sjálfbær. Margar útgáfur virðast vera á kreiki varðandi byggingarkostnað Hörpu. Samkvæmt ársreikningi Hörpu fyrir árið 2015 er hann sagður 17,9 millj- arðar án áhalda, tækja og innréttinga. Sé tekið tillit til áhalda, tækja og inn- réttinga er byggingarkostnaður rúmir 21,4 milljarðar króna. Í nýlegri fyrir- spurn frá alþingismanni til fjármála- og efnahagsráðherra um byggingar- kostnað Hörpu, svaraði ráðherra að frá því ríkið og Reykjavíkurborg hefðu tekið yfir framkvæmdina væri byggingarkostnaður samtals 20,9 milljarðar miðað við verðlag í mars 2015. Ef tekið væri tillit til afskrifaðs byggingarkostnaðar fyrri fram- kvæmdaraðila upp á 10 milljarða, þá væri heildarbyggingarkostnaður alls 30,9 milljarðar. Fróðlegt er að skoða frétt í Morgun blaðinu 1.7. 2010 um Hörpu. Þar sagði einn aðalforsvarsmaður Hörpu um byggingarkostnað henn- ar: „Heildarbyggingarkostnaður nemur um 28 milljörðum en ekki 17,7 milljörðum.“ Vert er að minna á að enn er fyrir- spurn Péturs H. Blöndal, heitins, ósvarað á Alþingi. Þ.e.a.s. hver er óupplýstur kostnaður vegna Hörpu og upplýsingar sem vantar um rekst- ur og rekstraráætlanir frá A-Ö? Ennfremur skal minnt á ofurvið- haldið á húsinu, alls um 161 milljón á aðeins 5 árum (sjá Fjárlög og svör til Fjárlaganefndar). Hvar eru allar stórráðstefnurnar (5-6 þúsund manns) sem virðast allar hafa brugðist, en þær áttu að gera Hörpu sjálfbæra í síðasta lagi 2014? Lækkun fasteignagjalda dugar Hörpu ekki til tapleysis Örnólfur Hall, arkitekt Vert er að minna á að enn er fyrirspurn Péturs H. Blöndal, heitins, ósvöruð á Alþingi. Þ.e.a.s. hver er óupplýstur kostnaður vegna Hörpu og upplýsingar sem vantar um rekstur og rekstraráætlanir frá A-Ö? 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R24 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð I ð 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 9 -7 C C 0 1 A 2 9 -7 B 8 4 1 A 2 9 -7 A 4 8 1 A 2 9 -7 9 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.