Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 4
MenntaMál Ófaglærðum kennur
um í grunnskólum landsins fjölgar
að nýju en þeim fækkaði mikið eftir
hrun. Hlutfall ófaglærðra kennara er
mjög misjafnt eftir landsvæðum og
skera Vestfirðir og Suðurnes sig úr.
Alls fjölgar um sextíu ófaglærða
á landinu öllu milli áranna 2013 og
2015. Þar af er fjölgunin 57 á höfuð
borgarsvæðinu og á Suðurnesjum
en aðeins fjölgar um þrjá ófaglærða
á öllum hinum svæðum landsins.
Þetta kemur fram í tölum Hagstof
unnar sem birtar voru í gær.
Helgi Arnarson, fræðslustjóri
Reykjanesbæjar, stærsta sveitar
félagsins á Suðurnesjum, segir
sama vera að gerast nú og þegar
atvinnuleysi var í lágmarki fyrir
hrun. Menntaðir kennarar sæki
í önnur vel launuð störf og því sé
erfitt að manna kennarastöður með
menntuðum kennurum á meðan.
„Hér á Suðurnesjum erum við auð
vitað með mjög stóran vinnustað
sem Leifsstöð er og á meðan ferða
þjónustan blómstrar og völlurinn
stækkar og stækkar virðist alltaf
vera pláss fyrir vel launuð störf þar
sem menntun og hæfni kennara
nýtist mjög vel,“ segir Helgi.
Kjartan Már Kjartansson, bæjar
stjóri Reykjanesbæjar, segir bæjar
félagið þurfa að skoða tölur Hag
stofunnar. „Þetta er auðvitað eitt
af því sem við skoðum reglulega og
munum halda því áfram. Markmiðið
er auðvitað að sem flestir kennarar
séu menntaðir í faginu,“ segir Kjart
an Már. Hafa ber í huga að Suðurnes
eru hér öll undir og því gæti fjöldinn
verið mismunandi milli bæjarfélaga
innan landshlutans.
Hæst hlutfall ófaglærðra kennara
er á Vestfjörðum. Arna Lára Jóns
dóttir, formaður bæjarráðs Ísa
fjarðar bæjar, segir það ekki nýjar
fregnir. „Sökum landfræðilegrar
stöðu Vestfjarða hefur ávallt verið
erfitt að manna stöður hér. En
eftir að Háskólinn á Akureyri fór
að bjóða upp á fjarnám í kennara
námi varð bylting hjá okkur þannig
að kennarar gátu sótt menntun án
þess að þurfa að flytja búferlum. Það
breytti miklu fyrir okkur og mennt
unarstig kennaranna okkar,“ segir
Arna Lára.
sveinn@frettabladid.is
2013 201525%
20%
15%
10%
5%
✿ Hlutfall ófaglærðra kennara í grunnskólum landsins
1 Höfuðborgarsvæði
2 Suðurnes
3 Vesturland
4 Vestfirðir
5 Norðurland vestra
6 Norðurland eystra
7 Austurland
8 Suðurland1 2 3 4 5 6 7 8
Lægra verð í Lyfju
Lyaauglýsing
Afslátturinn gildir af:
204 stk. pökkum
Öllum bragðtegundum
Öllum styrkleikum
15% afsláttur
Nicotinell-204-15%-5x10-Lyfja copy.pdf 1 2.8.2016 11:04
leiðrétting
Fram kom í Fréttablaðinu þann
2. ágúst að hátíðin Breiðholt
Festival væri haldin sunnudaginn
7. ágúst. Hið rétta er að hátíðin er
haldin sunnudaginn 14. ágúst.
Ófaglærðum kennurum hefur
fjölgað mest á Suðurnesjum
Ófaglærðum kennurum í grunnskólum landsins fjölgar að nýju. Sautján prósent grunnskólakennara á
Suðurnesjum hafa ekki menntun í faginu og hefur hlutfall þeirra tvöfaldast á tveimur árum. Vestfirðir með
hlutfallslega flesta ófaglærða. Lítið atvinnuleysi talið skýra hversu erfitt sé að fá menntaða kennara til starfa.
Mismunandi er eftir landshlutum hve hátt hlutfall faglærðra kennara vinnur í grunnskólum sveitarfélaganna.
Fréttablaðið/VilhelM
Sökum landfræði-
legrar stöðu Vest-
fjarða hefur ávallt verið erfitt
að manna stöður hér.
Anna Lára Jónsdóttir, formaður bæjar-
ráðs Ísafjarðarbæjar
SaMgönguMál Metfjöldi bifreiða
fór yfir Víkurskarð í júlímánuði
á þessu ári þegar ríflega hundrað
þúsund ferðir voru farnar um
skarðið.
Valgeir Bergmann, framkvæmda
stjóri Vaðlaheiðarganga, segir þessi
tíðindi ánægjuleg og geta styrkt
tekjugrundvöll ganganna.
„Það hefur verið stígandi í
umferðarmagni um Víkurskarð allt
frá því við hófum gangagröftinn.
Við höfum ekki uppfært tekju
líkan okkar neitt og við munum
ekki skoða þessar tölur gaumgæfi
lega fyrr en við sláum í gegn,“ segir
Valgeir.
Miðað við spár um fjölda ferða
yfir Víkurskarðið sem lágu til
grundvallar ákvörðun um að ráð
ast í þessa framkvæmd er ljóst að
aukning umferðar slagar í það sem
bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir.
Fjöldi erlendra ferðamanna
hefur aukið umferð á þjóðvegum
landsins töluvert og gert er ráð fyrir
að sú þróun haldi áfram á komandi
árum. – sa
Metfjöldi bifreiða í einum mánuði um Víkurskarð
tekjulíkan Vaðlaheiðarganga hefur ekki enn verið uppfært. Fréttablaðið/auðunn
Sjávarútvegur Íslenskur fiskur
verður á borði í mötuneyti íþrótta
manna á Ólympíuleikunum í Rio
de Janeiro í Brasilíu í ár. Fiskurinn
sem kemur frá Íslandi er saltaður
þorskur frá sjávarútvegsfyrirtækinu
Vísi hf. í Grindavík.
„Þetta er náttúrulega gríðarlega
mikil viðurkenning fyrir okkur og
það starf sem hefur verið stundað
hér um árabil. Jafnframt er þetta
staðfesting á því að við höfum
verið á réttri leið í gæðastarfi hér
hjá Vísi,“ segir Pétur H. Pálsson,
framkvæmdastjóri Vísis hf., en
Ólympíunefndin ákvað árið 2012
að allur fiskur úr veiðum á villtum
fiski skildi vera vottaður samkvæmt
Marine Stewardship Council staðli
um sjálfbærar og umhverfisvænar
fiskveiðar.
Pétur segir að nú verði vörur Vísis
sýnilegri en áður út um allan heim
og að það endurspegli hreinleika og
gæði íslenskra afurða. – sa, ngy
Íslenskur fiskur
á leikunum í Ríó
MenntaMál Ungmennafélag Íslands
hefur áhuga á að stofna og reka lýð
háskóla á Laugarvatni í húsnæði
íþróttakennaraháskólans.
Áhuginn kviknaði eftir að Háskóli
Íslands ákvað að flytja námið frá
Laugarvatni til Reykjavíkur en gangi
það eftir fækkar opinberum störfum
í Bláskógabyggð.
Í tilkynningu félagsins segir að
með stofnun lýðháskóla á Laugar
vatni sé spornað við fækkun starfa
auk þess sem valmöguleikum náms
manna að loknu stúdentsprófi
fjölgi. – ngy
Vilja lýðháskóla
á Laugarvatni
Það hefur verið
stígandi í umferðar-
magni um Víkurskarð allt frá
því við hófum gangagröft-
inn.
Valgeir Bergmann,
framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga
4 . á g ú S t 2 0 1 6 F i M M t u D a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
0
4
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:2
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
2
9
-4
B
6
0
1
A
2
9
-4
A
2
4
1
A
2
9
-4
8
E
8
1
A
2
9
-4
7
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
6
4
s
_
3
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K