Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 48
 Auk þess hlýtur þAð Að verA mikil- vægt fyrir þá höfundA sem eru hinsegin Að getA skrifAð um þAnn reynslu- heim og þAnn hlutA lífsins. Hinsegin dagar standa nú sem hæst og á meðal fjölmargra bráðskemmtilegra viðburða á hátíð-inni er hinsegin bókmenntaganga á vegum Borgar- bókasafnsins í Reykjavík. Björn Unnar Valsson, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafninu, ætlar að leiða gönguna sem hefst í kvöld kl. 20 en gengið verður frá Grófinni um sögu- lega staði í borginni. Björn Unnar segir að áætlað sé að gangan taki um 90 mínútur en það verður víða staldrað við og lesnir textar eftir bæði samkynhneigða og gagnkyn- hneigða rithöfunda og skáld sem veita innsýn í samfélag og líf sam- kynhneigðra einstaklinga. „Það er nú nokkuð fjölbreyttur hópur höfunda og skálda sem ég ætla að lesa texta eftir í göngunni og þar á meðal má nefna Elías Mar, Málfríði Einarsdóttur, Elías Knörr, Guðberg Bergsson, Sjón, Vigdísi Grímsdóttur, Ingunn Snædal, Hallgrím Helgason og Evu Rún Snorradóttur. Okkur langaði til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu og mikil- vægu hátíð og erum líka að leggja mikla áherslu á hinsegin bókakost safnsins á sama tíma þannig að það er tilvalið að koma við á safninu í vikunni og kynna sér hvað er í boði. Við höfum verið nokkrum sinnum áður með hinsegin bók- menntagöngu og þetta hefur verið að mælast vel fyrir og svo gætum við þess að vera með nýjungar í ár svo það er ekkert sem mælir á móti því fyrir þá sem hafa komið áður að mæta aftur.“ Björn Unnar segir að þrátt fyrir að vera göngustjóri í hinsegin bók- menntagöngunni í ár geti hann ekki stært sig af því að hafa stúderað hins egin bókmenntir sérstaklega. „Nei, ég get nú ekki sagt það. En ég er sá sem er hvað mest með þessar göngur á minni könnu eins og er. Ég hef reynt að setja mig inn í þetta eins og ég frekast gat og þetta eru góðar bókmenntir sem verða þarna í för með okkur og það er lykil atriði. En ég get til að mynda ekki fullyrt um það hvort og þá hversu mikil- vægur hluti af réttindabaráttunni þetta er en ég held að það hljóti að vera mikilvægur hluti af því hvernig utanaðkomandi aðilar, eins og ég sjálfur, geti fengið einhverja sýn á þessa hlið mannlífsins. Auk þess hlýtur það að vera mikilvægt fyrir þá höfunda sem eru hinsegin að geta skrifað um þann reynsluheim og þann hluta lífsins án þess að vera að fela það einhvern veginn. Það er verið að deila reynslu og lífi í bók- menntunum og það kristallast ákaf- lega vel hér. Ef við lítum á Elías Mar þá var hann ákveðinn brautryðjandi í þessum efnum, lykilhöfundur ef svo má segja, sá fyrsti sem kemur beint fram með sína kynhneigð. Þemað í ár er sagan en í göngunni reynum við að taka soldið úr þessum breiða hópi í þessari löngu sögu. Lesum texta höfunda allt frá Elíasi Mar og yfir í bók sem kom út fyrir aðeins nokkrum mánuðum og heitir Tappi á himninum, eftir Evu Rún Snorra- dóttur, og vonandi náum við að sýna fram á ákveðna þróun með þessari nálgun. Það kostar ekkert í gönguna og vonandi geta því sem flestir komið og notið þeirra merku og góðu bókmennta sem þarna koma við sögu.“ Veitir sýn inn í líf og reynsluheim hinsegin fólks í kvöld verður gengin hinsegin bókmenntaganga um sagnaslóðir í reykjavík á vegum Borgarbókasafns- ins. lesið verður úr verkum rithöfunda og skálda frá elíasi mar til evu rúnar snorradóttur. Björn Unnar Valsson ætlar að leiða hinsegin bókmenntagöngu á vegum Borgarbókasafnsins í kvöld. FréttaBlaðið/GVa þoturok sviptist um eins og grásæng um tvær naktar konur sem vaða út í sjóinn með herpt kuldabros nú finn ég að húðin er líffæri hún dregst öll saman utan um mig ég minnka rokið feykir þokunni skyndilega frá á barðinu standa tvær hvítar kindur horfa stóískar á hamagang og gusur mér líður eins og dóna með strípihneigð fyrir framan þessa íhugulu jórtrandi kjálka Ingunn Snædal: í fjarveru trjáa – vegaljóð (Bjartur, 2008) gráthommAr gráthommar hvíla við kistuna og sofna eðlilegt væri þó að þakka fyrir sig og fara heim hafa ekki áhuga á frekari samskiptum eftir athöfnina en þeir eru svo faglega svo þreytulega væmnir og samt með ekkert nærtækara en annað vinnufólk en látni kúnninn hefur þörf fyrir nánd og heldur sér grafkyrrum Elías Knörr: Greitt í liljum (Partus, 2016) Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R36 M e n n I n g ∙ F R É t t A B L A ð I ð menning 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 2 9 -3 C 9 0 1 A 2 9 -3 B 5 4 1 A 2 9 -3 A 1 8 1 A 2 9 -3 8 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.