Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 2
Veður Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt í dag. Skýjað með köflum og víða rigningarskúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 15 stig. sjá síðu 32 Kynvillt Klambratún Hinsegin íþróttafélagið Styrmir stóð í gær, þriðja árið í röð, fyrir gleði og grilli undir berum himni á Klambratúni í Reykjavík í tilefni Hinsegin daga. Meðal annars var keppt í reiptogi, pokahlaupi, blaki og boltaíþróttum þar sem hinsegin félög öttu kappi. Fréttablaðið/Eyþór Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Dalbraut 1 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 • Lönguhlíð PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... stangveiði Miklir þurrkar undan- farnar vikur valda laxveiðimönnum miklum erfiðleikum. Rennsli í ám vestanlands og norðan hefur minnk- að gríðarlega síðan veiðin hófst í júní. „Það hefur bara ekki komið dropi úr lofti sem hægt er að tala um í einar sjö vikur. Eðlilega hefur þetta áhrif, það segir sig sjálft. Það sem hefur verið að veiðast er yfirleitt á þunna tauma og smáflugur,“ segir Einar Sigfússon, veiðileyfasali í Norðurá í Borgarfirði og Haffjarðará á Mýrum. Um það leyti sem veiði hófst í Norðurá, sem var 4. júní að þessu sinni, mældist vatnsrennsli í ánni um 40 rúmmetrar á sekúndu sam- kvæmt vef Veðurstofunnar. Nýjustu mælingar sýna hins vegar að rennslið er komið undir 4 rúmmetra, sem sagt orðið tíu sinnum minna. Einar neitar því ekki að veiðimenn hafi verið dálítið daprir vegna þessa. Menn láti hins vegar ekki hugfallast. „Það þýðir ekkert annað en að bera höfuðið hátt því ljósi punkturinn er að fiskurinn er til staðar,“ segir Einar. „En þetta er búið að hafa þau árif síðustu fjórar vikurnar að það hefur dregið stöðugt úr tökum, alls staðar á öllu Vestur- og Norðurlandi. Í að minnsta kosti sjö vikur hefur verið sól og blíða og minnkandi vatn og súrefnissnautt. Það gerir að verkum að takan lækkar.“ Þessi staða er ekki ný en Einar segir öllu muna að þrátt fyrir allt sé tals- verður fiskur í flestum ám. „Þannig að það er talsvert mikið af fiski í ánum, miklu betra ástand heldur en 2014 til dæmis,“ segir hann. Að vísu hafi sterkar smálaxagöngur sem menn hafi átt von á í kringum 20. júlí ekki skilað sér. „Gamlir Norðurármenn eru alveg á því að þessi fiskur sé enn þá bara niðri í Hvítá og Straumunum og eigi eftir að koma inn þegar meira vex í.“ Í fyrrasumar veiddust 2.886 laxar í Norðurá. Það sem af er tímabilinu nú hafa veiðst tæplega eitt þúsund fiskar. Enn er nóg að hafa því þúsundir fiska hafi farið um teljarann við fossinn Glanna, að sögn Einars. „Þess vegna er svo svekkjandi að það skuli ekki vera vatn til að ná honum upp. En einn góðan veðurdag kemur gusa og þá eru þeir sem verða til staðar þeir heppnu,“ fullyrðir Einar og bendir á að ólíklegt sé að haust- rigningar bregðist. Þá muni hluti af þeim fiski sem sé inni á dal færa sig niður ána aftur. „Þá dreifist þetta aftur um alla ána.“ Haffjarðará er einnig á snærum Einars sem kveður svipað gilda um hana. „Það er mikill fiskur í henni og stundum koma þokkalegir dagar en það vantar þetta ferska og súr- efnisríka vatn,“ segir Einar sem mældi vatnshitastigið í bæði Norðurá og Haffjarðará fyrir um viku. „Þá var Norðuráin 20 gráður og Haffjarðaráin 22 gráður. Þetta er bara orðin svona hægeldun á fiskinum,“ segir hann. Hitastig á bilinu 8 til 11 gráður telji hann vera ákjósanlegt. „Það er til kenning hjá Bretum um að þegar hitastig vatnsins sé orðið hærra en lofthitinn þá geti menn gleymt þessu.“ gar@frettabladid.is Dapurt yfir mönnum í vatnslitlum laxveiðiám Vatnsrennsli í flestum ám á Vestur- og Norðurlandi er nú víðast afar lítið miðað við stöðuna í upphafi veiðitímabilsins. Í Norðurá í Borgarfirði er mikið af laxi en hann tekur illa enda er tífalt minna vatn í ánni en við opnun og sól skín glatt. náttúra Nokkrir stórir jarðskjálftar mældust í Bárðarbungu í gær. Sá stærsti mældist 3,9 og varð í norðan- verðri Bárðarbunguöskjunni um klukkan fjögur í gær. Skjálftinn var með þeim stærstu sem mælst hafa frá goslokum í Holuhrauni. Annar skjálfti varð á svipuðum slóðum um hádegi í gær en hann mældist 3,0 að stærð. Alls voru sex skjálftar sem mældust stærri en tveir á svæðinu í gær. Skjálftarnir í gær fylgja sömu þróun og undanfarna mánuði en á þeim sautján mánuðum sem liðnir eru frá goslokum í Holuhrauni hafa fjölmargir jarðskjálftar orðið. – ngy Stór skjálfti í Bárðarbungu Bandaríkin Barack Obama, for- seti Bandaríkjanna, hefur oftast allra forseta náðað dæmda menn. Einnig hefur hann náðað fleiri en síðustu níu forsetar Bandaríkjanna samanlagt. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. Þá segir að Obama hafi barist fyrir réttlátara réttarkerfi síðan hann var settur í embætti. Obama hefur náðað 562 menn og konur, þar af 197 einstaklinga sem áttu yfir höfði sér dauðarefsingu. Meirihluti þeirra sem forsetinn hefur náðað voru fíkniefnabrota- menn. Síðast beitti Obama náð- unarvaldi sínu í gær og náðaði 214 einstaklinga sem dúsa í alríkisfang- elsum í Bandaríkjunum. Sá forseti sem náðað hefur næst- flesta, af síðustu níu forsetum Bandaríkjanna, er Lyndon B. Johnson sem náðaði rúmlega tvö hundruð. Þeir George W. Bush og George H.W. Bush eru þeir forsetar Banda- ríkjanna sem náðuðu fæsta. Forseti Bandaríkjanna hefur vald til að náða dæmda sakamenn, með þeirri undantekningu að hann getur ekki náðað þá forseta, varaforseta og embættismenn sem þingið hefur ákært. – ngy Náðað 562 refsifanga Forsetinn hefur vald til að náða dæmda sakamenn. Fréttablaðið/aFP Einar Sigfússon reiknar með að langvinnir þurrkar taki enda. Fréttablaðið/DaníEl Þá var Norðuráin 20 gráður og Haffjarð- aráin 22 gráður. Þetta er bara orðin svona hægeldun á fiskinum. Einar Sigfússon veiðileyfasali 197 einstaklingar af þeim 562 sem Obama Bandaríkjafor- seti hefur náðað áttu yfir höfði sér dauðarefsingu. Stærsti skjálftinn mæld- ist 3,9 og varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F i M M t u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 2 9 -3 7 A 0 1 A 2 9 -3 6 6 4 1 A 2 9 -3 5 2 8 1 A 2 9 -3 3 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.