Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 40
fótbolti „Lífið leikur við mig. Síð- ustu dagar og vikur hafa verið alveg frábærar,“ segir framherjinn Viðar Örn Kjartansson og skal engan undra að hann sé með sól í hjarta þessar vikurnar. Hann varð faðir í fyrsta sinn í upphafi sumars, er orðinn marka- hæsti leikmaður sænsku úrvals- deildarinnar og lið hans, Malmö, trónir þess utan á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. Veit ekki hvernig ég fer að þessu „Þegar sjálfstraustið er svona mikið þá finnst manni ekkert mál að skora tvö til þrjú mörk í leik. Mörkin koma án þess að maður viti af því hreinlega. Ég veit ekki hvernig ég fer að þessu en vonandi heldur þetta áfram svona,“ segir Selfyssingurinn en hann er búinn að skora 12 mörk í 16 leikjum. Tveimur mörkum meira en næst- markahæsti maður deildarinnar. Það gekk þó mjög illa framan af hjá Viðari Erni sem og liðinu. Hann skoraði ekki í fyrstu fimm leikjum liðsins en hefur síðan skorað 12 mörk í 11 leikjum. Liðið hefur í kjölfarið farið á flug. „Bæði í Kína og Noregi hóf ég tímabilin með því að skora strax mörk og komst því í gang. Það var nýtt að byrja illa og pressan var orðin gífurleg. Allir hættir að trúa á mann og farið að tala um að ég væri lélegur og svona. Svo skoraði ég þrennu og þá fóru hlutirnir að rúlla. Framherji getur verið að skora mörk í öllum deildum heimsins ef hann er með sjálfstraust. Það er fátt mikilvægara fyrir framherja,“ segir Viðar Örn en hann fékk styttra undir búningstímabil en hann er vanur er hann kom til Svíþjóðar frá Kína þar sem hann var að spila. Var of þungur í upphafi „Ég var byrjaður að spila mánuði eftir lendingu en er vanur að fá að minnsta kosti tvo mánuði. Ég held ég hafi verið of þungur er tímabilið hófst. Þá var ég 90 kíló en er núna 84. Ég var líklega að lyfta of mikið. Það munar um þessi sex kíló. Ég er líka sex kílóum léttari í höfðinu.“ Það kom mörgum á óvart, þar á meðal Viðari Erni, að hann var ekki valinn í EM-hóp Íslands. Hann lét þá leiðinlegu reynslu ekki brjóta sig niður heldur styrkja sig. „Ég reyndi að nýta þetta svekkelsi á jákvæðan hátt. Mér finnst ég allt- af eiga skilið að vera í landsliðinu og það var auðvitað sjokk að vera ekki valinn. Ég varð samt að taka því eins og maður. Í stað þess að grenja yfir þessu ákvað ég að nýta mótlætið sem hvatningu. Ég ákvað að reyna að verða betri og finnst það hafa gengið vel,“ segir fram- herjinn sem getur þó ekki neitað því að það hafi verið einkar sárt að komast ekki til Frakklands. Erfitt að fá fréttirnar „Það var skelfilegt að komast ekki eftir að hafa verið með liðinu alla undankeppnina. Það var rosalega erfitt að fá fréttirnar. Maður gladd- ist auðvitað með liðinu á mótinu en langaði samt svo mikið að vera með strákunum. Ég taldi mig eiga góða möguleika á að vera valinn og var frekar hissa á að vera ekki valinn. Mér fannst ég eiga skilið að vera valinn en ber virðingu fyrir valinu. Strákarnir stóðu sig frábærlega og hefðu ekkert farið lengra með mig í liðinu.“ Pressa hjá Malmö Selfyssingurinn hefur svo sannar- lega hrist af sér svekkelsið og ef hann heldur áfram að spila svona er leiðin í landsliðið greið á nýjan leik. Hann segir að það sé aftur á móti ný reynsla að spila með besta liði Sví- þjóðar. „Það er erfiðara að spila með besta liðinu. Það fylgir miklu meiri pressa að spila hér en með Våler enga sem er þó stórt lið. Hér þarf helst að skora í hverjum leik og væntingarn- ar meiri. Ég kann samt vel við þessa pressu sem maður lærir af,“ segir Viðar en það var mikil pressa á öllu liðinu framan af á meðan illa gekk. Síminn hringir mikið Þegar leikmenn spila vel í sterkri deild eins og í Svíþjóð þá vekja þeir athygli. Viðar neitar því ekki að hann finni fyrir áhuga. „Ég verð að viðurkenna að sím- inn er búinn að hringja mikið. Ég er samt nýkominn en Malmö er vel statt félag og þarf ekkert á peningum að halda. Það er samt gott að vita af áhuga liða á manni þó að mér líði vel í Malmö,“ segir Viðar. En eru ein- hverjar líkur á því að hann söðli um á næstunni? „Maður veit aldrei. Það er mikill áhugi í gangi en miðað við þann verðmiða sem er á mér þá tel ég ekki líklegt að ég fari. Það er samt í góðu lagi mín vegna því hér líður mér vel og gengur vel. Ég get ekki kvartað yfir neinu.“ henry@frettabladid.is Nýtti mótlætið sem hvatningu Viðar Örn Kjartansson er á flugi í sænsku deildinni þar sem hann er markahæstur. Hann segist finna fyrir miklum áhuga frá öðrum liðum. Viðar komst ekki í EM-hópinn og viðurkennir að það hafi verið sárt. Markamaskína 2013 Fylkir 13 Mörk 22 lEikir 2014 Vålerenga 25 Mörk 29 lEikir 2015 Jiangsu Suning 9 Mörk 28 lEikir 2016 Malmö FF 12 Mörk 16 lEikir Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Pepsi-deild karla ÍBV - Fjölnir 0-2 0-1 Tobias Salquist (34.), 0-2 Þórir Guð- jónsson (93.). Eyjamenn misstu af tækifæri til að fjarlægjast botnbaráttuna er þeir töpuðu fyrir Fjölni, 2-0. Grafarvogs- liðið vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum. kr - Þróttur 2-1 1-0 Björgvin Stefánsson (8.), 1-1 Kennie Chopart (44.), 1-2 Jeppe Hansen (45.). KR náði að lyfta sér frá fallsvæði deildarinnar með mikilvægum sigri á botnliði Þróttar eftir að hafa lent 1-0 undir. Breiðablik - Fylkir 1-1 1-0 Damir Muminovic (54.), 1-1 Emil Ás- mundsson (57.). Blikar gáfu eftir í toppbaráttunni en Fylkismenn kræktu í mikilvægt útivallarstig. Árbæingar eru þó enn í fallsæti. ÍA - FH 1-3 1-0 Þórður Þorsteinn Þórðarson (16.), 1-1 Atli Viðar Björnsson (34.), 1-2 Atli Viðar (51.), 1-3 Jeremy Serwy (62.). ÍA var loks stöðvað eftir fimm leikja sigurgöngu en Íslandsmeistarar FH vann sannfærandi 3-1 sigur á Skag- anum og er með fimm stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar. Valur - Víkingur Ó 3-1 1-0 Sigurður Egill Lárusson (8.), 2-0 Kristinn Freyr Sigurðsson, víti (23.), 2-1 Pontus Nor- denberg (65.), 3-1 Kristinn Freyr (69.). Valur vann mikilvæg stig gegn Ólafs- víkingum sem féllu niður í áttunda sæti með sínu þriðja tapi í röð. Efst FH 28 Fjölnir 23 Stjarnan 23 Breiðablik 23 ÍA 19 Valur 18 Neðst Víkingur R 18 Víkingur Ó 18 KR 16 ÍBV 14 Fylkir 9 Þróttur 7 Nýjast Eiður Smári Hætti Hjá moldE Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Molde í Noregi en það var tilkynnt í gær. Hann er óviss um hvort hann muni finna sér nýtt félag en Eiður Smári er 37 ára og hefur ekki ákveðið hvort ferlinum sé nú lokið. Í dag 15.50 Írak - Danmörk Sport 17.50 Hondúras - Alsír Sport 2 18.50 Brasilía - S-Afríka Sport 3 19.05 leiknir - Selfoss Sport 4 19.30 Stjarnan - Víkingur r Sport 19.55 Mexíkó - Þýskaland Sport 2 20.50 Portúgal - Argentína Sport 5 21.50 Svíþjóð - kólumbía Sport 3 22.00 Pepsimörkin Sport 22.50 Fiji - Suður-kórea Sport 2 00.50 Nígería - Japan Sport Pepsi-deild kvenna 19.15 Breiðablik - Selfoss Kópav. Pepsi-deild karla 20.00 Valur - Víkingur Ó. Valsvöllur inkasso-deildin 19.15 Haukar - Fram Ásvellir 19.15 leiknir r. - Selfoss Leiknisv. SvEkkjandi Hjá u-20 Íslenska U-20 karlalandsliðið í handbolta mátti þola erfitt tap gegn Frakklandi, 38-31, á EM í Danmörku í gær og komst liðið þar með ekki í undanúrslit mótsins. Strákarnir munu þess í stað spila um 5.-8. sætið og mæta Dönum á morgun. Spánn, Króatía, Frakkland og Þýskaland komust í undanúrslitin. 4 . á g ú s t 2 0 1 6 f i M M t U D A g U R28 s P o R t ∙ f R É t t A b l A ð i ð sport 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 2 9 -7 C C 0 1 A 2 9 -7 B 8 4 1 A 2 9 -7 A 4 8 1 A 2 9 -7 9 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.