Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 04.08.2016, Blaðsíða 60
Ég vinn iðulega við mismundi miðla. en þeir miðlar sem Ég hef aðallega verið að fást við eru gjörningar, vídeó, málverk, innsetningar og ljósmyndir. Markmiðið er að tæla heiminn m e ð s v i ð -settri nánd við á h o r f a n d a n n en stjarnan er í raun söluvara neyslumenningar. Köld nánd fjallar um áhrif klámvæddrar poppmenningar með persónulegri frásögn þar sem listamaðurinn notar gamalt myndefni af sér sem barni og unglingi í bland við nýtt efni,“ segir Elísabet Birta Sveinsdóttir, nemi við myndlistarbraut Listaháskóla Íslands, spurð út í verkið Köld nánd sem hún mun flytja í Mengi í kvöld. Verkið endurspeglar áhrifa- valdinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur fyrir fólk og mun Elísabet Birta sýna persónulega nálgun sína  að verkinu í frekar óhefðbundnum gjörningi. Hún blandar saman dansi og myndlist, en sjálf útskrifaðist hún frá dansbraut Listaháskóla Íslands árið 2013. „Ég vinn iðulega við mismundi miðla. En þeir miðlar sem ég hef aðallega verið að fást við eru gjörningar, vídeó, málverk, inn- setningar og ljósmyndir. Ég bý að dansbakgrunni mínum en ég kom inn í myndlistina frekar mótuð af danslistinni. En ég hef alltaf haft áhuga á að vinna þverfaglega, þegar ég var í dansnámi sótti ég mikið í samstarf í aðrar greinar og byrjaði snemma að blanda saman dansi og kvikmyndagerð, en bý líka svo vel að eiga pabba sem er kvikmyndagerðarmaður,“ segir Elísabet. „Í þessu verkefni blanda ég myndlistinni og dansinum saman með því að nálgast dansverk sem myndlist. Þetta er einhvers konar blanda af dansverki, gjörningi og vídeóinnsetningu. Það er ákveð- inn hráleiki við verkið sem færir það nær gjörningsforminu,“ segir hún og bætir við að hún hafi fengið sterk viðbrögð, og hvetur alla til að mæta í kvöld. gudrunjona@frettabladid.is klámvædd poppmenning elísabet Birta sveinsdóttir sýnir verkið Köld nánd í kvöld. Verkið segir hún endurspegla áhrifavaldinn sjálfan, uppgötvun og þær afleiðingar sem tónlistarheimurinn hefur. Íslandsvinurinn 50 Cent og rapp-arinn The Game hafa eldað grátt silfur í meira en áratug. Eitthvað virðist þó hafa lægt á milli þeirra enda sáust þeir saman á klúbbi í Los Angeles síðasta mánudag og virtust miklir mátar. Frá þessu er sagt á fréttavef MTV-sjónvarps- stöðvarinnar. Þessir fyrrverandi óvinir sáust meðal annars faðmast og The Game steig á svið í klúbbnum og ávarpaði gesti með orðunum: „Mér líkar vel við 50 Cent. Það sem gerðist okkar á milli átti sér stað fyrir tólf árum. Þetta er löngu gleymt. Drekkið hel- vítis Effen,“ – en Effen er vodka- tegund sem 50 Cent hefur auglýst. The Game setti reyndar færslu á Instagram-síðu sína fyrr í sumar þar sem hann sagðist hafa verið að drekka Effen-vodka og hélt í fram- haldi af því mikla lofræðu um bæði þennan forláta vodka sem og 50 Cent sjálfan, en þessi drykkur virðist hafa verið það sem sameinaði kapp- ana á ný. Eins og frægt er orðið var The Game hluti af G-Unit sem var hljómsveit sem 50 Cent setti saman og kom meðal annars til Íslands, sællar minningar. Það er ekki alveg ljóst hvers vegna rifrildi þeirra hófst upphaflega en eftir að útgáfu plötu 50 Cent, The Massacre, var seinkað til að hliðra fyrir útgáfu fyrstu plötu The Game árið 2005 hefur andað köldu á milli rapparanna. The Game hafði líka á svipuðum tíma lýst yfir áhuga sínum á að starfa með rappar- anum Ja Rule en hann og 50 Cent áttu í miklum deilum. – sþh rappararnir 50 Cent og the game grafa stríðsöxina Rappararnir tveir áður en það slettist upp á vinskapinn. NoRdicphotos/Getty Nú þegar útsölurnar fara að klárast og farið er að huga að hausttískunni þarf að vera með ýmis- legt á hreinu. Teinótt munstur virðast ætla að verða vinsæl í haust ef eitthvað er að marka tískupalla allra helstu tísku- húsa heims. Klassískt trend sem allir geta klæðst. elísabet Birta blandar saman dansi og myndlist í Kaldri nánd og segir það blöndu gjörnings, dansverks og vídeóinnsetningar. FRéttaBlaðið/haNNa calvin Klein tibi Max Mara trussardi 4 . á g ú s t 2 0 1 6 F I M M t U D A g U R48 L í F I ð ∙ F R É t t A B L A ð I ð Lífið teinótt frá toppi til táar 0 4 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :2 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 2 9 -5 A 3 0 1 A 2 9 -5 8 F 4 1 A 2 9 -5 7 B 8 1 A 2 9 -5 6 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 3 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.