Fréttablaðið - 21.07.2016, Qupperneq 17
Þegar bankarnir hrundu haustið 2008 sögðu sumir eins og í sjálfs-vörn: írskir bankar eru einnig
komnir að fótum fram og varla berum
við ábyrgð á því eða hvað? Afneitunin
var alger.
Kjarni málsins var og er að banka-
hremmingar beggja landa voru heima-
tilbúnar og áttu rót sína að rekja til
vanrækslu stjórnmálamanna, banka-
manna og meðreiðarsveina þeirra.
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
2010 og aðrar heimildir bera vitni.
Alþingi ályktaði nokkru síðar einum
rómi að skýrslan „sé áfellisdómur yfir
stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og
stjórnsýslu, verklagi og skorti á form-
festu.“ Dálkahöfundur Irish Times
Flintan O‘Toole birti bók 2010 undir
heitinu Ship of Fools: How Stupidity
and Corruption Sank the Celtic Tiger
(Fíflafley: Hvernig heimska og spilling
drekktu keltneska tígrisdýrinu). Margt
sem þar stendur rímar vel við Ísland.
Hvort landið stóð sig betur, Ísland
eða Írland?
Eftir hrun gerðu margir sér mat úr því
að Ísland væri betur í sveit sett en Írland
þar eð Íslendingar gætu leyft gengi
krónunnar að falla um helming meðan
Írar voru bundnir á klafa evrunnar.
Aðrir sögðu: Hægan, hægan, Írar eiga
aðgang að evrópska seðlabankanum og
annarri fjárhagsaðstoð ESB sem Ísland
á ekki sjálfkrafa aðgang að. Nú, átta
árum síðar, er tímabært að spyrja: Hvort
landið komst betur frá kreppunni?
Skoðum tölurnar. Frá 2007 til 2010
dróst kaupmáttur landsframleiðslu á
mann saman um 11% á Írlandi og 9% á
Íslandi. Það er bitamunur en ekki fjár.
Það er fyrst nú í ár að kaupmáttur lands-
framleiðslu á mann í báðum löndum
er orðinn hinn sami og hann var fyrir
hrun, 2007. Það tók bæði löndin því
níu ár, frá 2007 til 2016, að komast aftur
á upphafsreit. Frá því botninum var
náð 2010 þar til nú hefur kaupmáttur
landsframleiðslu á mann aukizt um
16% á Írlandi og 12% á Íslandi og er nú
sjöttungi meiri á Írlandi en á Íslandi eins
og hann var 2007. Því má segja að bæði
löndin hafi komizt álíka vel frá hruninu.
Atvinnuleysi er að vísu miklu meira á
Írlandi en á Íslandi en þannig hefur það
verið um áratugaskeið og hefur ekkert
með hrunið eða eftirköst þess að gera.
Skoðum fleiri tölur. Landsframleiðsla
á hverja vinnustund, öðru nafni vinnu-
framleiðni, er betri lífskjarakvarði en
landsframleiðsla á mann þar eð fram-
leiðsla á vinnustund tekur fyrirhöfnina
á bak við tekjuöflunina með í reikning-
inn. Frá 2007 til 2016 jókst landsfram-
leiðsla á hverja vinnustund á Írlandi úr
59 Bandaríkjadölum í 74 dali og úr 41
dal í 44 á Íslandi. Vinnuframleiðni jókst
því um 26% á Írlandi 2007-2016 borið
saman við 7% aukningu hér heima.
Þarna skilur milli feigs og ófeigs. Þrátt
fyrir mikið og landlægt atvinnuleysi
hefur Írum tekizt að auka forskot sitt
á Íslendinga í vinnuframleiðni úr 44%
2007 (59/41 = 1,44) í 68% 2016 (74/44 =
1,68).
Önnur gögn ber að sama brunni.
Velferðarvísitala Sameinuðu þjóðanna
(e. Human Development Index) sem
tekur ekki aðeins mið af framleiðslu og
tekjum á mann heldur einnig menntun
og heilbrigði skipar nú síðast (2014)
Írlandi í 6. sæti og Íslandi í 16. sætið í
hópi nær allra landa heimsins, nær 200
talsins.
Evran stóðst prófið
Af þessum samanburði má ráða að
evran dró Írland ekki niður á hyldýpi
eins og sumir áttu von á. Aðild að Mynt-
bandalagi Evrópu og evrunni þarf að
skoða í samhengi við aðra þætti svo sem
sjálfkrafa aðgang að fjárhagsaðstoð frá
ESB þegar þörf krefur, aðhald og sameig-
inlegt eftirlit. Öðrum evrulöndum hefur
einnig tekizt skaplega að vinna sig út úr
erfiðleikum síðustu ára, t.d. Lettlandi og
Portúgal. Öðru máli gegnir um Grikk-
land, en þar hefur vandinn sem við er að
glíma reynzt mun alvarlegri en annars
staðar. Vandi Grikklands átti upptök sín
í ábyrgðarlausri fjármálastjórn ríkisins
og breiddist út í bankakerfið en ekki
öfugt eins og t.d. á Írlandi og Íslandi.
Ríkisstjórn Írlands ákvað að írskir
skattgreiðendur skyldu bæta til fulls
tjónið sem eigendur og lánardrottnar
bankanna hefðu ella þurft að axla. Þetta
var harkaleg ákvörðun en hún reyndist
framkvæmanleg þar eð skuldirnar
voru viðráðanlegar. Þessi leið var ófær
á Íslandi þar eð skuldir bankanna hér
heima voru svo miklu meiri miðað við
landsframleiðslu en á Írlandi. Þess vegna
var ekki hægt að bjarga íslenzku bönk-
unum frá gjaldþroti. Hefðu íslenzku
bankarnir grafið sér grynnri gröf, hefðu
íslenzk stjórnvöld e.t.v. reynt með
erlendri hjálp að fara sömu leið og Írar,
en til þess kom ekki. Eftir stendur að Írar
ákváðu að standa í skilum og halda sig
við evruna og agann sem fylgir henni
meðan Íslendingar létu bankana fara á
hliðina og leyfðu gengi krónunnar að
hríðfalla. Samt hefur Írum ef eitthvað er
tekizt betur en Íslendingum að vinna sig
með herkjum út úr erfiðleikum undan-
genginna ára. Evran stóðst prófið.
Írland og Ísland átta árum síðar
Þorvaldur
Gylfason
prófessor
Í dag
Innanríkisráðuneytið hefur kynnt drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um
þjóðskrá og almannaskráningu.
Með nýjum lögum er ætlunin að
lög um mannanöfn nr. 45/1996
falli úr gildi. Í greinargerð ráðu-
neytisins með frumvarpinu segir að
rétt sé talið að felldar séu úr gildi
takmarkanir á nafngjöf og lögð
áhersla á, að með því sé fullorðnum
einstaklingum og foreldrum barna
gefið frelsi til að velja nöfn sín og
barna sinna. Mannanafnanefnd
yrði lögð niður – enda óþörf, eins
og segir í greinargerðinni.
Nöfn skulu rituð með bókstöfum
íslenska stafrófsins. Eiginnöfn
skulu vera nafnorð, auðkennd með
stórum upphafsstaf og án greinis.
Sé eiginnafn af íslenskum uppruna
skal það falla að íslensku beyg-
ingarkerfi, en það er ekki skilyrði
ef um viðurkennt erlent nafn er að
ræða. Uppfylli nöfn ekki þessi skil-
yrði þessarar ber Þjóðskrá Íslands
að hafna skráningu.
Endurskoðun laga eðlileg
Ekki er óeðlilegt að lög um manna-
nöfn séu endurskoðuð vegna
breyttra viðhorfa og breyttra
aðstæðna í samfélaginu. Í greinar-
gerð innanríkisráðuneytisins
segir að á undanförnum árum
hafi umræða um mannanafna-
löggjöfina verið áberandi í samfé-
laginu, meðal annars í tengslum
við ákvarðanir mannanafna-
nefndar. Hefur því sjónarmiði því
„vaxið ásmegin“, eins og stendur í
greinargerðinni, að réttur manna
til að ráða sjálfir nöfnum sínum og
barna sinna sé ríkari en hagsmunir
samfélagsins af því að takmarka
þennan rétt. Í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur 2013 hafi verið byggt
á því að réttur manns til nafns félli
undir vernd 71. greinar stjórnar-
skrárinnar um friðhelgi einkalífs.
Því til stuðnings vísaði héraðsdóm-
ur til dómaframkvæmdar Mann-
réttindadómstóls Evrópu sem fellt
hefur réttinn til nafns undir ákvæði
í Mannréttindasáttmála Evrópu, en
hún sé efnislega samhljóða 71. gr.
stjórnarskrárinnar. „Af því leiðir
að réttur til nafns verði aðeins tak-
markaður með sérstakri lagaheim-
ild ef brýna nauðsyn ber til vegna
réttinda annarra, sbr. 3. mgr. 71.
gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 8.
gr. Mannréttindasáttmála Evrópu,“
eins og segir orðrétt í greinargerð
innanríkisráðuneytisins.
Íslensk nafngiftarhefð
Endurskoðun laga er eðlileg við
breyttar aðstæður og réttur ein-
staklinga er afar mikilsverður. En
til eru fyrirbæri sem heita hefð,
venjur, menning og málrækt. Því
ber í „nýjum lögum um þjóðskrá og
almannaskráningu“ að takmarka
rétt til nafns með sérstöku ákvæði
til þess að koma í veg fyrir, að þús-
und ára gamlar nafngiftarvenjur
Íslendinga njóti réttarverndar sem
eru mikilsverður hluti af menn-
ingunni. Fela má Þjóðskrá Íslands
að gæta gamallar nafngiftarhefðar,
enda er unnt að leita álits Árna-
stofnunar eða Íslensku- og menn-
ingarsviðs Háskóla Íslands um
vafamál eða ágreiningsmál.
Að lokum má benda innan-
ríkisráðuneytinu á norsku nafna-
lögin frá 2006, Lov om personnavn,
navne loven. Lögin eru vel skrifuð,
sett fram á einfaldan hátt og skyn-
samlega haldið á málum. Réttindi
einstaklinga – ekki síst barna – eru
virt, en um leið er tekið tillit til
hefðar og venju í samfélaginu.
Hvað á barnið
að heita?
Tryggvi
Gíslason
fv. skólameistari
MA
Heilbrigðis- og velferðarmál eru meðal þeirra málaflokka sem hvað mest snerta líf og
heilsu hvers einasta borgara þessa
lands. Það er því merkilegt þegar
litið er til baka hversu lengi heil-
brigðismál stóðu utan umræðuvett-
vangs íslenskra stjórnmála. Stærstan
hluta tuttugustu aldarinnar og fram
á annan áratug þessarar aldar snér-
ust viðfangsefni þeirra aðallega um
sjávarútveg og landbúnað og efna-
hags-, iðnaðar-, orku- og byggðamál.
Í aðdraganda kosninga árið 2013
komu fram háværar kröfur um að
heilbrigðismál yrðu meðal helstu
mála kosningabaráttunnar. Ekkert
varð úr því en í kjölfar kosninganna
var eins og sprengju væri varpað inn
á vettvang þjóðmálabaráttunnar. Frá
þeim tíma hafa heilbrigðismál verið
stöðugt í brennidepli stjórnmálaum-
ræðunnar. Nú eru ýmsar blikur á
lofti og ljóst að fleiri málefnasvið
munu krefjast aukinnar hlutdeildar
í því sem til skiptanna er.
Endurreisn
Þrír ráðherrar í ríkistjórn Íslands og
forsvarsmenn Læknafélags Íslands
og Skurðlæknafélags Íslands skrif-
uðu 8. janúar 2015 undir yfirlýsingu
í tengslum við gerð kjarasamninga
lækna. Þar er því m.a. lýst yfir að heil-
brigðiskerfið skuli búa við sambæri-
legan ramma hvað varðar fjármuni
og fjölda starfsmanna og hin Norð-
urlöndin að teknu tilliti til sérstöðu
Íslands hvað varðar mannfjölda og
staðhætti.
Athafnamaðurinn Kári Stefánsson
virðist ekki hafa talið sig geta treyst
orðum ríkisstjórnarinnar og réðst því
í undirskriftasöfnun í ársbyrjun 2016.
Í yfirlýsingu sem gekk undir nafninu
„Endurreisum heilbrigðiskerfið“ var
þess krafist að Alþingi skuli verja
11% af vergri landsframleiðslu í heil-
brigðismál. Því var haldið fram að
stjórnvöld hefðu lengi vannært heil-
brigðiskerfið og það væri ekki lengur
þess megnugt að sinna hlutverki sínu
sem skyldi. Í lok apríl 2016 höfðu
86.761 manns skrifað undir.
Fjárframlög
Skýrslur Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD) sýna að fjár-
framlög til heilbrigðismála sem hlut-
fall af þjóðarframleiðslu eru nokkuð
lægri á Íslandi en það sem best ger-
ist á hinum Norðurlöndunum og
innan OECD. Tölur frá OECD fyrir
árið 2013 sýna að Íslendingar vörðu
8,7% af verðmæti þjóðarframleiðslu
sinnar til heilbrigðismála. Ísland var
í 19. sæti allra ríkja OECD umrætt ár.
Þann 15. mars 2016 birti Hag-
stofa Íslands bráðabirgðauppgjör
um fjármál hins opinbera árið
2015. Þar kemur fram að umrætt ár
hafi heildarútgjöld til heilbrigðis-
mála verið 192 milljarðar króna
eða 8,7% af vergri landsframleiðslu.
Þar af var hlutur hins opinbera 157
milljarðar en hlutdeild heimilanna
35 milljarðar eða 18,2% af heilbrigð-
isútgjöldunum. Er það nokkuð lægra
hlutfall en verið hefur undanfarin ár.
Það felur í sér að bein heilbrigðisút-
gjöld heimilanna hafi sama ár verið
að meðaltali 105.800 kr. á mann. Sé
gert ráð fyrir að veita 11% af lands-
framleiðslunni til heilbrigðismála
má ætla að árið 2015 hafi skort um
50 milljarða inn í heilbrigðiskerfið.
Ríkisfjármálaáætlun
Á vordögum 2016 voru lagðar fram
tvær þingsályktunartillögur um fjár-
málastefnu og fjármálaáætlun fyrir
árin 2017-2021. Báðar þessar tillögur
byggja á nýjum lögum um opinber
fjármál. Samkvæmt fjármálaáætlun-
inni er stefnt að því að auka fjárfram-
lög ríkisins til heilbrigðismála um 30
milljarða á næstu fimm árum. Þann-
ig að fjárveitingar hins opinbera til
heilbrigðismála hækki úr 170 í 200
milljarða á tímabilinu, sbr. mynd 1.
Miðað við tölur OECD og Hag-
stofu Íslands vantar, umfram það
sem áætlað hefur verið í fjármála-
stefnunni, um 20 milljarða upp á
að hlutdeild heilbrigðismála nái
11% af vergri landsframleiðslu í lok
tímabilsins 2017-2021. Allar tölur
á verðlagi ársins 2016. Þá hefur því
ekki verið svarað hver hlutur heim-
ilanna í heilbrigðisútgjöldum verði
næstu árin. Ennfremur hefur ekki
verið nægjanlega skoðað að hvaða
marki sé dýrara að halda uppi góðri
heilbrigðisþjónustu í víðfeðmu,
fámennu og harðbýlu landi.
Hvert stefnt
Árið 2012 samþykktu íslensk stjórn-
völd evrópska heilbrigðisstefnu
WHO til ársins 2020 (Health 2020).
Á grunni þessarar stefnumörkunar
og framtíðarsýnar hafa mörg ríki
Evrópu þegar ráðist í gerð áætlana
til að ná mikilvægum markmiðum í
heilbrigðismálum. Aðildarríkin hafa
skuldbundið sig til að bæta heilsu
íbúanna, draga úr ójöfnuði, styrkja
lýðheilsu og tryggja notendamiðað
heilbrigðis- og velferðarkerfi. Á
Íslandi hefur ný heilbrigðisáætlun
til ársins 2020, sem tekur til þessara
málefna, lengi verið í burðarliðnum,
en af ýmsum orsökum hefur ekki
tekist að ljúka henni.
Að lokum skal lögð áhersla á að
vandamál heilbrigðiskerfisins verða
ekki eingöngu leyst með auknum
fjárveitingum, því stjórnvöld verða
jafnhliða að móta sér framtíðarsýn í
heilbrigðismálum og skilgreina hlut-
verk allra meginþátta heilbrigðis-
þjónustunnar. Fyrsti áfanginn í því
verkefni er að ráðast í víðtæka þarfa-
greiningu og úttekt á helstu kostn-
aðarþáttum starfseminnar. Afrakstur
þeirrar vinnu gæti orðið grunnur að
sáttmála um endurreisn heilbrigðis-
kerfisins.
Heilbrigðisstefna til framtíðar
Ingimar
Einarsson
félags- og stjórn-
málafræðingur
Fela má Þjóðskrá Íslands að
gæta gamallar nafngiftar-
hefðar, enda er unnt að leita
álits Árnastofnunar eða
Íslensku- og menningarsviðs
Háskóla Íslands um vafamál
eða ágreiningsmál
Á Íslandi hefur ný heilbrigð-
isáætlun til ársins 2020, sem
tekur til þessara málefna,
lengi verið í burðarliðnum,
en af ýmsum orsökum hefur
ekki tekist að ljúka henni.
Kjarni málsins var og er að
bankahremmingar beggja landa
voru heimatilbúnar og áttu
rót sína að rekja til vanrækslu
stjórnmálamanna, bankamanna
og meðreiðarsveina þeirra.
s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F i M M T u d a g u R 2 1 . j ú L Í 2 0 1 6
2
1
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
6
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
0
E
-3
0
F
4
1
A
0
E
-2
F
B
8
1
A
0
E
-2
E
7
C
1
A
0
E
-2
D
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
0
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K