Víkurfréttir - 07.11.1985, Qupperneq 16
16 Fimmtudagur 7. nóvember 1985
VÍKUR-fréttir
Þú lest það í
- VIKUR-fréttum
FRÁ
SÉRLEYFISBIFREiÐUM
KEFLAVÍKUR:
SANDGERÐINGAR
í samráði við Hreppsnefnd Miðnes-
hrepps hefur verið ákveðin ný akstursleið
og stoppustöðvar í Sandgerði frá og með
1. nóv. n.k., sem hér segir:
AKSTURSLEIÐ:
Tjarnargata - Brekkustígur - Hlíðar-
gata - Austurgata - Suðurgata.
STOPPISTÖÐVAR:
Tjarnargata, 6-horn Brekkustígs og
Hlíðargötu.
Horn Hlíðargötu og Austurgötu.
Pósthús Suðurgötu.
Horn Suðurgötu og Túngötu.
Horn Suðurgötu og Keflavíkurvegar.
Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur
KONUR
Hádegisverðar-
fundur
Aðalfundur Félags framsóknarkvenna í
Keflavík og nágrenni verður haldinn á
Glóðinni, laugardaginn 9. nóvember kl.
12-14. - DAGSKRÁ:
• Framboðsmál: Drífa Jóna Sigfúsdóttir
• Söngur: Hlíf Káradóttir
• Píanó: Ragnheiður Skúladóttir
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Gamanmál
Konur! Mætið vel og takið með ykkurgesti.
Stjórnin
SKÓLAR . ..
Framh. af 14. síðu
þau sé hlustað - og gerum
svo eitthvað.
Fleiri rök
En fleiri rök hníga svo
sannarlega að því að lang-
skipta skóla. Um þetta
hefur verið ritað af hæfu
fólki - og er auðvelt að leita
rakanna og ganga beint að
þeim. Skulu hér nokkur
nefnd:
1. í heildstæðum grunn-
skóla er auðveldara að
fylgjast með þroska og
framförum hvers einasta
nemanda frá forskóla til
loka grunnskóla.
2. Milli skólastiga eru oft
mjög skörp skil á milli
bekkjarkennslu og fag-
kennslu. Með sam-
ræmdri stjórnun í heild-
stæðum grunnskóla er
auðvelt að draga úr þess-
um skilum svo viðbrigði
verði óveruleg fyrir
nemendur.
3. Ljóst er að langskipting
auðveldar skipulagningu
skólastarfs og tryggir að
betur sé fylgst með náms-
og þroskaferli hvers nem-
anda. Heildstætt skóla-
starf og markvisst verð-
ur best tryggt með lang-
skiptum skóla.
4. Það verður mun auðveld-
ara að sníða af vankanta
Viðtal við Jón Gunnar
Framh. af 15. síðu
Fríhöfn í Grindavík
„Nokkuð hefur verið
rætt um fríhöfn, og að
koma upp iðnaði og þá sér-
staklega léttum iðnaði í
tengslum við Keflavíkur-
flugvöll. Er það hugmynd
sem vissulega á rétt á sér.
Mér dettur í hug hvort ekki
væri í fullri alvöru hægt að
tala um aðra fríhöfn, sem
væri þá í tenglsum við sam-
göngur á sjó, og sýnist mér
Grindavík bjóða upp á
mjög kjörið tækifæri, bæði
hvað landrými varðar og
eins vegalengdir til og frá
útlandinu“, sagði Jón
Gunnar að lokum. - epj.
<7
HRESSIÐ . . .
ykkur upp í skammdeg-
inu í viðurkenndum sólar-
lömpum okkar.
Gufubað - Nudd
Snyrtivörur fyrir
dömur og herra.
w \ i / //
SÓLBAÐS- & SNYRTISTOFAN
KWICK - SLIM
grenningarmeöferöin
gefur frábæran
árangur.
SUÐURGÖTU 16, SANDGERÐI
í skólastarfi þegar kenn-
arar í heildstæðum skóla
vinna saman að lausn
vandamála. Slík sam-
vinna dregur úr van-
trausti og gagnrýni milli
skólastiga og sérþekk-
ing kennara nýtist betur
og samstarf eykst.
Keflavík - Njarðvík
Bæjarfélögin tvö, Kefla-
vík og Njarðvík, eru nánast
runnin saman í eina heild -
og munu gera enn meira á
næstu árum er mikil byggð
kemur í námunda við Sam-
kaup og Móahverfi. Bæjar-
félög þessi hafa mikla sam-
vinnu nú þegar í gegnum
SSS. Og öllum má ljóst
vera, að einungis er tíma-
spursmál hvenær þessi tvö
bæjarfélög sameinast í eitt.
Það hlýtur því að teljast
eðlilegt að bæjarfélögin taki
upp nána samvinnu um
grunnskóla og þau mál
verði skipulögð í samvinnu.
Þá skulum við einnig
minnast þess, að skóla-
rekstur verður alltaf til
staðar í Keflavík og Njarð-
vík, því bæjarfélögin eru
orðin það stór. Einnig þykir
slík þjónusta í bæjarfélög-
unum nú sjálfsögð og eðli-
leg.
Því skiptir öllu máli
hvernig við skiptum í skóla-
hverfi - og slíkri skiptingu
má breyta að vild til þess að
nýting verði sem best á því
skólahúsnæði sem er til
staðar hverju sinni.
Ný nefnd verði skipuð
Eg benti á að ýmislegt er
til skrifað um langskiptan
skóla. Eg ætla ekki að fara
að telja það allt upp hér. En
ég held að nú séu umræður
komnar á það stig að æski-
legt sé að skipa nefnd til
þess að kanna þessi mál
ofan í kjölinn og fá fram
niðurstöður. Rétt er að geta
þess að áður var skipuð
nefnd til að kanna fram-
tíðarskipan skólamála í
Keflavík, en hún dó drottni
sínum, blessuð sé minning
hennar!
Hin nýja nefnd gæti til
dæmis verið skipuð deildar-
stjóra Menntamálaráðu-
neytisins, tveim kennurum,
tveim fulltrúum frá Kefla-
víkurbæ og tveim fulltrú-
um frá Njarðvík, vilji menn
taka upp nána samvinnu í
skólamálum, eins og hér er
lagt til. Æskilegt væri að all-
ir fulltrúar sunnanmanna
ættu börn á grunnskóla-
aldri og þekktu þannig
nokkuð vel til innviða skól-
anna.
Tillögur um
framtíðarskipan
Loks vil ég vekja aftur at-
hygli á tillögum mínum um
framtíðarskipan skóla-
mála - en þær birti ég í Vík-
ur-fréttum 24. okt. sl.
Gylfi Guðmundsson
Eigendaskipti á
reiðhjólaverk-
stæðinu.
Um s.l. mánaðamót urðu
eigendaskipti á Reiðhjóla-
verkstæðinu, Hafnargötu
55 í Keflavík. Henning
Kjartansson sem rekið
hefur verkstæðið um langt
árabil hefur selt það Sig-
urði Eiríkssyni.
epj-
Brekkubúðin
hætt
Nú um s.l. mánaðarmót
hætti Brekkubúðin í Kefla-
vík rekstri sínum. En eins
og áður hefur komið fram
hér í blaðinu hefur hinn
dæmigerði „kaupmaður á
horninu” orðið að láta í
minni pokann fyrir mörk-
uðunum og kaupfélagsbúð-
unum.
Dæmi þar um er Voga-
bær og Brekkubúðin, og nú
síðast verslunin Kostur.
Vitað er um erfiðleika hjá
fleiri slíkum búðum í Kefla-
vík, Njarðvík, Garði og
Sandgerði. - epj.
Slökkvitækja-
þjónusta
Suðurnesja
Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla
Viðhald og viðgerðir á flestum
tegundum slökkvitækja
Reykskynjarar - Rafhlöður
Brunaslöngur - Slökkvitæki
Uppsetning ef óskaö er.
Viðurkennd eftirlitsþjónusta
handslökkvitækja í bátum og skipum.
Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja
Háaleiti 33 - Keílavik - Siml 2322