Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
Nýbirtar myndir frá Mat-vælastofnun, sem sýndu
þröngan kost dýra og reglur um
dýravernd leiddu til umræðu á
þingi nýlega.
Fjölmargir þing-menn tóku til
máls og var umræð-
an eftirtektarverð
og gagnleg.
Katrín Júl-íusdóttir, þingmaður Samfylk-
ingarinnar sagði að viðbrögð
stjórnvalda og greinarinnar sjálfr-
ar við umræðunni hefðu valdið sér
vonbrigðum.
Hvatti hún til þess að birtur yrðilisti yfir þá sem „standa sig
illa og koma illa fram við dýrin“.
Sagði hún það betra en að þaðyrði vantraust gegn greininni
og að fólk hætti að kaupa ákveðnar
vörur.
Frekar ætti að draga fram hvarhlutirnir eru í lagi og „birta
lista yfir skussana“.
Enginn sem borðar dýraafurðirvill borða af dýrum sem hafa
þjáðst, enginn,“ sagði Katrín.
Þess vegna á að birta þessalista.“
Hún sagði að í siðmenntuðu sam-félagi ætti ekki að gefa þeim
sem brjóta lögin aðlögunartíma til
að laga til þegar verið er að meiða
dýr.
Öll framkoma við dýr á að verasiðuðu samfélagi til sóma,“
sagði hún jafnframt.
Katrín
Júlíusdóttir
Málleysingjarnir
þurfa málsvara
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 13.10., kl. 18.00
Reykjavík 7 skýjað
Bolungarvík 5 súld
Akureyri 7 léttskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 10 þoka
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 skúrir
Stokkhólmur 8 skýjað
Helsinki 5 skýjað
Lúxemborg 6 skúrir
Brussel 3 skýjað
Dublin 11 léttskýjað
Glasgow 13 upplýsingar bárust e
London 12 léttskýjað
París 10 léttskýjað
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 7 skýjað
Berlín 5 skýjað
Vín 6 alskýjað
Moskva 2 heiðskírt
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 15 léttskýjað
Barcelona 17 skýjað
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 21 skýjað
Aþena 20 léttskýjað
Winnipeg 7 heiðskírt
Montreal 15 skúrir
New York 21 léttskýjað
Chicago 12 alskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
14. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:15 18:14
ÍSAFJÖRÐUR 8:26 18:13
SIGLUFJÖRÐUR 8:09 17:56
DJÚPIVOGUR 7:46 17:42
Jólaskreytingar
Við seljum og setjum
upp jólaseríur
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Uppræta á dekkjakurl á gervigras-
völlum í Reykjavík sem fyrst, að sögn
formanns ÍTR.
Sænsk skýrsla frá 2006 um notkun
dekkjakurls á gervigrasvöllum segir
að notkunin á efninu sé ekki æskileg.
Þó er engin bráðahætta af kurlinu en
engar rannsóknir eru til um lang-
tímaáhrif af snertingu barna við
gömlu dekkin, segir meðal annars.
Í skýrslunni segir að nærumhverfi
vallanna verði fyrir áhrifum vegna
mengunar en töluvert af blýi og sinki
fannst í affallsvatni valla sem rann-
sakaðir voru. Þá voru loftgæði einnig
skoðuð í tveimur innanhúshöllum, líkt
og Egilshöll, en þar fóru loftgæði
tvisvar yfir leyfileg mörk.
Umræða um dekkjakurl á gervi-
grasvöllum fór af stað á samfélags-
miðlum eftir grein sem Þórarinn
Guðnason læknir skrifaði í Lækna-
blaðið árið 2010. Þar sagði hann að í
dekkjakurlinu væru krabbameins-
valdandi efni og vildi það burt. Fimm
árum síðar er staðan nánast óbreytt,
en íslenskir gervigrasvellir eru í 80%
tilfella þaktir dekkjakurli, samkvæmt
úttekt Sunnudagsblaðs Morg-
unblaðsins um stöðu mála. Willum
Þór Þórsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins og fyrrverandi knatt-
spyrnuþjálfari, vinnur nú að þings-
ályktunartillögu þess efnis að tekið
verði á vandanum á landsvísu.
Harðorð ályktun
Heimili og skóli sendi frá sér harð-
orða ályktun um málið og hefur
íþrótta- og tómstundaráð í Bláskóga-
byggð og Vestmannaeyjum og
Byggðarráð Húnaþings vestra látið
athuga gervigrasið hjá sér í kjölfarið.
Í Reykjavík og á Seltjarnarnesi
eru gervigrasvellir hjá Fylki, KR og
Gróttu einnaverst farnir og þarf að
endurnýja þá. Þórgnýr Thoroddsen,
formaður íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkurborgar, segir að kurlið
muni heyra sögunni til í borginni þeg-
ar fram líða stundir.
„Eftir að þetta kom upp árið 2010,
að þessi tegund væri jafnléleg og
raun ber vitni, var keypt sama gúmmí
sem var húðað en það reyndist engu
skárra. Næst verður væntanlega lagt
iðnaðargúmmí, líkt og Valsmenn
gerðu á Hlíðarenda.
Við erum að kostnaðarmeta að-
gerðir og eftir það verður kynnt að-
gerðaáætlun. En þessir þrír vellir eru
orðnir gamlir þannig að það fer að
koma tími á þá. Mesta hættan er liðin
hjá en það breytir því ekki að þetta er
efni sem við viljum ekki hafa áfram.“
Kurlið mun heyra sögunni til
Íþrótta- og tómstundaráð er að leggja drög að aðgerðaáætlun um að fjar-
lægja gúmmíkurl af þremur gervigrasvöllum Setja ekki aftur dekkjagúmmí
Morgunblaðið/Golli
Leikur í kurli 80% allra gervigras-
valla landsins eru með dekkjakurl.