Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Gert er gert ráð fyrir að Kefla-
víkurflugvöllur geti tekið við um 14
milljónum farþega árið 2040, þegar
framkvæmdum samkvæmt
þróunaráætlun verður lokið. Þetta
er miðað við sömu dreifingu álags
og nú er, en fáist jafnari dreifing
yfir sólarhringinn er reiknað með
að flugvöllurinn geti árlega tekið á
móti 25 milljónum farþega. Á
næsta ári er reiknað með um sex
milljónum farþega.
Endurskoðuð þróunaráætlun,
kölluð masterplan, var kynnt hags-
munaaðilum og fjölmiðlum í gær.
Áætlunin til ársins 2040 var fyrst
kynnt sl. vor en eftir ítarlegt sam-
ráð við hagsmunaaðila hefur hún
tekið nokkrum breytingum. Þannig
hefur landnotkunaráætlun breyst,
einnig skipulag fraktsvæðis og svo-
nefnds Háaleitishlaðs, sem og
hönnun Leifsstöðvar. Haldnir voru
yfir 50 fundir með hagsmuna-
aðilum og rúmlega 400 manns
sóttu þessa fundi, samkvæmt upp-
lýsingum Isavia.
Unnið er eftir vinningstillögu
Nordic – Office of Architecture,
ásamt ráðgjöfum Crowi í Dan-
mörku. Hallgrímur Þór Sigurðs-
son, arkitekt hjá Nordic, kynnti
nýjustu útfærslu á fundinum í gær.
Þar er gengið út frá því að flug-
stöðin verði tvöfölduð að stærð,
flugstæðum fjölgað í allt að 30 og
ný flugbraut byggð til norðurs og
suðurs. Einnig gætu risið flughótel
og ýmsar byggingar rekstraraðila.
8,5 milljónir eftir 1. áfanga
Masterplanið gerir ráð fyrir að
framkvæmdiir hefjist í lok árs 2016
og verði síðan unnið í tveimur til
þremur áföngum, allt eftir því
hvernig farþegafjöldinn þróast.
Fyrsti áfangi verður stór þar sem
safnast hefur upp þörf fyrir stækk-
un vegna mikillar fjölgunar ferða-
manna til Íslands. Nær stækkunin
yfir 70 þúsund fermetra og mun
flugvöllurinn þá geta tekið við 8,5
milljónum farþega, miðað við
álagstíma sem verið hafa.
Í dag eru 11 landgöngubrýr
(flugstæði) við flugstöðina en að 1.
áfanga loknum verða þær orðnar
20. Áætlaður kostnaður við þennan
áfanga er 70-90 milljarðar króna. Á
næstu fimm árum gæti þessi upp-
bygging skapað um 1.000 störf.
Heildarkostnaður til ársins 2040
liggur ekki fyrir, segir Guðni Sig-
urðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.
Spurður hvort ekki sé brýnt að
ráðast í stækkun flugvallarins nú
þegar bendir Guðni á að umtals-
verðar framkvæmdir standi yfir í
dag. Þær feli í sér um 20% stækk-
un á flugstöðinni og auki því af-
köstin sem því nemi. Næsta sumar
verður flugstöðin orðin 9.700 fer-
metrum stærri en hún er í dag.
„Að auki er verið að bæta flæði og
auka sjálfvirkni, til dæmis eru
flugfélög hvött til þess að nýta sér
sjálfsinnritunarstöðvar okkar og
við munum fjölga sjálfvirkum inn-
ritunarstöðvum fyrir farangur,“
segir Guðni en einnig stendur til
að taka í notkun sjálfvirkar stöðv-
ar, kallaðar byrðingarstöðvar, til
að afgreiða farþega út í vélarnar
(e. boarding).
Isavia ákvað að láta vinna þróun-
aráætlun til langs tíma, til að
tryggja að flugvöllurinn geti sinnt
þörfum ferðaþjónustunnar og lagað
sig að þeim breytingum og þróun
sem á henni kunna að verða. Guðni
segir að núna liggi þessi áætlun
fyrir og því hægt að hefja vinnu
samkvæmt því.
„Áður en beinar framkvæmdir
hefjast þarf að fara fram hönn-
unarsamkeppni sem getur tekið
allt að tólf mánuði og síðan þarf að
fara með framkvæmdirnar í útboð.
Að því loknu geta framkvæmdir
hafist,“ segir Guðni.
Gríðarleg tekjuaukning
Í ræðu sinni á fundinum í gær
vitnaði Björn Óli Hauksson, for-
stjóri Isavia, til Vegvísis í ferða-
þjónustu, sem ráðherra ferðamála
kynnti á dögunum. Þar er áætlað
að gjaldeyristekjur af greininni í
heild muni aukast úr 350 millj-
örðum króna árið 2015 í meira en
620 milljarða árið 2020, og líklega
yfir 1.000 milljarða árið 2030. Til
samanburðar skal þess getið að
heildargjaldeyristekjur þjóðarinnar
eru áætlaðar um 1.140 milljarðar á
þessu ári.
Björn Óli sagði að til þess að
ferðamenn gætu skapað gjaldeyris-
tekjur þyrfti að vera aðstaða til að
koma þeim til landsins. Til að taka
á móti þetta miklum fjölda ferða-
manna þyrfti mikla aðstöðu.
„Sú staða má ekki skapast að
Keflavíkurflugvöllur verði flösku-
háls í þeirri uppbyggingu sem mun
skila svo miklu til þjóðarbúsins.
Því það er þjóðarbúið allt sem ligg-
ur undir og stækkun Keflavíkur-
flugvallar er því mál okkar allra,
enda koma um 97% erlendra ferða-
manna sem sækja landið heim í
gegnum Keflavíkurflugvöll,“ sagði
Björn Óli ennfremur. En hvernig
verða þessar framkvæmdir fjár-
magnaðar? Forstjórinn upplýsti að
það yrði gert með tekjum flugvall-
arins sjálfs og án aðkomu ríkisins.
Aðrir aðilar komi að Isavia?
„Tekjur af farþegaaukningu,
auknum umsvifum og meiri arð-
semi af endurbættu versl-
unarsvæði munu standa undir
þessum umfangsmiklu fram-
kvæmdum á Keflavíkurflugvelli.
Flugvöllurinn stendur sjálfur und-
ir stækkuninni, ríkið þarf ekki að
koma að því,“ sagði Björn Óli um
fjármögnunina en eiginfjárstaða
Isavia hefur verið að styrkjast
undanfarin ár, eða úr 10,9 millj-
örðum árið 2011 í 17 milljarða í lok
síðasta árs.
Í tilkynningu Isavia um
þróunaráætlunina er einnig vikið
að fjármögnuninni og sagt að
möguleikar þar séu góðir. Síðan
segir orðrétt: „Einnig eru til stað-
ar tækifæri sem tengjast aðkomu
annarra að Isavia.“
Spurður út í þetta segir Guðni
að það sé eiganda fyrirtækisins,
ríkisins, að ákveða hvort farið
verði í þessar fjárfestingar eða
hvort aðrir aðilar ættu einnig að
koma að þeim. Fjármálaráðherra
fer með eignarhlut ríkisins í
Isavia. Guðni segir að það sé ráð-
herrans að ákveða hvort ut-
anaðkomandi aðilar verði fengnir
að verkinu, eins og t.d. flugfélög
eða lífeyrissjóðirnir.
Úr sex milljónum í 14 í Leifsstöð
Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar til ársins 2040 kynnt í gær Völlurinn gæti tekið við allt að
25 milljónum farþega eftir 25 ár Stendur sjálfur undir stækkun Fyrsti áfangi á 70-90 milljarða
Tölvuteikningar/Nordic-Office of Architecture
Framtíðin Árið 2040 gæti Keflavíkurflugvöllur litið svona út. Núverandi flugstöð (með rauðu þaki á miðri mynd) er lítil í samanburði við nýjar byggingar.
Flugstöð Þessi sjón gæti blasað við farþegum á leið úr landi eftir nokkur ár.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Kynning Björn Óli Hauksson, for-
stjóri Isavia, kynnir áætlunina.