Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
Hvaleyrarbraut 4-6 - Hafnarfjörður - S: 575 1500
Góð mikróskorin vetrar-heilsársdekk
undir RAV4 o.fl. 235/70R16
Kr. 17.700
Sjáðu verðið! Ekki bíða í biðröð!- Komdu STRAX
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum alls ekki ánægðir með
þetta,“ segir Brandur Bjarnason
Karlsson, formaður Flygildafélags
Íslands, og vísar í máli sínu til
draga að nýrri reglugerð um
ómönnuð loftför. Drögin eru nú til
umsagnar hjá innanríkisráðuneyt-
inu.
Í þeim er meðal annars lagt bann
við flugi dróna yfir þéttbýli, sem
skilgreint er sem „þyrping húsa þar
sem búa a.m.k. 50 manns og fjar-
lægð milli húsa fer að jafnaði ekki
yfir 200 metra“, ferðamannastaði,
fjöldasamkomur, sumarhúsabyggð,
tjaldsvæði og við opinberar bygg-
ingar, s.s. ráðuneyti, forsetabústað,
lögreglustöðvar og fangelsi.
„Ef banna á drónaflug með öllu í
þéttbýli er búið að takmarka notkun
þeirra verulega. Það borgar sig auð-
vitað alltaf að vera varkár, en til
þessa hafa engin alvarleg slys orðið
né heldur hafa komið upp alvarleg
vandamál. Það hefur hins vegar
verið kvartað undan flugi dróna ná-
lægt flugvöllum og er ég því sam-
mála að banna eigi drónaflug þar
við,“ segir Brandur. Verði drögin
staðfest í núverandi mynd verður
óheimilt að fljúga dróna innan við
1,5 kílómetra frá svæðamörkum
flugvallar nema fyrir liggi leyfi frá
vellinum.
Fljúgandi njósnatæki?
Aðspurður segist Brandur að
vissu leyti vera sammála banni við
drónaflugi yfir þeim stöðum þar
sem finna má stóran hóp fólks sam-
an kominn. „Mér hefur fundist í lagi
að setja hömlur við því, en þá væri
kannski hægt að veita sérstök leyfi.
Ef viðkomandi getur staðfest að
hann hafi ákveðna grunnþekkingu á
tækinu má hann fljúga yfir hópinn.“
Hér á landi hafa ómönnuð loftför
sést á flugi við opinberar byggingar
þar sem finna má viðvæm trúnaðar-
gögn innandyra, en dróni er meðal
annars sagður hafa sést á flugi við
glugga Seðlabanka Íslands.
Spurður hvort hann telji líklegt
að þessi loftför séu notuð til njósna
kveður Brandur nei við. „Það er
bara vitleysa að halda því fram. En
til eru margar tegundir af drónum –
allt frá pínulitlum, sem krakkar
geta stjórnað, yfir í stærri dróna á
borð við Phantom-inn, sem kostar
um 200.000 krónur. Og flestir eru
með þannig,“ segir hann og bendir
á að á slíkum drónum megi gjarnan
finna áfasta GoPro-myndavél eða
aðra sambærilega. „Þegar slík
myndavél er í um 20 til 30 metrum
frá viðfangsefni sínu er til að mynda
ómögulegt að lesa texta á blaði.“
Þá segir einnig í drögunum að
ekki sé heimilt „að fljúga loftfari í
meiri hæð en 120 m yfir jörð“ og að
ekki megi „fljúga loftfari þannig að
flug fari út úr augsýn stjórnanda
og/eða sé utan við drægni stjórn-
tækja.“
Segist Brandur vonast til þess að
undanþága fáist frá þessum ákvæð-
um og bendir í því samhengi á að
vísindamenn séu nú þegar farnir að
notast við dróna, meðal annars í
tengslum við kortlagningu jökla.
„Svo er einnig verið að skoða þann
möguleika að nota dróna við veð-
urathuganir í stað þess að notast
við einnota loftbelgi,“ segir hann.
Líst illa á bann við drónaflugi
yfir ferðamannastöðum
Spurður út í hugsanlegt bann
drónaflugs yfir ferðamannastöðum
segir Brandur: „Það yrði mjög mið-
ur ef notkun þessara tækja yrði
bönnuð á slíkum stöðum. Auðvitað
geta drónar valdið ákveðnu áreiti,
en það gera þyrlur einnig. Ég
myndi því telja það ósanngjarnt að
banna dróna, sem gefa frá sér smá-
vegis hávaða, á stöðum þar sem
þyrlur mega fljúga yfir og rútur
ganga á bílastæðum með tilheyr-
andi hávaða.“
Böndum verður komið á dróna
Til umsagnar eru drög að reglugerð sem tekur til notkunar á ómönnuðum loftförum Lagt er til
bann við drónaflugi yfir þéttbýli Formaður Flygildafélags Íslands er ósáttur með ýmis atriði
Morgunblaðið/Golli
Drónaeigandi Brandur Bjarnason Karlsson, formaður Flygildafélags Íslands, á um 20 til 30 mismunandi dróna.
Vinsældir dróna hafa aukist
mjög að undanförnu og eru fé-
lagsmenn í Flygildafélagi Ís-
lands nú um 470 talsins.
Brandur Bjarnason Karlsson,
formaður félagsins, segir
félagsmönnum og um leið
drónum fjölga hratt, en sjálfur
á hann 20 til 30 slík tæki.
Þessar fljúgandi myndavélar
eru ekki einungis skemmtilegur
kostur fyrir þá sem ná vilja fjöl-
breyttum ljósmyndum og
myndböndum af viðfangsefni
sínu því drónar eru einnig
keppnistæki.
„Ég var að skipuleggja nám-
skeið í HR um helgina með
keppnisdrónum. Það sport er
að springa út um allan heim,“
segir Brandur, en þá eru stjórn-
endur tækjanna með gleraugu
sem tengd eru myndavél dróns-
ins. „Svo bara stýrir maður og
flýgur um. Þannig kemst maður
eins nálægt því að fljúga og
hægt er,“ segir hann.
Vinsælt sport
að keppa
með drónum
UM 470 FÉLAGSMENN
Á flugi Margir eiga dróna.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bændur sem hafa verið að bjóða í
greiðslumark sauðfjár undanfarna
mánuði virðast gera ráð fyrir því að
ríkið muni styðja framleiðsluna
áfram, með sama eða svipuðu fyr-
irkomulagi, eftir að núverandi bú-
vörusamningur rennur út. Mark-
aðsverðið mun vera nálægt 30
þúsund krónum á ærgildi, sem er
meira en tvöfalt hærri fjárhæð en
beingreiðslurnar sem menn eru að
kaupa sér ávísun á næstu tvö árin.
Aðilaskipti á greiðslumarki taka
gildi um áramót og þurfa bændur
að tilkynna þau til Matvælastofn-
unar. Viðskiptin eiga sér því stað að
hausti og fyrrihluta vetrar. All-
nokkrir bændur hafa auglýst
greiðslumark til sölu í smáauglýs-
ingum Bændablaðsins að undan-
förnu og á annan hátt.
Starfsmenn Ráðgjafarmiðstöðvar
landbúnaðarins hafa milligöngu um
söluna, fyrir þá sem þess óska.
Margir óska eftir tilboðum.
Tók viku að selja
Í raun er framleiðslustýringar-
kerfi í sauðfjárrækt óvirkt því
meirihluti beinna greiðslna frá rík-
inu er ótengdur framleiðslunni,
nema hvað bændur þurfa að eiga
sjö kindur á móti hverjum tíu ær-
gildum til að njóta fulls stuðnings.
Viðbótargreiðslur, sem tengdar eru
gæðastýringu, eru hins vegar
greiddar út á framleiðslu.
Nú eru tvö ár eftir af gildistíma
búvörusamninga. Bændur fá um
6.800-7.000 kr. í beingreiðslur á ári
og eru því að kaupa sér ávísun á
13.500-14.000 kr. ríkisstuðning alls
næstu tvö árin. Markaðsverðið er
talsvert hærra, samkvæmt heimild-
um blaðsins, eða um 30.000 kr. á
ærgildi. Samningamenn ríkisins og
bænda eru þessar vikurnar að
semja um nýtt fyrirkomulag. Það
verð sem boðið er þýðir að kaup-
endur treysta því að núverandi
stuðningskerfi ríkisins við sauðfjár-
ræktina verði ekki kollvarpað eða
það verði að minnsta kosti aðlög-
unartími að breytingum.
Bóndi sem rætt var við setti 30
þúsund krónur á ærgildið og tók
þar mið af viðskiptum sem urðu á
síðasta ári. Margar fyrirspurnir
bárust og var hann búinn að ráð-
stafa öllu greiðslumarkinu áður en
vika var liðin frá auglýsingu.
Treysta á áframhald-
andi stuðning ríkisins
Ærgildi skipta um hendur á um 30 þúsund krónur
Morgunblaðið/Eggert
Réttir Kaup á greiðslumarki eru mishagkvæm eftir aðstæðum bænda. Regl-
ur um lágmarksfjölda fjár að baki hverju ærgildi hafa þar áhrif.
Ekki hefur orðið aukning á atvikum þar sem öflugum
leysibendum er beint að íslenskum flugvélum í aðflugi,
segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Morgun-
blaðsins.
„Þrjú slík atvik eru skráð það sem af er ári, tvö á Ís-
landi og eitt erlendis. Engin tilvik bárust í sumar,“ seg-
ir ennfremur. Árið 2014 varð íslensk flugvél fyrir árás
leysibenda að meðaltali einu sinni í mánuði. Leysi-
geislaskot á flugmenn eru orðin að plágu í heiminum
skv. EASA, flugöryggisstofnun Evrópu, og svo gæti far-
ið að leysibendar yrðu flokkaðir sem vopn sem varða
við alþjóðalög. Breskir fjölmiðlar fjölluðu um helgina
um tíðar árásir í landinu en 284 atvik eru skráð af þarlendum yfirvöldum
fyrstu þrjá mánuði ársins. Bandaríkjamenn búast við metári en þar voru
gerðar 1.750 árásir fyrstu þrjá mánuði ársins.
Leysibendi tvisvar beint að flugvélum í aðflugi
Grænn Flug-
stjórnaklefinn lýsist
upp og blindar flug-
manninn.