Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Í byrjun sambands varstu til í að líta
framhjá göllum hinnar manneskjunnar, hlæja
og deila með og vera eins og þú átt að þér.
Gríptu gæsina því svona tilboð fá menn ekki á
hverjum degi.
20. apríl - 20. maí
Naut Viðræður og samningar um fjármál,
sameiginlegar eignir eða hvaðeina sem
vatnsberinn á í félagi við fleiri eru á döfinni
núna. Leggðu þinn skerf til mannúðarmála.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Skemmtu þér eins vel og þú getur.
Ef þú neyðir þig til þess að vera glaður í
bragði, finnur þú eitthvað sem gleður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Láttu það ekki slá þig út af laginu
þótt óvænt atvik knýi þig til að breyta áætl-
unum þínum. Byrjaðu strax á því að ræða
málin við þá, sem geta rutt þér braut.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Varastu steigurlæti í samskiptum þínum
við aðra. Tækifærið býður handan hornsins
en vandaðu val þitt. Síðan getur þú lesið þig
eftir þeim sem traustum handvaði.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu draumórana ekki ná þannig tök-
um á þér að þú hafir ekki hugann við vinnuna.
Hristu af þér slenið og láttu hendur standa
fram úr ermum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er svo sem allt í lagi að taka áhættu
þegar líkurnar eru góðar og lítið liggur undir.
Sýndu samt fyrirhyggju. Bjóddu til þín góðum
gestum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur lofað svo upp í ermina
á þér að þú verður að sætta þig við að kom-
ast hvorki lönd né strönd fyrr en allt er frá.
En farðu þér hægt, eyddu og sparaðu álíka
mikið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Taktu kímnigáfu þinni opnum
örmum, líka eitursnjöllu innsæi þínu og duttl-
ungafullum vitsmunum. En það er ekki síður
nauðsynlegt að hlusta á börnin.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Talaðu við aðra um ákafa þinn og
þær stóru hugmyndir sem þú hefur. En
kannski rekstu á mikilfengleik á meðan þú ert
að gera eitthvað hversdagslegt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Dagurinn í dag gengur út á pen-
inga og hvernig þú átt að fara að því að afla
þeirra með glænýjum hætti. Gefðu þér tíma
til þess að fara í gegnum hlutina í ró og næði.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þér kann að ganga erfiðlega að ná
eyrum þeirra sem þú helst vilt kynna hug-
myndir þínar. Vertu því þolinmóður.
Þetta byrjaði með því að FriðrikSteingrímsson skrifaði þessa
limru á Leirinn á laugardaginn:
Vesalings Valgerður ríka
var veikindum sínum að flíka.
Fann alstaðar til,
en ekki ég skil,
að hún var með hófsperru líka.
Hér vísar Friðrik til veikleika í
líkamsbyggingu íslenska hestsins
en þeir eru fleiri slíkir eins og fram
kemur í næstu limrum. Ólafur Stef-
ánsson sagði:
Hún Finngerður segir víst satt,
að síðan í flórinn hún datt,
er mjöðmin til baga,
- slíkt mætti þó laga,
svo greindist hún, greyið, með spatt.
Ágúst Marinósson bætti við:
Á Fríðu var lostafullt lúkk
í laumi svo stundaði húkk.
Þá táldró hún Smára
og Svenna og Kára
að síðustu fékk af þeim múkk.
Og Björn Ingólfsson lauk síðan
upptalningunni:
Eftir langa og kröftuga kossanótt
tók Karítas Úlfi að hossa rótt
því illa hann lét
og æpti og grét
en hann var þá komin með hrossasótt.
Eftir þennan lestur greip ég „Það
er svo margt“, ljóðabók Einars E.
Sæmundsen, þess kunna hesta-
manns. Þar eru m.a. lausavísur frá
ýmsum árum um Blesa, – fyrsta
reiðhestinn hans:
Blesi hefur búið mér
bestar yndisstundir
sem ég fundið hefi hér
háum fjöllum undir.
----
Blesi mína lífgar lund,
list er hver hans sprettur.
Yfir móa, mela grund,
mjúkur, sporaléttur.
Einar var á ferð með Ásmundi
Gíslasyni á Hálsi:
Hörð var reið og skellt á skeið,
skaflar í grjóti sungu.
Blesi og Ægir ösla reið
inn að Fjósatungu.
Á Vaðlaheiði í miklum snjó og
hríðarbyl orti Einar:
Brestur vín og brotnar gler
bregðast vinir kærir
en á Blesa eru mér
allir vegir færir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af veikleikum hrossa
og kostum
Í klípu
ÞANNIG ENDAÐI SIGGI MEÐ FULLT AF
GAGNSLAUSUM REGLUM.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„LEYFÐU MÉR AÐ GISKA, ÞÚ FÉKKST
ENDURGREITT.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vakna við ilminn af
nýlagaða kaffinu hans.
ÉG VAR AÐ GEFA DÚFUNUM
Í GARÐINUM AÐ ÉTA
ÉG HELD AÐ HÓSTINN MINN
GÆTI VERIÐ SMITANDI...
KOFF!
KOFF!
EN HUGULSAMT! HANN ER AÐ GERA ÞÆR
FEITARI FYRIR MIG!
ÞÚ BRÝTUR
REGLURNAR
–ÞÚ KAUPIR
REGLURNAR
Víkverja finnst hálfundarlegt aðhugsa til þess að hann hafi verið
svekktur yfir tapinu fyrir Tyrkjum í
gærkvöldi. Undarlegt vegna þess að
Íslendingar eru komnir áfram og
munu taka þátt í Evrópumeist-
aramótinu í Frakklandi á næsta ári.
Það var ljóst tveimur umferðum áð-
ur en riðlakeppninni lauk. Ísland var
í erfiðum riðli, en hafði þó um langt
skeið forustu í riðlinum. Hollend-
ingar, sem í áranna rás hafa verið
ein öflugasta knattspyrnuþjóð
heims, sitja eftir. Víkverji hefði ósk-
að sér þess að Ísland hefði lokið
riðlakeppninni með sigri, en við-
urkennir að það sé græðgi. Meira
var í húfi fyrir Tyrki. Þeir hafa farið
vaxandi í keppninni og unnu Hol-
lendinga og Tékka í leikjunum á
undan þessum. Þó þurftu þeir
hæpna aukaspyrnu til að knýja fram
sigur í leik, sem íslenska liðið stjórn-
aði meira og minna.
x x x
Árangur Íslendinga hefur vakiðathygli. Í vikuritinu Der Spiegel
var löng grein um liðið um helgina.
Þýska ríkissjónvarpið sýndi langt
innslag um liðið. Í báðum fjölmiðlum
var mikið gert úr því að aldrei hefði
jafn fámenn þjóð komist í úr-
slitakeppnina. Bent var á að þó að nú
kæmust fleiri lið á EM en áður hefði
íslenska liðið tryggt sæti sitt örugg-
lega þrátt fyrir erfiða andstæðinga.
Ísland var borið saman við
„smábæi“ í Þýskalandi. Der Spiegel
heldur því fram að hvergi í heim-
inum sé að finna jafnmikla hæfileika
í fótbolta og á Íslandi. Það sama eigi
reyndar við um handbolta og körfu-
bolta. Í þeim íþróttum sé Ísland
einnig á EM. „Ef árangur er reikn-
aður út frá íbúafjölda getur um þess-
ar mundir engin þjóð af sér svo
marga hæfileikamenn í íþróttum,“
segir í blaðinu. „Engin.“
x x x
Í Der Spiegel er árangur íslenskakarlalandsliðsins rakinn, liðið hafi
næstum komist til Brasilíu og yngri
landslið hafi staðið sig vel. „Líklega
þarf maður einfaldlega að venjast
því að Ísland sé komið á toppinn í
Evrópu,“ segir í blaðinu. „Land með
jafnmarga íbúa og Bielefeld.“
víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er trúfastur í öllum orðum
sínum og miskunnsamur í öllum verk-
um sínum.
Sl. 145:13b
Við tökum svefninn alvarlega.
Hjá DUX® byggist góður svefn á háþróaðri tækni,
góðu handverki, stöðugum prófunum
og vandlega völdum efnum.
Þegar þú sefur í DUX rúmi hvílir líkami þinn
á meira en 85 ára rannsóknum og þróun.
duxiana.com
DUXIANA háþróaður svefnbúnaður / Ármúla 10 / 568 9950
Gæði og þægindi síðan 1926
D
U
X®
,D
U
XI
A
N
A®
an
d
Pa
sc
al
®
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
b
y
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
.