Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 ✝ Jón JósefMagnússon var fæddur að Brekku í Þingi, Austur- Húnavatnssýslu 22. maí 1919. Hann lést á Heilbrigðisstofn- un Norðurlands á Blönduósi 4. októ- ber 2015. Foreldrar hans voru Magnús Bjarni Jónsson, bóndi að Brekku, f. 1887, d. 1962 og Sigrún Sigurðardóttir, hús- freyja að Brekku, f. 1895, d. 1981. Bræður hans eru: Sig- urður Sveinn Magnússon, f. 1915, d. 2000, Þórir Óli Magn- ússon, f. 1923, Haukur Magn- ússon, f. 1926, d. 2013 og Hreinn Magnússon, f. 1931. Hinn 22.maí 1949 kvæntist hann Guðrúnu Vilmundardóttur húsfreyju, f. 20.2. 1925, d. 17.5. 2005. For- eldrar Guðrúnar voru Vilmund- ur Vilhjálmsson, f. 1899, d. 1962 og Ólafía Björnsdóttir, f. 1901, d. 1974. Jósef og Guðrún eign- K. Davíðsdóttir, f. 1995. 3) Sig- rún Lóa, f. 1957, maki Grétar Geirsson, f. 1948; börn Sigrún- ar: a) Guðrún Þóra, f. 1979, maki Marcus Dahlfors, f. 1972; börn þeirra: Alexander Örn, f. 2008 og Embla Eir, f. 2010. b) Jósef Gunnar, f. 1992, maki Harpa R. Ásmundsdóttir, f. 1992. Á sínum yngri árum vann Jós- ef ýmis störf tengd landbúnaði, fyrst í heimasveit og síðan sunn- an heiða. Hann vann við skurð- gröft og fór á vegum Vélasjóðs til Skotlands á stríðsárunum til að læra á skurðgröfu og starfaði við það á seinni hluta fimmta áratugarins. Árið 1949 giftust Jósef og Guðrún og bjuggu í Mjóstræti 2 í Reykjavík fyrstu hjúskaparárin en fluttu að Hnjúki í Vatnsdal árið 1950 og hófu þar búskap. Árið 1955 fluttu þau að Þingeyrum í Þingi og bjuggu þar stórbúi um árabil. Árið 1974 fluttu þau, Guðrún og Jósef, að Steinnesi í sömu sveit sem þau eignuðust síðar og bjuggu þau þar til dauðadags. Jósef var stórbóndi í Sveins- staðahreppi samfellt í sextíu og fimm ár, eða frá árinu 1950 til ársins 2015. Útför Jóns Jósefs fór fram í kyrrþey 13. október 2015. uðust þrjú börn: 1) Vilmundur, f. 1949, maki Þórhildur Lárusdóttir, f. 1953; börn þeirra: a) Arnar Freyr, f. 1974, maki Signý Sif Sigurðardóttir, f. 1978; börn þeirra: Freyja Stef- anía, f. 2011 og Hugi Vilmundur, f. 2014. b) Helga Guð- rún, f. 1979, maki Hallgrímur Björnsson, f. 1980; börn þeirra: Þórhildur Helga, f. 2004, Ari, f. 2009 og Snorri, f. 2012. c) Styrmir Örn, f. 1991. 2) Magnús, f. 1953, maki Líney Árnadóttir, f. 1957; börn þeirra: a) Tinna, f. 1981, maki Karvel S. Pálmason, f. 1982; börn þeirra: Líney, f. 2013 og Móey, f. 2015. b) Telma, f. 1983, maki Trausti Á. Her- mannsson, f. 1983; börn þeirra: Magnús, f. 2011 og Sölvi, f. 2013. c) Jón Árni, f. 1991, maki Berg- lind Bjarnadóttir, f. 1995. d) Hjörtur Þór, f. 1994, maki María Tengdafaðir minn Jósef Magnússon er látinn á 97. ald- ursári. Ég var sautján ára þegar ég kynntist honum fyrst. Þá kom ég að heimsækja vinkonu mína sem var kaupakona á Þingeyrum þar sem hann bjó stórbúi og krækti mér í frum- burð hans. Ein vinkona mín, sem var á svipuðum aldri og Jósef, sagði gjarnan við mig: „Hann Jósef er svo fallegur maður.“ Það voru orð að sönnu, laglegur var hann, með stríðn- isglampann í glettnum augun- um, hann var einstakt snyrti- menni og gætti þess til síðasta dags að vera hreinn og fínn í tauinu með sixpensarann á sín- um stað. Það er óhætt að segja að Jós- ef hafi lifað samkvæmt mottóinu „vinnan göfgar manninn,“ því ég minnist þess ekki að hann hafi setið auðum höndum nema þá til að hvíla sig fyrir næsta verk sem beið hans. Einu sinni fórum við litla fjölskyldan, Villi, ég og börnin, í þriggja vikna frí til sól- arlanda og þegar hann frétti að við værum að fara sagði hann: „Og hvað ætlið þið að gera þarna í þrjár vikur?“ því að hon- um fannst óhugsandi að vera iðjulaus í svo langan tíma. Ég minnist þess ekki að Jósef hafi nokkurn tímann tekið sér frí frá vinnu í öll þau ár sem ég þekkti hann utan einu sinni en þá lagði hann upp í langferð. Við Villi fórum með Jósef og Guðrúnu í þá ferð og það var engin smá- ferð. Ferðinni var heitið til Am- eríku að heimsækja föðurbræð- ur Jósefs og fjölskyldur þeirra, en þeir höfðu flust búferlum til Bandaríkjanna í byrjun tuttug- ustu aldar í leit að ameríska draumnum. Það var mikil til- hlökkun í hópnum þegar við lögðum af stað í þessa löngu ferð sem tók ríflega sextán tíma með millilendingu í Chicago á leið til San Francisco. Dvölin í Amer- íku var ævintýri líkust því að þar kynntumst við heimi sem var gjörólíkur okkar og heims- maðurinn Jósef bóndi í Stein- nesi sómdi sér vel í spilavítinu í Nevada, í sumarhúsi við Lake Tahoe, á slóðum kúreka og gull- grafara í Kaliforníu jafnt og í China Town í borg hins heilaga Fransiskusar. Það er óhætt að segja að þau hjónin og við börn- in þeirra nutum hverrar mínútu í þessari ferð með ættingjum Jósefs við höfðinglegar mót- tökur. Þetta var fríið hans, hann fór ekki í fleiri og nú er hann farinn í aðra ferð yfir móðuna miklu, síðastur af sinni kynslóð í okkar fjölskyldu. Það er skarð fyrir skildi. Við munum sakna hans, langafabörnin geta ekki lengur farið í langafasveit því að hann er ekki þar. Jósef gerði sér ein- mitt far um að vera með þeim þegar von var á okkur í sveitina og naut samvistanna við litlu langafabörnin sín og var ánægð- ur að sjá hvað leggurinn hans hafði vaxið og dafnað og gefið af sér vel gerða einstaklinga. Minning hans lifir með okkur. Hinsta kveðja, Þórhildur Lárusdóttir. Dalalæðan liðast hægt um engjarnar. Það er stillt en kalt í lofti. Mig verkjar í bakið og langar pínu að fara að væla af þreytu en segi ekki orð. Á móti mér krýpur nefnilega afi. Ní- ræður. Á milli okkar er ær í burði. Það gengur ekki vel. En afi er þrjóskur og gefst ekki upp. Af natni og umhyggju aðstoðar hann ána og að lokum kemur lambið út. Það er lítið lífsmark að sjá. Afi rís á fætur, styður sig við garðabandið og ber í það líf. Hastar svo á mig að fara heim og sækja hitapoka. Hann lofar ánni að kara lambið, vefur það svo teppi og leggur varlega á pokann. Við hjúkrum því sem eftir lifir nætur sem er erilsöm. Það er sauðburður. Undir morgun gengur afi í gegnum féð. Það heyrist vængjasláttur í álftunum niðri við á og lágur rómur afa berst til mín. „Verið þið rólegar kerling- arnar mínar, verið þið rólegar.“ Hann talar blíðlega til þeirra. Það er fullkomin kyrrð yfir hópnum. Þær treysta afa. Það hægist um og vaktin er senn á enda. Við sitjum hlið við hlið í pallbílnum hans afa. Hann segir mér sögur frá því hann var lítill strákur í Brekku. Og saman horfum við á sólina koma upp. Elsku afi. Nú ertu farinn, vaktinni er lokið. Í mínum huga hvarfstu fram í heiðanna ró. Sit- ur nú á þúfu uppi á heiði, með strá í munni, ömmu þér við hlið og horfir á eftir ánum hlaupa frjálsum út í sumarið. Takk fyrir allt það góða sem þú gafst mér. Þú lifir í okkur. Þín, Tinna Magnúsdóttir Elsku besti afi minn. Við systkinin vorum svo heppin að hafa þig og ömmu allt- af heima í sveitinni og eiga með ykkur ómetanlegar samveru- stundir. Það var alltaf svo nota- legt að koma upp til ykkar og hlusta á sögur eða ömmu að syngja í eldhúsinu. Ég hugsa með sérstakri hlýju til þess sem lítil stúlka að sitja með þér í pallbílnum og keyra um landareignina. Oftast vorum við að líta eftir fénu og hross- unum. Miðstöðin var stillt á hæsta styrk svo það var hlýtt og gott, gamli brúni pallbíllinn komst allra sinna ferða og þú þekktir landareignina eins og hjarta þitt. Á þessum góðu stundum kenndir þú mér vísur og fórst með stökur, ég hermdi og þú hældir mér fyrir hversu fljót ég var að læra þær. Annað slagið þurfti ég að hoppa út til að opna hlið, þá var þér umhug- að um að mér yrði ekki kalt og þá klæddirðu mig í stóru hansk- ana þína sem voru alltaf á milli sætanna. Þú notaðir oft kíkinn og leyfðir mér alltaf að sjá líka og fylgjast með því sem var að gerast. Að lokum fékk ég síðan mola úr hanskahólfinu. Með tímanum tók við nýr pallbíll, ég fór að gera meira gagn, eltast við kindur og hross eða tína plast. Þá sagðirðu mér sögur frá gamla tímanum, frá því þú varst lítill strákur og ungur maður. Þessar ferðir voru margar, góð- ar og mér sérstaklega dýrmæt- ar. Á hverju ári fórum við fram á heiði en þær ferðir vöktu til- hlökkun hjá öllum heima. Þar áttir þú þinn stað, á þúfunni við lækinn þar sem þú fylgdist með fénu þínu ganga fram árbakk- ana. Þú talaðir fallega við kind- urnar og var umhugað um að þær hefðu það gott yfir sumarið, færu fram eftir en ekki upp hlíð- ina, þá þurftum við krakkarnir að hlaupa. Því næst borðuðum við nesti og þú fræddir okkur um heiðarlandið. Ég á þér svo margt að þakka fyrir allt sem þú kenndir mér. Þú umgekkst dýrin af sérstakri væntumþykju og kenndir mér að virða þau og tala fallega til þeirra. Þú leyfðir okkur alltaf að prófa okkur áfram og leiðbeind- ir okkur í gegnum verkin. Til dæmis þegar ég var lítil stelpa að taka á móti lömbum og þegar þú lést mig sauma gemlinginn. Um haustið bentirðu mér síðan á hann og varst svo ánægður hvað okkur hafði tekist vel til. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn en dýrmætar og góðar minningar munu alltaf lifa. Minningar eins og að rölta upp til þín á morgnana, setjast niður með þér. Þú í þínu sæti og hinir í sínum, og borða graut og súrt slátur. Að heyra þegar pall- bíllinn fer í gang og keyrir úr hlaði og hugsa, þetta er bara afi. Að keyra um landareignina með þér og líta eftir fénu og hross- unum. Að heyra í útvarpinu á hæstu stillingu og þú liggur í sófanum að hlusta á fréttir og gluggar í dagblað. Að sjá inni- skóna þína í stiganum og vita að þá ertu úti á ferðinni. Að liggja í rúminu mínu niðri og rumska við fótatakið þitt. Þú varst ein- staklega góður afi og ég er svo þakklát fyrir að Magnús og Sölvi hafi fengið að kynnast þér svona vel. Þú hafðir svo gaman af þeim, hvað þeir tóku vel á móti graut og súru slátri og voru áhugasamir um traktorana. Afi minn, nú er ég viss um að þú ert kominn fram á heiði og fylgist með okkur í gegnum lífið. Ég kveð þig með fallegar minn- ingar í hjarta og vísunni sem þú kenndir mér og átti svo vel við þegar þú gafst mér Litlu Jörp. Hún reyndist mér svo vel. Litla Jörp með lipran fót labbar götu þvera. Hún mun seinna á mannamót mig í söðli bera. Þín Telma. Elsku afi minn. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Þú varst vissulega farinn að nálgast 100 árin en í mínum augum varst þú gerður úr einhverju undraefni og gast hrist allt af þér. Í þetta skiptið varðst þú að lúta í lægra haldi. Ég var mikið í Steinnesi hjá þér og ömmu Gunnu og ég á svo margar góðar minningar þaðan. Þú varst bóndi af lífi og sál, duglegur og stundum strangur. En þú hafði húmor og hafðir gaman af að gantast við okkur barnabörnin. Þegar ég var lítil áttir þú bláan Land Ro- ver. Stundum keyrðir þú með okkur börnin í sjoppuna á Stóru-Giljá og keyptir handa okkur nammi. Síðar meir feng- um við að sitja á pallinum á pik- köppnum þínum á meðan þú geystist um landareignina á eft- ir kindum og hrossum. Þá var mikið fjör hjá okkur krökkunum og við sungum hástöfum um afa á hossubílnum. Hvert sem ég fór um Húnavatnssýslurnar með þér gastu frætt mig um alla bæi og örnefni á leiðinni. Þú varst fróður maður og fylgdist vel með því sem gerðist í heim- inum. Eftir að ég fluttist til út- landa héldum við alltaf sam- bandi símleiðis og hittumst á hverju sumri. Þú varst mér og minni fjölskyldu svo mikilvæg- ur. Takk fyrir allt, elsku afi. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen) Þín Guðrún Þóra Helgadóttir. Elsku langafi. Við viljum þakka fyrir þau ár sem við feng- um með þér. Mamma segir alltaf að það sé mikilvægt fyrir okkur að umgangast fólk á öllum aldri og við vitum að það eru forrétt- indi að hafa fengið að vera með þér. Við systkinin höfum alltaf verið ákaflega heilluð af því hversu gamall þú varst orðinn og við höfum hugsað mikið um hvernig á því stæði að langi væri næstum því 100 ára. Mamma og pabbi segja að það sé vegna þess að þú borðaðir hafragraut á hverjum morgni, hreyfðir þig mikið, hélst þér í kjörþyngd allt lífið og fékkst nóg af frísku lofti. Það er ábyggilega mikið til í því sem þau segja.Við vitum þó örugglega að ein af ástæðunum fyrir langlífi þínu var að þú borðaðir ekki svo marga sleik- jóa. Þú varst bóndi allt þitt líf og áhuginn fyrir búskapnum var mikill alveg fram á síðasta dag. Við vorum svo heppin að fá að vera í Steinnesi hjá þér og þegar við komum í heimsókn til Ís- lands síðastliðið sumar fórum við með þér fram á heiði með ærnar og lömbin. Það var gam- an. Takk, elsku langafi, fyrir þær stundir sem við fengum með þér og takk fyrir allt krem- kexið. Þín barnabarnabörn, Alexander Örn og Embla Eir. Ég ber mikinn hlýhug til Jós- efs í Steinnesi sem átti stóran þátt í uppeldi mínu og systkina minna móðurmegin. Vinátta þeirra Guðrúnar Vilmundar- dóttur eiginkonu hans og fjöl- skyldu minnar kom til áður en ég fæddist og vorum við systkini mín hjá þeim í sveit öll sumur, en afi minn Jón S. Pálmason átti aðsetur að Þingeyrum og á heimili Jósefs og Guðrúnar til æviloka. Þar lærðum við til verka og var kennt að bera ábyrgð og gefast ekki upp þó móti blési. Margar mínar dýrustu minn- ingar eru frá Þingeyrum, enda þau hjónin samhent og afi alltaf til staðar. Alltaf var líf og fjör enda ávallt fjöldi fólks, börnin á bænum, vinir og ættingjar, krakkar í sveit, vinnumenn og vinnukonur, gestir og gangandi enda mikil gestrisni á heimilinu. Guðrún eldaði besta mat í heimi og jörðin gaf af sér ýmislegt góðgæti, nefna má silung úr Húnavatni og Hópinu og Svart- baksegg úr Þingeyrasandi. Jós- ef sagði okkur til við útistörfin, en í þá daga var mun meiri fjöl- breytni í sveitastörfunum en nú og næg verkefni fyrir alla ald- urshópa úti sem inni. Ýmsar minningar skjóta upp kollinum. Afi að slá á gamla traktornum sínum og Guðmundur gamli að slá með orfi og ljá þá bletti sem urðu útundan. Smalamennska í Þingeyrasandi eða við yngri krakkarnir að leik á meðan Villi og Maggi huguðu að silungsnet- um í Hópinu. Við Systa á harða- stökki að skila hestunum Jarpi og Nasa í næturstað og við krakkarnir aftan á heyvagnin- um á leiðinni með heyið inn í hlöðu, en þá voru tæki á bæj- unum mun hættuminni en nú. Jósef var bóndi af Guðs náð, vinnusamur og ekki gefinn fyrir hangs, barngóður, sanngjarn og hlýr en kröfuharður. Hann við- hafði mikla nákvæmni við bú- störfin og hugsaði vel um skepn- urnar. Vélarnar voru í minna uppáhaldi, en eins og tíðkaðist þá dyttaði hann að þeim sjálfur. Hann átti góða hesta, en stund- aði ekki mikla hestamennsku sjálfur nema þegar á þurfti að halda við smalamennsku og rekstur fjár. Því hefur verið fleygt í gamni að hestunum hafi ekki verið sinnt nema í rigningu – enda var tíminn vel nýttur. Aldrei skaut hann sjálfur eigin dýr sem þurfti að láta fara – til þess fékk hann aðra fyrir sína hönd, ég man að vinur hans Ing- þór á Umsvölum bjargaði hon- um stundum í þeim efnum. Jósef var vakinn og sofinn yf- ir bústörfum fram á dánardag, allt undir það síðasta leit hann eftir hinu og þessu úti við á pall- bílnum sínum. Hann hreyfði sig alltaf og sá að mestu um sig sjálfur, tókst jafnvel að vera þátttakandi í réttunum nú í haust. Jósef í Steinnesi var hóf- semdarmaður og jarðarför hald- in í kyrrþey því í hans anda. Mér þykir afskaplega leitt að að- stæður mínar höguðu því þannig að ég átti þess ekki kost að fylgja honum til grafar. Þess í stað sendi ég öllum aðstandend- um, börnum, barnabörnum, tengdabörnum og langafabörn- um mínar bestu kveðjur. Ég veit að minningin um hann lifir einn- ig með þeim. Hulda Sigríður Jeppesen. Kæri Jósef. Ég kynntist þér þegar ég kom til Íslands í fyrsta skipti fyrir 14 árum. Ég hafði kynnst barnabarninu þínu Guð- rúnu Þóru í Sviss og var nú kominn til þess að hitta fjöl- skyldu hennar og sjá Ísland. Við töluðum ekki sama tungumál en með svolítilli aðstoð Guðrúnar gátum við samt talað um alla heima og geima. Þú varst ákaflega áhugasam- ur um umheiminn og sögu ólíkra landa. Ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að læra íslensku var að ég vildi geta talað við þig á þínu eigin tungumáli. Síðar gátum við talað mikið saman og okkar samverustundir og um- ræður hafa stuðlað að því að ég hef haldið íslenskunni nokkurn veginn við. Ég þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Marcus Dahlfors. Jón Jósef Magnússon Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.