Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Eir öryggisíbúðir ehf. Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. ( 522 5700 • eir.is • Opið 8 – 16 virka daga. Öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi Reykjavík Vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi Eirborgir, Fróðengi 1-11, Grafarvogi Eirarhús, Hlíðarhúsum 3-5, Grafarvogi Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 • Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðarfullri aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima. • Öryggisvöktun allan sólarhringinn. • Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð. • Góðar gönguleiðir í næsta nágrenni. Teikningar og nánari staðsetningu er að inna á vefsíðu Eirar: eir.is Árum saman hefur fólk mótmælt aðild okkar að Schengen-„landa- mæraklúbbnum“ með blaðaskrifum, bloggi o.fl. Sjálfur skrifaði ég grein í Morgunblaðið 24. september, 1999 – sem sagt áður en við hófum virka þátttöku í Schengen-samstarfinu. Margir aðrir hafa mómælt síðan eins of oft má sjá í blöðunum. Schengen mært við Íslendinga Þegar verið var að segja almenn- ingi frá ágæti Shengen voru settar fram nokkrar fullyrðingar sem vert er að rifja upp. Í fyrsta lagi: Íslendingar munu ekki þurfa að bera vegabréf á ferðum innan Evrópu – hvers virði sem það átti nú að vera! Í öðru lagi: Ferðafrelsi“ átti að vera milli Schengen-landanna en hver þjóð átti, á sinn kostnað, að ann- ast landamæragæslu á þeim hluta ytri landamæra Shengen-svæðisins að henni snéri. Þannig áttu Spánverj- ar t.d. að annast gæslu á „Schengen- landamærunum“ á suðurströnd sinni og Frakkar á sama hátt á vest- urströnd sinni. Milli þessar tveggja landa átti ekki að þurfa gæslu – þau eru bæði innan Schengen-svæðisins. Sama gildir um mestalla Evrópu. Ís- land gætir þannig norðvestur- landamæra Schengen. Í þriðja lagi: Aðild að Schengen átti að veita okkur aðgang að gagna- grunni sem innihélt upplýsingar um þekkta glæpamenn um alla Evrópu svo við ættum auðveldara með að þekkja þá og hindra komu þeirra til Íslands. Í fjórða lagi: Ráðamenn þjóð- arinnar sögðu nauðsyn- legt að tilheyra Schen- gen því annars gætum við og aðrir íbúar Norð- urlanda ekki ferðast án vegabréfs milli Íslands og hinna Norður- landanna en um það hafði verið samið ein- hverjum árum áður. Hvernig tókst svo til? Í einu orði sagt: öm- urlega! Tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu – strax í upp- hafi – sagði fólki til að taka vegabréf- ið með. Og núna? Við innritun í Leifs- stöð erum við beðin að sýna vegabréf – jafnvel þó að ákvörðunarstaður okkar sé annað Schengenland ! Aðgangur að gagnagrunni um af- brotamenn er e.t.v. til aðstoðar við löggæslu hér á landi. Hann er hins- vegar of dýru verði keyptur með að- ild að Schengen. Við höfum t.d. lengi átt ágætt samstarf við alþjóða- lögregluna Interpol. Athyglisvert er að Bretland – sem er ekki er aðili að samningnum fékk og hefur full afnot af gagnagrunn- inum. Maður hlýtur að spyrja: Var aðild kannski aldrei nauðsynleg? Einhvernveginn finnst manni sjálfsagt að ríki skiptist á upplýs- ingum um hættulega glæpamenn án þess að aðild að frjálsu ferða- sambandi sé gerð að skilyrði. Ein- hvern veginn finnst manni að stjórn- völd fari stundum frjálslega með staðreyndir þegar upplýsingar eru veittar okkur landsmönnum. Fyrir u.þ.b. tveim árum fór fólk að flykkjast frá Afríku til Spánar. Fljót- lega fóru Spánverjar fram á að ESB styddi þá og styrkti við landamæra- gæsluna – þrátt fyrir fyrrnefnd ákvæði Schengen-samningsins. Sama sagan endurtók sig svo með Ítalíu og Grikkland. Af þessu getum við séð hvernig þátttökuríkin standa við samninga og ekki síður hvernig ESB fer með framlög þátttökuríkj- anna – og vill síðan fá aukin framlög frá ríkjum sínum, m.a. til að kosta gæsluna sem þessi lönd áttu sjálf að bera. Trygg landamæri – öruggt land Ferðafrelsi milli Norðurlanda hefur sjálf- sagt þótt eðlilegt á þeim tíma sem um það var samið, þjóðirnar af sama meiði og með sameig- inlega sögu, menningu og lífsmat. Nú eru hins- vegar breyttir tímar: Stór hluti þeirra sem þar búa eru hvorki innfæddir Sví- ar, Norðmenn né Danir, heldur Aust- urlandabúar eins og t.d. Íranir og Sýr- lendingar. Þetta fólk hefur alist upp við önnur trúarbrögð, menningu og þjóðfélagsleg gildi og uppbyggingu. Það stenst því ekki lengur að hafa frjálst flæði ferðamanna og fólks í leit að atvinnu og betri búsetu frá þessum löndum. Að vitna í sameiginlega fortíð Norðurlandanna, menningu og tungu- mál er ekki aðeins rangt heldur bein- línis villandi og hættulegt. Frá náttúrunnar hendi höfum við einhver bestu landamæri í heimi. Notum þau og gætum þeirra sjálf. Þau eru skurnin utan um fjöregg okkar; landrými, auðlindir, lága glæpatíðni og heiðarlegt samfélag við bestu skilyrði. Schengen-samningurinn gerir Ís- lendingum illt eitt eins og reyndar margt annað sem undan ESB kemur. Þegar við lítum til annarra Schen- gen-landa og frétta frá t.d. Miðjarð- arhafsströndum þeirra, er ljóst að engir gæta Íslands betur en íslensk lögregla, útlendingaeftirlit og – þar sem það á við – Landhelgisgæslan. Við eigum tafarlaust að segja okk- ur frá Schengen, taka upp eigin landamæragæslu og hætta þessari sífelldu þjónkun við ESB, erlend þjóðríki og stofnanir sem er til hreinnar skammar og niðurlægingar. Úr Schengen – strax Eftir Baldur Ágústsson » Ljóst er að engir gæta Íslands betur en íslensk lögregla, út- lendingaeftirlit og – þar sem það á við – Land- helgisgæslan. Baldur Ágústsson Höf. er fyrrv. forstj og frambjóðandi í forsetakosningum 2004. bald- ur@landsmenn.is Heildarúthlutun á þessu fiskveiðiári er um 435 þús. tonn. Reiknum með jafnaðarmarkaðsverði kr. 200 pr/kg. og gæti því þjóðin fengið um 87 milljarða á ári með útleigu á kvótum og þess vegna stóran hlut í erlendum gjaldeyri, ef þetta yrði boðið að hluta erlendis. Fyrir þessa peninga mætti byggja nýjan Landspítala og Sundabraut fyrir afganginn. Útgerðin borgar hins vegar ein- ungis 10-12 ma. fyrir afnot af þessari auðlind þjóðarinnar – er eitthvert vit í þessu? Ætti t.d. HBGrandi að greiða um 7,7 ma/ár, Samherji um 4,5 ma og Vísir 3,2 ma/ár og ef við t.d. tökum dæmi með Samherja í þau 35 ár sem þeir hafa verið til er upphæðin litlir 158 milljarðar! Fyrir utan þessar feikilegu íviln- anir hefur gengi krón- unnar, sem var 1 ísl.kr. á móti 1 dkr. árið 1980 far- ið í 20 ísl.kr fyrir hverja danska krónu, sem virkar eins og vítamínsprauta fyrir útflutninginn. Jafnframt er fiskur orðinn ein dýr- asta fæða sem við neytum en var forðum fæða þeirra efnaminni og oft kallað soðningin. Margt af ríkasta fólki landsins sýgur þennan spena en væri gjaldþrota ef það hefði þurft að borga markaðsverð fyrir aflann. Hversu lengi skal þeim líðast þetta þ.e. lögverndaður þjófnaður þjóðarinnar? Ragna Garðarsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Styrkir til sjávarútvegs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.