Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Lau 17/10 kl. 19:00 Fim 12/11 kl. 19:00 Lau 21/11 kl. 19:00
Fös 23/10 kl. 19:00 Fös 13/11 kl. 19:00 Fös 27/11 kl. 19:00
Fös 6/11 kl. 19:00 Fös 20/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Sun 18/10 kl. 20:00 aukas. Sun 25/10 kl. 20:00 aukas. Sun 1/11 kl. 20:00
Aðeins þessar sýningar!
At (Nýja sviðið)
Fim 15/10 kl. 20:00 Fim 22/10 kl. 20:00
Lau 17/10 kl. 20:00 Fös 23/10 kl. 20:00
Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Fös 30/10 kl. 20:00 7.k. Fös 13/11 kl. 20:00
Fös 23/10 kl. 20:00 6.k. Fös 6/11 kl. 20:00 Fös 20/11 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 18/10 kl. 13:00 6.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k.
Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sun 8/11 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 30/10 kl. 20:00 1.k. Fim 5/11 kl. 20:00 4.k. Sun 8/11 kl. 20:00 7.k.
Lau 31/10 kl. 20:00 2 k. Fös 6/11 kl. 20:00 5.k. Fim 12/11 kl. 20:00 8.k.
Sun 1/11 kl. 20:00 3.k. Lau 7/11 kl. 20:00 6.k. Fös 13/11 kl. 20:00 9.k
Hundur í óskilum snúa aftur
Sókrates (Litla sviðið)
Mið 21/10 kl. 20:00 8.k. Þri 3/11 kl. 20:00 Lau 21/11 kl. 20:00
Fim 22/10 kl. 20:00 9.k Fim 5/11 kl. 20:00 Sun 22/11 kl. 20:00
Lau 31/10 kl. 20:00 10.k Lau 14/11 kl. 20:00 Mið 25/11 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Mið 28/10 kl. 20:00
Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fim 29/10 kl. 20:00
Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Sun 1/11 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k.
Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k.
Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Lau 14/11 kl. 20:00 9.k
Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki
Hystory (Litla sviðið)
Þri 27/10 kl. 20:00 aukas. Mið 11/11 kl. 20:00 aukas.
Allra síðustu sýningar!
Dúkkuheimili, nýjar aukasýningar!
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 22.sýn Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas.
Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Mið 11/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn
Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn
Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn
Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 14/11 kl. 15:00 Aukas. Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn
Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn
Fim 5/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn
Fös 6/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fös 16/10 kl. 19:30 18.sýn Sun 25/10 kl. 19:30 22.sýn Lau 14/11 kl. 19:30 26.sýn
Lau 17/10 kl. 19:30 19.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 23.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 27.sýn
Sun 18/10 kl. 19:30 20.sýn Fim 5/11 kl. 19:30 24.sýn
Fös 23/10 kl. 19:30 21.sýn Sun 8/11 kl. 19:30 25.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Lau 24/10 kl. 19:30 Frums. Lau 31/10 kl. 20:00 3.sýn Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn
Lau 24/10 kl. 22:30 2.sýn Lau 7/11 kl. 22:30 5.sýn Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Heimkoman (Stóra sviðið)
Mið 14/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 29/10 kl. 19:30 6.sýn Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn
Fim 15/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 1/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn
Fös 16/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 7/11 kl. 19:30 8.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn
Sun 25/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/11 kl. 19:30 9.sýn
Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.
Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan)
Lau 17/10 kl. 13:30 Lau 24/10 kl. 13:30
Lau 17/10 kl. 15:00 Lau 24/10 kl. 15:00
Kuggur og félagar eru komnir aftur í Kúluna.
(90)210 Garðabær (Kassinn)
Fös 30/10 kl. 19:30 Frums. Lau 7/11 kl. 19:30 4.sýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn
Lau 31/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 12/11 kl. 19:30 5.sýn
Fös 6/11 kl. 19:30 3.sýn Fös 13/11 kl. 19:30 6.sýn
Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið)
Sun 25/10 kl. 16:00 Sun 8/11 kl. 14:00 Sun 15/11 kl. 16:00
Sun 1/11 kl. 14:00 Sun 8/11 kl. 16:00
Sun 1/11 kl. 16:00 Sun 15/11 kl. 14:00
Hinn uppátækjasami Einar Áskell í fallegri og skemmtilegri brúðusýningu
DAVID FARR
HARÐINDIN
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Ragnheiður Eyjólfsdóttir hlaut í
gær Íslensku barnabókaverðlaunin
2015 fyrir nýja skáldsögu sína,
Skuggasaga – Arftakinn. Í umsögn
dómnefndar segir að þetta sé metn-
aðarfull og spennandi saga sem jafn-
ist „á við bestu furðusögur sem
skrifaðar hafa verið á íslensku“.
Ragnheiður er arkitekt að mennt.
Arftakinn er hennar fyrsta bók en
innblástur sækir hún í norrænar
sögur og evrópskar sagnir og æv-
intýri. Í tilkynningu frá Forlaginu,
sem gefur verðlaunabókina út, segir
að hún sé þegar komin vel á veg með
aðra sögu um persónurnar.
Skrifaði mikið sem krakki
Þegar Ragnheiður ákvað að senda
handrit sögunnar inn í keppnina um
bestu barnabókina hafði hún aldrei
gert neitt slíkt áður.
„Ég varð mjög hissa þegar ég
vann, átti alls ekki von á því, en auð-
vitað langar mann þó að fá viður-
kenningu og staðfestingu á því að
maður sé nógu góður til að skrifa
ekki bara fyrir skúffuna,“ sagði hún
eftir afhendingu verðlaunanna.
Hún segir handritið hafa verið
komið vel á veg en eftir að það hafði
verið valið til útgáfu vann hún með
Sigþrúði Gunarsdóttur, ritstjóra hjá
Forlaginu, að því að bæta verkið.
„Hún hjálpaði mér gríðarlega mikið
og ég lærði mikið af því samstarfi,“
sagði hún.
Ragnheiður hugsar Skuggasögu
sem röð sagna, hefur hún lengi
gengið með hugmyndina?
„Nei, í raun ekki. Ég skrifaði mik-
ið sem krakki en hætti því þegar ég
kom í efri bekk grunnskóla. En
mamma minnti mig reglulega á hvað
ég hefði haft gaman af að skrifa og
sagði að ef mig vantaði eitthvað að
gera í frítíma mínum þá ætti ég að
prófa að skrifa.
Einn daginn byrjaði ég síðan og
það flaut einhvernveginn áfram. Ég
lenti í öðrum verkefnum og leit ekki
á textann aftur fyrr en nokkrum
mánuðum seinna. Það var þá mögn-
uð upplifun að lesa eitthvað eftir
sjálfan sig, í sögu sem ég vissi ekk-
ert hvert myndi stefna, en mér
fannst þá að þetta væri spennandi og
ekkert svo lélegt. Þá ákvað ég að
klára söguna,“ sagði hún.
Verðlaunin veitt í 29. sinn
Ragnheiður lauk mastersnámi í
arkitektúr í Danmörku fyrir þremur
árum og hefur síðan starfað sjálf-
stætt í München í Þýskalandi. Hún
segir að nú muni skrifin fara að
keppa um tímann við fagið.
Verðlaunasjóður íslenskra barna-
bóka var stofnaður 1985 í tilefni af
sjötugsafmæli Ármanns Kr. Ein-
arssonar rithöfundar (1915-1999) og
voru nú veitt í 29. sinn. Að sjóðnum
standa fjölskylda Ármanns, Vaka-
Helgafell (Forlagið), IBBY á Íslandi
og Barnavinafélagið Sumargjöf.
Morgunblaðið/Golli
Verðlaunahöfundur „Ég varð mjög hissa þegar ég vann,“ segir Ragnheiður Eyjólfsdóttir arkitekt sem tók í gær við
viðurkenningu í Hagaskóla. Hún hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Skuggasaga – Arftakinn.
Mögnuð upplifun að lesa
eitthvað eftir sjálfan sig
Ragnheiður Eyjólfsdóttir hlaut barnabókaverðlaunin
Bókaútgáfan Skrudda sendir nokkr-
ar bækur á markað þessar vik-
urnar.
Í bókinni Landnám og landnáms-
fólk – Saga af bæ og blóti fjallar dr.
Bjarni F. Einarsson fornleifafræð-
ingur um landnám Íslands, for-
sendur þess og aðdraganda. Í
brennidepli er landnámsbýlið Hólm-
ur í Nesjum sem rannsakað var árin
1997 til 2011, en þar voru rannsak-
aðar minjar um bæ og blót. Sögu-
sviðið nær langt út fyrir landstein-
ana, allt frá Nýfundnalandi í vestri
að Bulgar í austri, frá Afríku í suðri
til Svalbarða í norðri. Í bókinni birt-
ast á fjórða hundrað ljósmyndir,
teikningar, uppdrættir og kort.
Nýtt fyrir börnin
Í heiminum heima nefnist ný
ljóðabók eftir Einar Ólafsson. Þetta
er áttunda ljóðabók Einars en
fyrstu bækur hans komu út árið
1971. Síðasta bók hans, Mánadúfur,
kom út árið 1995 þannig að þessi
bók er afrakstur tuttugu ára tíma-
bils. Í henni kennir ýmissa grasa.
Í bókinni Stafrófið eftir Heiðu
Björk Norðfjörð er íslenska stafróf-
ið frá a til ö kynnt fyrir yngstu les-
endunum. Bókin er skreytt með lit-
ríkum myndum úr íslenskum
veruleika.
Þá koma út fjórar bækur eftir
sama höfund undir yfirskriftinni
„Litlu smádýrabækurnar“ en þær
nefnast: Halló Ási ánamaðkur,
Halló Hanna hunangsfluga, Halló
Kata könguló og Halló Frikki fiðr-
ildi. Í bókunum er sagt frá ýmsum
smádýrum í náttúrunni, lífsháttum
þeirra og hvernig ber að umgangast
þau. Bækurnar höfða til barna á
aldrinum þriggja til sjö ára.
Þýðir bók Zweig
Sigurjón Björnsson hefur þýtt
Erasmus - Upphefð og andstreymi
eftir Stefan Zweig. Þessi litla bók
sem segir frá lífi og störfum Eras-
musar frá Rotterdam (1466–1536)
kom fyrst á prent árið 1934 en hef-
ur ekki verið þýdd áður á íslensku.
Erasmus var einhver merkasti mað-
ur sinnar samtíðar, húmanisti og
friðarsinni.
Ævisagan Jörundur hundadaga-
konungur eftir Sarah Bakewell kom
fyrst út á íslensku fyrir tíu árum og
er nú endurútgefin. Þá kemur
skáldsaga Arto Paasilinna, Ár hér-
ans, í þýðingu Guðrúnar Sigurð-
ardóttur nú út að nýju. Tvær kvik-
myndir hafa verið gerðar eftir
sögunni, sem er þekktasta og mest
lesna saga þessa vinsæla höfundar
en hún kom fyrst út hér á landi árið
1999.
Landnámsfólk, ljóð
Einars og stafrófið
Nýjar útgáfubækur Skruddu Fjallað um fornleifa-
rannsóknir á Hólmi Áttunda ljóðabók Einars Ólafssonar
Bjarni F.
Einarsson
Einar
Ólafsson
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/