Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
legri söngrödd, eignaðist hann þá
hlutdeild í okkar samfélagi að við
finnum sárt til þess að hann sé
horfinn til annarrar vistar.
Menn og hestar á hásumardegi
í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi
með nesti við bogann og bikar með.
Betra á dauðlegi heimurinn eigi.
Við sem fylgdumst með
hrossaræktinni hjá honum hefð-
um óskað þess að hann hefði
fengið að njóta vonarstjarnanna í
stóðinu, en væntanlega er hann
nú þegar kominn á útreiðar á
sléttum himnaríkis.
Við í Túnsbergi sendum öllum
aðstandendum innilegar samúð-
arkveðjur, minning um góðan
dreng sem valdi að lifa hratt mun
styrkja okkur öll.
Magga S. Brynjólfsdóttir,
Túnsbergi.
Við mjög óvænt og ótímabært
andlát góðs vinar og söngfélaga,
þá rifjast upp góðar minningar
um samverustundir frá liðnum
árum. Kynni okkar Lalla voru í
gegnum sönginn og hestana.
Fljótlega eftir stofnun Karlakórs
Kjalnesinga frétti ég sem for-
maður kórsins af ungum, lífsglöð-
um og flottum tenór. Lalli tók til-
boði mínu um að ganga í kórinn,
hann kunni alla texta, hann var
vel að sér í karlakórslögum og
höfundum þeirra. Lalli söng með
okkur í um áratug og var m.a.
formaður kórsins um tíma.
Við vorum duglegir að halda
söngskemmtanirnar á þessum
árum og alltaf var Lalli fremstur
í flokki, lífsglaður og söngelskur.
Söngferðin til Þýskalands árið
1996 á fimm ára afmæli kórsins
var einstök og sennilega sú eft-
irminnilegasta sem kórinn hefur
farið. Enn í dag eru sagðar sögur
úr þeirri ferð þótt brátt séu liðin
20 ár síðan hún var farin. Flestar
eru sögurnar af minnisstæðum
atvikum og uppátækjum sem
Lalli var stór þátttakandi í ásamt
undirrituðum og fleirum.
Skemmtilegasta sagan snýst um
gula peysu og svínasteik sem
Lalla heyrðist að yrðu uppistað-
an í morgunmatnum, en sú saga
verður varðveitt í minningunni
með mörgum fleiri ógleymanleg-
um atvikum. Mér er minnisstæð
setning sem Lalli sagði fyrir
nokkrum árum: „Það er nú þann-
ig, Bjössi minn, að ef það gerist
aldrei neitt, þá er ekki frá neinu
að segja.“ Orð að sönnu.
Margar eftirminnilegar hesta-
ferðir fórum við líka saman hér
áður fyrr. Það var alltaf gott að
ferðast með Lalla, hann var ávallt
vel ríðandi og vel „nestaður“ eins
og við vorum oftast þá.
Eftir að Lalli og Stefa keyptu
jörðina Reykjaflöt við Flúðir og
fluttu austur ásamt fjölskyld-
unni, fækkaði óhjákvæmilega
samverustundum þar sem lengra
varð á milli okkar. Við vorum þó
alltaf í góðu sambandi, töluðumst
oft við í síma og skiptumst á
heimsóknum eftir því sem við
varð komið. Ég minnist með
hlýju samverustunda í sumar er
við fjölskyldan vorum í hestaferð
um Suðuland og komum við á
Flúðum. Þar var alltaf von á góð-
um móttökum, stutt í brosið og
gleðina. Í byrjun september kom
Lalli svo í síðbúið afmælið mitt og
ég man hvað hann kvaddi mig vel
og þakkaði mikið fyrir sig í lok
veislunnar. Þetta varð síðasta
kveðjustundin okkar og ég varð-
veiti í hjarta mínu minninguna
um hana og vináttu sem aldrei
bar skugga á.
Það gekk á ýmsu í lífi Lalla
eins og hjá mörgum okkar, m.a.
erfið veikindi Stefu konu hans
sem reyndu mjög á fjölskylduna
alla. Það er erfitt að horfa á eftir
eiginkonu og móður á besta aldri
í blóma lífsins. Það sama á við um
Lalla; kveðjustundin kom of
snemma enda átti hann svo
margt eftir ógert.
Með þessum fáu orðum flyt ég
einnig kveðju frá Karlakór Kjal-
nesinga með þakklæti fyrir störf í
þágu kórsins.
Fyrst og fremst kveð ég þó
kæran vin með miklum söknuði.
Við Herdís og fjölskylda sendum
börnum hans, Sigfríði móður
hans, Kristínu og öllum aðstand-
endum dýpstu samúðarkveðjur.
Megi Guð styrkja ykkur í sorg-
inni.
Minningin lifir um góðan
dreng.
Björn, Herdís og
fjölskyldan Brautarholti.
Það var vorið 1976 að 14 ára
snaggaralegur strákur úr
Reykjavík með vestfirskt blóð í
æðum kom í sumarvinnu að Brú-
arlandi til okkur Snjólaugar. Það
var hann Lalli. Tvö sumur var
hann hér og vann okkur vel.
Harðduglegur, samviskusamur
og glaðsinna ljúflingur sem fljótt
varð góður vinur okkar og æ síð-
an. Þeir náðu og vel saman Eirík-
ur heitinn bróðir minn og Lalli og
riðu út á kvöldin. Hestar og
hestamennska var upp frá því
stórt áhugamál hjá Lalla, að
söngnum ógleymdum. Við Snjó-
laug vorum með kýr á þessum ár-
um og við mjaltir tókum við Lalli
títt lagið. Efst á vinsældalistan-
um hjá okkur var „ Ég vitja þín
æska“ eftir Þorstein Erlingsson.
Þá þegar var Lalli kominn með
efnilega söngrödd sem með árun-
um þroskaðist í bjarta og fallega
tenórrödd sem vel nýttist í fjöl-
breyttu kórastarfi sem hann tók
þátt í um ævina. Í fertugsafmæli
hans á Hlöðum á Hvalfjarðar-
strönd sagði ég nokkur orð og
rifjaði m.a. upp „söngæfingar“
okkar í fjósinu forðum daga. Kall-
aði hann svo upp á svið til mín og
við sungum þetta gamla uppá-
haldsljóð okkar af djúpri innlifun.
Lalli var einstaklega greiðvikinn
og árum saman kom hann á
hverju hausti og fór í leitir fyrir
Eirík og svo auðvitað í réttirnar.
Þá var nú stundum tekið hraust-
lega á því í söngnum, einkum í
Grímsstaðarétt, hvar Jón heitinn
á Miðhúsum stjórnaði, oft við
undirleik Bjarna Valtýs frá
Svarfhóli. Og menn gættu þess
vel að kverkarnar þornuðu ekki
um of og smurðu þær með „söng-
olíum“ eftir þörfum. Seinast
sungum við saman í sextugsaf-
mæli Snjólaugar fyrir tíu árum,
afmælisbrag eftir Bjarna Valtý
og við undirleik hans, og nutum
aðstoðar fyrrverandi vinnukonu
á Brúarlandi, Ingridar Bay úr
Norvegi. Það var aldrei nein lá-
deyða í kringum Lalla, hvorki í
leik né starfi. Hann var einstak-
lega vinsæll af samferðamönnum
sínum og vinmargur sem vænta
mátti. Í starfi duglegur og
ábyggilegur, í leik hrókur alls
fagnaðar. En hann lifði hratt og
honum lá oft mikið á. Þau voru
unglingar hann og Stefa þegar
þau tóku saman og byrjuðu bú-
skap. Stefa var mikil sómastúlka,
vel gefin til munns og handa,
hæglát, fremur hlédræg, trygg-
lynd, starfsöm og velvirk. Bless-
uð sé minning hennar. Þau byrj-
uðu búskap í Reykjavík en
keyptu sér svo hús uppi í Mos-
fellsdal, þar sem aðstaða var
betri að vera með hesta. Lalli
vann þá hjá Áburðarverksmiðj-
unni í Gufunesi, en í honum
blundaði bóndinn og hann var oft
að líta í kringum sig eftir jarð-
næði. Svo bauðst þeim að taka við
bústjórn á nýuppbyggðu ali-
fuglabúi á Hurðarbaki í Svínadal
og voru þar í nokkur ár, eða þar
til stóri draumurinn var látinn
rætast að gerast sjálfseignar-
bændur, er þau keyptu garð-
yrkjubýlið Reykjaflöt í Hruna-
mannahreppi. Þar var staður
þeirra upp frá því og barnanna
þeirra þriggja. Móðir Lalla og
stjúpi fluttu svo í sér hús á jörð-
inni fyrir nokkrum árum. Var það
í senn styrkur og gleði fyrir fjöl-
skylduna. Þessi fátæklegu
kveðjuorð verða ekki fleiri en við
Snjólaug og fjölskylda minnumst
vinar okkar með hlýhug og þakk-
læti og vottum fjölskyldu hans og
ástvinum okkar dýpstu samúð.
Guðbrandur Brynjúlfsson.
✝ GuðríðurJúlíusdóttir
fæddist í Reykjavík
3. september 1935.
Húnlést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 4. október
2015. Hún var dótt-
ir hjónanna Júl-
íusar Einarssonar,
kennara og verka-
manns í Reykjavík,
f. 12. júlí 1900, d.
17. júní 1983, og Snjólaugar
Þorsteinsdóttur, f. 20. október
1910, d. 15. apríl 1997. Guðríður
var önnur í röð þriggja barna
þeirra hjóna. Elstur er Þor-
steinn, f. 1. janúar 1934, og
yngst er Anna Svanborg, f. 26.
október 1944.
Guðríður giftist hinn 29. des-
ember 1955 Herði Jónssyni,
símvirkja og tæknimanni hjá
Ríkisútvarpinu, f. 11. október
1929, d. 30. júní 2013. Dóttir
þeirra er Ester, f.
18. september 1965,
og á hún dótturina
Ernu Björgu Sverr-
isdóttur, f. 26. mars
1990. Fyrir átti
Hörður dótturina
Guðrúnu Ernu, f.
16. nóvember 1952,
móðir hennar er
Guðrún Kristjáns-
dóttir. Guðrún
Erna hefur verið
búsett í Svíþjóð í yfir fjörutíu ár
og á hún þrjú börn, Jónas, Lindu
og Helenu, og þrjú barnabörn.
Eftir hefðbundna skólagöngu
hóf Guðríður störf hjá Hagstofu
Íslands en vann þar í stuttan
tíma, réð sig síðan á Skattstof-
una í Reykjavík og vann þar all-
an sinn starfsaldur eða í rúm
fimmtíu ár.
Útför Guðríðar fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 14. októ-
ber 2015, kl. 13.
Það er með sorg í hjarta og tár í
augum sem ég kveð elsku ömmu
mína. Í rauninni næ ég ekki ennþá
utan um þá staðreynd að amma er
fallin frá, amma sem var sterkasta
manneskja sem ég hef nokkurn
tíma kynnst, amma sem mér
fannst vera eilíf. Eftir stöndum við
mamma, með skarð í hjarta sem
aldrei verður fyllt en dýrmætar
minningar sem munu hugga og
ylja um ókomin ár.
Ég hef búið í sama húsi og
amma í yfir fimmtán ár og tengsl-
in þar af leiðandi sterk og sam-
skiptin mikil. Þá eyddi ég öllum
sumarfríum með ömmu og afa í
sumarbústaðnum við Þingvalla-
vatn eða á ferðalögum vítt og
breitt um landið, annaðhvort með
fellihýsi eða hestakerru í eftir-
dragi. Frá unga aldri hef ég verið
mikil ömmustelpa og alltaf haldið
mikið upp á ömmu, sem ávallt var
svo góð við mig og gerði allt til að
uppfylla óskir mínar, sama hversu
ómerkilegar þær voru. Hvort sem
það var að fá Bangsa inn á heim-
ilið, baka skúffuköku þegar
bangsinn Jósefína átti afmæli eða
vefja mig inn í gardínur svo ég
gæti verið eins og hefðarfrú, þá
var amma alltaf til staðar með
bros á vör og hlýja hönd. Í mínum
huga var amma hetja, minn eigin
engill.
Það var ekki fyrr en ég varð
eldri að ég áttaði mig á hvað
amma var einstaklega góð kona
með hjarta úr gulli. Hún mátti
ekkert aumt sjá, var ávallt fús að
rétta fram hjálparhönd og tók allt-
af hagsmuni annarra fram yfir
sína eigin. Ef minnið svíkur mig
ekki þá voru einu skiptin sem
amma byrsti sig við mig þegar ég
muldraði ljót orð í garð annarra,
það gat hún ekki liðið. Hún sá til
þess að öllum liði vel og ættu góð-
an vin að.
Þá er erfitt að hugsa um ömmu
án þess að minnast þess styrk-
leika sem hún bjó yfir. Sama
hvaða áföll dundu á, alltaf komst
hún í gegnum þau og bar höfuðið
hátt. Ég minnist þess sérstaklega
þegar afi féll frá hvað ég dáðist að
ömmu, hún var kletturinn okkar
mömmu í gegnum sorgina og
sýndi þvílíkan styrk að ég varð
orðlaus.
Elsku amma, ég trúi ekki að ég
geti aldrei aftur talað við þig og
leitað ráða hjá þér, borðað með
þér saltkjöt og baunir og hlegið yf-
ir gömlum myndum. Alltaf varstu
svo falleg, brosmild og lífsglöð og
sönn fyrirmynd. Ég mun geyma
minningarnar um tíma okkar
saman sem dýrmæt djásn í hjarta
mér alla tíð. Ég sakna þín.
Erna Björg Sverrisdóttir.
Hún Gúrrý mágkona mín og
besta vinkona er dáin. Það tekur
tíma að átta sig á þeim raunveru-
leika, en minningarnar lifa. Þær
eru margar eftir meira en sjötíu
ára kynni.
Við hittumst fyrst er við hófum
skólagöngu í sjö ára bekk í Aust-
urbæjarskólanum og settumst
saman við borð fyrir tilviljun. Þar
hófst vinátta sem aldrei bar
skugga á.
Á þessum árum bjó fjölskylda
Gúrrýjar á Grettisgötunni en ég
átti heima á Laugavegi rétt hjá,
svo stutt var á milli okkar. Við
vorum því saman öllum stundum
yfir vetrartímann, en á sumrin
vorum við báðar í sveit, eins og
flestir krakkar á þessum árum og
heimsótti ég hana oft í sveitina.
Nokkrum árum síðar flyst fjöl-
skylda Gúrrýjar vestur á Greni-
mel og þá fer hún í Melaskólann
og síðar í gagnfræðaskóla í vest-
urbænum. Varð þá mun lengra á
milli okkar en það breytti engu.
Við vorum alltaf bestu vinkonur.
Að hefðbundinni skólagöngu
lokinni fórum við að vinna og gát-
um þá gert ýmislegt, sem við ekki
gátum áður sem börn. Til dæmis
höfðum við afar gaman af því að
ferðast um landið og í einni slíkri
ferð kynntist Gúrrý honum Herði
sínum. Hann hafði þá með hönd-
um rekstur fjallabifreiða og ók
einni slíkri. Þar með voru örlög
Gúrrýjar ráðin. Þau Hörður
gengu í hjónaband árið 1955, sama
ár og við Þorsteinn, bróðir henn-
ar, giftum okkur. Þá vorum við
orðnar mágkonur.
Hörður og Gúrrý byrjuðu að
búa smátt, eins og títt var á þess-
um tíma, en árið 1960 fá þau lóð
undir tveggja hæða raðhús í
Hvassaleiti og byrja að byggja
sama ár. Þá voru þau bara tvö og
fannst húsið of stórt fyrir sig og
buðu okkur Steina að innrétta litla
íbúð fyrir okkur á efri hæðinni,
sem við gerðum. Við flytjum svo
öll í nýja húsið tveim árum síðar.
Þá hófst sambúð okkar fjög-
urra. Við bjuggum síðan saman í
húsi í meira en fjörutíu ár. Fyrst í
Hvassaleitinu í tíu ár. Þar fædd-
ist þeim Herði og Gúrrý dóttirin
Ester árið 1965. Sex árum síðar
kaupum við saman þriggja hæða
hús við Skálaheiði í Kópavogi,
sem varð fjölskylduhús í áratugi.
Við bjuggum sitt á hvorri hæð-
inni, en foreldrar Gúrrýjar og
Steina á jarðhæð, þar sem þau
áttu heimili á meðan þau lifðu.
Þetta sambýli gekk með öllu
árekstralaust alla tíð – aldrei
vandræði eða ósamkomulag.
Okkur Steina fæddist sonurinn
Þorsteinn Freyr sama ár og við
flytjum í Skálaheiði. Hann og Est-
er, dóttir Gýrrýjar og Harðar, ól-
ust því upp í Skálaheiðinni næst-
um eins og systkin, auk þess sem
þau nutu þess að afi og amma
bjuggu á neðstu hæðinni.
Eftir lát beggja foreldra Gúr-
rýjar og Steina seldum við Skála-
heiðina. Fluttu Gúrrý og Hörður
þá í Deildarás 8 ásamt Ester og
Ernu Björgu, dóttur hennar. Þar
hafa þær mæðgur búið áfram
saman eftir að Hörður lést í júní
2013. En nú er móðirin og amman
hún Gúrrý einnig horfin inn í sum-
arlandið.
Andlát skilur alltaf eftir sig tóm
og söknuð, sem er þó mestur hjá
Ester og Ernu Björgu. Bið ég all-
ar góðar vættir að vernda þær og
bið þær að muna, að minningin um
góða móður, ömmu og mæta konu
lifir.
Hvíl í friði, elsku Gúrrý – hafðu
þökk fyrir allt.
Esther Ólafsdóttir.
Elsku Gúrrý frænka er farin
frá okkur. Eftir stöndum við með
minninguna um duglega, sjálf-
stæða og góðhjartaða konu sem
elskaði lífið.
Í okkar litlu og nánu fjölskyldu
hefur hún átt stórt hlutverk og
orðið okkur fyrirmynd í mörgu.
Á sinn hátt sá hún alltaf til að
allir fengju að njóta sín. Gestrisni
og gleði einkenndi heimili Gúrrýj-
ar og Harðar og fengum við að
njóta þess sem börn í Skálheiðinni
og síðar sem fullorðin í Deildarási
að ógleymdum stundunum í sum-
arbústað þeirra hjóna við Þing-
vallavatn.
Við áttum einnig þá ánægju að
fá að kynnast henni á vinnustað
hennar, Skattstofunni í Reykja-
vík, þar sem hún vann stærstan
hluta starfsævi sinnar og eftir að
hún var komin á eftirlaunaaldur.
Þar fengum við að kynnast því
hversu duglega frænku við áttum
sem naut sín í vinnunni.
Síðustu árin hafa verið erfið,
fyrst veikindi Harðar og svo henn-
ar eigin. Á sinn einstaka hátt reif
hún sig alltaf upp þegar á þurfti,
farðaði sig, brosti og lét eins og
allt væri í lagi. En því miður gekk
það ekki í þetta sinn.
Elsku Ester og Erna Björg,
okkar einlægustu samúðarkveðj-
ur.
Sigurjón, Snjólaug
og fjölskyldur.
Í dag kveðjum við Guðríði, kær-
an vinnufélaga og yfirmann okkar
til margra ára hjá skattstofunni í
Reykjavík. Guðríður hóf störf hjá
skattstofunni árið 1955 en í þá
daga var skattstofan í Alþýðuhús-
inu við Hverfisgötu. Starfsferill
Guðríðar spannaði rúm fimmtíu ár
og upplifði hún miklar breytingar
í starfi sínu í gegnum árin. Guð-
ríður var myndarleg kona, fíngerð
og það gustaði af henni hvar sem
hún kom. Hún var sterkur per-
sónuleiki, skemmtileg, skörp,
dugnaðarforkur til vinnu sem lét
sér aldrei bregða þegar verkefnin
virtust óyfirstíganleg, heldur
leysti þau bara af hendi. Margir
leituðu til hennar og var hún ávallt
tilbúin að aðstoða og leiðbeina
þegar á þurfti að halda. Margar
góðar minningar koma upp í hug-
ann og var hún höfðingi heim að
sækja, m.a. áttum við margar góð-
ar stundir í sumarhúsi þeirra
hjóna við Þingvallavatn. Okkur
stelpunum hennar á skattstofunni
þykir afskaplega vænt um að hafa
fengið að njóta þess að fagna með
henni á 80 ára afmælisdegi henn-
ar, sem hún hélt upp á á heimili
sínu, fimmtudaginn 3. september
sl. Elsku Guðríður, þú ert stórt
safn minninga og við kveðjum þig
með virðingu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Elsku Ester, Erna Björg og
Orri, innilegar samúðarkveðjur til
ykkar.
Halla, Hrafnhildur og
Ingibjörg (Inga).
Guðríður
Júlíusdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn minn-
ingargrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar
ERFIDRYKKJUR AF ALÚÐ
Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju
Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta
Sími: 525 9930 • hotelsaga@hotelsaga.is • www.hotelsaga.is