Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Höfðingjar sturlungaaldar, Hákon gamli Nor- egskonungur og konungstaka Íslendinga verða í sviðsljósinu á morgun, fimmtudag, í tveimur fyrirlestrum sagnfræðinganna Gunn- ars Karlssonar prófessors emeritus frá HÍ og Sverris Jakobssonar prófessors í miðaldasögu við HÍ sem báðir munu fjalla um konungstöku Íslendinga 1262-1264 og þá atburðarás sem á undan fór. Fyrirlestrarnir eru hluti fyrir- lestraraðar Miðaldastofu Háskóla Íslands um sturlungaöld. Sverrir beinir sjónum að þremur mönnum í fyrirlestri sínum; þeim Gissuri jarli Þorvalds- syni, Hrafni Oddssyni og Brandi Jónssyni biskupi. Hann segir að allir hafi þeir verið í lykilhlutverki þegar Íslendingar gengust und- ir konungsvald, hver með sínum hætti þó. „Þetta er flóknari saga en oft er sögð og ég fjalla um konungstökuna eins og hún gerðist á árunum 1255-1264, en hún á sér jafnvel lengri aðdraganda,“ segir Sverrir. Hann segir að at- burðarásin hafi hafist þegar Snorri Sturluson gerðist „lendur maður konungs“, en sá var kallaður lendur maður sem þáði land að léni frá Noregskonungi. Eftir víg Snorra gerði konungur tilkall til yfirráða yfir eignum og lendum hans í Borgarfirði. „Á þessum tíma var ekki eiginlegt ríki á Íslandi, hér var ekkert framkvæmdavald og íslenskir höfðingjar virð- ast hafa viðurkennt tilkall Noregskonungs til þessara valda,“ segir Sverrir. Gengu konungi á hönd í þremur hópum Hann segir árið 1255 marka tiltekin tíma- mót þegar hingað til lands kom Ívar Englason, hirðmaður konungs, sem fékk bændur í Skagafirði og Eyjafirði til að samþykkja skatt- greiðslur til konungs. Þegar Gissur Þorvalds- son var skipaður jarl yfir þrjú landsvæði; Norður- og Suðurland og Borgarfjörð lagði konungur áherslu á að bændur þar samþykktu að greiða honum skatt. Þá réð Hrafn Oddsson Vestfirðingafjórð- ungi og fékk bændur þar til að játast undir konung. Gissuri var legið á hálsi af konungi fyrir að innheimta ekki skattinn og völd yfir Borgarfirði voru tekin af honum og fengin Hrafni. „Þannig náði konungur Hrafni til fylgis við sig og þá hófst samkeppni Gissurar og Hrafns um völd,“ segir Sverrir. „Gissuri var ljóst að konungur myndi styðja aðra höfðingja gegn honum ef hann fengi bændur ekki til að greiða skatt.“ Þriðji maðurinn sem Sverrir gerir að um- talsefni í fyrirlestri sínum er Brandur Jónsson, sem skipaður var biskup á Hólum 1263. Hann var ættaður af Austurlandi og helstu höfð- ingjar þar voru frændur hans. Að mati Sverris hefur Brandi verið heldur lítill gaumur gefinn, en hann hafði mest um það að segja að Aust- firðingar samþykktu yfirráð konungs 1263- 1264. „Mín niðurstaða er að þessir þrír menn hafi ráðið mestu um að Íslendingar gengust undir konung í þremur lotum. Íslendingar gerðust því aldrei hluti af Noregi sem einn hópur, held- ur sem margir hópar,“ segir Sverrir. Í fyrirlestri sínum spyr Gunnar hvort Noregskonungur hafi átt sök á sturlungaöld. „Því hefur verið haldið fram að Hákon gamli hafi efnt til ófriðar á Íslandi og att mönnum hverjum upp á móti öðrum til að ná Íslandi undir sig. Ég kem ekki með neitt einhlítt svar við því og vonast til að áheyrendur geti velt þessu fyrir sér og tekið afstöðu hver fyrir sig eftir að hafa hlustað á erindið,“ segir Gunnar. Sturlungaöld var ekki frelsisstríð Hann segir að vissulega hafi íhlutun kon- ungs haft talsverð áhrif hér á landi, en óvíst sé hvort henni hafi verið ætlað að valda þeim deil- um sem einkenndu sturlungaöld. „Það er ekk- ert víst að það hafi verið markmið konungs að efna hér til ófriðar. Hann gæti hafa stafað af því að hér varð pólitískur ágreiningur um hvort það væri rétt að konungur réði yfir Ís- landi eða ekki.“ Gunnar segir að áður fyrr, þegar sagnfræð- ingar hafi almennt verið þjóðernissinnaðri en þeir eru núna, hafi verið algengt að líta á sturl- ungaöld sem frelsisstríð Íslendinga við Nor- egskonung. „Nú hefur það orðið úrelt sjón- armið og yngri sagnfræðingar eru tortryggnir á þetta“ segir Gunnar. „Það er enginn vafi á að Hákon gamli vildi innlima Ísland í konungsríki sitt og ég velti því upp hvað heimildirnar segja raunverulega um þetta. Það efast enginn um að einhverjir voru tortryggnir á það og voru efins um að það væri betra að vera undir konungi. En ég held að það hafi ekki verið vegna þess að konungur var norskur og ég held að það hafi ekki verið nein þjóðernishyggja í baráttunni fyrir sjálfstæði Íslands. Sú hugmyndafræði var einfaldlega ekki til á þeim tíma, þetta er síðari tíma sögu- skýring. Það er reyndar býsna algengt í sagn- fræðinni að gera forfeðrunum upp pólitíska þjóðernishyggju sem var varla til fyrr en á 18. og 19. öld.“ Gunnar segir að það sé óumdeilanlegt að friður hafi komist á í landinu eftir konungstök- una, enda lauk sturlungaöld þá. „En hvort það er tilviljun að það gerist samtímis, eða hvort konungsvaldið friðaði landið er skemmtileg spurning. En því miður er ekki auðvelt að svara. Gissur jarl, Hrafn og allir hinir  Helstu persónur og leikendur í konungstökunni 1262-1264 krufin til mergjar  Átti Hákon gamli Noregskonungur sök á sturlungaöld?  Algengt að gera forfeðrunum upp pólitíska þjóðernishyggju Morgunblaðið/Eva Björk Sagnfræðingar Sverrir Jakobsson (til vinstri) og Gunnar Karlsson munu velta upp ýmsum spurn- ingum um konungstöku Íslendinga í fyrirlestrum sínum á vegum Miðaldastofu HÍ á morgun. Landsliðsþjálfarar Íslands í skák hafa tilkynnt liðsskipan íslensku lið- anna á Evrópumóti landsliða sem hefst 12. nóvember nk. Mótið fer fram í Laugardalshöll. A-sveit Íslands er þannig skipuð: Hannes Hlífar Stefánsson (2602 Elo- stig) á 1. borði, Héðinn Steingrímsson (2566), Hjörvar Steinn Grétarsson (2561), Henrik Danielsen (2509) og Guðmundur Kjartansson (2465). Liðsstjóri er Ingvar Þór Jóhann- esson. Ísland – gullaldarlið, er þannig skipað: Helgi Ólafsson (2549), Jóhann Hjartarson (2529), Jón L. Árnason (2497), Margeir Pétursson (2520) og Friðrik Ólafsson (2392). Liðsstjóri er Halldór Grétar Ein- arsson. Kvennasveit Íslands er þannig skipuð: Lenka Ptácníková (2228), Elsa María Kristínardóttir (1896), Guðlaug Þorsteinsdóttir (1955), Hrund Hauksdóttir (1773) og Vero- nika Steinunn Magnúsdóttir (1773). Liðsstjóri er Einar Hjalti Jensson. Eingöngu verður send a-sveit í kvennaflokki. Búast má við að 30-40 lið tefli í opna flokki mótsins og 25-30 lið í kvennaflokknum. Norska sveitin var tilkynnt síðsum- ars og mun heimsmeistarinn Magnús Carlsen tefla á fyrsta borði. Aðrir í norska liðinu eru Ludwig Hammer, Simen Agdestein, Aryan Tari og Frode Urkedahl. Þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 1988, er Garrí Kasparov tók þátt í heimsbikarmóti Stöðvar 2, sem ótví- ræður heimsmeistari teflir hér á landi. Carlsen bætti enn einni fjöður í hatt sinn nú í vikunni þegar hann varði titil sinn á heimsmeist- aramótinu í atskák. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Gullaldarliðið Friðrik Ólafsson verður í sveit Íslands á mótinu. Skáklandslið Ís- lands á EM valin  Fjölmennt skákmót í Laugardalshöll Sturlungaöld, sem líklega er einn ofbeldis- fyllsti tími Íslandssögunnar, var 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld, frá 1220-1262/’64. Þessir rúmu fjórir áratugir einkenndust af liðssafnaði höfðingja sem herjuðu hver á annan með vígaferlum, hefndum og grip- deildum. Nafnið sturlungaöld er komið frá Sturlungunum sem voru valdamesta ættin á landinu á þessu tímabili, Við lok tímabilsins, árið 1262, skrifuðu Íslendingar og Noregskonungur undir samning sem í fólst að Íslendingar gerð- ust þegnar konungs og greiddu honum skatt. Þar með var Ísland komið undir yf- irráð Noregskonungs og við það lauk þjóð- veldistímanum sem hófst við landnámið. Vígaferli, hefndir og gripdeildir STURLUNGAÖLD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.