Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Átti aðeins miða aðra leið
2. Látnar liggja í farangurshólfi
3. Tyrkir með Íslendingum á EM
4. Fann fullt umslag af peningum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sýningin Rauður snjór – þegar
loftslaginu blæðir, verður opnuð á
morgun kl. 17 í Norræna húsinu.
Rauður snjór er samsýning norrænna
lista- og vísindamanna og er umfjöll-
unarefnið loftslagsbreytingar. Meðal
þátttakenda í henni eru myndlistar-
maðurinn Magnús Pálsson og fær-
eyski tónlistarmaðurinn Kristian Blak
sem heldur tónleika í tilefni sýning-
arinnar kl. 19.30 annað kvöld.
Rauður snjór og
tónleikar með Blak
Franska
söngkonan
Edith Piaf
hefði orðið 100
ára þann 19.
desember nk.
og í tilefni af
því verður
þann dag blásið til tónleikaveislu í
Norðurljósasal Hörpu. Brynhildur
Guðjónsdóttir, sem lék Piaf í leikriti
Sigurðar Pálssonar í Þjóðleikhúsinu
árið 2004, og sjö manna hljómsveit
munu flytja ástsælustu lög Piaf.
Lög Piaf flutt á
afmælisdegi hennar
Jón Sigurðsson
píanóleikari held-
ur tónleika í kvöld
kl. 20 í Norræna
húsinu og eru þeir
á dagskrá tón-
leikaraðarinnar
Klassík í Vatns-
mýrinni. Jón mun
flytja heila dag-
skrá með píanóverkum eftir Alexand-
er Skrjabín en í ár eru 100 ár liðin frá
dauða þess merka rússneska tón-
skálds. Jón mun leika 12 prelúdíur,
tvær sónötur, fjögur ljóð, Mazurka og
Vers la flamme eftir Skrjabín.
Leikur verk Skrjabín
Á fimmtudag Suðvestan 8-13 m/s og dálítil rigning um landið V-
vert, en heldur hægari vindur og bjartviðri A-til. Hiti 3 til 8 stig.
Á föstudag Suðvestan 8-15 m/s, hvassast um landið NV-vert.
Súld eða rigning, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 6 til 12 stig.
Á laugardag Sunnan 8-15 m/s og þokusúld eða rigning.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hiti 2 til 7 stig. Bætir í vind í kvöld.
VEÐUR
„Ég er sáttur með nánast
allt í okkar leik. Það eina
sem mér fannst vanta var
að menn nýttu færin. Mér
fannst við eiga betra skilið
út úr þessu, og skapa okkur
meira en þeir. Í þessu felst
eina svekkelsið,“ sagði Lars
Lagerbäck, annar landsliðs-
þjálfara Íslands í knatt-
spyrnu karla, eftir naumt
tap, 1:0, í lokaleik und-
ankeppni EM í Konya í
Tyrklandi í gærkvöldi. »1
Áttum skilið að fá
meira úr leiknum
„Strákarnir voru góðir í leiknum. Við
vörðumst vel og ánægjulegt að okkur
tókst að halda markinu
hreinu í þessum tveim-
ur útileikjum,“ sagði
Eyjólfur Sverrisson,
þjálfari U21 árs
landsliðs Íslands
í knattspyrnu,
eftir að það
gerði marka-
laust jafn-
tefli við
Skota í und-
ankeppni EM í
Aberdeen í gær.
Íslenska liðið er í
efsta sæti síns
undanriðils og er
taplaust eftir fimm
leiki. »4
Efstir og taplausir
eftir fimm leiki
Sorg ríkir í Hollandi eftir að ljóst varð
að hollenska landsliðið í knattspyrnu
verður ekki á meðal þátttökuliða í úr-
slitakeppni EM í Frakklandi næsta
sumar. Hollendingar, bronsliðið frá
HM í fyrra, enduðu í 4. sæti í riðli Ís-
lendinga. Þeir töpuðu í lokaumferð-
inni fyrir Tékkum, 3:2. Þetta verður í
fyrsta sinn í 30 ár sem Hollendingar
verða ekki í úrslitakeppni EM. »1
EM karla án Hollands í
fyrsta sinn í 30 ár
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Fótbrotinn drengur kemur inn á
bráðamóttöku og þarf á læknishjálp
að halda. Yrði honum sagt að koma
eftir nokkra mánuði? Líklega ekki, en
mörg börn með geðrænan vanda
þurfa að bíða lengi eftir læknishjálp.
Vakin er athygli á þessu og ýmsu
öðru varðandi geðheilbrigðismál
barna og unglinga í stuttmyndinni
Heilabrot, sem gerð var af ung-
mennaráði UNICEF og sýnd verður
í öllum framhaldsskólum landsins í
dag. Í myndinni fer fótbrotinn dreng-
ur í gegnum heilbrigðiskerfið eins og
um barn með geðröskun væri að
ræða og myndin er hluti átaksins
Heilabrot þar sem bent er á úrræða-
leysi í geðheilbrigðismálum barna og
unglinga. Meðal þeirra sem tóku þátt
í gerð myndarinnar eru þær Lilja
Hrund Lúðvíksdóttir 16 ára og Arna
Dís Arnþórsdóttir 18 ára sem eru
báðar nemendur í Verslunarskól-
anum.
„Hugmyndin kviknaði í fyrravetur,
þegar við í ungmennaráðinu duttum
inn á umræður um geðheilsu ung-
linga. Þá rann það upp fyrir okkur að
við þekktum öll einhvern sem átti við
geðröskun að stríða. Þannig fengum
við hugmyndina að því að gera mynd
um þennan málaflokk. Ég held að
besta leiðin til að ná til fólks á okkar
aldri sé með stuttmynd,“ segir Lilja.
„Ég held að allir þekki einhvern
sem hefur lent í svona. Það er mis-
munandi hvort fólk vill tala um það
eða ekki, þetta getur verið viðkvæmt
mál en við erum opin kynslóð og vilj-
um tala um hlutina,“ segir Arna.
Algerlega verk ungs fólks
Allir sem koma að gerð myndar-
innar eru á svipuðum aldri og þær
stöllur. Hún var framleidd í samstarfi
við unga kvíkmyndagerðarmenn,
leikararnir eru unglingar og börn og
þær Lilja og Arna segja að það hafi
skipt miklu máli að myndin væri al-
gerlega verk ungs fólks. „Þarna eru
ungmenni að vekja athygli á mál-
efnum ungmenna. Við vorum að
hugsa um að fá fullorðið fólk til að
vinna myndina. En fullorðnir hugsa
öðruvísi og okkur fannst að það væri
áhrifameira og málstaðurinn kæmist
best til skila ef bara ungmenni kæmu
að þessu,“ segir Lilja.
Þær segja að það hafi komið þeim á
óvart, þegar þær fóru að kynna sér
málin, hver staða málaflokksins er.
„Ég vissi ekki að þetta væri svona
slæmt. Margir krakkar missa mikið
úr lífi sínu vegna þessa,“ segir Arna.
„Það væri kannski mikill kostnaður
til að byrja með að bæta þjónustuna.
En til langs tíma litið væri verið að
spara með því að bæta heilbrigðis-
kerfið. Við uppskerum líka heilbrigð-
ara samfélag.“
Ég held að allir þekki einhvern
Við erum opin
kynslóð og viljum
tala um hlutina
Morgunblaðið/Golli
Heilabrot Þær Arna Dís Arnþórsdóttir (til vinstri) og Lilja Hrund Lúðvíksdóttir eru í hópi vaskra ungmenna úr
Ungmennaráði UNICEF sem gerðu stuttmyndina Heilabrot sem fjallar um geðheilbrigðismál barna og unglinga.
Samhliða frumsýningu stutt-
myndarinnar í dag hafa stjórnir
margra nemendafélaga skipulagt
dagskrá þar sem staðan í geð-
heilbrigðismálum barna og ung-
menna á Íslandi er rædd. Stjórn-
irnar hafa einnig klæðst bolum
merktum átakinu, bent á myllu-
merkin #heilabrot, #éger-
ekkitabú og #viðerumbrjáluð á
samfélagsmiðlum og hvatt nem-
endur til að skilja eftir ósvöruð
símtöl til heilbrigðisráðherra.
„Þetta er meira táknrænt, við er-
um ekki að fara að hringja í ráð-
herra, heldur er hægt að hringja í
tiltekið númer sem verður gefið
upp í myndinni. Á málþinginu
verður Kristjáni Þór Júlíussyni
heilbrigðisráðherra síðan afhent-
ur síminn sem hringt var í og þar
getur hann séð fjölda símtalanna.
Þetta á að sýna hversu þörfin er
mikil og hversu margir krakkar
eru að reyna að fá hjálp,“ segir
Arna.
Ósvöruð símtöl til ráðherra
#HEILABROT, #ÉGEREKKITABÚ OG #VIÐERUMBRJÁLUÐ