Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 Fristad Kansas Vinnufataverslunin Fákafeni 11 www. .is ÞÆGINDI OG GÆÐI Í FYRIRRÚMI VINNUSKYRTUR FRÁ BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það hamlaði athugun í gjaldeyrismáli Seðlabankans að öllum tölvupóstum fyrrverandi ráðuneytisstjóra í við- skiptaráðuneytinu var eytt. Þetta kom í ljós þegar kannað var hvort lögáskilið samþykki ráðherra væri fyrir hendi á gjaldeyrisreglum Seðlabankans. Athugun sérstaks saksóknara leiddi í ljós að samþykkið var ekki fyrir hendi og felldi emb- ættið í kjölfarið niður mörg mál vegna meintra brota á reglunum. Án samþykkis ráðherra gætu reglurnar ekki talist viðhlítandi refsiheimild. Ráða má af svörum þriggja lög- manna sem Morgunblaðið ræddi við að óheimilt sé að eyða tölvupóstum hjá starfsfólki ráðuneyta, nema í undantekningartilfellum. Morgunblaðið hefur undir höndum tölvupóst Sigríðar Logadóttur, aðal- lögfræðings Seðlabankans, til sér- staks saksóknara. Þar staðfestir Sig- ríður að öllum tölvupóstum ráðuneytisstjórans hafi verið eytt. „Ég náði í Jónínu Lárusdóttur sem var ráðuneytisstjóri á þessum tíma en því miður rifjast lítið upp fyrir henni. Hún tók engin gögn með sér úr ráðuneytinu og síðar kom í ljós þegar hún þurfti að komast í gömul gögn vegna Landsdómsmálsins að öllum tölvupóstinum hennar hafði verið eytt. Í [Seðla]bankanum hafa heldur ekki fundist neinir tölvupóst- ar sem formlega staðfesta staðfest- ingu ráðherra,“ ritaði Sigríður. Til rannsóknar árum saman Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á laugardaginn íhuga aðilar sem voru til rannsóknar á meintum brotum á gjaldeyrisreglum Seðla- bankans, án þess að viðhlítandi refsi- heimild væri fyrir hendi, að fara í skaðabótamál vegna tjóns af völdum rannsókna. Dæmi er um að rannsóknirnar hafi hafist þegar um haustið 2009 og stað- ið yfir þar til um vorið 2014, þegar sérstakur saksóknari felldi niður meginhluta ákæru í Aserta-málinu. Hefur umboðsmaður Alþingis gagnrýnt í bréfi til fjármála- og efna- hagsráðherra, seðlabankastjóra, stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og bankaráðs Seðlabankans, að emb- ættið hafi ekki fengið réttar upplýs- ingar frá efnahags- og viðskiptaráðu- neytinu (sem tók við af viðskiptaráðuneytinu 1. október 2009) og starfsfólki Seðlabankans, þegar hann fundaði með fulltrúum ráðuneytisins og SÍ í ársbyrjun 2011. Björgvin G. Sigurðsson, viðskipta- ráðherra 2007 til 2009, fullyrti í Morgunblaðinu í gær að þessar reglusetningar hefðu aldrei komið inn á sitt borð sem ráðherra og að aldrei hefði verið beðið um undirrit- un hans á þeim. Af þessu tilefni hafði upplýsingafulltrúi Seðlabankans samband við blaðamann og fullyrti að fyrirsögn greinar um málið í Morg- unblaðinu í gær, Samþykkis ráð- herra ekki óskað, hefði verið efnis- lega röng. Máli sínu til stuðnings vísaði upplýsingafulltrúinn á blað- síðu 17 í bréfi umboðsmanns Alþing- is. Þar skrifar Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Al- þingis, að í svar- bréfi ráðuneytis- ins til hans, dagsett 25. febr- úar 2011, hefði sagt að umrædd- ar reglur hefðu verið „formlega samþykktar af þáverandi efna- hags- og við- skiptaráðherra með bréfi, dags. 12. desember 2008“. Bankinn hafi óskað samþykkis Þá hafi umboðsmaður vikið að „bréfi bankans til ráðherra, dags. 11. desember 2008, þar sem seðlabank- inn óskaði eftir samþykkt ráðherra á breytingu á reglum um gjaldeyris- mál“. Voru reglurnar birtar í Stjórn- artíðindum 15. desember 2008. Af þessari ábendingu upplýsinga- fulltrúans má draga þá ályktun að innan Seðlabankans sé litið svo á að ábyrgðin á því að fá samþykki ráð- herra liggi hjá ráðuneyti ráðherrans. Með þetta í huga vekur athygli að tölvupóstum ráðuneytisstjórans skuli hafa verið eytt. Lögmaður sem óskaði nafnleyndar sagði slíka eyðingu gagna ekki heim- ila og vísaði til upplýsingalaga og laga um Þjóðskjalasafn. Ekki væri munur á tölvupóstum og stimpluðum pósti sem berst ráðuneytum. Geta leitað til umboðsmanns Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, segir aðila sem telja stjórnvald hafa brotið lög með því að eyða gögnum geta leit- að til æðra stjórnvalds. Í tilviki ráðu- neyta sé mögulegt að leita til um- boðsmanns Alþingis, sem síðan metur hvort tilefni sé til rannsóknar. Hafsteinn Þór segir aðspurður að ef sýnt þyki að stjórnvald hafi ekki farið að lögum heldur eytt gögnum geti það orðið tilefni dómsmála. Í slíkum málum þurfi að sýna fram á tjón sem kunni að valda bótaskyldu. Trausti Fannar Valsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, segir opinberum stjórnvöldum skylt að varðveita gögn sem varða starfsemi þeirra. Á slíkri skyldu hafi verið byggt í réttarframkvæmd og þá sé hún lögfest í upplýsingalögum frá 2012, eldri upplýsingalögum frá 1996 og í lögum um opinber skjalasöfn. „Skylda til að varðveita gögn er bundin við gögn sem hafa þýðingu um starfsemi hins opinbera í víðum skilningi. Ef tölvupóstar sem falla undir þetta viðmið hafa verið vistaðir inn í málaskrárkerfi, eins og almennt ber að gera, þá er það nægjanlegt. Þá þarf ekki líka að varðveita tölvupóst- inn á viðkomandi vefþjóni eða í tölvu starfsmanns. Hafi því hins vegar ekki verið sinnt að koma gagni í við- eigandi vörslu í viðkomandi skrán- ingarkerfi þá myndi vera óheimilt að eyða því. Upplýsingum hjá hinu op- inbera ber almennt að halda til haga og er ekki heimilt að eyða, nema með leyfi Þjóðskjalasafnsins eða í sam- ræmi við reglur sem það hefur sett. Það er svo eðli málsins samkvæmt hluti af skyldum starfsmanna hins opinbera að gæta að því að fylgja þessum reglum og viðmiðum.“ Trausti Fannar ítrekar að í sumum tilfellum sé ekki ólöglegt að eyða tölvupóstum. Það fari eftir því hvort upplýsingarnar var hvergi annars staðar að finna og hvort þær tengd- ust hinu opinbera yfirleitt. Hann seg- ir aðspurður að einkapóstar starfs- manns til maka heyri t.d. undir gögn sem ekki eru talin tengjast rekstri hins opinbera. Því sé ekki ólöglegt að eyða slíkum tölvupóstum. Öllum tölvupóstum var eytt  Tölvupóstum fv. ráðuneytisstjóra var eytt  Það torveldaði athugun í gjaldeyrismáli Seðlabankans  Slík eyðing gagna kann að vera brot á lögum  Upplýsingum hjá hinu opinbera ber að halda til haga Morgunblaðið/Ómar Seðlabanki Íslands Öllum tölvugögnum ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu var eytt. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra varðandi framkvæmd á gjaldeyris- reglum Seðlabankans. Spyr hann þar m.a. hversu mörg- um málum hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans hafi lok- ið með kæru til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar eða embættis sérstaks saksóknara. Guðlaugur sat í við- skiptanefnd 2009-2011, í efnahags- og viðskiptanefnd 2011-2013 og situr nú í fjárlaganefnd Alþingis. „Kjarni málsins er sá að refsiheimildir verða að vera í lögunum. Borgarinn verður að vita hvað er refsivert. Við lestur bréfs umboðsmanns Alþingis virðist það skorta [varðandi gjald- eyrisreglur Seðlabankans] og að farið hafi verið fram af miklu offorsi af Seðlabankanum, án þess að menn séu með refsiheimildirnar í lögunum. Það má færa rök fyrir því að þarna sé ekki farið vel með vald, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.“ Spurður um þær auknu valdheimildir sem Seðla- bankanum voru færðar í kjölfar efnahagshrunsins segist Guðlaugur Þór hafa áhyggjur af því að „í besta falli hafi verið farið á ystu nöf varðandi grundvallarreglur réttarríkisins. Réttarríkið á að vera þannig uppbyggt að við eigum að geta tryggt, sama hvað á gengur í þjóðfélaginu, að grund- vallarreglur þess séu ávallt virtar. Það er ýmislegt sem bendir til þess að við höfum í besta falli verið á gráu svæði hvað það varðar,“ segir hann. Reglur réttarríkisins séu virtar ÞINGMAÐUR SEGIR SEÐLABANKANN HAFA FARIÐ Á YSTU NÖF Guðlaugur Þór Þórðarson Birgir Ármanns- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. „Það liggur fyrir að nefndin þarf að taka málið til nánari skoðunar. Næstu skref verða þau væntanlega að við fáum umboðs- mann til að gera nánari grein fyr- ir efni bréfsins og í framhaldi af því er eðlilegt að kalla eftir við- brögðum Seðlabankans og fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins við þeim athugasemdum sem þarna koma fram. Það ræðst af þeirri umfjöllun hvernig fram- haldið verður síðan,“ segir Birgir. Hann segir aðspurður það verða skoðað hver ábyrgð emb- ættismanna er í málinu og hver reynslan hafi verið af því að fela Seðlabankanum auknar valdheim- ildir. Umboðsmaður komi á fund nefndarinnar Birgir Ármannsson Jónína S. Lárusdóttir Trausti Fannar Valsson Hafsteinn Þór Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.