Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Vera má aðmörg lög-mál sem
þóttu viðtekin í ís-
lenskum stjórn-
málum hafi laskast
eða séu jafnvel úr sögunni.
Nefna má dæmi. Byrjum á
þessu:
Á Íslandi hefur ríkisstjórn
aldrei setið út kjörtímabilið
nema að Sjálfstæðisflokkur
hafi átt þar sæti.
Þetta lögmál stóð lengi, en
spyrja má hvort það standi enn.
Sumir fullyrtu um hríð að þetta
lögmál hefði rofnað vorið 1991,
því að þá hefði ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar
náð að sitja út kjörtímabil.
Þetta var hártogunarkenning
af lakara taginu.
Þorsteinn Pálsson myndaði
þriggja flokka ríkisstjórn sum-
arið 1987 eftir langt samn-
ingaþóf. Því hefur verið haldið
fram að þáverandi ritstjórar
Morgunblaðsins hafi myndað
þá stjórn og er þá vitnað til
þess að Steingrímur Her-
mannsson og Matthías Johann-
essen höfðu þekkst frá blautu
barnsbeini og mjög náið hafi
verið á milli Jóns B. Hannibals-
sonar og Styrmis Gunn-
arssonar. Viðurkennt er að
mjög var til ritstjóranna leitað í
stjórnarmyndunarþófinu. Oft
hefur því efnisminni tilgáta en
þessi verið viðruð.
En hvað sem að þeirri að-
komu laut þá entist rík-
isstjórnin illa og aðeins hálfu
ári eftir myndun hennar tók að
fjara undan henni. Hún sprakk
svo haustið 1988, 14 mánaða
gömul, með sjónhverfingum
sem dapurlegt var að horfa upp
á.
Steingrímur fékk í framhald-
inu umboð til að „mynda meiri-
hlutastjórn“. Sú tilraun rann út
í sandinn á fáeinum dögum og
Þorsteinn fékk þá umboð á ný.
Þá háttaði svo undarlega til, að
maðurinn með stjórnarmynd-
unarumboðið frá forseta náði
ekki sambandi við formenn
annarra flokka þar sem þeir
voru enn að mynda ríkisstjórn
og sátu á fundi með forseta.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
skilaði því sínu umboði til baka
í snatri. Steingrímur fékk nú
aftur umboð til að mynda meiri-
hlutastjórn, en mætti með
minnihlutastjórn. En því var
haldið fram að „huldumenn“ í
þingsalnum myndu verja
stjórnina falli. Og af því að
þetta voru huldumenn var ekki
hægt að upplýsa hverjir
ábyrgðust líf ríkisstjórnar-
innar. Var þetta látið duga!
Minnihlutastjórn Steingríms
sat í eitt ár. En þá bættist
Borgaraflokkur Alberts Guð-
mundssonar við eftir að leiðtog-
inn varð sendi-
herra í París. Sú
ríkisstjórn sat til
loka kjörtímabils-
ins. En hún sat
ekki heilt kjör-
tímabil. Ekki frekar en minni-
hlutastjórn Emils Jónssonar,
sem sat í 11 mánuði, (að mestu
tíminn á milli tvennra kosn-
inga), en ekki kjörtímabil í
hefðbundnum skilningi.
En hvað um ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur? Hún sat
formlega út heilt kjörtímabil og
hrökklaðist frá eftir einstætt
afhroð í kosningum. Síðan hafa
ráðherrar hennar, og að nokkru
forsætisráðherrann sjálfur,
sagt að upp úr miðju kjörtíma-
bili hafi ríkisstjórnin ekki haft
þingmeirihluta. Það leyndi sér
vart fyrir neinum. En ríkis-
stjórnin þráaðist þó við og sat,
þótt öll „hennar stærstu mál“
dagaði uppi eða þau gufuðu
upp. Það tryggði þrásetuna að
vitað var að þingmenn smá-
flokka, sem ekki áttu aft-
urkvæmt til þings eftir kosn-
ingar, sögðust myndu verja
ríkisstjórnina vantrausti (til að
tryggja sjálfum sér aðeins
lengri þingsetu).
En það, sem stjórnskipulega
skipti mestu um að ríkis-
stjórnin gat setið, var að hún
náði að fá fjárlög samþykkt.
Ríkisstjórn, sem ekki er í fær-
um um það, er ekki sætt. Það er
úrslitaatriði um það, hvort
ríkisstjórn telst geta valdað sitt
stjórnskipulega verkefni.
Í ljósi þeirrar staðreyndar er
eftirtektarvert að horfa til
ástands, sem Styrmir Gunn-
arsson lýsir í nýlegum pistli:
„Framkvæmdastjórn Evr-
ópu sambandsins hefur að sögn
Daily Telegraph, gefið ríkis-
stjórn Spánar fyrirmæli um að
endurskoða fjárlagafrumvarp
næsta árs, auka niðurskurð út-
gjalda og hækka skatta þar sem
fjárlagafrumvarpið uppfylli
ekki kröfur ESB.
Ráðamenn í Brussel telja, að
halli á fjárlögum Spánar verði
4,5% á þessu ári og 3,5% á því
næsta sem gangi gegn þeirri
stefnumörkun ESB að fjár-
lagahalli megi ekki vera meiri
en 3%. Ríkisstjórn Spánar telur
hins vegar að hallinn verði 4,2%
á þessu ári og 2,8% á árinu
2016.
Samkvæmt því sem fram
kemur í DT er þó ljóst að Spánn
hefur náð miklum árangri í að
draga úr fjárlagahalla, sem var
11% á árinu 2009.“
Síðasta ríkisstjórn þráaðist
við að koma Íslandi í ESB þótt
hún vissi að þar með hefði Ís-
land ekki síðasta orðið um eigið
fjárlagafrumvarp. Spurningar
um fullveldi eru óþarfar þegar
svo er komið.
Spánn er hrópandi
dæmi um ríki með
laskað fullveldi}
Fjárlög eru spurning
um fullveldi
É
g lagðist í rannsóknir fyrir stuttu
á ævi Mikis Theodorakis, þess
merkilega tónskálds, sem varð
níræður 25. júlí sl., og þurfti þá
að rifja sitthvað upp úr sögu
Grikkja á síðustu öld. Einn af þeim sem þar
komu við sögu er Ioannis Metaxas, sem eitt
sinn var forsætisráðherra Grikklands og síðar
einræðisherra, hrotti og harðstjóri. Hann féll
frá í ársbyrjun 1941 og var harmdauði hægri-
mönnum þess tíma, sýnist mér, enda var hans
getið í þessu blaði sem „hins glæsilega foringja
grísku þjóðarinnar“ og breska blaðið Times
mærði „ósvikna þróttmikla föðurlandsást“
hins „föðurlega einræðisherra“.
Nú er þetta ekki óvanalegt í sögunni, hinn
„sterka“ leiðtoga sem bjargar þjóðinni ber oft
á góma og ekki síst ef hægt er að lofa hann fyr-
ir karlmannlega eiginleika, hreysti eða hugdirfsku, já, og
hægrimennsku – sannkallaður landsfaðir. Að sama skapi
eru þeir karlar sem ekki eru hraustir og hugdjarfir út-
hrópaðir fyrir „kvenlega“ eiginleika, þeir forðast átök,
vilja ræða málin og leita lausna og eru oftar en ekki
vinstrimenn.
Nú dettur þér kannski í hug að ég sé að delera, einu
sinni sem oftar, en ekki þarf að líta langt til að sjá dæmi.
Sjá til að mynda hve hinn karlmannlegi og ákveðni
Donald Trump nýtur mikillar hylli meðal bandarískra
hægrimanna – sem stendur hyggst þriðjungur kjósenda
Repúblikana velja hann frambjóðanda flokksins til for-
seta vestan hafs þó hann sé rasískt karl-
rembusvín.
Annað dæmi forvitnilegt, sem á ekki bara
við um hægrimenn vestan hafs heldur (hvíta
miðaldra) hægrimenn víða um Evrópu líka, er
það dálæti sem þeir hafa á Vladimir Pútín,
forseta Rússlands, hinum „sterka leiðtoga“.
Hann gætir og vel að því að rækta karl-
mennskuímynd sína, birtir gjarnan myndir af
sér berum að ofan þegar hann er að sýna snilli
sína í bardagaíþróttum, svífa um á svifdreka,
hnoðast með veiðihundum, synda í straum-
hörðum ám eða fella bjarndýr með einu hnefa-
höggi. Hann er líka fljótur að taka ákvarðanir,
lætur ekki mannúðarsjónarmið þvælast fyrir
sér eða álíka kvenlegar tilfinningar; ef hann
vill sprengja þá er sprengt og ef einhver
drepst sem ekki átti að drepa, þá það.
Ef marka má orðræðu aðdáenda Pútíns á Vest-
urlöndum stafar hún aðallega af karlmannlegu yfirbragði
hans, hér sé loks kominn karlmannlegur leiðtogi, eða eins
og ég rakst á í einni lofræðunni: karlmannlegur karl sem
er fljótur að taka ákvarðanir, þó þær séu kannski rangar,
sem er áþekkt og það sem menn kunna að meta við Don-
ald Trump. Þá gleymist að menn eins og þeir eru ekki að
taka ákvarðanir eða gefa yfirlýsingar af styrk eða hreysti
– þeir eru báðir að glíma við ferlega minnimáttarkennd
og taka ákvarðanir út frá því, út frá veikleika, ekki styrk.
Já, og aðdáendur þeirra glíma líka við minnimáttarkennd,
en það er önnur saga. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Föðurlegi einræðisherrann
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Fyrirhugað er að forsetiFrakklands, Francois Hol-lande, verði meðal ræðu-manna á fundi Hringborðs
norðurslóða (Arctic Circle) í Reykja-
vík sem haldinn verður 16.-18. októ-
ber nk. Frakkar hafa lengi sýnt mik-
inn áhuga á málefnum norðurslóða og
með þátttöku forsetans undirstrika
þeir þá stefnu sína.
Forsetaembættið í Frakklandi
hefur frá 1959 verið geysilega valda-
mikið, þannig er forsetinn æðsti mað-
ur utanríkis- og varnarmála, jafnvel
þótt forsætisráðherra landsins sé úr
öðrum flokki. Forsetinn gerir samn-
inga við önnur ríki, getur slitið þingi
og tilnefnt ráðherra og aðra valda-
mestu embættismenn.
Sósíalistinn Hollande er 61 árs,
fæddur í Rouen og stundaði nám við
hinn fræga elítuháskóla ENA eins og
allir forsetar frá 1969 að Nicolas Sar-
kozy undanskildum. Hollande sigraði
Sarkozy naumlega í forsetakjörinu
2012 og getur boðið sig fram á ný
þegar næst verður kosið 2017.
Hann hefur að sögn tímaritsins
Economist verið framtakssamur í ut-
anríkismálum, beitti sér m.a. ákaft
fyrir því að Grikkjum yrði ekki vikið
úr evrusamstarfinu. Þegar Rússar
hernámu Krím stöðvaði forsetinn
sölu á tveim háþróuðum herskipum
til þeirra, aðgerð sem getur kostað
Frakka mikið tekjutap. Einnig hikaði
Hollande ekki við að senda herlið til
bæði Malí og Mið-Afríkulýðveldisins
til að aðstoða stjórnvöld í baráttu
gegn hryðjuverkamönnum. Nýlega
hófu Frakkar auk þess loftárásir á
stöðvar Ríkis íslams, IS, í Sýrlandi.
Forsetinn sagði nýlega að ef ekki yrði
gripið inn í Sýrlandi gæti afleiðingin
orðið „allsherjarstríð“ í Mið-
Austurlöndum.
Hollande hefur einnig varað við
afleiðingum þess að ekki náist sam-
komulag á loftslagsráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna sem haldin verður í
París í desember. Og það var að
kröfu hans að sett var ákvæði í samn-
inga við Írana um kjarnorkumál að
hægt yrði að endurnýja viðskipta-
bannið ef þeir stæðu ekki við samn-
inginn. Annað mál er svo að ljóst er
að hvorki Rússar né Kínverjar munu
taka þátt í slíkum aðgerðum ef
ákvæðið verður notað.
En þrátt fyrir margvíslegt frum-
kvæði forsetans í alþjóðamálum hef-
ur honum ekki gengið vel að verða sá
alþjóðlegi leiðtogi sem hann augljós-
lega vill verða. Ein ástæðan er að
Þýskaland, með Angelu Merkel
kanslara í fararbroddi, er svo aug-
ljóslega forysturíki Evrópusam-
bandsins. Frakkar falla einfaldlega í
skuggann. En það gera þeir líka
vegna þess að efnahagur landsins er
og hefur lengi verið staðnaður.
Óvinsælar efnahagsaðgerðir
Hollande reyndi í upphafi að
standa við kosningaloforðin. Hæsta
skattþrep fór nú í 75% en hann varð
nokkrum mánuðum síðar að falla frá
breytingunni. Skatttekjur höfðu
minnkað, þvert á spár vinstrimanna.
Atvinnuleysið er um 10%, hagvöxtur
nær enginn og ríkið stöðugt rekið
með halla. Ný lög sem gera auðveld-
ara að fækka starfsmönnum í fyrir-
tækjum fóru mjög fyrir brjóstið á
flokksmönnum hans og sluppu
með naumindum í gegnum þingið.
Stuðningur í könnunum við
Hollande hefur sveiflast mjög
og oftast niður á við frá
2012. Í september sl.
sögðust aðeins 19%
kjósenda líkleg til að
kjósa hann 2017 og fáir
spá því nú að hann
verði forsetaefni sósíal-
ista.
Forseti í kröppum
dansi á heimaslóðum
AFP
Þjóðhöfðinginn Francois Hollande forseti stendur illa í skoðanakönnunum
sem stendur. Embætti forsetans er afar valdamikið í Frakklandi.
Kvennamál Hollande hafa lengi
verið vinsælt umræðuefni í
Frakklandi. Þáverandi sambýlis-
kona og barnsmóðir Hollande,
Segolene Royal, var forsetaefni
sósíalista árið 2007 en tapaði
fyrir Nicolas Sarkozy. Þau slitu
samvistir sama ár og Hollande
tók saman við rithöfundinn Va-
lerie Trierweiler. En í janúar
2014 skýrði Hollande frá því að
sambandinu væri lokið.
Skömmu áður höfðu franskir
fjölmiðlar sagt frá sambandi
forsetans við leikkonuna
Julie Gayet og leyni-
legum ferðum hans á
mótorhjóli í París til
að hitta hana. Fyrir
nokkrum dögum
voru tvö tímarit
sektuð fyrir að taka
á laun myndir af
Hollande og Gayet
í einu af opinber-
um sumarhúsum
forsetans.
Leynilegir
ástarfundir
KVENNAMÁL HOLLANDE
Julie
Gayet