Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 35
námi í Noregi flutti hún, ásamt ung- um syni, norður til Akureyrar og sinnti umönnun fatlaðra á Sólborg. Á Akureyri skaut hún rótum, giftist og eignaðist tvær dætur. Með uppeldi og vinnu fór hún í öldunga- deild MA og lauk stúdentsprófi. Valgerður var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri og var lengi við heimahjúkrun aldraðra við Heilsugæslustöðina á Akureyri, var deildarstjóri og lauk sérnámi í heilsugæsluhjúkrun og kennslurétt- indanámi. Á seinni árum vann Valgerður við umönnun og fræðslu fyrir aldraða á Kristnesspítala og hjúkrunardeild- inni Seli við Sjúkrahúsið á Ak- ureyri. Réttindi og aðstæður aldraðra hafa hafa átt hug hennar og hún lauk M.Sc.-prófi í heilbrigðisvís- indum við HA árið 2010. Lokarit- gerðin fjallaði um siðferðileg rétt- indi aldraðra er varða híbýli og heimili. Reynir að ná tökum á skriðsundinu Valgerður hefur unnið mikið að góðgerðarstarfsemi, m.a. á vegum Oddfellow á Akureyri. Hún hefur farið ófáar ferðir í sól og sumaryl og nú eru helst tvær til þrjár ferðir skipulagðar ár hvert. Hún fer í sund á hverjum morgni og er mesta áskorunin nú að ná almennilegum tökum á skriðsundinu, sem hefur reynst þrautin þyngri. Hún stundar skátastarf með gildi eldri skáta á Akureyri og nýtur söngs, útiveru og félagsskapar í þeim góða hópi. Auk þess mætir hún í bóka-, söng-, sund- og gönguklúbba að ógleymdum lesklúbbnum góða hér um árið þar sem lesið var á rauð- vínsflöskur, en gott rauðvín og ostar eru í uppáhaldi í góðra vina hópi. Vinkonurnar eru líka endalaus upp- spretta gleði og tilbreytni daglegs lífs. Valgerður á fimm barnabörn sem njóta óspart félagsskapar, hlýju og góðrar móttöku í Merkigili, ásamt smá skutli og öðrum reddingum sem amma hikar ekki við að leysa. Fjölskylda Börn Valgerðar eru Jón Ívar Rafnsson, f. 15.3. 1968, viðskipta- stjóri hjá VÍS, maki Bergljót Þrast- ardóttir, sérfræðingur á Jafnréttis- stofu; Þórunn Lilja Kristjánsdóttir, f. 1.4. 1972, d. 20.11. 1982; Sigrún Lóa Kristjánsdóttir, f. 4.2. 1975, verkefnastjóri við HA, maki Búi Vil- hjálmur Guðmundsson, málari og knattspyrnuþjálfari. Fyrrverandi eiginmaður Valgerð- ar er Kristján Jóhannesson, f. 29.7. 1946, bifvélavirki og sjómaður. For- eldrar hans eru Jóhannes Kristjáns- son, f. 25.11. 1921, bifvélavirki og Ólafía Jóhannesdóttir, f. 22.7. 1924, húsfreyja. Systkini Valgerðar: Ágúst Ingi Jónsson, f. 31.1. 1951, blaðamaður á Morgunblaðinu, Gísli Hafþór Jóns- son, f. 29.1. 1955, skipasmíðameist- ari hjá Eykt, Ásrún Jónsdóttir, f. 17.6. 1956, þroskaþjálfi hjá Hafn- arfjarðarbæ. Foreldrar Valgerðar: Sigríður Kamilla Gísladóttir, f. 26.10. 1919, d. 14.3. 2009, húsmóðir og verkakona í Reykjavík, og Jón Páls Guðmunds- son, f. 4.3. 1923, d. 29.7. 2010, sjó- maður, lengst af á vitaskipunum. Valgerður er nú stödd í Salzburg í Austurríki. Úr frændgarði Valgerðar Jónsdóttur Valgerður Jónsdóttir Sigrún Sigurðardóttir húsfr. á Suðureyri og á Akranesi Hallbjörn Eðvarð Oddsson kennari á Akranesi og Suður- eyri, ættfaðir Hallbjarnarættar Valgerður Friðrika Hallbjörnsdóttir húsfreyja á Suðureyri Guðmundur Þorleifur Geirmundsson sjómaður og smiður á Suðureyri Jón Páls Guðmundsson sjómaður í Rvík Guðrún Einarsdóttir Geirmundur Jónsson Friðrik Benónýsson í Eyjum Sigurður Hallbjörnsson útgerðarm. á Akranesi Cæsar Hallbjörnsson kaupm. og rithöf. í RvíkElías Mar rithöfundur Binni í Gröf Guðný Sigurðardóttir húsfr. á Núpi og á Raufarfelli Jón Benónýsson b. á Núpi undir Eyjafjöllum og söðlasm. á Raufarfelli Gísli Jónsson form. í Vestmannaeyjum Ingibjörg Guðmundsdóttir vinnukona í Rvík og húsfr. í Eyjum Sigríður Kamilla Gísladóttir húsfr. í Rvík með meiru Borghildur Símonardóttir húsfr. í Borgarf. og í Eyjum Guðmundur Bjarnason smiður í Borgarfirði Afmælisbarnið Valgerður Jóns- dóttir hjúkrunarfræðingur. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 Halldóra Bjarnadóttir fæddistað Ási í Vatnsdal 14.10.1873, dóttir Bjarna Jónas- sonar og Bjargar Jónsdóttur. Þau skildu og hafði skilnaðurinn djúp- stæð áhrif á Halldóru. Halldóra vildi fara í Latínuskól- ann þó það stæði ekki til boða. Hún kenndi handavinnu og heimilisfræði á Norðurlandi, fór í kennaranám til Noregs 1896, kom heim 1899, kenndi við Barnaskólann í Reykjavík og nýtti sér nýjar kennsluaðferðir frá Noregi og kennsluhugmyndir Guð- mundar Finnbogasonar. En þrátt fyrir metnað í starfi fékk hún lægri laun en kennarar menntaðir hér á landi. Hún fór því aftur til Noregs, kenndi í Moss og naut virðingar sem brautryðjandi í kennslu. Halldóra var skólastjóri við Barnaskólann á Akureyri 1908-1918 og kenndi kristinfræði og handa- vinnu. Hún hélt vikulega kenn- arafundi á heimili sín, hafði þar kennsluæfingar og fjallað var um tornæma og baldna nemendur og lausnir á vanda þeirra. Hún kom á sérkennslu í skólanum, lagði mikla áherslu á náin tengsl heimila og skóla, lét útbúa leikvöll við skólann, lagði grunn að skólabókasafni, kom á leikfimikennslu og þeirri reglu að halda litlu jólin í skólanum. Ein- kunnarorð skólans í hennar tíð voru hreinlæti, reglusemi og sparsemi. Hún stóð fyrir vettvangsferðum í fyrirtæki og stofnanir í bænum og þemaverkefnum í tengslum við þær. Halldóra varð mjög trúuð á ung- lingsárum og lagði ætíð áherslu á kristinfræðikennslu. Hún fékk gagn- rýni frá bæjarbúum fyrir skóla- umbætur en uppátæki hennar voru talin kostnaðarsöm og óþörf. Hún var búsett á Akureyri 1922, sat þar í bæjarstjórn og skólanefnd, studdi kvennabaráttuna, var fyrsti formað- ur Sambands norðlenskra kvenna og gaf út og ritstýrði ársritinu Hlín, málsvara Sambands norðlenskra kvenna í 44 ár. Hún kenndi svo handavinnu við KÍ 1922-30 og starf- aði í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skrif- aði ævisögu Halldóru, útg. 1960. Halldóra lést 28.11. 1981, þá 108 ára, elst allra Íslendinga. Merkir Íslendingar Halldóra Bjarnadóttir 90 ára Einar Steinþórsson Ingveldur Gestsdóttir Þorsteinn Jónatansson 85 ára Eiríkur Kúld Davíðsson Gísli Guðmundsson Margrét Gunnarsdóttir 80 ára Erla M. Jónsdóttir Sigurður Sigurðsson 75 ára Árný Elsa Tómasdóttir Guðrún Pálsdóttir Gunnar Björgvin Arason Kristín Ósk Óskarsdóttir 70 ára Ástríður Hauksdóttir Búi Steinn Jóhannsson Guðmundur B. Haraldsson Helgi Júlíusson Ólafur E. Thoroddsen Rósa Helgadóttir Sesselja Hannesdóttir Steingrímur Magnússon Valgerður Guðmundsdóttir Vilborg Jóhannsdóttir 60 ára Ásbjörn Skúlason Guðbjörg Nanna Einarsdóttir Guðmundur H. Jóhannsson Hólmar Heiðdal Hjálmtýsson Lilja Guðný Guðmundsdóttir Sigbjörn Björnsson Solvej Dürke Bloch Þorbjörg Jóhannsdóttir Ægir Lúðvíksson 50 ára Bjarni Bjarnason Eileen Chua Yao Eva Dís Snorradóttir Friðrik Úlfar Oddsson Guðlaugur Stefánsson Guðmundur Pálmason Kjartan Sveinsson Sigurður E. Steinsson Slawomir Szczepanik Valgerður G. Halldórsdóttir 40 ára Alexandra Þórlindsdóttir Arnaldur Gauti Johnson Elizabeth Margaret Skuthorpe Elsa Rannveig Sveinsdóttir Emilía Katrín Leifsdóttir Harpa Rut Svansdóttir Lech Obrycki Mariusz Kolasa Piotr Slawomir Latkowski Rut Gunnarsdóttir Solveig Edda Vilhjálmsdóttir Sunneva Eggertsdóttir 30 ára Andri Björn Úlfarsson Ingunn S.U. Kristensen Jessica Nathalie E. Devergnies Mary Catherine Ólafsson Ragnar Þór Risten Friðjónsson Sigurður Garðarsson Úlfhildur Ólafsdóttir Zbigniew Koscielecki Þrúða Sif Einarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Viktoría ólst upp í Reykjavík, býr þar, er sjúkraliði, lauk BA-prófi í þroskaþjálfafræðum frá HÍ og er þroskaþjálfi í Rjóðrinu og við leikskóla. Maki: Jón Ingiberg Jón- steinsson, f. 1982, graf- ískur hönnuðöur. Sonur: Róbert Elí, f. 2011, og annað á leiðinni. Foreldrar: Birna Bald- ursdóttir, f. 1961, og Sig- urgeir Ernst, f. 1959. Þau búa í Reykjavík. Viktoría Sigurgeirsdóttir 30 ára María ólst upp í Reykjavík, býr í Reykjavík, lauk cand. psych.-prófi í klínískri sálfræði frá HÍ og starfar í átröskunarteymi LSH. Maki: Hjörleifur Gíslason, f. 1984, lögfræðingur. Foreldrar: Laufey Tryggvadóttir, f. 1954, far- aldsfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Ís- lands, og Þorgeir S. Helgason, f. 1953, jarð- verkfræðingur. María Þóra Þorgeirsdóttir 30 ára Eyþór ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk at- vinnuflugmannsréttindum frá Flugskóla Íslands og er flugmaður hjá Mýflugi. Maki: Birna Kristinsdóttir, f. 1986, starfar við leik- skóla. Börn: Ásdís Heiða, f. 2012, og annað á leiðinni. Foreldrar: Ásgeir Helgi Erlingsson, f. 1962, og Kristín Kristjánsdóttir, f. 1964. Fósturmóðir: Heiða M. Hilmarsdóttir, f. 1965. Eyþór Páll Ásgeirsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 9 -18, laugardaga 11-16 – www.rafkaup.is FOLD veggljós frá Hönnuður er Arik Levy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.