Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.10.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 ✝ Lárus DaníelStefánsson fæddist á Sjúkra- húsinu á Ísafirði 23. mars 1962. Hann lést á gjör- gæsludeild LSH að kvöldi 5. október 2015. Hann var sonur hjónanna Stefáns Björnssonar, f. 20. ágúst 1930, d. 21. ágúst 1963, og Sigfríðar Lár- usdóttur, f. 11.ágúst 1938. Seinni maki Sigfríðar er Finn- bogi Jóhannsson, fyrrv. skóla- stjóri, f. 8.5. 1930. Systkini Lárusar eru Matthías Berg, f. 19.1. 1953, maki Þóra Guð- mundsdóttir, Lárus Daníel, f. 11.9. 1957, d. 1.3. 1962, Jóna, f. 17. 10. 1958, d. 1.3. 1962, Hin- rik, f. 8.1 1960, maki Helga Anna Kristín nemi, f. 21.9. 1993, unnusti Sveinn Víkingur Þorsteinsson, f. 12.8. 1992. Kær kærasta Lárusar var Kristín Ingveldur Bragadóttir, f. 28.9. 1967. Lárus lauk grunnskólaprófi frá Hlíðaskóla 1978 og fór þá einn vetur í Fjölbrautaskólann við Ármúla. Eftir það hóf hann störf hjá Áburðarverksmiðju ríkisins þar sem hann starfaði í tuttugu ár. Árin 2000-2003 var hann bústjóri á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit fyrir kjúkl- ingabúið Móa. Þaðan lá leiðin að Reykjaflöt í Hrunamanna- hreppi þar sem fjölskyldan hefur búið síðan. Lárus var mikill hestamaður og tók virkan þátt í öllu kóra- starfi þar sem hann bjó hverju sinni, og söng m.a. með karla- kórnum Stefni, Karlakór Kjal- nesinga, Karlakór Hreppa- manna, kirkjukór Hruna- og Hrepphólasóknar ásamt söng- hópnum Frá getnaði til grafar. Útför Lárusar verður gerð frá Skálholtskirkju í dag, 14. október 2015, kl. 14. Oddsdóttir, Gróa, f. 11.2. 1961, maki Önundur Jónsson, Stefán Jón, f. 16.9. 1963, maki Stein- dóra Á. Sigurð- ardóttir, og Þor- kell Már, f. 23.3. 1971, maki Gunnur St. Nikulásdóttir. Lárus kvæntist 17. október 1992 Stefaníu Bjarna- dóttur, f. 5.1. 1962, d. 5.9. 2013, en þau höfðu verið sam- an frá árinu 1977. Börn þeirra eru: a) Sigfríð sjúkraþjálfari, f. 15.4. 1988, sambýlismaður Elv- ar Logi Gunnarsson, f. 9.8. 1987, synir þeirra eru Þorgeir Elís, f. 11.8. 2010 og Garðar Jóhannes, f. 31.12. 2014, b) Guðlaugur Garðar pípulagn- ingamaður, f. 3.10. 1991, c) Við kveðjum í dag hann Lárus bróður minn. Þessi kveðjustund kom alltof fljótt og fyrirvaralítið. Glaðvær, syngjandi, hlýr og já- kvæður eru lýsingarorð sem koma upp í hugann þegar hans er minnst, var gott og einnig gaman að eiga hann sem bróður. Söngur og hestar voru alla tíð hans líf og yndi enda eiga þessi áhugamál einstaklega vel saman. Duglegur var hann að draga mig í útreiðartúra og í minningunni bregður fyrir myndum af okkur sundríðandi eða manni sjálfum á stökki, hálfstjörfum af hræðslu á trylltum hesti. Sem söngmaður hafði Lárus bróðir bjarta og fal- lega rödd. Hafði hann einstakt lag á því að muna alla söngtexta og laglínur sem ratað höfðu inn um eyru hans, átti það jafnt við um forna söngva og dægurlög samtímans. Börn hændust að Lárusi og hafði hann gaman af því að láta þau reyna sig á hestbaki eða stýra dráttarvélum. Lárus og Stefanía kona hans, sem einnig lést langt fyrir aldur fram, reyndust mér alla tíð ein- staklega vel og þá sérstaklega á uppvaxtarárum mínum. Verð ég þeim ævinlega þakklátur fyrir það. Elsku Sigfríð, Guðlaugur, Anna og Kristín, ykkar missir er mikill og votta ég og fjölskylda mín okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði, kæri bróðir. Þorkell. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Andlát þitt kom eins og blaut tuska framan í andlit okkar allra, ekki óraði mig fyrir því á mánu- daginn að fá þessa hringingu að bróðir minn væri allur. Síðustu dagar hafa verið hálf- gerð rússíbanareið tilfinninga, gleði og sorgar. Minningarnar streyma fram í hugann um æsku- árin okkar í skjóli góðrar móður, sem kenndi okkur m.a. að koma alltaf vel fram við fólk, öfunda ekki aðra, heldur samgleðjast fólki. Þann eiginleika tileinkaðir þú þér út allt lífið. Varst svo um- hyggjusamur við aðra og sannur vinur að eftir var tekið. Ég sé þig koma á móti mér fagnandi, klæddur í lopapeysu og gallabuxur, skítugur á höndun- um, faðmar mann og kyssir og segir eitthvað fallegt, það varst þú. Söngur og reiðmennska var þitt uppáhald. Enda áttir þú ógrynni vina sem þú kynntist m.a. í gegnum kórastarfið, hvort sem um var að ræða karlakóra eða kirkjukóra. Elsku bróðir, þú varst boðberi gleði og góðra verka fyrir þitt samfélag, því þú máttir ekkert aumt sjá og lést verkin tala. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast þessa daga með sveit- ungum þínum, þvílíkur kærleikur sem fjölskyldan nýtur á þessum erfiðu tímum. Hafið hjartans þökk fyrir. Þá hefur vera okkar bræðra hér í sveitinni síðustu daga hnýtt bönd, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Lárus bróðir elskaði börnin sín og barnabörn framar öllu, og bar hag þeirra fyrir brjósti, ekkert var nógu gott fyrir þau. Það er mikið lagt á börnin þín og skammt stórra högga á milli þar sem æskuástin þín og eiginkona lést fyrir aðeins tveimur árum og nákvæmlega einum mánuði. Þið voruð falleg saman þú og Stefa, ólust nánast upp saman. En lengi má manninn reyna og þið genguð saman í gegnum mikla erfiðleika þegar Stefa þín greindist með krabbamein í maga. Börnin þín eru ekki einungis að glíma við sorgina vegna andláts þíns núna, heldur bíður þeirra að taka við rekstri garðyrkjustöðvarinnar að Reykjaflöt. Ég vil þakka þér alla þá hlýju og ástúð sem þú hefur sýnt mömmu og hugulsemi við hana og fóstra. Samband þitt og mömmu var fallegt og kannski bara einstakt. Nú syrgir hún drenginn sinn, það er með ólíkindum sem lagt er á þá konu og mikil er trú almætt- isins á henni. Lárus minn eignaðist líka kær- ustu síðustu 2 árin, hana Krist- ínu. Þessi tími hefur verið þeim báðum dýrmætur, og bróðir minn sýndi á sér nýjar hliðar róman- tíkur. Það verður erfitt að trúa því að þú sért allur, elsku bróðir minn, en þú skilur eftir þig svo miklar og góðar minningar, sem enginn tekur frá okkur. Við yljum okkur við þær. Nú getur engið raddað með mér eins og við gátum gert á góðu kvöldi, og ég sakna þess. Ég færi kærar kveðjur og þakklæti frá fjölskyldum okkar bræðra með þakklæti fyrir allt og allt. Vertu góðum Guði falinn, kæri bróðir, við minnumst þín öll með miklu þakklæti og eigum sjóð minninga til að ylja okkur við. Minnist þín með hlýju, kæri bróðir. Þín að eilífu, Gróa systir. Sporin okkar hafa legið saman þau rúmu 52 ár sem hann Lalli minn dvaldi á meðal okkar, enda erum við samtvinnuð sterkum fjölskylduböndum sem ekkert fær slitið. Systkinin hafa öll verið mér sem yngri systkini sem ég óskaði svo oft eftir að eiga, áður en þau komu eitt af öðru. Það var ljós og fagur drengur sem kom í heiminn 23. mars 1962 og Lárus Daníel fékk nöfnin sín á fermingardaginn minn, 13. maí, og um sumarið var mér treyst fyrir systkinunum á meðan for- eldrarnir fóru í nokkurra daga ferðalag. Kærleiksríkur, ljúfur, gaman- samur með brosið sitt ljúfa, þétt faðmlag og sterkar hendur, þannig var hann frændi minn. Stundum var hann hjá okkur Stefáni á Egilsgötunni og þar átt- um við góðar stundir. Lalli fór einn í strætó í Melaskóla, átti sína strætómiða eins og ráðsettur maður, en einn daginn varð biðin löng. Þá brá hann sér í skoðun- artúra um hverfin austan Snorra- brautar og þá varð „móða“ áhyggjufull um vininn sinn. En allt gekk þetta upp með sóma, hvað annað! Drengurinn óx og dafnaði í Drápuhlíðinni, var léttur á fæti og spilaði með bræðrum sínum í Val og þótti einkar lunkinn í körfu. Að eignast hesta var kannski ekki alveg það sem við ólumst upp við, en Lalli fékk samt snemma áhuga. Fyrsta hestinn greiddi hann, að mig minnir, með harmonikkunni sinni. Lárus hafði fádæma fallega rödd, enda var söngurinn aldrei langt undan og ungur var hann farinn að syngja í karlakórum. Þeim söng lýkur aldrei. Ungur valdi hann sér lífsföru- naut, hana Stefaníu sem fór svo allt of snemma og þau voru sem eitt og nefnd í sama orðinu, Lalli og Stefa. Daníela Jóna dóttir mín tók við keflinu af mér þegar börn þeirra þrjú komu eitt af öðru. Og börnin urðu nánast eins og yngri systkini hennar og við fengum líka að snú- ast í kringum þau og sækja í leik- skóla og skóla. Það vakti mikla kátínu þegar unga fólkið ráðskað- ist með okkur heimilisfólkið. Börnin uxu og döfnuðu hvert öðru myndarlegra. Sigfríð og Elvar Logi eiga gullmolana Þorgeir Elís og Garðar Jóhannes. Lalli fór snemma að vinna fyr- ir sér og sjálfstæðið blundaði í honum frá bernsku. Allt sem Lalli og þau Stefa tóku sér fyrir hendur var leyst með sóma, þau keyptu ung íbúð, síðan hesthús, stærri íbúð og hús. Þau stunduðu dugleg og þrautseig sín daglegu störf ásamt áhugamálunum, söng og hestamennsku og öllu sem því fylgdi. Um skeið ráku þau kjúk- lingabú að Hurðarbaki, og síðan keyptu þau garðyrkjubúið á Reykjaflöt og ráku af myndar- skap, bjartsýn á lífið og framtíð- ina. Og nú var að verða bjart framundan. En þá kom höggið, Stefa veiktist og í hönd fór bar- áttan með henni. Þau börðust samhent og kærleiksrík þar til yfir lauk. Í fyrrasumar var ég eitthvað að bauka á Reykjaflöt og þá kynnti Lalli mig fyrir henni Kristínu sinni og það var yndis- legt að sjá að gamalkunnugt og ljúft blik var aftur komið í aug- unum hans. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumarnótt. Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Kiljan Laxnes) Guð blessi minninguna um ljúflinginn minn, og alla þá sem honum standa nærri. Bára Björk. Lárus minn. Mikið á ég eftir að sakna þín, ljúfmennskunnar og jafnaðargeðsins. Fyrstu kynni okkar voru fyrir um þrjátíu ár- um; þá meðtókstu mig strax sem vin og fagnaðir mér ávallt jafn innilega, þegar við hittumst. Mik- il var gleði okkar Gróu, þegar þú komst með hana Kristínu þína vestur um daginn og þið eydduð með okkur einni helgi. Eins minnist ég fjögurra vikna ferðar um Bandaríkin með þér og Stef- aníu 1987. Við fórum fjögur sam- an alla leiðina til Havaí. Oft hef ég leitt hugann að því, hversu gott var að vera í návist ykkar, án þess að nokkru sinni hafi komið upp ósamlyndi. Nei, við leigðum okkur oftast hótelherbergi með tveim stórum rúmum og sváfum öll saman í herberginu. Í Chicago fékkst þú heilan ísbar til að skella uppúr, með smá lagstúf, brosi og danssveiflu. Þú hafðir þennan sjarma að geta faðmað alla að þér og tekið þátt í gleði þeirra og sorgum. Þetta finnst mér hafa verið mesti mannkostur þinn. Lalli, þú kunnir líka að tala rétt til fólks, rétta tóninn, „já elskan mín – komdu elskan mín – sæll elsku vinur – bless elsku vinur minn“. Og þú meintir þetta. Stef- anía var ófrísk að Sigfríði í Am- eríkuferðinni. Við reyndum að finna á barnið nafn sem tengdist Havaí, en auðvitað fannst ekkert slíkt, en okkur kom saman um að þegar hún fæddist hafi það verið havaírós sem kom í heiminn. Tvö önnur börn eignuðust þið. Þessi þriggja barna hópur þinn var stolt þitt og afastrákarnir tveir bættust svo við, tveir gullmolar. Mannvænlegur og fallegur hóp- ur, sem nú tekur við af þér og ber áfram hróður þinn. Mér eru þær stundir kærar og hugsa oft til þeirra, þegar þú varst kominn í gírinn og tókst lagið. Söngst af mikilli innlifun, með augun hálf- lukt, en fingurnir fóru á ferð og tifuðu í takt við lagið. Ykkur Gróu er gefinn sá hæfileiki að kunna alla texta og öll lög. Haustin voru þinn eftirlætistími. Þá var að fara í réttirnar, hestaréttirnar í Skagafirði og fjárréttir hér og þar hér syðra. Smalamennskan var þér lífsnauðsynleg. Þar voru flestir vinir þínir komnir saman. Ég sá strax, við fyrstu heimsókn til þín og Stefaníu að Reykjaflöt, að þetta var staðurinn sem þú mundir una þér vel á. Stoltur varstu þegar þú gekkst með mér um landareignina og sýndir mér. Ekki skemmdi svo fyrir að hún mamma þín og hann „fóstri“ komu og bjuggu við hlið ykkar. En ef einhver átti bágt eða ein- hvern vantaði að halla höfði sínu að, þá varst þú tilbúinn að rétta fram hönd þína og styðja hann, hughreysta og hugga. Mér fannst þú stundum vera nokkurs konar félagsmálafulltrúi í sveitinni. En lífið getur verið grimmt. Kristín þín, sem nýlega er komin inn í líf þitt, verður að sjá á eftir þér. Móðir, systkini, börnin og tengdafólkið, öll söknum við þín sárt. En það sem eftir stendur er falleg minning um góðan mann. Sú minning mun lengi lifa. En Lalli minn, ég kveð þig með þess- um fátæklegu orðum, hinsta sinni. Ég veit að það er vel tekið á móti þér „hinumegin“, þar eru margir góðir faðmar sem taka á móti þér. Ég er stoltur af því að hafa þekkt þig og kynnst þér. Guð geymi þig. Önundur Jónsson. Mikið man ég nú vel eftir því þegar fluttist ný fjölskylda hérna á næsta bæ. Það kom nýtt fólk að Reykjaflöt í september árið 2003 og var spennandi að fá krakka á svipuðum aldri í nágrennið. Það eru nokkrar ástæður fyrir því að ég komst ekki hjá því að kynnast allri fjölskyldunni í einu. Fyrsta ástæðan var náttúrlega sú að Lalli og Stefa voru farin að segja „Bragi minn“ og „elskan mín“ við mig fyrstu skiptin sem ég kom í heimsókn til Gulla. Þetta segir kannski hversu opið heimilið er og hefur verið hjá fjöl- skyldunni, allir velkomnir. Önnur ástæða er sú að á Reykjaflöt er ekkert gsm-símasamband og því hefur heimasíminn verið notaður sem sími allrar fjölskyldunnar. Oft kom það fyrir að Lalli svaraði þegar ég ætlaði að ná tali af Gulla eða einhverjum öðrum í fjöl- skyldunni, tók hann sér þá oft dá- góða stund í að spyrja mig frétta og þá yfirleitt hvað væri að frétta af hrossunum. Nei, það eru ekki allir sem myndu gefa sér þennan tíma þeg- ar unglingsstrákur hringir, ekki hafði ég vit á þessum tíma á að spyrja hvað væri að frétta af grænmetinu hjá honum eða hans hrossum. Það þróaðist vinátta við fjölskylduna og ekki síst Lalla karlinn. Ég á eina mjög sterka minn- ingu um Lalla, minningu sem fléttast saman við aðaláhugamál Lalla. Þetta var í byrjun maí fyr- ir nokkrum árum og það var söngskemmtun í félagsheimilinu á Flúðum, en þar söng hann með Karlakór Hreppamanna. Að lok- inni skemmtuninni fengum við, ég og Reykjaflatarfeðgar, okkur drykk saman og fengum síðan far upp á Reykjaflöt. Þar sátum við Lalli og tókum lagið ásamt því að skoða stóðhestablöðin og plönuðum paranir á stóðhestum og merum fyrir komandi sumar. Þarna lá mikil speki að baki, að okkur fannst. Morguninn eftir vöknuðum við nokkuð snemma, fengum okkur kaffi sem reif í og fórum yfir gærkvöldið. Morg- unspjallið leiddi okkur svo á þá leið að við fórum út og járnuðum Funa, þetta gekk hratt fyrir sig og það glaðnaði yfir karlinum „að vera kominn með á járn“. Þegar ég ætlaði síðan að fara að koma mér heim á leið rétt fyrir hádegi tók hann utan um mig og þakkaði mér fyrir kvöldið. Á heimleiðinni fór ég að hugsa hvort það væri eðlilegt að ég, 18 ára, ætti vin sem væri að nálgast fimmtugt. Já, það varð allt svo eðlilegt þegar Lalli var annars vegar. Ég votta Sigfríð, Gulla, Önnu og öllum hinum í fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Minningin lifir um okkar góða söng- og hestavin Lárus Daníel Stefáns- son. Bragi Viðar Gunnarsson. Enginn fyrir örlög sér alltaf þynnist vina skarinn. Neinn ei veit hver næstur er nú er Lalli söngur farinn. Ekki datt mér það í hug að ég ætti eftir að rita minningarorð um Lalla á Reykjaflöt, því í Hrunaréttum fyrir nokkrum dögum ráðgerðum við ferð um Þingeyjarsýslur á komandi sumri en víst er að hin tæra rödd mun ekki hljóma í þingeyskum dölum næsta sumar nema í hugum okk- ar vina hans sem verðum þar. Það var mikil heppni fyrir okk- ur hjón þegar Jón á Högnastöð- um kynnti okkur fyrir fólkinu á Reykjaflöt. Því sambandi höfum við haldið og ávallt farið þangað í ferðum í Hrunamannahrepp. Alltaf var brosið til staðar og hin- ir hreinu tónar. Þakklæti er því efst i huga á þessari stundu. Fjölskyldunni færum við sam- úðarkveðjur á þessari sorgar- stundu að hafa þurft að sjá á eftir þeim báðum Lárusi og Stefaníu í blóma lífsins með svo skömmu millibili. Söngurinn þagnar en minning- in lifir. Reynir Hjartarson. Þau fluttu í sveitina fyrir 12 ár- um og komu sér fyrir á garð- yrkjubýlinu Reykjaflöt. Lárus og Stefanía og börnin þrjú, Sigfríð, Anna Kristín og Guðlaugur Garð- ar. Lalli kom að sjálfsögðu ríðandi úr Mosfellsdalnum með rekstur, sem var hans uppáhaldsferða- máti. Eins og oft gerist hjá mönn- um eins og Lalla, sem eru ekkert að flýta sér ef stundin er skemmtileg, seinkaði ferðahópn- um heldur og lenti í myrkri. Og þá gerist það líka að menn villast af leið og lenda í ógöngum. En með hæfilegt magn af kæruleysi í hnakktöskunni klöngruðust þau niður ása og gil og lentu á Reykjaflöt. Svona var Lalli, ekkert vesen, fór til þess að gera beint af aug- um og naut augnabliksins. Lét aldrei vinnu eða áhyggjur eyði- leggja spjall við skemmtilegt fólk, lét ekki heyskap eyðileggja góðan reiðtúr, lét ekki læknavís- indin eyðileggja skemmtilegt partí. Lalli átti endalausa hlýju og útdeildi henni óspart. Kannski hefði hann frekar átt að reka at- hvarf fyrir minni máttar á Reykjaflöt heldur en rækta papr- iku og gulrót. Eflaust hefði það skilað betri afkomu. Þessi litli maður skilur eftir sig stórt skarð í sveitinni okkar. Með hnyttnum tilsvörum, smitandi hlátri og síðast en ekki síst fal- Lárus Daníel Stefánsson HINSTA KVEÐJA Horfinn ertu, djarfi drengur, en dvelja skalt í minningunni. Þú vildir alltaf vaka lengur og vinum gefa af auðlegð þinni. Sveitarprýði veitull varstu, vökrum beittir fák um grundir. Inná sviðið birtu barstu og breyttir þögn í gleðistundir. Veittir gróðri og vexti fræja vernd og hlíf með næmu sinni. Heyra mátti milli bæja mjúkan óm af gleði þinni. Í vosbúð lífsins varst sem klettur, vart þó sárir harmar gleymist. Á þinn skjöld féll aldrei blettur, um þig minning dýrmæt geymist. Pétur Ingvi Pétursson. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. (Ásbjörn Morthens) Elsku börn, tengdabörn, barnabörn, foreldrar og systkini, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Ykkar vinkona, María (Maja).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.