Morgunblaðið - 16.10.2015, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. O K T Ó B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 243. tölublað 103. árgangur
ÞAR SEM
HEIMURINN
BRÁÐNAR
ERFIÐASTA
ARÍA SEM ÉG
HEF SUNGIÐ
AKIÐ VEL
UNDIRBÚIN
ÚT Í VETURINN
RAKARINN FRÁ SEVILLA 30 VETUR LIFUNNORÐURSLÓÐIR BLAÐAUKI
Grænlandsjökull minnkar um einn tíunda hluta af Vatnajökli á
ári, 350 rúmkílómetra. Það þýðir að ef Vatnajökull bráðnaði
jafnhratt og Grænlandsjökull hyrfi hann á tíu árum. Þetta kem-
ur fram í máli Tómasar Jóhannessonar, hópstjóra jöklarann-
sókna á Veðurstofu Íslands, í blaðauka um norðurslóðir, Sjötta
skilningarvitið, sem fylgir Morgunblaðinu í dag. „Það er slá-
andi,“ segir Tómas en bráðnun íss á Grænlandi er þrjátíu sinn-
um meiri en á Íslandi. Í blaðinu getur að líta fjölmargar nýjar
ljósmyndir Ragnars Axelssonar, teknar á norðurslóðum.
Kevin Anderson, prófessor í orkumálum og loftslagsbreyt-
ingum við Háskólann í Manchester, lýsir áhyggjum sínum af
hlýnandi loftslagi. „Við erum í „uppbótartíma“ þegar kemur að
hlýnun upp á 2 °C – og útlitið er ekki gott. Hvað sem því líður
mun lífið halda áfram, jafnvel þótt við klúðrum kolefnisáætl-
uninni upp á 2 °C, og við verðum bara að leggja enn harðar að
okkur við að draga úr losun ásamt því að búa okkur undir áhrif
staðbundinnar hlýnunar upp á 4, 5 eða jafnvel 6 °C í framtíð-
inni,“ segir hann. orri@mbl.is
Vatnajökull hyrfi á tíu árum
Morgunblaðið/RAX
„Enn eru talsverðir fordómar
gagnvart offitu og meðferðarúrræði
hefur skort,“ segir Erla Gerður
Sveinsdóttir, heimilislæknir, lýð-
heilsufræðingur og formaður Félags
fagfólks um offitu. Hún er önnur
tveggja lækna sem nýlega fengu
leyfi frá Sjúkratryggingum til að
sinna þeim einstaklingum sem stríða
við alvarlega offitu.
Hún segir að hingað til hafi sjúk-
dómurinn ekki verið meðhöndlaður
eins og aðrir langvinnir sjúkdómar
þótt hann hafi verið skilgreindur
sem slíkur í áratugi. 59.000 Íslend-
ingar eru taldir þjást af offitu,
55.000 fullorðnir og 4.000 börn. »18
59.000 Íslendingar
taldir þjást af offitu
„Við erum enn að skoða þessa að-
ferðafræði, eins og hún var lögð fyrir
okkur. Við erum ekki komin á neinn
leiðarenda í því,“ sagði Árni Stefán
Jónsson, formaður SFR, í gærkvöldi
um stöðu kjaraviðræðna SFR, sjúkra-
liða og lögreglumanna við ríkið.
Boðað hefur verið til nýs fundar
klukkan 10.30 í dag, að loknum
samstöðufundi við stjórnarráðið. „Ef
vel gengur eigum við von á að vinna
áfram að þessu,“ segir Árni Stefán en
tekur fram að það geti brugðið til
beggja vona. »2
Áfram fundað um
hugmyndir ríkisins
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Seðlabankinn verður að veita slita-
búum föllnu viðskiptabankanna
þriggja svör fyrir lok næstu viku
varðandi þær undanþágubeiðnir sem
bankinn hefur haft til meðferðar í
þrjá mánuði. Að öðrum kosti mun
slitastjórnunum ekki takast að ljúka
við gerð nauðasamninga fyrir áramót
eins og þeim er uppálagt að gera, ætli
þær að komast hjá því að slitabúin
þurfi að greiða 39% stöðugleikaskatt
til ríkissjóðs. Þetta hefur Morgun-
blaðið eftir áreiðanlegum heimildum.
Slitastjórnirnar hafa stefnt að því
að boða til fundar með kröfuhöfum
búanna upp úr miðjum nóvember og
miðast sú tímasetning við að hægt
verði að leggja samþykkta samninga
fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur til
staðfestingar viku síðar. Ferlið fyrir
dómstólum getur tekið nokkrar vik-
ur, ekki síst ef kærur berast í
tengslum við samningana eða málinu
er skotið til Hæstaréttar. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins telja
slitastjórnirnar að ekkert megi út af
bera í ferlinu fram að áramótum og
ólíklegt sé að nauðasamningar fáist
endanlega staðfestir fyrir dómstólum
verði samþykkt þeirra skotið til
Hæstaréttar eða aðrar kærur lagðar
fram meðan á meðferð Héraðsdóms
stendur. Heimildir herma að dragist
málsmeðferð fyrir dómstólum á lang-
inn sé með öllu útilokað að nauða-
samningar nái í gegn fyrir áramót.
Slitastjórn gamla Landsbankans
er sú eina sem lýst hefur yfir því
formlega hvenær hún stefnir að fundi
þar sem nauðasamningur verður bor-
inn upp til atkvæðis og miðar hún við
að fundurinn verði haldinn 17. nóv-
ember næstkomandi. Hún þarf þó
fjórar vikur til að boða til fundarins,
rétt eins og í tilviki Kaupþings. Slita-
stjórn Glitnis getur boðað til kröfu-
hafafundar með þriggja vikna fyrir-
vara.
Morgunblaðið reyndi að ná tali af
seðlabankastjóra vegna þeirrar stöðu
sem upp er komin við frágang nauða-
samninga en ekki náðist í hann. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Seðlabank-
anum er hann staddur í leyfi erlendis
og væntanlegur aftur til landsins á
fimmtudaginn kemur.
Sjö dagar til stefnu
hjá slitabúunum
MSlitastjórnir telja »16
Svars Seðlabankans vegna undanþágna frá höftum er beðið
Morgunblaðið/Golli
Slit 76 dagar eru nú eftir af árinu.
Áberandi lægð
sést á yfirborði
Vatnajökuls suð-
ur úr Eystri
Skaftárkatli. Tal-
ið er að aukinnar
jarðhitavirkni
gæti þar og að
jarðhitasvæðið
hafi teygt sig á
nýjan stað undir
jöklinum.
Vatnið safnaðist fyrir í Eystri
Skaftárkatli á lengri tíma en venju-
lega. Yfirleitt höfðu liðið um þrjú ár
á milli hlaupa en nú voru þau fimm.
Ekki er vitað hvað olli því að hlaupið
kom ekki fyrr en nú.
Talið er að umfang Skaftár-
hlaupsins hafi verið 400-500 gígalítr-
ar (400-500 milljónir rúmmetra).
Það samsvarar um fjórðungi af
vatnsmagninu í Hálslóni. Rennslið í
hlaupinu er talið hafa verið 3-4 þús-
und m3/s þegar mest var. Tölurnar
eru áætlaðar á grundvelli fyrirliggj-
and gagna.
Almannavarnir hafa aflýst hættu-
stigi vegna Skaftárhlaupsins. »6
Ketillinn
hefur
stækkað
Hlaupið Óvenju
langur aðdragandi.