Morgunblaðið - 16.10.2015, Page 6

Morgunblaðið - 16.10.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 2015 Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. mánudaginn 19. október, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Forsýning á verkunum alla helgina föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Kristján DavíðssonKarólína Lárusdóttir náttúruhamfarir. Þá á að biðja Póst- og fjarskiptastofnun um að taka út GSM-samband á svæðinu. Ketillinn stækkaði Tómas Jóhannesson, hópstjóri jöklarannsókna hjá Veðurstofu Ís- lands, var á fundinum. Hann sagði að búið væri að meta stærð Eystri Skaftárketils út frá gervihnatta- myndum og ljósmyndum úr lofti. „Það er talið líklegast að rúmmálið hafi verið 400 til 500 milljónir rúm- metra. Það verður reiknað betur þegar við höfum betri gögn,“ sagði Tómas. Talið er að hámarksrennslið í hlaupinu hafi verið 3-4 þúsund rúm- metrar á sekúndu. Taka verður þess- um tölum með fyrirvara þar til búið er að skoða gögnin betur. Vatnið sem nú hljóp fram safnaðist fyrir í Eystri Skaftárkatli á lengri tíma en venjulega. Yfirleitt liðu um þrjú ár á milli hlaupa úr katlinum en nú voru þau fimm. Tómas sagði að ekki væri vitað hvað olli því að hlaup- ið kom ekki fyrr. Vatnsborðið í lóninu undir jöklinum hætti að hækka fyrir um tveimur árum. „Það liggur fyrir að ketillinn er heldur stærri en hann var, stærra svæði hefur sprungið upp og sigið en áður. Ketillinn hefur stækkað til allra átta en einkum til suðurs,“ sagði Tómas. Nú er komin áberandi lægð á yfir- borði jökulsins suður úr sjálfum katl- inum. Þessi „botnlangi“ eða tota sést greinilega á gervihnattamyndum. Líklegast er talið að aukinnar jarð- hitavirkni gæti þarna og að jarð- hitasvæðið hafi teygt sig á nýjan stað undir jöklinum og farið að bræða ís- inn þar yfir. Þetta hefur stækkað lón- ið talsvert frá því sem áður var. Í staðinn fyrir að vatnsborðið í lón- inu inni í jöklinum hækkaði virðist ketillinn hafa breitt úr sér og því get- að geymt meira vatn en hann gerði áður. Hlaupið varð því stærra bæði að rúmmáli og rennsli. Erfitt er að segja til um það nú hvenær von er á næsta hlaupi úr Eystri Skaftárkatli. Það er hugs- anlegt að ketillinn þróist aftur til fyrra horfs en jafnvel hugsanlegt að enn lengri tími líði til næsta hlaups en leið til nýafstaðins hlaups. Mikið í Eldvatni Snorri Zóphóníasson var austur við brúna yfir Eldvatn hjá Ásum í gær. Hann benti á að vatnsmagn Skaftárhlaupsins hefði samsvarað um fjórðungi af Hálslóni. „Það er heilmikið vatn enn í ánni,“ sagði Snorri. „Það er enn að síga úr öllum hraunum og svo voru þessar miklu rigningar fyrir helgi.“ Hraunin eru eins og frauð og geta geymt mik- ið vatn. Grunnvatnið rennur mjög hratt úr hrauninu þegar hættir að renna inn í það.“ Snorri gekk í gær upp að garð- inum sem veitir Ásakvíslinni inn í Eldvatnið. Hann sagði ljóst af um- merkjum að dæma að vatnið hefði flæmst þar víða um og var allt orðið breytt frá því sem áður var. Ketillinn hefur breitt úr sér  Áætlað að Skaftárhlaupið hafi verið 400-500 milljónir rúmmetra  Stærðin kann að skýrast af löngum aðdraganda  Fjórðungur vatns úr Hálslóni  Lónið yfir Eystri Skaftárkatli hefur stækkað SENTILEL-1 ESA/Eldfjallafræði- og jarðvárhópur Jarðvísindastofnunar HÍ Vatnajökull Totan sem myndaðist suður úr Eystri Skaftárkatli sést greinilega á ratsjármynd sem tekin var úr gervihnetti. Totan þykir benda til að breyting hafi orðið á jarðhitasvæðinu undir jöklinum og ketillinn stækkað. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Eldvatn við Ása Hlaupið gróf undan undirstöðum eystri enda brúarinnar. Vegagerðin skoðar hvort brúnni verði bjargað eða ný brú verður byggð. BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Talið er að umfang Skaftárhlaupsins hafi verið 400-500 gígalítrar (400-500 milljónir rúmmetra (m3)). Það sam- svarar um fjórðungi af vatnsmagninu í fullu Hálslóni. Rennslið í hlaupinu er talið hafa verið 3-4 þúsund m3/s þegar mest var. Þessar tölur eru áætlaðar á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Almannavarnir aflýstu í gær hættustigi vegna Skaftárhlaupsins. Íbúarnir upplýstir Íbúafundur var haldinn í Tunguseli á Kirkjubæjarklaustri í fyrrakvöld þar sem miðlað var upplýsingum um hlaupið. Salurinn var fullsetinn. Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, greindi frá því að vegurinn inn í Hóla- skjól yrði lagaður. Brúin yfir Eldvatn er aðaláhyggjuefnið en austurendi hennar hefur sigið. Ólíklegt þykir að hún standist annað eins hlaup og er verið að skoða hvort eigi að viðhalda brúnni eða byggja nýja. Snorri Zóphóníasson, sérfræðing- ur í mælarekstri hjá Veðurstofunni, var með framsögu um flóðið. Magnús Tumi Guðmundsson, pró- fessor í jarðeðlisfræði, sagði frá Skaftárkötlum og hlaupum úr þeim. Hann sagði einnig frá breytingum á farvegum ánna á Mýrdalssandi. Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri, sagði talið að um 3.000 hekt- arar lands hefðu farið undir vatn í hlaupinu. Gríðarmiklar gróður- skemmdir urðu. Siggeir Hreinsson, formaður stjórnar Bjargráðasjóðs, fjallaði um rétt bænda á bótum úr sjóðnum. Hulda R. Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Viðlagatryggingar Íslands (VÍ), sagði m.a. að brúin yfir Eldvatn væri tryggð hjá VÍ. Sveinn Kr. Rúnarsson, yfirlög- regluþjónn á Hvolsvelli, benti á að í Skaftárhreppi væri erfitt að ná þeim útvarpsrásum sem helst fjalla um Mýrdalshreppur og aðrir eigendur Austurhúsa í Dyrhólahverfi eiga einir beinan eignarrétt yfir Dyr- hólaey, samkvæmt dómi Hæstarétt- ar. Með því er leyst úr deilum um eignarréttinn sem staðið hafa frá því um miðja 15. öld. Dyrhólajörðin gamla skiptist í tvo hluta sem aftur skiptust í margar jarðir. Hefur lengi verið talað um þær sem Austurhús og Vesturhús. Deilt hefur verið um það hvort eig- endur Austurhúsa ættu einir beinan eignarrétt yfir Dyrhólaey eða hvort þeir ættu hann að jöfnu á móti eig- endum Vesturhúsa. Óbein eignar- réttindi voru ekki til úrlausnar í málinu en eigendur Vesturhúsa hafa nýtt eyjuna. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að Vesturhús sem eru í eigu eigenda Vatnsskarðshóla og fleiri jarða ættu beinan eignarrétt, á móti Austurhúsum. Því áfrýjaði Mýrdalshreppur og fleiri eigendur að Austurhúsum. Hæstiréttur byggði niðurstöðu sína meðal annars á lýsingu á landamerkjum jarðanna frá 1890. Þær eru nokkuð samhljóða um merkin, meðal annars það að Dyr- hólaey væri á landi Austurhúsa. Hæstiréttur getur þess að gögn málsins beri ekki með sér að eig- endur jarða sem heyra til Vestur- húsum, hafi hreyft andmælum gegn gildi landamerkjabréfsins frá 1890 fyrr en í aðdraganda málshöfðunar- innar nú. Féllst Hæstiréttur á það með Mýrdalshreppi að eigendur Vestur- húsa geti ekki nú, rúmum 120 árum eftir undirritun þess, haft uppi and- mæli gegn gildi bréfsins vegna þess hvernig háttað var undirritunum á það. Sé sá réttur þeirra niður fall- inn fyrir tómlætis sakir. Þá hafi þeir ekki fært fyrir því viðhlítandi rök að þeir hafi öðlast beinan eign- arrétt að Dyrhólaey fyrir hefð. helgi@mbl.is Teljast einir eigend- ur Dyrhólaeyjar  Deilur um eignarrétt frá 15. öld Morgunblaðið/Árni Sæberg Dyrhólaey Deilt hefur verið um eignarrétt og nýtingu eyjarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.