Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 11
allir eskimóar séu eins og hún, dvergvaxnir og ljóshærðir. Hún seg- ist hafa farið á ísnum frá Grænlandi til Íslands og hún segir líka söguna af því hvernig hún kom frá Íslandi til Kanada. Það sem er svo magnað við þessa skálduðu sögu er að henni var ekki hnekkt. Frægustu heimskauta- fararnir vissu til dæmis alveg að það var ekki hægt að fara á ís frá Græn- landi til Íslands, og þeir vissu líka hvernig eskimóar eða fólkið á Græn- landi leit út. En enginn leiðréttir sögu Ólafar, af því það er öllum í hag að sú saga lifi og veki athygli á heim- skautunum.“ Við getum aldrei verið stór Ragnheiður Harpa segir að þær Sigrún hafi kynnt sér lífshlaup hinn- ar smávöxnu Ólafar Sölvadóttur í bók Ingu Dóru Björnsdóttur: Ólöf eskimói – ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi. „Okkur langaði að gera eitthvað með þetta, láta þessa mögnuðu ævi- sögu leiða okkur áfram. Við vildum vinna með þetta konsept og það er svo gaman að einmitt núna eru heimskautin í hámæli í umræðunni og miklar breytingar þar sem snerta okkur Íslendinga. Saga Ólafar er svo flott og byggist á sögufölsun og leik- húsi, og með sýningunni okkar kom- Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikur Þær Ragnheiður Harpa og Sigrún Hlín brugðu á leik með heimskautasilkiverkin sín sem verða á sýningunni. um við með leikhús inn í þjóðminja- safnið,“ segir Ragnheiður Harpa og tekur fram að á sýningunni séu þær ekki að segja sögu Ólafar. „Við tökum fagurfræði Ólafar eskimóa og búum til leiktjöld og skúlptúra úr heimskautasilki. Við tvinnum inn í þetta það sem við er- um að hugsa, það sem fólk í samtím- anum er að kljást við. Þessi sýning er líka um það hversu lítill maðurinn er andspænis náttúrunni og stóru málefnunum, hvernig við getum aldrei verið stór, það er blekking. Við eigum frekar að hampa þessu litla, sem er líka hið kvenlega.“ Saga hennar þarf að lifa Saga Ólafar er baráttusaga lít- illar konu, hún þurfti sannarlega að berjast fyrir tilvist sinni. „Hennar leið til að komast af var að lifa í magnaðri lygi, sem vitnar um mikið ímyndunarafl og sköpunar- gáfu. Áratugum saman er það hennar lifibrauð að þykjast vera inúíti. Hún hefur haft mikla hæfileika sem sagnakona og í raun verið listakona. Það er svo merkilegt að Ólöfu tókst ætlunarverki sitt, hún dó sem eskimói, það komst ekki upp um hana. Það var algerlega þaggað niður af öllum Íslendingum í Kanada að þetta væri lygasaga,“ segir Ragn- heiður Harpa og bætir við að núna hundrað árum síðar, undrist þær Sig- rún að saga þessarar stórmerku konu skuli ekki vera kennd í grunnskólum í tengslum við sögu vesturfaranna. „Var það kannski af því að hún var kona? Af því að hún var dvergur? Hún tilheyrir sannarlega minni- hlutahópum og er á útjaðrinum. Okkur langar að vekja athygli á því að saga hennar hefur verið þögguð niður, því hún er einn af stórkostleg- ustu blekkingarmeisturum Íslands. Þessi spunameistari fær ekki pláss í sögubókunum okkar af einhverjum ástæðum.“ Sýningunni LÍTIL opnar á Torginu við Kaffitár á Þjóðminjasafninu, á morgun laugardag kl 14. Vala Höskuldsdóttir flytur lag, kafi í boði. Viku síðar, í bókasal Safna- hússins við Hverfisgötu laugardag 31. okt. kl 15 verður fluttur per- formans til heiðurs Ólöfu. Í gjörn- ingnum takast listamennirnir á við eigin upplifun af smæð sinni gagn- vart heiminum, hávöxnu fólki og náttúrunni, og flétta saman sögu Ólafar eskimóa við tónlist, ljóð og heimskautabirtu. Tónlistarfólk verksins eru Marteinn Sindri Jónsson og Vala Höskuldsdóttir, en Bjarni Jónsson sér um drama- túrgíu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Nú þegar kærkomið vetrarfrí í grunn- skólum borgarinnar er hafið er gam- an að geta gert eitthvað skemmti- legt. Listasafni Reykjavíkur býður upp á skemmtilega dagskrá á meðan á fríinu stendur, auk þess sem full- orðnir í fylgd með börnum fá frítt inn. Fjölbreyttar sýningar eru í Hafn- arhúsi, á Kjarvalsstöðum og Ásmund- arsafni. Ókeypis fimm daga hroll- vekjuritsmiðja fyrir 8-12 ára verður í Hugmyndasmiðjunni á Kjarvals- stöðum, frá deginum í dag til þriðju- dags 27. okt. Lesnar verða drauga- sögur, skoðað hvernig sögurnar eru uppbyggðar og þátttakendur aðstoð- aðir við að skrifa sína eigin hroll- vekju. Uppskeruhátíð verður í lokin þar sem fjölskyldur höfunda hlýða á afraksturinn. Markús Már Efraím hef- ur umsjón með ritsmiðjunni. Hann ritstýrði hrollvekjusafninu Eitthvað illt á leiðinni sem kom út í vor en höf- undar bókarinnar eru börn á aldr- inum átta til tíu ára. Þátttaka er ókeypis en þar sem fjöldi barna er takmarkaður er nauðsynlegt að skrá sig fyrirfram á netfangið: fraedsludeild@reykjavik.is Á mánudaginn og þriðjudaginn, 26.- 27. okt. er boðið upp á frítt nám- skeið í líkanagerð fyrir 9-12 ára börn í Hafnarhúsi frá kl. 9-12. Á námskeið- inu læra þátttakendur að búa til líkön og fá innsýn í vinnuferli Katrínar Sig- urðardóttur frá hugmynd til lista- verks. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Hildur Steinþórsdóttir arkitekt. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið. Fjölbreytt dagskrá í vetrarfríinu hjá Listasafni Reykjavíkur Ókeypis hrollvekju ritsmiðja og námskeið í líkanagerð Ljósmynd/MarkúsMár Efraím Sumir gætu ályktað sem svoað ég eigi við vandamál aðstríða. Þetta geti bara ekkiverið eitthvað sem á að geta komið mér svo mjög úr jafnvægi, einfaldast væri að anda bara rólega og njóta lífsins. Einhverjir gætu litið á hegðun mína og upplifun og slegið því föstu að ég glími við áráttu- þráhyggjuröskun eða eitthvað af þeim toga. Það gæti ekki verið fjær sannleikanum. Í gegnum árin hef ég vissulega látið ýmislegt koma mér úr jafn- vægi. Á árunum níu í gamla Lækjar- skóla átti ég alltaf dálítið erfitt ef kennarinn skautaði yfir grænu, gömlu krítartöfluna með tilheyrandi óhljóðum. Ég fer öll í keng þegar einhver tekur upp naglaklippurnar og hefst handa við að dúndra af- klipptum nöglum sínum í allar áttir, jafnvel í eldhúsinu. Þvílíkur hryll- ingur. Fátt kemur mér þó meira úr jafnvægi en þegar fólk sker ost. Eðlilega. Eftir rúmlega tuttugu og sjö ár á þessari jörð er mér löngu orðið ljóst að margir telja hið besta mál að skilja oststykkið eftir í rjúkandi rúst þegar þeir hafa sneitt nokkr- ar sneiðar of- an á brauðið. Þeir halda greinilega að ostur eigi að vera í laginu eins og skíða- stökkpallurinn í Ólafsfirði eða rennibraut við næstu sund- laug. Aðrir halda að lögun oststykkis eigi að eiga eitt- hvað skylt við Jökulsár- gljúfur, að eðlilegt sé að skilja djúpt gljúfur eftir í miðju stykkisins en halda jöðrum þess ósnertum. Hamast þeir á stykkinu þar til þeir hafa leiðrétt þennan misskilning osta- framleiðandans. Öllu verra er þegar stykkið lítur út eins og óreiða í barna- herbergi og mætti þá helst halda að sá sem skar ostinn hafi aldrei fengið að borða og stykkið hafi skyndi- lega orðið haldreipi hans í lífinu. Ég heiti Lára Halla og mér finnst erfitt þegar fólk ber ekki virðingu fyrir oststykkinu. Hingað til hef ég farið tiltölulega leynt með þessa líðan mína. Ákveði ég að skera mér ostsneið á heimili þar sem ég er gestkomandi eða í veislu byrja ég að sjálfsögðu alltaf á því að jafna flöt oststykkisins áður en ég hefst handa við að skera mér sneiðar. Þetta geri ég auðvitað ósköp laumulega og reyni að koma í veg fyrir að fólkið sem er í Félagi þeirra sem hata oststykki og vill þeim allt illt, sjái til mín. Að sjálfsögðu skil ég ostinn eftir í formi fullkomins kassa og anda vand- lega inn og út þegar næsti maður hefst handa við að leggja stykkið í rúst. Nú er mál að linni, nú vitið þið hvað hefur verið að angra mig öll þessi ár. Reynum að vera góð hvert við ann- að, sýnum ostinum virðingu. Tölum sam- an um hvernig við get- um gert lífið aðeins betra. Sjálf hvet ég osta- eigendur til að hafa hita- stig ísskápsins ekki of hátt og vanda valið þegar kemur að ostaskera. Það má vera að mjólkin sem notuð var til að framleiða ostinn komi úr kú sem fékk að ganga laus við Jökulsárgljúfur en fyrir utan það ættu osturinn og gljúfrið ekki að tengjast að neinu leyti. »Aðrir halda að lögunoststykkis eigi að eiga eitthvað skylt við Jökulsár- gljúfur, að eðlilegt sé að skilja djúpt gljúfur eftir í miðju stykkisins en halda jöðrum þess ósnertum… Heimur Láru Höllu Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Verið alltaf velkomin í Kolaportið! Opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Næg bílastæði við Kolaportið Það liggja allar leiðir til okkar – veldu þína! Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.