Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Framtíðarsetur Íslands var stofnað í Þjóðmenningarhúsinu í gær að viðstaddri Ragnheiði Elínu Árna- dóttur iðnaðarráðherra. Aðild að setrinu eiga KPMG, Háskólinn á Bifröst og Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands. „Stofnendur Framtíðarseturs Ís- lands vilja með stofnun setursins koma á laggirnar metnaðarfullri starfsemi hér á landi á sviði rann- sókna og þjónustu, í samstarfi við ólíka aðila samfélagsins, um marg- víslega framtíðarrýni. Rannsóknir og þjónusta á þessu sviði í gegnum framtíðarstofnanir, setur og/eða háskóla er starfrækt í öllum samanburðarlöndum Íslands. Rannsóknirnar og þjónustan eru notaðar við stefnumótun, til að skapa og þroska umræðu um álita- mál samfélaga, byggðaþróun og við áhættumat í tengslum við ákvarð- anir svo sem á sviði fjárfestinga og hverskyns vá. Erlendis er framtíð- arfræði viðurkennd fræðigrein inn- an félagavísinda en henni hefur hins vegar verið minni gaumur gef- inn af háskólasamfélaginu hér- lendis hingað til,“ segir m.a. í til- kynningu frá stofnendum. Framtíð- arsetur stofnað Tímamót Aðstandendur Framtíð- arseturs Íslands ásamt ráðherra. Málþing um djáknaþjón- ustu verður haldið föstu- daginn 23. október klukkan 13-16 í Laugarnes- kirkju við Kirkjuteig. Málþingið er á vegum Djáknafélags Íslands, Laugarneskirkju og bisk- upsstofu. Fyrirlesari verður Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni. Einnig verða flutt fjögur örerindi, gjörningur, við- töl við djákna á myndbandi, farar- blessun og loks verður gönguferð í Laugarnesfjöru. Málþingsstjóri verður Ásta Ágústsdóttir djákni. Djáknar hafa starfað í þjóðkirkj- unni frá 1961 en eftir að djáknanám hófst við guðfræði- og trúarbragða- fræðideild Háskóla Íslands 1993 hef- ur djáknum fjölgað mikið. Nú starfa tuttugu djáknar í söfnuðum, hjúkr- unarheimilum og víðar. Málþing um djákna- þjónustu Leikfélag Hveragerðis sýnir nú leikritið Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan. Leikritið var frumsýnt í vor en sýningum var skyndilega hætt fyrir fullu húsi þegar einn leikarinn slasaðist á sýn- ingu. Nú er þráðurinn tekinn upp að nýju. Leikritið verður sýnt í kvöld og á morgun kl. 20. Leikurinn verður svo endurtekinn um næstu helgi. Leikritið er eftir Marc Camoletti en leikgerð og þýð- ing er Sigurðar Atlasonar. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir. Þetta er ærslafullur farsi, segir í tilkynningu um leikritið, þar sem flutt eru þekkt sönglög. Feluleikur með flugfreyjum Hveragerði Persónur og leikendur á sviðinu í líflegum farsa. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hef- ur úthlutað 5.662 þorskígildistonna byggðakvóta þessa fiskveiðiárs. Í til- kynningu segir að alls sé byggða- kvóta úthlutað til 32 sveitarfélaga og í þeim fengu 48 byggðarlög úthlutun. Úthlutun byggðakvótans byggist á upplýsingum frá Fiskistofu um sam- drátt í botnfiskafla, botnfiskaflamarki og vinnslu botnfisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2005/ 2006 til fiskveiðiársins 2014/2015. Há- marksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá þrjú byggðar- lög það hámark. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn, eigi byggðar- lag á annað borð rétt til úthlutunar, og fá fimm byggðarlög þá úthlutun. Byggðakvóta úthlut- að til 48 byggðarlaga  5.662 þorskígildistonna heildarkvóti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.