Morgunblaðið - 23.10.2015, Page 16

Morgunblaðið - 23.10.2015, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Ullarnærföt í útivistina Þinn dagur, þín áskorunOLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslunin Bjarg, Akranesi • Verslunin Tákn, Húsavík JMJ, Akureyri • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Nesbakki, Neskaupsstað Veiðisport, Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Hafnarbúðin, Ísafirði • Blómsturvellir, Hellissandi Kaupfélag V-Húnvetninga • Heimahornið, Stykkishólmi • Eyjavík, Vestmannaeyjum Verslunin Skógar, Egilsstöðum • Sportver, Akureyri • Pex, Reyðarfirði • Siglósport, Siglufirði 30 ÁRA Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is 100% Merino ull Góð og hlý heilsársföt fyrir karla og konur Stærðir: S – XXL FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Landsfundur Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs verður haldinn nú um helgina. Fundurinn verður settur klukkan 16.15 í dag, föstudaginn 23. október, og fer hann fram á Hótel Selfossi, en fundarslit eru á sunnudag klukkan hálfþrjú. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, flytur ræðu sína í dag klukkan 17, en áður verða meðal annars starfsmenn fundarins kosnir og kjörbréf samþykkt. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Vinstri grænna er von á 375 landsfundar- fulltrúum sem tilnefndir eru af svæðisfélögum flokksins. Katrín segir komandi landsfund leggjast vel í sig. „Við höfum und- irbúið fundinn afar vel og það liggja fyrir endurskoðandi stefnuplögg í öllum helstu málaflokkum,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið og vísar þar meðal annars til heil- brigðis-, mennta- og umhverfismála. „Að mínu mati eru þau viðfangs- efni sem framundan eru mjög stór. Ber þar annars vegar hæst að nefna umhverfismál og loftslagsbreyt- ingar, en hins vegar misskiptingu eigna og auðs – ekki bara hér á landi heldur einnig í hinum stóra heimi. Um þessi atriði mun ég fyrst og fremst koma inn á í ræðu minni.“ Aðspurð segir Katrín erfitt að gera sér grein fyrir því hvort ein- hver sérstök átakamál komi upp á landsfundi flokksins. „Það verður hins vegar mikið rætt um þessar til- lögur og er ég ekki í nokkrum vafa um það. Á ég þá ekki einungis við þær stefnur sem liggja fyrir heldur einnig ályktanir frá öllum félögum. Það verður því örugglega mikil um- ræða ef ég þekki mitt heimafólk.“ Vilja nýtt andlit í embætti Ekki er búist við framboði gegn Katrínu í formannskjöri en á land- stjórnarfundi Ungra vinstri grænna (UVG), sem haldinn var fyrr í þess- um mánuði, var samþykkt samhljóða ályktun þar sem skorað er á hinn 25 ára gamla Daníel Hauk Arnarsson að gefa kost á sér til embættis vara- formanns flokksins. Núverandi varaformaður Vinstri grænna er Björn Valur Gíslason. Segir í ályktun UVG að rekstur hreyfingarinnar hafi „umturnast síð- an Daníel Haukur tók við embætti starfsmanns Vinstri grænna“ og að UVG telji að hann sé „hæfasti mað- urinn til að leiða forystu“ flokksins ásamt formanni hreyfingarinnar. „Við leggjum mikla áherslu á að fá inn ungt fólk. […] Hann býr yfir miklum persónutöfrum og því gott efni í varaformann flokksins,“ segir Sigrún Birna Steinarsdóttir, tals- kona UVG. Spurð hvort grasrót flokksins ætli að láta til sín taka á landsfundinum kveður Sigrún Birna já við. „Hver og einn tekur sitt mál- efni og við ætlum að berjast fyrir okkar skoðunum.“ Bjarkey Gunnarsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, tekur undir með formanni sínum og segir von á „fjör- ugum umræðum“ á fundinum. Spurð út í hugsanlegt framboð Daníels Hauks til varaformennsku svarar hún: „Öll framboð eru af hinu góða og enginn á öruggt sæti. Ég held að það sé öllum flokkum hollt að fá áskorun um embætti innan flokka og því ekkert út á það að setja. […] Mér finnst allt í lagi að hann fari fram.“ Annar heimildarmaður innan flokksins segist ekki eiga von á nein- um átakafundi að þessu sinni. „Ég hef ekki trú á því að þarna verði ein- hverra stórra tíðinda að vænta,“ segir hann og bætir við: „En í þeim átökum sem kunna að koma upp varðandi varaformanninn myndi ég eflaust kjósa Daníel Hauk.“ Fyrr í þessari viku var send út önnur áskorun á Daníel Hauk að bjóða sig fram til embættis og að þessu sinni rituðu 74 stuðnings- og áhrifamenn innan flokksins nafn sitt við. Má þar nefna tvo fyrrverandi framkvæmdastjóra Vinstri grænna, Sóleyju Tómasdóttur borgarfull- trúa, og Sóleyju Björk Stef- ánsdóttur sem sæti á í bæjarstjórn Akureyrar. „Það verður mjög spennandi að sjá hvort Daníel Haukur bjóði sig fram,“ segir Sóley Björk og bætir við að hún treysti sér hins vegar ekki til þess að meta stöðu núver- andi varaformanns í embætti. „Hún kemur bara í ljós.“ Ný andlit þurfa greiða leið Samkvæmt nýlegri könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka mælast Vinstri grænir með 11,8% fylgi nú samanborið við 8,3% fylgi hinn 24. september síðastliðinn. Spurð hvort nýr og ungur varaformaður gæti laðað til sín fylgi fleiri kjósenda svarar Sóley Björk: „Þetta snýst ekki einungis um að ná til kjósenda heldur einnig til þeirra sem vilja starfa með flokknum. […] Það er einnig mikilvægt að til sé greið leið fyrir ný andlit og um leið að við séum opin fyrir breytingum.“ Formaður Vinstri grænna vildi hins vegar ekki taka afstöðu til hugsanlegs framboðs Daníels Hauks til embættis. „Allir félagar geta boð- ið sig fram í öll embætti og frestur til þess rennur út á fundinum. […] Ég hef átt mjög gott samstarf við sitj- andi varaformann en fagna því líka að fólk hafi áhuga á að vinna með okkar hreyfingu,“ segir hún. Til marks um mikla grósku Sjálfur segir Daníel Haukur þenn- an meðbyr með hugsanlegu fram- boði hans koma honum nokkuð á óvart. „Þetta sýnir, að ég held, fyrst og fremst hversu mikið líf og gróska er í hreyfingunni,“ segir Daníel Haukur, en þegar blaðamaður ræddi við hann í gær hafði hann enn ekki gert upp hug sinn. „Það eru mjög margir vinklar á þessu máli sem nauð- synlegt er að skoða. Ég mun hins vegar gera það sem ég tel vera Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði til fram- dráttar,“ segir hann. Daníel Haukur hefur áður boðið sig fram til varaformanns Vinstri grænna og gerðist það árið 2013. „Þá var ég hluti af ungliðahreyfing- unni og gert á öðrum forsendum en ef ég myndi bjóða mig fram núna,“ segir hann, en framboði hans þá var einkum ætlað að vekja athygli á ung- liðastarfi flokksins. Yrði Daníel Haukur varaformaður segist hann myndi beita sér einna helst fyrir eflingu á innra starfi flokksins, styrkja svæðisfélögin og tengja grasrótina betur við bæði þingflokk og stjórn. „Ég vil efla and- ann í hreyfingunni og félagsmenn, fá með okkur fleira fólk og tala fyrir þessari skýru vinstri stefnu sem við höfum alltaf talað fyrir því hún á svo sannarlega erindi upp á borð núna.“ Er von á hrókeringu á fundi?  Landsfundur Vinstri grænna hefst á Selfossi í dag  Formaður flokksins segist eiga von á miklum umræðum  Hugsanlegt framboð til varaformennsku flokksins virðist hafa sterkan meðbyr Morgunblaðið/Árni Sæberg Samherjar Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vinstri grænna, og Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, á landsfundi 2013. Katrín Jakobsdóttir Sóley Björk Stefánsdóttir Björn Valur Gíslason Bjarkey Gunnarsdóttir Daníel Haukur Arnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.