Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta er hverfi sem er mjög vel í sveit sett,“ sagði Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri þegar málefni Úlfarsárdals voru rædd í borgar- stjórn sl. þriðjudag. Þar vék borg- arstjórinn að því að sú ákvörðun að hraða byggingu skóla og íþrótta- mannavirkja í hverfinu hefði komið sölu lóða þar á skrið. „Lóðirnar hafa rokið út,“ sagði hann. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær var samþykkt í borg- arráði á dögunum að hefja vinnu við breytingar á deiluskipulagi hverfisins. Þær miðað að því að fjölga íbúðum í hverfinu um 700, það er fjölgun um helming frá því sem nú er. Þarna verða meðal ann- ars lóðir fyrir fjölbýlishús en tals- verð eftirspurn er eftir slíku, þá ekki síst fyrrir litlar og ódýrar íbúðir. Þétta fremur en byggja nýtt En þrátt fyrir að fjölga eigi íbúð- um í Úlfarsárdal miðað við fyrri áform sagði borgarstjóri að haldið yrði áfram með þá stefnu að þétta fremur þá byggð sem fyrir er í stað þess að brjóta ný lönd undir bygg- ingar. Sú leið væri í alla staði hag- kvæm og drægi úr umferðarþunga – auk þess sem margir fleiri kostir fylgdu. „Við erum sammála því að það er til hagsbóta fyrir hverfið að fjölga íbúðum,“ segir Júlíus Vífill Ingv- arsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. „Með fjölgun getur hverfið orðið sjálfbærara og staðið undir grunnþjónustu við borgar- búa. Það er hins vegar mikilvægt að tekið verði tillit til núverandi íbúa og leitað ráða hjá þeim varð- andi framtíðaruppbyggingu,“ segir Júlíus Vífill sem telur að nýtt deili- skipulag geti haft veruleg áhrif á gæði núverandi byggðar og hag íbúa. Því hafi borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lagt til að efnt yrði til upplýsinga- og samráðsfundar með íbúum Úlfarsárdals í þessum mánuði um hugmyndir um framtíð byggðar og þjónustu á svæðinu. Þeirri tillögu hafi meirihlutinn hafnað, sem sé miður. Á borgarstjórnarfundi sagði Dagur B. Eggertsson hins vegar að vinnan við breytingar á deili- skipulagi væri rétt að hefjast og því fátt fyrirliggjandi til að kynna eða ræða um. Leitað sé til borgarbúa „Vissulega verður íbúum gert kleift að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna þegar hún fer í auglýsingu en þá eru skipu- lagsdrættirnir komnir og lítill vilji til að skera það upp. Best er að leita til borgarbúa á þessu stigi enda þekkja þeir svæðið best,“ segir Júlíus Vífill. Lóðirnar í Úlfarsár- dalnum hafa rokið út Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdir Tilbúin hús og önnur eru í byggingu við Urðarbrunn. Júlíus Vífill Ingvarsson Dagur B. Eggertsson  Gerir hverfið sjálfbærara  Þéttingu byggðar framhaldið Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010 hafði mikil áhrif á smádýralíf. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), greindi frá áhrifum gossins á Hrafnaþingi NÍ í fyrradag. Erling sagði í samtali að mikið hefði verið vitað um ástand fiðrilda- fánunnar nærri eldfjallinu fyrir gos- ið. Þrjár gildrustöðvar höfðu verið starfræktar þar og safnað fiðrildum og vorflugum. Á Rauðafelli, um 10 km frá Eyjafjallajökli, hafði verið gildrustöð frá árinu 2005 og í Skóg- um, um 14 km frá eldfjallinu, var starfrækt stöð frá 2006. Á Tuma- stöðum í Fljótshlíð, um 24 km í burtu, hafði verið starfrækt gildru- stöð frá 1995. Það var því hægt að sjá áhrif eldgossins á hinar einstöku fiðrildategundir á þessu svæði. „Það var allur gangur á því sem gerðist við gosið,“ sagði Erling. Hann sagði að hjá flestum tegund- unum hefði orðið algjört stofnhrun fyrsta sumarið eftir gos. Sumar teg- undirnar hafa ekki enn náð sér þótt fimm ár séu liðin frá gosinu. Þeirra á meðal eru grasvefari, grasygla, birkivefari, jarðygla og straumbytta. Fyrir gos var grasvefari algeng- asta fiðrildið á þessum slóðum. Grasygla (lirfa hennar er kölluð grasmaðkur) hefur ekki heldur náð sér. Lirfur þessara tegunda éta gras. Lirfur reyrslæðu eru einnig gras- ætur. Reyrslæðustofninn rauk upp eftir öskufallið en hefur síðan horfið aftur til eðlilegs horfs. Skýringin á snöggum vexti reyrslæðustofnsins er sú að hún var í samkeppni við grasætur sem hurfu. Auk þess vill reyrslæðan hafa sendið land og má segja að henni hafi orðið að ósk sinni við öskfallið. Hún sækir einnig í jarðhitasvæði. „Sendið jarðhita- svæði er algjört kjörlendi reyr- slæðunnar. Segja má að heit aska í sólskini hafi verið eins og jarð- hitasvæði,“ sagði Erling. Svo eru fiðrildategundir sem hrundu en eru að ná sér hægt og bít- andi. Þær eiga þó enn nokkuð í land með að ná fyrri stöðu. Þeirra á með- al eru túnfeti, tígulvefari og skraut- feti. Nokkrar tegundir hrundu en náðu sér það vel á strik að nú eru þær orðnar sterkari en þær voru fyrir eldgosið. Þar á meðal eru víði- feti, haustfeti, dílamölur, brandygla og sytrubytta. Humlurnar hríðféllu eftir gos Víðifetinn lifir á víðiblöðum. Hann hrundi þegar askan féll. Hún auðg- aði jarðveginn og ýmsar plöntur tóku við sér sem aldrei fyrr. Þeirra á meðal voru víðir, barrtré og gras. Dýr sem lifðu á tegundunum sem tóku vaxtarkipp nutu góðs af því. Ýmis áhrif eldgossins lágu í aug- um uppi þótt ekki væru þau mæld. Erling nefndi þar á meðal áhrif öskufallsins á humlurnar. „Humlur eru algjörlega háðar víðireklum á vorin. Þegar drottning- arnar koma úr vetrardvala þurfa þær að byggja upp orku og hana fá þær fyrst og fremst úr víðireklum. Þeir gefa bæði frjókorn og blóma- safa. Víðireklar sprungu út seint og um síðir en þöktust ösku svo nær- ingin var ekki aðgengileg. Nýju drottningarnar lágu dauðar út um allar þorpagrundir,“ sagði Erling. Humlurnar þurrkuðust út gosárið á öskuslóðunum og þurftu ábyggilega að nema það land upp á nýtt. Eftir eldgosið hafa færri tegundir veiðst í gildrurnar en veiddust fyrir gosið. Að jafnaði eru tegundirnar sem veiðast nú fimm færri yfir sumrið en áður. Áhrifa eldgossins gætir því enn. Fiðrildategundir hrundu við eldgosið  Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði mikil áhrif á smádýralíf Ljósmynd/Erling Ólafsson Grasygla Hefur ekki enn náð sér á strik þar sem áhrifa gossins gætti. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 14.10.15 - 20.10.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Gildran Lilja Sigurðardóttir Sjóveikur í München Hallgrímur Helgason Lausnin Eva Magnúsdóttir Stúlkan í trénu Jussi Adler Olsen Þarmar með sjarma Giulia Enders Skuggasaga - Arftakinn Ragnheiður Eyjólfsdóttir Grimmi tannlæknirinn David Walliams Íslensk litadýrð Elsa Nielsen Hrellirinn Lars Kepler Hundadagar Einar Már Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.