Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Uppgangurhefur veriðí íslensku atvinnulífi á und- anförnum miss- erum. Hans gætir meira og minna um allt land og tækifæri bjóðast þar sem áður var svartnætti. Í Morgunblaðinu í fyrradag var greint frá því að verulega hefði dregið úr atvinnuleysi á Suð- urnesjum. Þar fækkaði um helming á atvinnuleysisskrá á tveimur árum. Á landinu öllu hefur atvinnulausum fækkað um hérumbil þriðjung. Ekki er nóg með að atvinnuleysi sé lítið á landinu, heldur er atvinnuþátt- taka mun meiri en gerist víðast hvar annars staðar í Evrópu. Hagvöxtur er einnig meiri en víðast hvar í álfunni og kaup- máttur hefur farið vaxandi. Ætla mætti að allt kapp væri lagt á að halda áfram á sömu braut, en það gagnstæða hefur verið raunin. Fyrir það fyrsta var byrjað á öfugum enda. Ljóst er að þegar samningar standa fyrir dyrum er skynsamlegast að hefjast handa þar sem verðmætin skap- ast. Markmiðið er að leita þess jafnvægis, sem gerir fyrir- tækjum kleift að dafna og trygg- ir vaxandi velmegun almenn- ings, helst þannig að hagur þeirra, sem minnst bera úr být- um, vænkist mest. Niðurstaðan getur síðan verið fordæmi, sem nota má þegar samið er á opinberum vettvangi. Eðlilegt er að atvinnulífið gefi tóninn vegna þess að rekstur hins opinbera byggist á heil- brigði einkageir- ans. Með samningum umfram skyn- samleg mörk hafa ríki og sveitarfélög teflt á tæpasta vað. Samanburður er grundvöllur allra kjarasamninga og enn hef- ur enginn gengið til samninga á þeim forsendum að hann þurfi að slá af kröfum vegna þess að hann hafi farið fram úr í launaþróuninni þegar kemur að „sambærilegum störfum“. Óvenjumikill titringur hefur verið á vinnumarkaði í ár. Verk- föll hafa sín áhrif, en yfirvofandi verkföll valda einnig titringi. Það sást best í vor þegar allt nánast lamaðist vegna þess að verkföll blöstu við. Ástandið í kjaramálum er ekki ósvipað veðrinu liðinn vet- ur þegar hver lægðin rak aðra með tilheyrandi óveðri. Nú kem- ur hvert stéttarfélagið á eftir öðru. Þegar einni samningalotu lýkur tekur sú næsta við. Mest hafa áhrifin verið í heilbrigð- iskerfinu þar sem nánast allar starfsstéttir hafa gripið til ein- hverra verkfallsaðgerða. Árið hefur ekki verið gott fyrir sjúk- linga. Allar þessar hræringar hafa kostað mikla vinnu, sem ekki mun skila miklu í framleiðni þjóðarinnar og hætt er við að gæti orðið til þess að í stað þess að kaupmáttur aukist skerðist hann. Af þeirri niðurstöðu er síðan best að læra sem minnst þannig að næst þegar sest verð- ur að samningaborði sé hægt að fara beint í sama farið. Samningaloturnar hafa verið eins og taktfastar vetrar- lægðir} Í sama farinu Stjórnmálamönn-um er vorkunn að horfa til kann- ana um fylgi. En þeir verða að muna að þær segja aldrei alla söguna. Nú mælast Píratar með mikið fylgi, þótt þeir standi ekki fyrir neitt, og einhverjir, sem horfa á eftir fylgi, segja að nú þurfi að gera eins og Píratar. Á eftirkaststímum bankafalls gúlpuðust upp margvíslegar bólur. Jón Gnarr Kristinsson, sem allir vissu að sinnti aldrei hlutverki borgarstjóra, þrátt fyrir titil og laun, mældist um hríð með myndarlegt fylgi. Áttu menn þá að gera eins og Jón? Segja að ekkert væri að marka þeirra loforð. Eða að fara í yfir- boð og lofa að koma upp tveimur ísbjörnum í Reykjavík. Segjast ekki aðeins ætla að brjóta niður aspir við Sóleyjargötu heldur líka reynitré í Gamla kirkju- garðinum, sem reyndu á syrgj- andi fólk. Eða vera í peysuföt- um á röngunni við hátíðleg tækifæri. Á miðju kjör- tímbili fyrir tæpum aldarfjórðungi sýndu skoðana- kannanir að Sjálf- stæðisflokkur væri kominn í annað sæti vinsælda- lista á eftir Kvennalistanum. Það þóttu tíðindi. Átti flokk- urinn þá að einhenda sér í að apa eftir Kvennalistanum? Það gerði hann ekki, heldur skerpti á sínum áherslum og fékk góða útkomu í kosningum og mynd- aði stjórn á ný og svo aftur 4 ár- um síðar, 8 árum og 12 árum síðar. Kvennalistinn kom hins veg- ar aldrei við sögu Stjórnarráðs- ins. Sagt er að Sjálfstæðisflokk- urinn vilji nú krukka í stjórn- arskrána, þótt ekki sé minnsti áhugi fyrir því hjá stuðnings- mönnum þess flokks. Eina ástæðan, sem upp er gefin, er að það sé svo píratalegt og því kannski vænlegt til fylgisaukn- inar! Trúa menn því virkilega? Sé svo, er langt í vaxandi traust. Skortur á pólitísku sjálfstrausti batnar ekki við eftirlíkingar } Varist eftirlíkingar M iklu skiptir fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að vel takist til á landsfundi hans sem hefst í dag. Styttra er í næstu þingkosn- ingar en margur vafalaust held- ur og næsti landsfundur verður haldinn í miðri kosningabaráttunni í aðdraganda þeirra. Sú stefna sem samþykkt verður á landsfundinum að þessu sinni og þau verk sem unnin verða af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins næstu misserin fram að kosningum skipta sköpum í undirbún- ingi flokksins fyrir kosningarnar. Það er í raun of seint að fara að huga að þeim málum þegar einungis nokkrir mánuðir eru til kosninga. Undirbúningur fyrir næstu kosningar ætti ein- faldlega að eiga sér stað allt kjörtímabilið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins samkvæmt skoð- anakönnunum hefur engan veginn verið ásættanlegt undanfarin misseri. Viðspyrnu er þörf á landsfundinum í þeim efnum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engu að síður verið að gera margt gott á kjörtímabilinu. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsmálum. Bjarni Bene- diktsson, formaður flokksins, hefur þannig staðið sig al- mennt mjög vel í embætti fjármála- og efnahagsráðherra. Hagkerfið stendur enda vel. Ekki sízt í samanburði við flest nágrannalönd Íslands. Hér hefur til að mynda ríkt ágætur hagvöxtur og atvinnuleysi er tiltölulega lítið og miklu minna en víðast hvar í kringum okkur. Kaupmáttur hefur vaxið og skuldir bæði heimilanna og ríkissjóðs lækk- að verulega. Halda þarf áfram á þessari braut. Gríðarlega miklu skiptir ennfremur í þeim efnum, eðli málsins samkvæmt, hvernig til tekst við los- un fjármagnshafta. Fyrst og fremst fyrir ís- lenzku þjóðina og framtíð hennar en einnig fyrir ríkisstjórnina og möguleika stjórnar- flokkanna á áframhaldandi stjórnarsetu eftir næstu kosningar. Hins vegar þarf að huga að fleiri málum en einungis þeim sem snúa að efnahagsmálum. Eins gríðarlega mikilvæg og þau annars eru. Þar á meðal forsenda allrar velferðar í land- inu því einhvers staðar frá verða peningarnir vitanlega að koma til þess að fjármagna hana. Til þess þarf verðmætasköpun og hún á sér fyrst og fremst stað í atvinnulífinu í krafti einstaklingsframtaksins. Mál sem snúa að auknu frelsi einstakling- anna til orðs og æðis þurfa að fá verulegt svigrúm á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ekki sízt per- sónufrelsi í anda sjálfstæðisstefnunnar frá óþarfa af- skiptum hins opinbera. Það sama á við um umbætur í stjórnsýslunni í samræmi við hið gamalgróna baráttumál sjálfstæðismanna að minnka báknið. Einfalda þarf kerfið og gera það skilvirkara og aðgengilegra fyrir borgarana. Þar á meðal hvað varðar upplýsingastreymi og gegnsæi. Þessu þyrfti að sinna betur og fyrir vikið hafa sumir aðrir flokkar tekið þessi gömlu stefnumál Sjálfstæðisflokksins upp og reynt að gera að sínum. Sígildu viðvörunarorðin um að varast eftirlíkingar eiga afar vel við í því sambandi. hjortur@mbl.is Mikilvægur landsfundur Pistill Hjörtur J. Guðmundsson STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Mín tilfinning er sú aðþað sé stemning fyrirauknu og öflugra sam-starfi á vettvangi Norðurlandaráðs,“ segir Höskuldur Þórhallsson, forseti ráðsins, en 67. þing Norðurlandaáðs verður haldið í Hörpu í Reykjavík í næstu viku, dagana 27. til 29. október. Megin- þema þingsins er norræn framtíð- arsýn og alþjóðamál. Fulltrúar á þinginu verða forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og þingmenn frá öllum norrænu ríkjunum og sjálf- stjórnarsvæðunum. Samtals sækja um 1.000 manns þingið. Í lok þess taka Danir við forystunni og verður næsti forseti ráðsins úr þeirra röð- um. Ræða flóttamannavandann Á fyrsta degi þingsins, þriðju- daginn 27. október, munu forsætis- ráðherrar Norðurlanda ásamt leið- togum Færeyja, Grænlands og Álandseyja koma saman í Silfur- bergi og ræða um framtíðarsýn í norrænu samstarfi. Utanríkismál verða einnig í sviðsljósinu. Á mánudaginn, daginn áður en þingið hefst, stendur Norðurlandaráð fyrir umræðum um flóttamenn og viðbrögð Norður- landaþjóðanna og annarra Evr- ópuþjóða. Fundurinn verður kl. 16:00 til 17:30 í Kaldalóni í Hörpu. Hefur Norðurlandaráð boðið tveim- ur sérfræðingum um málefni flótta- manna til fundarins og munu þeir leiða umræðuna og í kjölfarið verða umræður. Fyrirlesararnir eru Jean-Christophe Dumont frá OECD og Roderick Parkes frá stofnun Evrópusambandsins um rannsóknir í öryggismálum (Euro- pean Union Institute for Security Studies). Umræður með norrænu utan- ríkisráðherrunum um alþjóðamál verða á miðvikudaginn kl. 14:00 til 16:30. Auk þeirra tekur Christian Friis Bach, framkvæmdastjóri efnahagsnefndar Sameinuðu þjóð- anna, þátt í umræðunum. Meðal umræðuefna verða málefni Úkra- ínu, öryggismál og flóttamenn. Höskuldur segir að málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafs komi einnig til umræðu, en óljóst sé hvort samstaða náist um að álykta um þau mál. Skiptar skoð- anir eru innan ráðsins um það hvort málefni Ísraels og Palestínu eigi að ræða á þessum vettvangi. Umhverfismál og endurbætur Miðvikudaginn 28. október kl. 11 verður óundirbúinn fyrir- spurnatími norrænu umhverfis- ráðherranna. Þar verður rætt um loftslagsmál og fyrirhugaða al- þjóðlega loftslagsráðstefnu í París í desember. Mikill áhugi er á því að Norðurlönd marki sér sameiginlega stefnu á fundinum og komi fram sem ein heild. „Allt þetta ár höfum við varið miklum tíma í umræður um mögu- legar endurbætur á starfsháttum Norðurlandaráðs,“ segir Hösk- uldur. Hann segir að þessi vinna hafi farið af stað í kjölfar gagnrýni á ráðið sem snerist um að það væri ekki nægilega sýnilegt og almenn- ingur gerði sér ekki fulla grein fyr- ir mikilvægi starfsemi þess. Á grundvelli þessarar innri umræðu verða lagðar fram nokkrar tillögur á þinginu um breytta starfshætti, m.a. fækkun nefnda. Að venju verða hin ýmsu verð- laun Norðurlandaráðs afhent í tengslum við þingið. Verður verð- launaafhendingin að kvöldi þriðju- dags 27. október í Eldborg. Ræða framtíðarsýn norræns samstarfs Morgunblaðið/Sigurgeir S. Þingað Vorþing Norðurlandaráðs var haldið í Alþingishúsinu fyrir þremur árum. Nú er haustþingið haldið í Hörpu, enda er það mun fjölmennara þing. Fyrst eftir að Svíar, Danir og Finnar gengu í Evrópusam- bandið minnk- aði áhugi þeirra á Norður- landaráði og norrænni sam- vinnu. En þetta hefur verið að breytast. „Það er aukinn áhugi á því innan þess- ara ríkja á að hafa Ísland og Noreg með í samstarfi þegar verið er að glíma við margvísleg viðfangsefni Evrópusambands- ins,“ segir Höskuldur Þórhalls- son, forseti Norðurlandaráðs. Hann segir að mikil umræða sé um svokallað norrænt módel. Á alþjóðavettvangi sé litið á Norð- urlöndin í heild sem fyrirmynd hvað velferðarkerfi og sambúð ríkja snertir. Friður hafi ríkt á milli landanna í um 200 ár. Víða um heim vilji menn koma á nor- rænu velferðarkerfi. Norðurlönd fyrirmynd NORRÆNA MÓDELIÐ Höskuldur Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.