Morgunblaðið - 23.10.2015, Síða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015
✝ Halldóra BjörgPálsdóttir
fæddist í Ísafjarð-
arsýslu 14. sept-
ember 1936. Hún
lést á Landakoti 9.
október 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Haukdal Andrés-
dóttir, fædd í Höll í
Haukadal í Dýra-
firði 17. febrúar
1914, d. 8. febrúar 2004, og Páll
Bjarni Sigfússon, fæddur á Ísa-
firði 29. júní 1900, d. 28. október
1970. Systkini samfeðra: Rósa, f.
19. janúar 1922, d. 26. október
2001, Sigríður Guðbjörg, f. 3.
janúar 1929, d. 16. febrúar 2006,
Þorkell Páll, f. 19. júlí 1932, d.
19. apríl 2008, Sigfús Ásgeir, f.
4. nóvember 1934, d. 16. mars
1980, Ólafur Hersir, f. 20. júní
1936, d. 26. febrúar 1997, og
Daníel Karl, f. 24. júní 1938.
Hinn 31. desember 1966 gift-
ist Halldóra Snorra Jóhanns-
24. september 2013, og Gunnar
Darri, f. 17. apríl 2015. b) Sig-
rún Halldóra, f. 24. nóvember
1991, maki Sveinn Yngvi Val-
geirsson, f. 7. ágúst 1987. Börn
þeirra eru: Þórunn Ósk, f. 4. júní
2013, og Jóhann Valgeir, f. 25.
ágúst 2015. c) Snorri Heiðar, f.
31. janúar 1997. d) Snædís Ólöf,
f. 28. mars 2007.
Halldóra ólst upp á Sveins-
eyri í Dýrafirði hjá móðurfor-
eldrum sínum, þeim Andrési
Guðmundssyni og Ólafíu Jóns-
dóttur. Hún lauk gagnfræða-
námi frá Núpsskóla og fór eftir
það suður til Reykjavíkur í leit
að vinnu. Hún hóf störf við þjón-
ustu og umönnun á Sankti Jós-
epsspítala í Hafnarfirði. Síðan lá
leið hennar til Bessastaða í tíð
Ásgeirs Ásgeirssonar forseta og
starfaði hún þar fyrst sem stofu-
stúlka og síðar sem ráðskona.
Starfsferill hennar hefur lengst
af verið á Bessastöðum og þjón-
aði hún alls fjórum forsetum á
starfsævi sinni. Árið 1982 tók
Halldóra að sér meðhjálpara-
starf við kirkjuna á Bessastöð-
um og gegndi því fram til árs-
loka 2014.
Útför Halldóru fer fram frá
Bessastaðakirkju í dag, 23. októ-
ber 2015, kl. 13.
syni, f. 22. júlí 1944,
þau slitu samvistir
1988. Foreldrar
hans voru Jóhann
Jónasson, f. 2. mars
1912, d. 30. desem-
ber 2005, og Mar-
grét Sigurð-
ardóttir, f. 3. mars
1916, d. 9. janúar
2011. Börn Hall-
dóru og Snorra
eru: 1) Sigríður
Margrét, f. 9. mars 1966, maki
Ragnar Svanur Vilhjálmsson, f.
5. júlí 1965. Þau eiga tvær dæt-
ur: Söru Margréti, f. 17. desem-
ber 1997, og Rebekku Steinunni,
f. 10. október 2001. Fyrir átti
Ragnar soninn Hörð, f. 5. apríl
1992. 2) Andrés Jóhann, f. 25.
apríl 1967, maki Ragnhildur
Skúladóttir, f. 29. júní 1967.
Börn þeirra eru: a) Sandra
Mjöll, f. 17. desember 1989,
maki Sigurjón Einar Gunn-
arsson, f. 6. ágúst 1988. Börn
þeirra eru: Ragnhildur Karen, f.
Elsku amma.
Við vitum eiginlega ekki hvar
við eigum að byrja, það er svo
margt sem við eigum eftir að
sakna nú þegar þú hefur yfirgefið
þessa jörð. Sérstaklega þar sem
jólin nálgast og við vorum vön að
stússast fyrir jólin saman, til
dæmis fara í jólagjafaleiðangur,
baka ljúffengu sörurnar þínar og
fara með þér á jólaböll á Bessa-
stöðum.
Margar minningar koma upp í
huga okkar þegar við hugsum til
þín, hvað það var gott að koma og
gista hjá þér, þú last fyrir okkur
ævintýri fyrir svefninn og það
var svo gaman að hlusta á þig
lesa. Þú kenndir okkur að spila á
spil og varst alltaf tilbúin að
hjálpa okkur þegar við þurftum
aðstoð. Aldrei kom maður að lok-
uðum dyrum hjá þér, við vorum
alltaf velkomin til þín og þú faðm-
aðir okkur svo innilega að faðm-
lögum þínum verður seint
gleymt. Hér er smá brot úr vísu
sem okkur fannst lýsa þér vel.
Hver er sú kona sem opnar sitt hjarta,
gerir hverja barnsframtíð skæra og
bjarta.
Huggar og lagar sérhvert mein,
og ef eitthvað vantar er hún aldrei sein.
Það rifjast upp fyrir okkur
gamlir tímar þegar við vorum hjá
þér á Sólbarða og horfðum alltaf
á leikritið Síðasti bærinn í daln-
um og fengum eitthvað gott að
borða hjá þér, það er þér að
þakka að við elskum ís.
Það var svo gaman að fá að
koma með þér í vinnuna upp á
Bessastaði og fá að upplifa vinnu-
daginn þinn hjá forsetanum, okk-
ur fannst svo merkilegt að amma
okkar vann hjá forsetanum og
okkur finnst það enn. Okkur
fannst líka svo merkilegt að
amma fékk að hitta prinsessur og
prinsa.
Þú varst okkur mikil hvatning
í námi, komst alltaf í lok annar til
að skoða einkunnaspjöldin og
varst alltaf jafn stolt. Þú varst
mikill dýravinur, komst sérstaka
ferð til að gefa hundunum okkar
harðfisk og við gleymum ekki
þegar þú og Snorri Heiðar feng-
uð ykkur köttinn Rómeó saman.
Þú varst í skýjunum þegar þú
varðst langamma og geislaðir al-
veg þegar þú hittir langömmu-
börnin þín, þér fannst svo gaman
að fylgjast með þeim og hlóst
mikið að þeim, þér fannst þau svo
sniðug og skemmtileg.
Við gætum haldið endalaust
áfram að rifja upp gamlar og góð-
ar minningar með þér sem munu
alltaf lifa í hjörtum okkar. Við
fundum þetta fallega ljóð sem við
látum fylgja með.
Við munum sakna þín sárt,
elskum þig alltaf, kossar og knús,
þín barnabörn.
Kveðja til ömmu
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili.)
Sandra Mjöll Andrésdóttir,
Sigrún Halldóra Andrés-
dóttir,
Snorri Heiðar Andrésdóttir,
Snædís Ólöf Andrésdóttir.
Haustið er komið með alla sína
litadýrð og hringrás náttúrunnar
heldur áfram sinn vanagang.
Elskuleg frænka mín Halldóra
Björg Pálsdóttir hefur nú kvatt
þennan heim eftir stutt en erfið
veikindi. Dóra, eins og hún var
alltaf kölluð af okkur fjölskyld-
unni, fæddist á Sveinseyri í Dýra-
firði og ólst þar upp hjá afa okkar
Andrési og ömmu Ólafíu. Móðir
hennar Sigríður flutti til Reykja-
víkur til að stunda vinnu er Dóra
var tveggja ára gömul en kom
alltaf reglulega vestur í sumar-
leyfum sínum og áttu þær mæðg-
ur þá góðar stundir saman. For-
eldrar mínir Sigurjón og Ásta og
við systkinin bjuggum líka á
Sveinseyri í sambýli við afa og
ömmu. Við eldri systkinin, ég,
Kristján og Ólafía, ólumst því
þarna upp í nánu sambandi við
Dóru. Við vorum nokkuð yngri en
hún var fimm árum eldri en ég.
Dóra gekk í barnaskólann í
Haukadal og á unglingsárunum
fór hún í Héraðsskólann á Núpi.
Þar var hún í tvo vetur og af frá-
sögnum hennar frá þessum tíma
var dvölin skemmtileg og lýsti
hún þessu oft vel fyrir yngri
frænku sem hlustaði af áhuga.
Hún eignaðist góða vini bæði í
barnaskólanum og í Núpsskólan-
um. Það var mikið lesið heima hjá
okkur á Sveinseyri og hafði Dóra
mjög gaman af að lesa bækur og
var hún afar minnug. Mér eru
mjög minnisstæðar stundirnar
sem hún spilaði fyrir okkur börn-
in á gítarinn sinn og söng við góð-
ar undirtektir okkar hinna.
Það er fallegt á Sveinseyri,
mjög víðsýnt um fjörðinn og veit
ég að henni var mjög annt um
þennan stað þar sem við ólumst
upp í nánu sambandi við náttúr-
una og það frjálsræði sem sveitin
gaf. Við börnin tókum þátt í öllum
sveitastörfum, svo sem heyskap,
sauðburði, smalamennsku og
fleiru. Fljótlega eftir dvölina á
Núpi fór hún til vinnu í Reykjavík
en hélt tryggð við átthagana og
kom heim að sumri til. Um 18 ára
aldur var hún alfarin til Reykja-
víkur og nú gátu þær mæðgur
notið þess að vera meira saman.
Dóra var mjög frændrækin og
gestrisin. Mér er minnisstætt
hvað það var gott að koma á
heimili hennar. Okkur frænkum
hefur hlotnast sú ánægja í gegn-
um tíðina að geta mætt hver hjá
annarri á stórum stundum í lífi
okkar og afkomenda okkar. Dóru
var mjög annt um fjölskylduna
sína, börnin sín þau Sigríði Mar-
gréti og Andrés Jóhann, tengda-
börnin, barnabörnin og lang-
ömmubörnin. Mestur er nú
missir þeirra.
Frænka mín lét sig varða um
velferð mína og minnist ég um-
hyggju hennar þegar ég byrjaði
mína fyrstu skólagöngu í Hauka-
dalsskóla sem og síðar þegar við
vorum báðar fluttar til Reykja-
víkur. Þegar ég kvaddi hana í síð-
asta sinn á Landspítalanum, hún
þá orðin mjög veik, var það síð-
asta sem hún sagði við mig eftir
að ég kvaddi hana: „Passaðu þig
að detta ekki, Veiga mín.“ Ég
lyfti hækjunni og sagðist vera
með góða hjálp og við hlógum
báðar innilega.
Ég kveð nú mína kæru frænku
með innilegri þökk fyrir allt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar, elsku fjölskylda,
Sólveig Arnfríður
Sigurjónsdóttir.
Dýrafjörður og Bessastaðir.
Sveitastúlkan sem kom ung til
starfa hjá Ásgeiri og Dóru og
varð svo í áratugi hollur ráðgjafi
allra sem síðar urðu forsetar lýð-
veldisins, sálin og kjölfestan,
gleðigjafi og reynslusjóður í dag-
legri önn forsetasetursins, létt í
lund á formlegum stundum og
stýrði með öryggi viðburðum og
móttökum til heiðurs tignum
gestum jafnt sem íslenskri al-
þýðu.
Halldóra Pálsdóttir bar ætíð í
fasi sínu, viðmóti og hugsun
veganestið sem hún fékk í hinum
fagra firði, var hinn glaðværi
Vestfirðingur sem gerði sér aldr-
ei mannamun en lærði líka að
fága formið í samskiptum ráða-
manna eins og þrautreyndur
diplómat.
Forsetaembættið byggist ekki
aðeins á regluverki eða ákvæðum
í stjórnarskrá heldur fyrst og
fremst á fólki; ekki bara forset-
anum sjálfum heldur fólkinu sem
velst til starfa við embættið. Það
hefur ætíð verið fámennur hópur;
reyndar undravert að svo fáir
hafi í áratugi lýðveldissögunnar
skilað öllu því sem þurfti til að
gæta þess sóma sem jafnan verð-
ur að setja svip á öll verk og at-
hafnir þjóðhöfðingjans.
Í þessari fámennu sveit hafði
Halldóra algjörlega sérstöðu,
bæði vegna ríkulegrar reynslu en
líka vegna mannkosta sinna og
heilinda. Enginn annar í sögu
lýðveldisins hefur verið jafn lengi
á vaktinni; fyrst í áraraðir með
Ásgeir Ásgeirssyni og síðan nutu
Kristján Eldjárn, Vigdís Finn-
bogadóttir og ég starfa og vináttu
Halldóru, fórum að hollum ráðum
hennar, mátum mikils þegar hún
létti formfastar stundir með hár-
fínni kímni eða góðri sögu; jafnt á
heimili forsetans sem og í öðrum
vistarverum Bessastaða.
Ásamt forsetunum fjórum
hafa fjölskyldur okkar bundist
Halldóru sterkum böndum. Hún
varð okkur félagi og vinur í hinni
sérstæðu tilveru sem jafnan
fylgir búsetu á Bessastöðum.
Því kynntumst við Guðrún
Katrín vel þegar við komum
ásamt Tinnu og Döllu til staðar-
ins. Í veikindum Guðrúnar Katr-
ínar og eftir andlát hennar var
Halldóra klettur í hinni daglegu
glímu.
Hún varð líka fyrsta vinkonan
sem Dorrit eignaðist á Íslandi og
gaman að verða vitni að því hve
vel dætur Dýrafjarðar og Jerú-
salem náðu saman.
Við andlát Halldóru þökkum
við öll í fjölskyldunni vináttu
hennar og trúmennsku, hjálp-
semi hennar og hlutdeild í ævi
okkar árum saman, jafnt á stund-
um gleði sem sorgar.
Ég þakka líka einstaka þjón-
ustu hennar við embætti forseta
Íslands og við kirkjuna á Bessa-
stöðum, framlag hennar til þeirr-
ar farsældar sem þjóðhöfðingj-
arnir hafa notið, allt frá tíð
Ásgeirs Ásgeirssonar til okkar
daga.
Hún var í áraraðir embættinu
einstakur fjársjóður reynslu og
upplýsinga, þekkti fordæmin og
vissi hvað var við hæfi, gat rakið
sögu gripa og minja sem prýða
staðinn; var í senn sagnabrunnur
og gagnabanki; ómissandi á tím-
um þegar minnið gilti enn; tölvan
ekki mætt til leiks.
Þótt Halldóra vildi vegna
eðlislægrar háttvísi og hógværð-
ar aldrei ræða eigið framlag eru
störf hennar í þágu lýðveldisins
þökkuð á kveðjustundu. Hennar
ævi verður ætíð samofin sögu
Bessastaða.
Ólafur Ragnar Grímsson.
„Vertu dyggur, trúr og trygg-
ur“ eru upphafsorðin í heilræða-
vísum Hallgríms Péturssonar.
Mér fljúga þau orð einatt í hug,
þegar ég hugsa til Halldóru Páls-
dóttur, sem í dag verður kvödd
hinstu kveðju í Bessastaðakirkju.
Halldóra Pálsdóttir helgaði
Bessastöðum á Álftanesi ævistarf
sitt. Hún réðst ung sem aðstoð-
arstúlka á forsetasetrinu, í tíð Ás-
geirs Ásgeirssonar og frú Dóru
Þórhallsdóttur, og batt mikla
tryggð við fjölskyldu þeirra, fór
m.a. um skeið til Washington til
aðstoðar á heimili Þórhalls Ás-
geirssonar ráðuneytisstjóra og
Lilly konu hans, þegar Þórhallur
var fulltrúi Norðurlanda hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum. Að
sjálfsögðu kom hún úr þeirri för
prýðilega mælt á ensku. Hún
starfaði fyrir fjóra forseta lýð-
veldisins, Ásgeir Ásgeirsson,
Kristján Eldjárn, undirritaða og
Ólaf Ragnar Grímsson, en fór á
eftirlaun fyrir skömmu sam-
kvæmt opinberum reglum.
Það var happafengur að eign-
ast vináttu og starfskrafta Hall-
dóru fyrir 35 árum. Hún var með-
al þess ómetanlega samstarfs-
fólks á Bessastöðum sem var
boðið og búið að gera allt úr garði
svo sæmd væri að. Við störfuðum
öll saman sem vinir og þær eru
ófáar stundirnar sem hist var í
eldhúsinu, lögð á ráð og skipu-
lagt, en líka gantast og hlegið.
Þannig verður einmitt traust vin-
átta til.
Halldóra var glaðsinna, vask-
leg og ræðin. Hún vildi hverjum
manni gott gera, tryggð við stað-
inn var samofin hjálpsemi. Að
halda utan um eitthvað aukalega
var ekkert mál, svo sem eins og
að líta eftir Ástríði minni, þegar
móðir hennar fór í kvöldboð. Hún
vissi hvar allt var, bæði á einka-
heimilinu og í opinberum hluta
þessa sérstæða höfuðbóls sem
Bessastaðir eru, hélt öllu fáguðu
og gekk um beina eins og útlærð-
ur þjónn í veislum og við gesta-
komur. Hún undirbjó allt af kost-
gæfni þegar á þurfti að halda.
Hún sá til að mynda um að láta
niður í ferðatöskur fyrir stór-
ferðalög.
Ef mér fannst óþarfi að vera
að taka eitthvað mikið aukalega
með hafði hún jafnan á orði:
„Þetta borðar nú ekki mat.“
Stóra hugðarefni Halldóru
Pálsdóttur var Bessastaðakirkja.
Hún var kirkjuvörður um langt
árabil og einnig meðhjálpari und-
anfarin ár og stóð jafnan í innri
dyrunum þegar gengið var til
messu eða annarra samkoma í
þessu aldagamla guðshúsi. Nú er
sú tíð liðin þegar hún í dag fer í
sína hinstu för frá kirkjunni
góðu.
Við Ástríður kveðjum Hall-
dóru með einlægum vinarhug og
hlýju og vottum börnum hennar,
barnabörnum og ættingjum öll-
um innilega samúð. Blessuð sé
minning Halldóru Pálsdóttur.
Vigdís Finnbogadóttir.
Fallin er frá vinkona okkar og
samstarfsmaður Halldóra Björg
Pálsdóttir kirkjuvörður.
Hún gegndi starfi kirkjuvarð-
ar í Bessastaðakirkju af mikilli
kostgæfni í rúm 30 ár eða þar til
hún lét af störfum um síðustu
áramót. Seint verður staða henn-
ar fyllt, hún þekkti sögu kirkj-
unnar og forsetasetursins betur
en nokkur annar enda hafði hún
starfað á staðnum frá árinu 1955.
Það var dýrmætt að geta leitað
í viskubrunn hennar öll árin, allt-
af boðin og búin að styðja og leið-
beina.
Henni var einkar lagið að
leggja okkur lið. Hún sló á létta
strengi með sögum og sögnum
um liðna tíð á þessum annars
virðulega stað. Stundum þegar
við fórum vill vegar, að hennar
mati, fengum við að heyra „nei,
nei, nei“, þá vissum við að ekki
þýddi að malda í móinn, hún vissi
betur enda föst fyrir ef því var að
skipta.
Hún taldi aldrei eftir sér að
vera á staðnum og til taks ef á
þurfti að halda og hugsaði afar
vel um allt sem að starfinu lét.
Hún var trú sínu fólki. Vandfund-
in er manneskja sem ber jafn
mikla virðingu fyrir starfi sínu og
hún gerði.
Öll árin sat hún með okkur
sóknarnefndarfundi þar sem
ákvarðanir voru teknar. Þá tók
hún fullan þátt í starfi eldri borg-
ara í Bessastaðasókn þar sem
hennar verður sárt saknað. Hún
var mikill húmoristi og hélt uppi
léttu gamni í hópnum.
Fyrir öll hennar ráð, vinsemd
og traust þökkum við af alhug.
Minning um góðan liðsmann lifir.
Við vottum fjölskyldu hennar
okkar dýpstu samúð. Megi góður
Guð blessa minningu Halldóru
Bjargar Pálsdóttur.
Fyrir hönd sóknarnefndar
Bessastaðasóknar,
Elín Jóhannsdóttir,
formaður.
Í sextíu ár hefur Halldóra
Pálsdóttir verið okkur mjög kær.
Allt frá því árið 1955 þegar hún
réðst til starfa á Bessastöðum hjá
ömmu Dóru og afa Ásgeiri. Þegar
fjölskyldan flutti til Washington
árið 1958 vegna starfa pabba
flutti Halldóra með og var hjá
okkur í tvö ár. Hún var eins og
stóra systir, svo barngóð og hlý.
Minningarnar eru margar og
ljúfar eins og þegar hún spilaði á
gítar og söng fyrir okkur. Hjá
okkur var hún ávallt kölluð
Haddana, sem henni fannst ekki
leiðinlegt því ekki gátu allir sagt
nafnið rétt.
Á þessum árum hnýttum við
þau vináttubönd sem aldrei rofn-
uðu. Alltaf var Halldóra tilbúin
með góð ráð þegar til hennar var
leitað.
Hún var algjör meistari í
matargerð og skipulagningu á
fínum veislum. Ef hún átti heim-
angengt mætti hún sjálf á staðinn
og þá urðu fagnaðarfundir.
En nú skilja leiðir og Haddana
okkar leggur í þá langferð sem
bíður okkar allra. Okkur langar
til að nota tækifærið til þess að
færa þakkir fyrir trygglyndi
hennar og velvild um áratuga
skeið. Fjölskyldu hennar vottum
við innilega samúð.
Sverrir, Dóra, Ragna
og Sólveig.
Halldóra Pálsdóttir var bara
nítján ára vestfirsk sveitastúlka
þegar Ásgeir Ásgeirsson forseti
kallaði hana til verka á Bessa-
stöðum um miðjan sjötta áratug
síðustu aldar. Þá voru Bessastað-
ir fjölmennt íslenskt sveitaheim-
ili með mjólkandi kúm í fjósi,
gróðurhúsi og stórum kartöflu-
garði, og Halldóra bjó ásamt for-
setahjónunum og fjölskyldu
þeirra á efri hæð Bessastaða-
stofu. Allar götur síðan fléttuðust
líf Halldóru og Bessastaðir, hún
vann hjá embættinu í tíð fjögurra
forseta allt þar til hún lét af störf-
um fyrir aldurs sakir fyrir tæp-
um tíu árum. Hún var kirkju-
vörður og meðhjálpari
Bessastaðakirkju um langt árabil
og hélt þeim störfum áfram fram
á síðustu ár.
Halldóra var lífið og sálin á
þessum fámenna vinnustað þar
sem allir þurfa helst að geta
gengið í hvert verk þegar mikið
liggur við, hláturmild og gáska-
full, sagnasjóður og reynslu-
banki, gerði sér aldrei manna-
mun.
Hún var skemmtileg kona og
stundum dálítið stríðin en aldrei
meinfýsin, úrræðagóð og ham-
hleypa til allra starfa og kunni
jafnt að sinna tignum gestum
sem að skúra kirkjugólfið og
gerði ekki upp á milli verka. Hall-
dóra var vel að sér og fróð, sér-
fræðingur í sögu Bessastaða og
kunni skil á hverjum grip sem
þar er varðveittur.
Hún varð traustur fjölskyldu-
vinur forsetanna fjögurra sem
hún vann með og allra sinna sam-
starfsmanna sem nú sakna góðr-
ar vinkonu. Ég vil, fyrir hönd
okkar allra, þakka Halldóru sam-
fylgdina góðu og uppeldið um leið
og ég færi fjölskyldu hennar inni-
legar samúðarkveðjur. Megi
bjartar minningar sefa sorg.
Örnólfur Thorsson.
Halldóra Pálsdóttir var ættuð
frá Þingeyri og héldust tengsl
hennar við fjölskyldu okkar órof-
in frá því að hún kom kornung að
Bessastöðum til að fara í vist hjá
afa okkar og ömmu, Dóru Þór-
hallsdóttur og Ásgeiri Ásgeirs-
syni.
Við systkinin eigum því minn-
ingar um Halldóru allt frá því við
Halldóra Björg
Pálsdóttir