Morgunblaðið - 23.10.2015, Page 27

Morgunblaðið - 23.10.2015, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 fórum fyrst að muna eftir okkur. Það yljar um hjartarætur að minnast Halldóru því hún var glaðleg, og jákvæð og hafði ein- staklega hlýtt viðmót. Á þessum árum var á Bessa- stöðum fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þá var á staðnum í senn forsetasetur og ríkisbú með öllu því fólki sem þar bjó og vann. Halldóra var sterkur hlekkur í því samfélagi. Tíminn leið og tengslum fjölskyldunnar við Bessastaði lauk en aldrei breytt- ist það að til Halldóru gátum við ætíð leitað. Við fengum margs konar ráðleggingar varðandi veisluhöld og aðstoð við ferming- arveislur barna okkar. Eftir ára- tuga störf á Bessastöðum voru slíkar veislur lítið mál í hennar huga. Hún gekk örugg til verks og oft mátti heyra dillandi hlát- urinn. „Elskan mín, við skellum bara í sjávarréttasalat og þetta verður ekkert mál,“ sagði hún og hló. Okkur þykir afar vænt um að í starfi sínu sem kirkjuvörður á Bessastöðum sagði Halldóra allt- af mjög skilmerkilega frá þætti afa Ásgeirs í endurbótum Bessa- staðakirkju. Nefndi þar á meðal steindu gluggana sem allir tengjast sögu kristni á Íslandi og setja sterkan svip á kirkjuna. Það var ljúft að ná að kveðja Halldóru að leiðarlokum og þakka henni ævarandi vináttu. Hún var sjálfri sér lík, svaraði kankvíslega og brosti fallega til okkar. Við minnumst Halldóru með þakklæti og kærleika. Ástvinum hennar vottum við innilega sam- úð. Dóra, Tryggvi, Herdís, Ásgeir og Sólveig Bjargar- og Pálsbörn. Árið 1955 kom ung vestfirsk stúlka til starfa við forsetasetrið að Bessastöðum. Þetta var Hall- dóra Pálsdóttir sem síðan átti eft- ir að starfa fyrir fjóra forseta, vera meðhjálpari og kirkjuvörður við Bessastaðakirkju um langt árabil auk þess að sinna eigin heimili og fjölskyldu. Halldóra sinnti þessu öllu af trúmennsku og naut virðingar sinna húsbænda og starfsfélaga. Hún var ærleg í störfum og tali og lagði aldrei illt orð til þeirra sem hún starfaði hjá eða hafði starfað fyrir. Þó var hún enginn skapleysingi og fylgdi henni oft hressilegur gustur. Hún var skemmtileg viðræðu um menn og málefni, stálminnug, fylgdist vel með og hafði húmor fyrir því sem hún upplifði, hvort sem það var henni til blessunar eða ófarnaðar. Ekki var annað hægt en að hlæja með henni þegar hún sagði frá því hvernig hún tókst á loft í óveðri, fauk undir bíl og axlar- brotnaði. Þó var hún á áttræðisaldri og hefur beinbrotið eflaust þjakað hana. Við minnumst þess aldrei að hafa heyrt hana kvarta undan eymslum eða vanlíðan. Halldóra var snjöll við matar- gerð og oft var leitað til hennar þegar vanda þurfti til veislu. Bessastaðakirkju sinnti hún um árabil og var orðin okkar helsti fræðingur merkilegrar sögu kirkjunnar og þess sem gert hafði verið til vegsemdar kirkj- unni á seinni árum. Eins og áður segir réðst Hall- dóra ung að árum í vist hjá for- setahjónunum Ásgeiri og Dóru. Hún var þeim mjög kær og var það gagnkvæmt. Halldóra sýndi mikla ræktarsemi og tryggð minningu forsetahjónanna. En tryggð hennar náði einnig til allra afkomenda þeirra sem alla tíð síðan hafa notið vináttu Hall- dóru og greiðvikni. Við sendum Andrési, Sigríði Margréti og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa minningu okkar kæru Halldóru. Sigríður og Sigurður G. Thoroddsen. ✝ Rúnar HaukurIngimarsson fæddist á Akureyri 12. september 1964. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 14. októ- ber 2015. Hann var einka- sonur hjónanna Ingimars Davíðs- sonar mjólkur- fræðings, f. 13. nóvember 1920, d. 3. sept- ember 1990, og Unnar Ósk- arsdóttur, f. 14. október 1934. Rúnar var í sambúð frá 1998 til 2011 með Ingibjörgu Ebbu Björnsdóttur, f. 31. ágúst 1965. Þau eignuðust eina dóttur, Re- bekku Unni, f. 21. október 2002. Fyrir átti Ingibjörg eina fæddist Rebekka Unnur. Á unga aldri starfaði Rúnar með föður sínum hjá Mjólkur- samlaginu á Akureyri. Fljót- lega kviknaði áhugi hans á tölvum sem hann starfaði við í mörg ár bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hann kenndi einnig upplýsingatækni í nokkur ár við Valsárskóla. Síðustu ár stundaði hann nám við ferða- máladeild Háskólans á Hólum. Áhugamál Rúnars voru fót- bolti, körfubolti og ljósmyndun. Hann var ávallt mikill stuðn- ingsmaður Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri og vann mikið sjálfboðastarf hjá félaginu. Einnig var hann mikill stuðn- ingsmaður Manchester United og sótti fjölda leikja á Old Trafford. Einnig var Rúnar fær ljós- myndari og kveikti ljósmynda- áhuga hjá Rebekku dóttur sinni. Útför Rúnars fer fram frá Glerárkirkju í dag, 23. október 2015, klukkan 10.30. dóttur, Telmu Gló- eyju Jónsdóttur, f. 21. apríl 1986. Dóttir hennar er Áróra Kristín Ólafsdóttir, f. 27. maí 2008. Rúnar ólst upp á Akureyri og hóf sína skólagöngu í Oddeyrarskóla. Síðar fór hann til Reykjavíkur og nam tölvunarfræði við Iðnskól- ann í Reykjavík. Hann ílengdist í Reykjavík og hóf störf hjá Tæknivali þar sem hann starf- aði í mörg ár. Þar kynntist hann Ingibjörgu og fluttust þau saman með Telmu til Akur- eyrar og bjuggu sér heimili í Fögrusíðu 1b og á Akureyri Í dag kveðjum við kæran vin og félaga, Rúnar Hauk Ingi- marsson, svo miklu fyrr en okk- ur finnst sanngjarnt. Einhver gegnheilasti Þórsari sem um getur hefur verið tekinn af velli, langt fyrri aldur fram. Það er ómögulegt að telja upp öll þau störf sem Rúnar Haukur vann fyrir Körfuknatt- leiksdeild Þórs, hann var ein- faldlega einn af þeim sem alltaf var til taks þegar íþróttafélagið þurfti á kröftum hans að halda. Maður tók ekki endilega eftir því hvort Rúnar Haukur væri mættur á viðburði tengda félag- inu, það vakti frekar undrun ef hann, af einhverjum ástæðum, átti ekki heimangengt. Svo tengdur var hann félaginu, Þórsfjölskyldunni. Rúnar Haukur settist tvisvar í stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs og sat þar í mörg ár. Það er oft erfiðara að fá fólk til starfa þegar illa gengur og í því ljósi er athyglisvert að skoða þau tímabil sem Rúnar sat í stjórninni. Í báðum tilfellum sat hann á erfiðum tímum þar sem byggja þurfti upp frá grunni og sýna þolinmæði. Þar nýttust kostir Rúnars Hauks til hins ýtrasta, hann vann af ró og yf- irvegun og alltaf þannig að hagsmunir Þórs til lengri tíma væru í fyrirrúmi. Þekking Rún- ars á tölvum og tækni reyndist ómetanleg, öllu sem laut að tækni gat Rúnar reddað, sett upp leikskrár, útbúið auglýsing- ar, lagað tölvur og meira að segja róað niður óðamála for- mann sem í gáleysi henti minn- islykli með margra ára gögnum deildarinnar í þvottavél. Auðvit- að amaði ekkert að minnislykl- inum eftir meðferð hjá Rúnari og virkar hann enn. Rúnar var ástríðufullur ljós- myndari og naut deildin svo sannarlega góðs af því, myndir hans frá leikjum og viðburðum á vegum deildarinnar skipta þúsundum. Oftar en ekki kom hann sér vel fyrir við enda vall- arins og festi á filmu mörg ógleymanleg atvik fyrir okkur hin sem elskum þessa fögru íþrótt. Þær myndir munu lifa og ylja okkur um ókomna tíð. Að lokum verður ekki skilið við okkar kæra vin Rúnar Hauk án þess að minnast á samband hans og Rebekku, fallegra sam- band föður og dóttur er vand- fundið. Um leið og við sendum ástvinum Rúnars innilegar sam- úðarkveðjur. Við vitum að minn- ingin um yndislegan dreng mun hjálpa þeim í gegnum erfiða tíma. Hafðu þökk fyrir ómet- anlegt framlag kæri vinur, hvíl í friði. Fyrir hönd körfuknattleiks- deildar Þórs, Kári Þorleifsson. Þegar ég hóf störf hjá Tækni- vali, fyrir næstum 25 árum, þá gekk ég inn í ótrúlega samheld- inn og skemmtilegan hóp fólks sem var tilbúið tað leggja mikið á sig til þess að stuðla að vel- gengni fyrirtækisins. Í þessum hópi var Rúnar Haukur, glað- legur, glettinn og orðheppinn Akureyringur sem mér féll strax vel við. Fór það svo að oft lentum við saman í að sinna þeim verkefnum sem sinna þurfti og áttum við mjög gott og ánægjulegt samstarf allan þann tíma sem Rúnar starfaði hjá Tæknivali. Á þessum tíma áttu sér stað miklar breytingar í tölvuheiminum og ekki var mik- ið um staðlaðar lausnir. Oft þurfti því að sérsmíða og gat það kostað mikla þolinmæði og yfirlegu. Við þær aðstæður naut Rúnar sín best og aldrei gekk hann frá verki án þess að það væri fullklárað. Rúnar var gæddur mikilli þjónustulund enda var það svo, að þeir viðskiptavinir Tæknivals sem hann þjónustaði leituðu ekki annað. Mikil samheldni var í starfsmannahópnum og tölu- vert um alls kyns skemmtanir og ferðalög. Rúnar lét sig ekki vanta í þess háttar gleði og margt var brallað. Fyrir sléttum 20 árum var haldið til Dublin á árshátíð. Ég var svo heppinn að deila her- bergi með Rúnari í þeirri ferð. Var þetta fyrsta utanlandsferð Rúnars. Ég mun aldrei gleyma því augnabliki þegar við rákum nefið inn í verslun sem ein- göngu seldi vörur tengdar Man- chester United, liðinu hans. Rúnar snarstoppaði í dyrunum, stóð þar grafkyrr um stund, og féll svo á kné eins og í til- beiðslu. Stóð síðan upp og keypti nánast alla sjoppuna. Hann átti eftir að fara í margar utanlandsferðir eftir þetta og þá oftar en ekki til Manchester. En svo kom að því að Rúnar snéri aftur í heimahagana á Akureyri enda hafði hann, að eigin sögn, bara skroppið suður í starfs- kynningu, sem að vísu hafði staðið í 10 ár. Ekki var hann þó einn á ferð norður. Rúnar hafði hafið búskap með henni Ingi- björgu sem einnig vann í Tæknivali. Saman ætluðu þau ásamt Telmu, dóttur Ingibjarg- ar, að freista gæfunnar þar sem Rúnari leið best, á Akureyri í kallfæri við íþróttafélagið Þór, hitt félagið í lífi Rúnars. Þó lengra væri nú á milli okkar, héldum við góðu sambandi. Nutum við Erna oftsinnis gest- risni þeirra hjóna og áttum með þeim margar ánægjustundir. Okkur hjónum er minnisstætt kvöldið í Kjarnaskógi þegar Ingibjörg og Rúnar sögðu okk- ur, ljómandi af gleði, að þau væru með bumbubúa. Þá má ekki gleyma öllum sjóstangar- veiðiferðunum sem við fórum í árlega ásamt vinum okkar. Seinni árin gerði Rúnar þó meira af því að taka ljósmyndir en draga þorska enda afbragðs ljósmyndari. Í sumar treysti Rúnar sér þó ekki með sökum veikinda sinna. Þegar við kveðjum Rúnar vin okkar, reikar hugurinn til allra gleðistundanna er við áttum saman og við þökkum fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa átt samleið með honum. Hugur okkar er með fjölskyldu Rúnars, þeim sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ólafur (Óli) og Erna. „Og hvert sem þú ferð, og hvar sem ég verð, þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig.“ (Rúnar Júl.) Einstakt ljúfmenni er fallið í valinn. Rúnar Haukur Ingi- marsson þurfti að játa sig sigr- aðan, aðeins 51 árs gamall, í baráttu við hinn alræmda sjúk- dóm, krabbameinið. Eftir stend- ur minning um góðan dreng, en um leið sú stingandi sára til- hugsun að dætur sjá þar á eftir góðum föður, móðir hefur misst son sinn. Dauðinn er óumflýj- anlegur en oft einhvern veginn svo óréttlátur. Þegar ég minnist Rúnars Hauks finnst mér eins og orðin ein og sér séu einskis megnug. Ljósmyndir ættu betur við því ljósmyndun var eitt aðaláhuga- mál hans. Íþróttafélagið Þór hefur í mörg ár notið góðs af þessu áhugamáli hans því Rún- ar myndaði stelpurnar og strák- ana okkar á ótal knattspyrnu- og körfuboltaleikjum. Hann skráði söguna á skemmtilegan og ómetanlegan hátt fyrir félag- ið okkar. Þáði auðvitað aldrei krónu fyrir. Það eru forréttindi að fá að lifa og hrærast í íþróttafélagi eins og Þór og það eru forrétt- indi fyrir félag eins og Þór að hafa átt Rúnar Hauk í horni, ef svo má að orði komast. Við Þórsarar höfum fengið að njóta ávaxtanna af því óeigingjarna starfi sem hann vann og öllum þeim tíma sem hann varði í þágu félagsins, í þágu okkar. Ljósmyndirnar voru þó alls ekki hans eina framlag til félagsins. Alltaf var hægt að leita til hans í sambandi við tölvu- og tækni- leg mál, svo dæmi sé tekið. Og líka alltaf gott að tala við hann. Skarðið sem hann skilur eftir sig hjá félaginu er stórt og vandfyllt, en það er þó léttvægt í samanburði við það þegar ung- lingsstúlka missir föður sinn. Við Þórsarar fengum líka að njóta hæfileika yngri dóttur hans, Rebekku Unnar, eða Rebbans eins og Rúnar Haukur kallaði hana oft. Hún er frábær í fótbolta. Hún er frábær söngv- ari. Hún getur allt. Það er sárt til þess að hugsa að þessi sólar- geisli skuli þurfa að sjá á eftir föður sínum. Ég vona innilega og trúi að hún muni standast þetta erfiða próf sem nú er lagt fyrir hana. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Rúnari Hauki og fengið að starfa með honum að ýmsum verkefnum í félaginu okkar. Dætrum hans, öðrum ættingj- um og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Haraldur Ingólfsson, Þórsari. „Við lútum höfði í þakkar- skuld.“ Rúnar Haukur Ingimarsson, einn besti og dyggasti félagi Íþróttafélagsins Þórs, er fallinn frá langt um aldur fram. Mann setur hljóðan og maður spyr sig, af hverju hann og af hverju svo ungur maður? Við þessari spurningu er ekkert svar! Frá því ég fór að starfa fyrir Íþróttafélagið Þór hefur Rúnar alltaf verið þarna, ekki svo að skilja að ég hafi veitt honum at- hygli vegna fyrirferðar eða há- reysti, heldur þvert á móti, hann var ávallt lítillátur, traust- ur og einlægur félagi sem bar hag síns félags fyrir brjósti. Rúnar var í raun áhuga- maður um allt sem fram fór í fé- laginu, hvort heldur það voru íþróttirnar, félagsmálin eða fé- lagsaðstaðan. Hann starfaði nokkuð lengi í stjórn körfu- knattleiksdeildar. Þar reyndist hann dyggur og traustur og þar naut hann sín vel með góðum félögum sem kunna honum bestu þakkir fyrir. Það sem átti þó hug Rúnars hin síðari ár er ljósmyndun og skilur hann eftir sig ómetanlegt safn mynda úr starfi félagsins, heimildir sem okkur ber að varðveita í minningu Rúnars Hauks. Við Þórsarar erum Rúnari Hauki innilega þakklátir fyrir allt það sem hann gerði fyrir fé- lagið okkar. Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð og þá sérstaklega móður og dætrum. Farðu í Guðs friði, félagi. Árni Óðinsson, formaður Þórs. Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns Rúnar Hauks Ingimarssonar, vinar sem varð undir í baráttu sinni við þann illvíga sjúkdóm sem í dag leggur hvað flesta af velli. Rúnar Haukur – þessi hægláti, hógværi, og dagfarsprúði maður skilur eftir sig stórt skarð í lífi margra. Upp í það skarð verður aldrei fyllt. En fyrir okkur, sem lifum hann og sjáum á bak hon- um, er annað sem hann skilur eftir sig og á eftir að verða okk- ur öllum sem ljós í lífinu, enda- lausar ljúfar minningar, minn- ingar um ljúfan dreng. Rúnari kynntist ég fyrir margt löngu í tengslum við sam- eiginlegt áhugamál okkar þ.e. aðkomu okkar að Íþróttafélag- inu Þór. Góður vinskapur tókst með okkur, vinskapur sem hélt allar götur síðan. Rúnar átti eft- ir að reynast mér hinn besti vin- ur og fyrir þann vinskap er ég afar þakklátur. Rúnar hafði viðamikla og góða þekkingu á tölvum og myndavélum og var afar snjall ljósmyndari. Þar fóru saman sameiginleg áhugamál okkar og ekki skemmdi fyrir að tónlist- arsmekkur okkar tónaði prýð- isvel saman og í góðum takti. Rúnar var mjög þolinmóður maður og dáðist ég ávallt að því umburðarlyndi sem hann var gæddur þegar hann var að leið- beina mér í gegnum hina ýmsu flækjustíga tölvuheima en þar var Rúnar á heimavelli. Það var ekki bara ég sem naut góðs af þekkingu hans á tölvumálum og áhuga hans á ljósmyndum. Hann sá til þess til fjölda ára að tölvubúnaður í Hamri gekk eins og vel smurð vél og ef búnaðurinn hökti þá var það Rúnar sem sá til þess að hlutirnir komust í lag. Áhugi Rúnars á ljósmyndun var mikill og eftir hann liggja þúsundir ljósmynda sem hann tók á íþróttaleikjum og hvers kyns öðrum viðburðum á vegum Þórs. Ljósmyndir hans eiga eft- ir að lifa um ókomin ár og verða mikilvægur þáttur í varðveislu sögu Þórs. Stundum er sagt að helsti galli greiðvikins manns sé að kunna ekki að segja: „Nei.“ Rúnar Haukur átti hins vegar auðvelt með að segja „nei“ ef maður asnaðist til að spyrja: „Er ég að trufla?“ Að sama skapi gat maður bókað að ef maður spurði: „Áttu lausan tíma,“ var svarið gjarnan „Já.“ Þannig var Rúnar, ávallt til reiðu fyrir fjölskyldu sína og vini. Nú þegar leiðir skilur og ég lít um öxl er ég endalaust þakk- látur fyrir þau forréttindi að verða þess aðnjótandi að kynnst þér, minn kæri vinur. Ég vil ljúka þessari stuttu kveðju á því að gera lokaorð þín í okkar hinsta samtali kvöldið fyrir and- lát þitt að mínum: „Við sjáumst síðar.“ Hver minning um þig er dýr- mæt perla. Ég vil votta fjölskyldu Rún- ars Hauks Ingimarssonar, ætt- ingjum og nánustu vinum mína dýpstu samúð. Þinn vinur, Páll Jóhannesson. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Það kom okkur svo sannar- lega á óvart að frétta að Rúnar Haukur Ingimarsson væri dá- inn. Ég veit að enginn er nokkru sinni tilbúinn fyrir slík- ar fréttir en einhvern veginn fannst mér alltaf að leið Rúnars Hauks hlyti nú að liggja til bata. Rúnar Haukur var að vísu mjög veikur. En nokkrum vik- um fyrir andlátið var hann samt bjartsýnn, hæddist að heiminum í kringum sig og var sjálfum sér líkur. Það var gaman að koma til hans og ræða um hvað var að gerast í skólanum, framtíðar- vonir hans, námið sem hann var í, verkefnið sem hann ætlaði að taka að sér fyrir Valsárskóla og hvað hann ætlaði að borða til að byggja upp kraft og styrk. Hann var svo vongóður að mér fannst að ekkert annað væri í stöðunni en að loksins færi allt að ganga upp. En svo var ekki og í dag kveðjum við kæran samstarfsfélaga og mann sem svo sannarlega var einstakur. Rúnar Haukur var hlédrægur en þó líka mjög ræðinn. Hann var umburðarlyndur en um leið gagnrýninn og sagði það sem honum bjó í brjósti. Hann var mikill húmoristi en um leið skynjaði maður alvarlegan und- irtón. Samræður við Rúnar voru alltaf skemmtilegar. Hvort sem rætt var um umhverfisvernd, íþróttir, pólitík, efnahagsmál, skólamál eða tækni kom hann með nýjar hliðar eða áhuga- verðar athugasemdir. Hann fékk mann til að hugsa, endur- skoða viðteknar hugmyndir og koma auga á það sem ekki lá al- veg í augum uppi. En nú verða þær samræður ekki fleiri. Við samstarfsfólk hans í Vals- árskóla sendum dóttur hans, móður og aðstandendum hans öllum innilegar samúðarkveðjur. Heimurinn er svo sannarlega fátækari eftir fráfall Rúnars Hauks. Takk fyrir allt. Inga Sigrún Atladóttir, skólastjóri Valsárskóla Svalbarðsströnd. Rúnar Haukur Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.