Morgunblaðið - 23.10.2015, Síða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015
anna, sérstaklega síðustu árin
hingað austur með mömmu,
Konný og Steinunni. Alltaf var
hlegið mikið, því það var virki-
lega gaman. Nú verða þær
góðu stundir ekki endurteknar.
Síðasta ferðin hingað með
mömmu, Konný, Hildi, Helgu
og Guðrúnu var sérlega eftir-
minnileg. Að venju var kíkt á
Sólheima, farið í búðina og svo
kíktum við í kaffi til Ögmundar
frænda í bústaðinn hans, það
var góður dagur.
Ekki má gleyma öllum versl-
unarferðunum sem farnar voru
í bæinn. Þá var oft mikið fjör,
sérstaklega þegar þær systur
voru að leita sér að fötum. Þá
stóðum við oftast á hliðarlín-
unni og hlógum mikið. Þvílíka
þolinmæði sem þú hafðir í
þetta.
Það er sárt að sættast við að
nú sé komið að leiðarlokum.
Kristgeir minn, þín verður sárt
saknað. Stórt skarð er hoggið í
okkar raðir.
Ég sendi öllum samúðar-
kveðjur, einkum Berglindi og
hennar fjölskyldu og svo systk-
inum Kristgeirs og frændfólki.
Ég veit að mamma syrgir sárt
bróður sinn. Ykkur öllum og
öðrum óska ég að tíminn græði
sárin.
Ég er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu frelsarinn góður gaf.
Ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrðlegum, ljósum lönd-
um.
Þar lífsins tré gróa’ á fögrum
ströndum.
Við sumaryl og sólardýrð.
Og stundum sigli ég blíðan byr
og bræðra samfylgd þá hlýt ég
og kjölfars hinna er fóru fyrr
án fyrirhafnar þá nýt ég.
Í sólarljósi er særinn fríður
og sérhver dagurinn óðum líður,
er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má,
í ofsarokinu berjast.
Þá skellur niðadimm nóttin á,
svo naumast hægt er að verjast.
Ég greini ei vita né landið lengur,
en ljúfur Jesús á öldum gengur,
um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór
og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né sjór
því skipi, er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var
það áður,
því valdi’ er særinn og stormur
háður.
Hann býður: Verði blíðalogn!
Þá hinsti garðurinn úti er,
ég eygi lönd fyrir stöfnum.
Og eftir sólfáðum sæ mig ber,
að sælum blælygnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja.
Og hersing ljósengla Drottins syngja.
Velkominn hingað heim til vor.
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel þú æðandi dimma dröfn!
Vor Drottinn bregst eigi sínum.
Á meðan akker í æginn falla.
Ég alla vinina heyri kalla,
sem fyrri urðu hingað heim.
(Þýð.Vald. V. Snævarr)
Þín frænka,
Eva Björk
Kristborgardóttir.
Góður drengur er fallinn frá.
Það hryggir mig meir en orð fá
lýst að ekki hafir þú getað lifað
því lífi sem þú þráðir meir en
allt. Mikil var spenna þín yfir
að geta loksins flutt í þína íbúð
eftir sjö ára bið og haft hlutina
eins og þú vildir hafa þá. Síðast
er þú talaðir við mig sagðir þú
mér að þú horfðir út um
gluggann í íbúðinni þinni og
náttúran væri alls staðar í
kring og allt væri svo dásam-
legt.
Ávallt varst þú boðinn og bú-
inn að aðstoða alla þá er báðu
þig, og alltaf gat ég stólað á þig
ef eitthvað var sem ég gat ekki
gert ein, eins og að mála fyrir
mig íbúðina, hjálpa mér í flutn-
ingum og svo margt margt
fleira.
Ég man eftir ferðum okkar
um landið og á meðan ég keyrði
sagðir þú mér af sögur sem
pabbi þinn hafði sagt þér þegar
þú varst ungur.
Þótti mér mikið til þeirra
koma og undraðist ég hversu
minnugur þú varst á allar þess-
ar sögur. Ég man líka eftir
veiðiferðum okkar og er við
vorum stödd við veiðiá fórst þú
að hlaða steinum og spurði ég
þig:
„Hvað ertu að gera, Krist-
geir, af hverju ertu ekki að
veiða?“ en þú hélst bara áfram
að hlaða steinum. Eftir nokkra
stund stóðst þú sigri hrósandi
og sagðir: „Svanhvít Varða.“
Þú stundaðir sjóinn í mörg ár
og þar leið þér vel. Sönn hetja
hafsins varstu. Við áttum
margar góðar stundir sem við
spjölluðum mikið saman og
gerðum helling saman, en síð-
ustu árin þín var sjúkdómur
þinn orðinn mjög slæmur og
þér leið mjög illa. Þú vildir ekki
lifa svona og gast ekki skilið af
hverju þú réðir ekki við þetta.
Sonum mínum varstu góður og
ávallt gafstu þér tíma að spjalla
við þá, eins við mömmu og
pabba.
Þér þótti vænt um hversu
góð þau voru við þig, eins og
það væri ekki sjálfsagt mál, og
þótti mér vænt þegar þú baðst
um að fá að koma með mér í
jarðarför pabba í desember síð-
astliðnum því þú vildir votta
honum virðingu þína. Ávallt
sýndir þú veikum einstakling-
um virðingu og gafst þér tíma
til að spjalla við útigangsfólk
og skildir svo vel líðan þess.
Man ég er ég prjónaði þrjár
lopapeysur og gaf útigangs-
mönnum að þú felldir tár af
þakklæti og auðmýkt yfir þeirri
gjöf. Mig langar að þakka þér
þau ár sem við áttum og kveð
þig með miklum söknuði, en í
hjarta mínu veit ég að þér líður
vel og opnir faðmar hafa tekið
á móti þér af ástvinum þínum
sem þú saknaðir alltaf svo mik-
ið.
Ég kveð þig með ljóði sem
passar svo vel við þig.
Birtast myndir en brenna mig
þar blæða gömul ár.
Í hjarta mínu þrái þig
með þúsund falin sár.
Í skugganum ég beið og bað
þá brast mitt hjarta hljótt.
Og allir vissu að eld bar að
og aldrei varð mér aftur rótt.
Inn í mér kom trega teinn
ég trú ekki á neitt.
Mér finnst ég alltaf vera einn
því eitthvað hafði meitt.
Og myrkraþokan þjakar mig
ég þrýsti litla hönd.
Hún leiddi mig að leik við sig
en lagði svo frá strönd.
Því snemmbúið var skipið þitt
í seglin vindinn bar.
En stormarnir á skipið mitt
þeir stýrðu mér í var.
Ó tregabundna lilju ljóð
þú lifir árin öll.
Þú berð mitt fall að faldri glóð
ég flýg að þinni höll.
(Stefán Finnsson.)
Þín vinkona,
Svanhvít Brynja
Tómasdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Sjaldan er á vísan að róa,
Kristgeir. Oft er tvísýnt um
að sjómenn nái til hafnar.
Nú er enginn vafi. Ágjaf-
irnar, köldu dagarnir og
tvísýnan er að baki. Þú
syrgðir Siggu og foreldra
þína. Njóttu nú vina-
fagnaðarins.
Sigurjón Magnús Egilsson.
✝ SigríðurHelgadóttir
fæddist á Háreks-
stöðum í Norður-
árdal 11. ágúst
1921. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Grund (Litlu
Grund) 16. október
2015.
Foreldrar Sig-
ríðar voru Helgi
Þórðarson, f. 3.
febrúar 1877, d. 11. febrúar
1951, og seinni kona hans, Ingi-
björg Skarphéðinsdóttir, f. 6.
júlí 1890, d. 11. mars 1965.
Systkini Sigríðar: Rögnvaldur
Ingvar, f. 17. júní 1911, d. 14.
janúar 1990, Sigurþór , f. 19.
febrúar 1913, d. 4. apríl 1995,
Laufey, f. 6. ágúst 1914, d. 4.
janúar 1983, Sigurlaug, f. 24.
mars 1916, d. 21. október 2009,
Óskar, f. 14. september 1917, d.
2. júní 1993, Gunnar, f. 23.
september 1924, d. 19. október
maki Haraldur Hilmar Heim-
isson, f. 25. nóvember 1980.
Synir þeirra eru Heimir Krogh,
f. 1. apríl 2008, og Sverrir
Krogh, f. 18. maí 2012.
Sigríður ólst upp í Norður-
árdal og síðar í Hrútafirði en
fluttist með foreldrum sínum til
Skagastrandar árið 1936, þá 15
ára gömul. Sigríður lauk prófi
frá Kvennaskólanum á Blöndu-
ósi vorið 1939 og stundaði síð-
an ýmis störf á Skagaströnd,
var m.a. talsímakona síðustu ár
sín þar. Sigríður og Engilbert
fluttu til Reykjavíkur 1958 og
bjuggu á Bugðulæk 16, sem var
á þeim tímum eitt af nýjum
hverfum í Reykjavík. Sigríður
stundaði nokkur störf í byrjun í
Reykjavík, en frá 1. júlí 1960
hóf hún störf hjá Landssíma Ís-
lands sem talsímavörður og
starfaði við það þar til hún lét
af störfum vegna aldurs árið
1991. Eftir að Engilbert lést ár-
ið 1982 flutti Sigríður að Fann-
borg 3 í Kópavogi og bjó þar
þangað til hún flutti á Dval-
arheimilið Grund í Reykjavík í
mars 2013.
Útför Sigríðar fer fram í
dag, 23. október 2015, frá
Kópavogskirkju klukkan 13.
2007, og hálfsystir
Sigríðar, samfeðra,
Lára Kristín
Helgadóttir Gold-
en, f. 12. júlí 1902,
d. 13. ágúst 1985.
Sigríður giftist
9. febrúar 1941
Engilbert Guð-
mundi Óskarssyni,
bifreiðastjóra, frá
Skagaströnd, f. 10.
júlí 1915, d. 13.
september 1982. Foreldrar
hans voru Óskar Tryggvi Þor-
leifsson og Elín Guðmunds-
dóttir. Dóttir Sigríðar og Engil-
berts er Ingibjörg Ósk, f. 30.
apríl 1949, gift Gísla Krogh, f.
14. febrúar 1949, foreldrar
hans eru Sigríður Gísladóttir,
frá Stóra Hrauni, f. 26. desem-
ber 1913, d. 16. október 1986,
og Per Krogh frá Bergen, f. 21.
janúar 1914, d. 3. janúar 1996.
Dóttir Ingibjargar og Gísla er
Bryndís Krogh, f. 16. júní 1979,
Tengdamóðir mín Sigríður
Helgadóttir er látin. Ég gerði
mér grein fyrir því strax að hún
var ekki allra, en við urðum góðir
vinir.
Sigga og Berti bjuggu á
Bugðulæk. Þegar Berti lést flutti
hún í Fannborg í Kópavogi og bjó
þar þangað til hún flutti á Grund
við Hringbraut. Í Fannborg
stundaði hún félagsstarf aldr-
aðra, söng í kór aldraðra þar til
röddin gaf sig og hún hætti í
kórnum, sagði röddina ekki nógu
góða fyrir kórinn. Hún gerði allt-
af kröfur til sjálfrar sín.
Skemmtilegast þótti henni að
spila á spil, ýmist vist eða lomber.
Siggu þótti gaman að ferðast,
hennar fyrsta utanlandsferð var
farin árið sem hún varð fimmtug.
Eftir það urðu ferðirnar margar.
Hún ferðaðist um Evrópu, til Taí-
lands, Bandaríkjanna og víðar.
Þegar við spurðum hana hvort
hún vildi koma með, var svarið
alltaf: „Auðvitað vil ég það.“
Um það bil ári áður en Bryndís
varð stúdent talaði Sigga um að
hún vildi gefa henni bíl í stúdents-
gjöf. Ég sagði að ég myndi leita
að eins til tveggja ára gömlum bíl.
Þá sagði Sigga: „Gísli minn,
Bryndís mín fær nýjan bíl frá mér
hvort sem ég er lífs eða liðin.“
Eftir allan prufuaksturinn spurði
ég hvaða bíl hún vildi helst kaupa.
Hún vildi kaupa Renault Clio af
því að hann var svo fallegur á lit-
inn, fallegt áklæði á sætunum og
frábær hljómur í græjunum.
Þegar hún hélt upp á afmælið
sitt bauð hún nánustu fjölskyldu
alltaf á Jómfrúna, þar var ekkert
til sparað. Síðustu ár var afmæl-
isveislan haldin hjá Bryndísi dótt-
urdóttur hennar og að sjálfsögðu
var maturinn pantaður frá Jóm-
frúnni.
Heilsu hennar hrakaði seinni
árin svo hún var alls ekki örugg
með gang, enda kom það fyrir
nokkrum sinnum að hún datt
heima hjá sér. Eftir þriggja ára
baráttu við kerfið fékk hún inni á
Grund. Á Litlu Grund leið henni
vel. Öll þjónusta til staðar. Matur,
læknisþjónusta, herbergi og þrif
á því og síðast en ekki síst fé-
lagsskapurinn. Henni þótti gam-
an að spila og þegar einhver nýr
vistmaður flutti inn var hún ekki
lengi að hitta hann kynna sig og
spyrja „Spilar þú vist?“
Fyrir u.þ.b. þremur vikum datt
hún í herberginu sínu og meiddist
illa og þurfti að vera rúmliggj-
andi. Síðustu dagana reyndi hún
að komast um í hjólastól en það
var ekki hennar stíll.
Nokkrum dögum áður en hún
dó sagði hún við okkur hjónin:
„Mig dreymir oft svo mikla vit-
leysu.“ Hana dreymdi að hún
væri að fara til Siggu og Per (for-
eldra minna, sem eru látin), í
Hrauntunguna. Þar var mikill
snjór og Berti, maðurinn hennar
heitinn, var að moka til að það
yrði auðveldara fyrir Siggu að
komast inn. Hún dó 16. október,
sem var einnig dánardagur móð-
ur minnar, sem einnig hét Sigríð-
ur. Við hjónin túlkuðum draum-
inn á sama hátt og erum viss um
að Sigga gerði það líka. Það er
kannski ástæðan fyrir því að hún
sagði okkur frá þessum draumi,
en það var ekkert rætt frekar.
Hún var 94 ára þegar hún lést.
Það er gangur lífsins og í raun
ekki sorglegt, en söknuðurinn er
til staðar.
Kæra Sigga, ég þakka sam-
fylgdina í hartnær 40 ár.
Ég veit að þér líður vel núna.
Þinn tengdasonur,
Gísli Krogh.
Elsku amma, ég sakna þín
meira en orð fá lýst en ég veit að
þú ert hvíldinni fegin. Þú hefur
staðið af þér ótrúleg áföll í gegn-
um tíðina og alltaf staðið keik
uppi. Í þetta sinn gat líkaminn
þinn ekki meir og ég skil það al-
veg, ástin mín. Þú tjáðir mér
stundum að þú værir orðin þreytt
á þessum verkjum en samt barstu
þig svo vel. Þú varst líka ánægð
hvað lífið lék við mig og varst með
góða ró í hjarta þínu gagnvart
mér, Halla og strákunum okkar.
Ég er heppin að hafa átt þig að
ömmu enda varstu til staðar alla
tíð og fékkst nánast fréttir dag-
lega. Þú varst sterkur karakter,
hugulsöm, húmoristi, stríðin og
dugleg að njóta lífsins og ferðast
meðan þú gast. Þú sagðir mér oft
að þig langaði að verða tónlistar-
maður og læra á öll hljóðfærin
enda var tónlist eitt af því sem
fyllti líf þitt af gleði. Ekki tókst
mér að tileinka mér vott af þínum
ómældu prjónahæfileikum en
hundruð af óaðfinnanlegum peys-
um fóru í Handprjónasambandið.
Alltaf varstu vel til höfð enda
alltaf glæsileg. Hafðir gaman af
því að eiga falleg föt og áttir heila
kommóðu af skartgripum. Ófáar
spilastundirnar í Fannborginni,
bókasafnsferðirnar, herbergis-
félaginn minn á ferðalögum með
mömmu og pabba og allar kök-
urnar sem við prófuðum enda
okkar helsta uppáhald. Svona
mætti lengi telja góðu stundirnar
okkar. Á tímabili varstu ekki viss
um að lifa það af að sjá mig út-
skrifast sem stúdent en þú gerðir
það og gott betur. Allur þessi tími
hefur verið ómetanlegur. Yndis-
legri ömmu og fyrirmynd var
ekki hægt að hugsa sér og þú
vissir að ég elskaði þig enda gát-
um við sagt það beint við hvor
aðra.
Þú eignaðist nýja augasteina í
lífi þínu þegar Heimir og Sverrir
komu í heiminn. Mikið hvað þér
var annt um þá og varst spennt að
heyra fréttir af þeim. Heimi hefur
alltaf þótt vænt um þig og hugsar
oft til þín. Nú á dögunum vorum
við á Tenerife og hann sá heldur
frumlegan rafknúinn hjólastól.
Hann var ekki lengi að sjá tæki-
færið í þessu og sagði að þetta
væri eitthvað sem Sigga
langamma yrði að eignast. Hann
taldi þig alltaf upp þegar hann
talaði um fólkið sem hann elskaði.
Hann veit núna að þú ert engill á
himninum og ert að fylgjast með
okkur. Sverrir knúsmeistari með
sólskinsbrosið sitt knúsaði þig
innilega þegar þið hittust. Sverrir
mun kynnast þér betur síðar þeg-
ar við deilum sögum okkar af þér.
Á meðan sitjum við til skiptis í
ömmustólnum hér heima og
bönkum á barrómeterinn þinn.
Þú ert og verður hjá okkur í anda
hér heima í Stararimanum.
Ég og Heimir hittum þig
tveimur dögum áður en þú fórst.
Þú vildir láta greiða á þér hárið
og nudda á þér axlirnar. Ég fann
hvað þú varst orðin þreytt. Heim-
ir fann það líka, honum fannst
hann vera að horfa á aðra konu.
Við kysstum þig og knúsuðum þig
bless. Planið var að hitta þig aftur
stuttu síðar en af því varð ekki.
Nú ertu farin og ert hvíldinni feg-
in, elsku ástin mín.
Elsku amma og langamma, við
munum hittast seinna en þangað
til veit ég að þú munt fylgjast með
okkur líkt og afi Berti hefur gert.
Þín
Bryndís, Heimir og Sverrir.
Móðursystir mín Sigríður
Helgadóttir, eða Sigga eins og
hún var kölluð í daglegu tali, er nú
horfin af okkar sjónarsviði. Sigga
var glæsileg kona, vel gefin og
með fallega framkomu, dugleg og
heiðarleg. Fyrsta minning mín
varðandi hana er frá Skaga-
strönd, en þar bjuggu þá Sigga og
Engilbert maður hennar í húsi
sem þau kölluðu Skálholt. Engil-
bert, sem kallaður var Berti, var
ágætis maður, sérstaklega barn-
góður og mikill dýravinur. Á
Skagaströnd bjuggu líka á þeim
tíma móðir mín, önnur systir
Siggu og bróðir. Systurnar voru
ólíkar en kom einstaklega vel
saman og gerðu margt sameigin-
legt eins og t.d. í sláturtíð og jóla-
bakstri. Sigga var ákaflega sjálf-
stæð kona, vann alla tíð utan
heimilis, en valkostir voru á þess-
um tíma ekki margir. Hún var
kvennaskólagengin. Vann fyrstu
árin í frystihúsi bæjarins og hafði
orð á sér fyrir að vera oft með af-
köst á við tvo. Fór síðan að vinna
hjá Landsímanum, fljót að af-
greiða og röddin falleg, enda
hafði hún yndi af því að syngja og
af tónlist almennt. Kirkjutónlist
var henni hugleikin og hún tók
mikinn þátt í félagslífi. Hún var
mjög trúuð og leit á lífið hér sem
áfanga og óttaðist ekki dauðann.
Trúin var henni án efa styrkur í
lífinu, sem meðal annars kom svo
sterklega fram í því að gefast
aldrei upp hvað sem fyrir kæmi.
Síðar fluttu þau hjón til Reykja-
víkur með dóttur sína Ingibjörgu
og vildi svo til að er ég lauk námi
leigði ég herbergi í sama húsi í tvö
ár.
Enn styrktust böndin við það
og var notalegt að hafa þau svona
nálægt sér. Eiginmaður hennar
dó fyrir mörgum árum, en áður
voru þau hjónin byrjuð að ferðast
erlendis með dótturinni og
tengdasyni og naut hún þess
mjög og hélt því áfram eftir and-
lát hans og líka með vinkonum
sínum. Ingibjörg og Gísli og
barnabarnið Bryndís og fjöl-
skylda hennar voru henni eitt það
mikilvægasta í lífinu. Þau reynd-
ust henni einstaklega vel, boðin
og búin að hjálpa til hvenær sem á
þyrfti að halda.
Sigga – ég mun ætíð sakna þín
og mun oft hugsa til þín.
Samúðarkveðjur til aðstand-
enda hinnar látnu.
Helgi Ingi Sigurðsson.
Sigríður
Helgadóttir
Hún Anna okkar
Rósants er dáin.
Hún er farin til
sumarlandsins.
Okkur finnst það of snemmt en
eins og oft er sagt: „Þeir fara
snemma sem guðirnir elska.“ Það
hefur verið þörf fyrir hana í sum-
arlandinu.
Við sem kynntumst Önnu vit-
um að þar var kona með hjartað á
réttum stað. Alltaf var hún hress
og kát og hvers manns yndi. Þeg-
ar við vorum að vinna saman í
„Sáló“ var glatt á hjalla og mikið
hlegið. Alltaf var hægt að treysta
á hana og hún var félaginu mikils
virði. Aldrei dró hún af sér í
vinnu. Jafnvel þegar hún var veik
var hún fyrst til að mæta á stað-
inn þegar vinna átti eitthvert
verkefni. Yfirleitt var hún líka
Anna Árdís
Rósantsdóttir
✝ Anna ÁrdísRósantsdóttir
fæddist 10. mars
1951. Hún lést 13.
október 2015.
Útför Önnu Ár-
dísar fór fram 19.
október 2015.
síðasta manneskja
til að fara heim. Ef
við minntumst á það
við hana hvort hún
þyrfti ekki að fara
heim og slaka á
sagði hún brosandi:
„Ég er hress og kát,
það er ekkert að
mér.“
Þótt ég sé látinn,
harmið mig ekki með
tárum, hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta.
Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, þótt látinn mig
haldið.
En þegar þið hlæið og syngið með
glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til
ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í
gleði ykkar yfir lífinu.
(höf. óþekktur)
Fyrir hönd Sálarrannsóknar-
félagsins á Akureyri,
Sæunn S. Jóhannsdóttir,
Svanborg Svanbergsdóttir,
Sigríður Jóna Gísladóttir og
Anna Guðný Egilsdóttir.