Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.10.2015, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015 ✝ Jónas Guð-mundur Ólafs- son fæddist í Stykkishólmi 29. júní 1921. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 16. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ólafur Jón Jónasson, f. að Innra-Leiti á Skóg- arströnd 8.3. 1887, d. 29.7. 1929, og Ólína Jóhanna Pétursdóttir, f. í Svefneyjum á Breiðafirði 24.8. 1887, d. 13.9. 1979. Systkini Jónasar eru Sigríður, f. 1912, Ólöf, f. 1914, Guðrún, f. 1915, Vigdís, f. 1916, Hansína, f. 1918, Pétur, f. 1920, Anna, f. 1921, Guðrún, f. 1922, Sigurrós, f. 1924, Gísli, f. 1926, Skapti, f. 1927, og Ólöf, f. 1929. Eftirlifandi eru Skapti og Ólöf. Jónas giftist hinn 5. júní 1944 Guðrúnu Bríeti Guðlaugsdóttur (Bíbí), f. í Vestmannaeyjum 30. júlí 1923, d. 13. janúar 2015. Foreldrar hennar voru Guð- laugur Brynjólfsson, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum, f. í Kvíhólma, Vestur-Eyja- fjallahreppi, 23.7. 1890, d. 30.12. 1972, og Valgerður Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. í Reykjavík syni. Þau eiga tvær dætur. Fyrir átti Ólína soninn Kjartan, f. 1964, giftur Guðnýju Bach- mann. Þau eiga þrjú börn. Fyrir átti Páll synina Óskar, f. 1959, giftur Katrínu B. Aðalbjörnsd., þau eiga þrjú börn og sex barna- börn, og Einar, f. 1962, giftur Susanna Hermansson. Þau eiga einn son. 3) Dóttir f. 1961 og dá- in sama ár. 4) Jónas, f. 11.5. 1964, giftur Öldu Harðardóttur. Þau eiga dótturina Söndru Björk, f. 1997. Fyrir átti Jónas Rakel Söru, f. 1989, gift Erik Newman. Þau eiga tvö börn. Fyrir átti Alda Hörð Snævar, f. 1990. Jónas vann ýmis störf, var t.d. sjómaður á togurum, á olíu- skipinu Kyndli, hjá Flugfélagi Íslands og Skógrækt ríkisins. Síðar var hann með eigin rekst- ur á sendibíl. Lengst starfaði hann hjá Kassagerð Reykjavík- ur þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Jónas var mikill hestamaður og var einn fremsti kappreiðaknapi landsins á fyrri tíð. Hann átti t.d. Íslandsmet í 300 m stökki á hestinum Kolbaki og stóð það í 25 ár. Hann stund- aði hestamennsku í Gusti og Fáki þar til fyrir fáeinum árum er heilsa og aldur gerðu honum erfitt um vik. Útför hans fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 23. október 2015, klukkan 15. 8.3. 1895, d. 29.9. 1937. Fyrst bjuggu Jónas og Bíbí í Kópavogi, síðar í Skerjafirði og á Ás- vallagötu. Árið 1946 fluttu þau í Kópavog að nýju og bjuggu þar alla tíð síðan. Þau eign- uðust fjögur börn: 1) Valgerður, f. 16.9. 1944, eiginmaður Örn Gíslason. Þau eiga fjögur börn. a) Bríet, f. 1968, gift Smára Gestssyni. Þau eiga þrjá syni og eitt barnabarn. b) Sigríður, f. 1971, gift G. Örvari Hallgríms- syni. Þau eiga þrjár dætur. c) Andvana fæddur drengur 1978. d) Arna Margrét, f. 1986, í sam- búð með Siggeiri Guðnasyni. Þau eiga tvö börn. 2) Ólína Jó- hanna, f. 12.12. 1945, gift Páli Andréssyni. Þau eiga fjögur börn: a) Berglind, f. 1967, gift Luc Leroy. Þau eiga þrjú börn. b) Arnar, f. 1973, giftur Maríu Shishigina Pálsson. Þau eiga tvö börn og María einn son áður. Arnar á þrjú börn af fyrra hjónabandi. c) Páll Guðmundur, f. 1975, dáinn sama ár. d) Hildur Björk, f. 1983, gift Ara Karls- Elsku hjartans afi minn. Þér fannst gaman að ferðast og núna ertu farinn í ferðina miklu, kátur og hress að hitta hana ömmu aftur. Við áttum gott samtal snemma í sumar, þú sagðir mér að þú værir mjög þreyttur og vildir bara komast til ömmu, við héldumst í hendur og ég svaraði því að ég skildi það vel. Þrátt fyrir alvarleikann í samtalinu brostir þú til mín og glettnin skein úr augunum. Þarna varstu mjög veikur en eins og venjulega þegar gestir koma langt að lagðir þú veikindi þín til hliðar, spurðir um strák- ana mína, veðrið og vegina rétt eins og þú værir heill heilsu. Svo sagðir þú að þú værir þreyttur og ætlaðir að leggja þig aðeins, hvarfst inn í algleymið en hélst áfram fast í höndina á mér. Þar sem þú hvíldir þig horfði ég á þig og ég vissi að tíminn okkar saman væri að styttast, þú vær- ir að undirbúa ferðalagið þitt vel og vandlega. Bíllinn þinn væri skínandi hreinn, ullarteppi í aft- ursætinu, hestalykt og gott nesti. Þú hafðir alltaf svo mikla um- hyggju fyrir öllum og vildir að allir hefðu það eins gott og hægt væri. Allir voru vinir þínir og þú varst alltaf fyrstur til að bjóða fram hjálp og mættir svo á stað- inn og sást til þess að hlutirnir yrðu framkvæmdir fljótt og örugglega. Hluti af mínum fyrstu minn- ingum snúast um þig, afi minn, og auðvitað hana ömmu líka, húsið á Kársnesbrautinni þar sem þið bjugguð lengi og hest- ana í garðinum. Lítil sveit í borginni og þvílík forréttindi að fá morgunmat hjá ömmu og fá svo að fara út í hesthús með þér, en þá komstu heim til að fara með mér í hesthúsið, lík- lega búinn að vinna frá því eld- snemma um morguninn. Með þér fékk maður að gera allt, moka skít, kemba, brynna og gefa, aldrei vottaði fyrir óþol- inmæði frá þér og þú kenndir mér að dýrin hafa sál og þau ber að umgangast af virðingu rétt eins og mennina. Þessa ást á dýrum áttum við sameigin- lega, þú sagðir til dæmis frá því þegar þú eignaðist hund við skipshlið, hundurinn kom í land af erlendum togara og þurfti umhyggu, hvar var betra fyrir greyið að lenda eftir slæma vist á hafinu en einmitt hjá þér. Þú brostir til mín og sagðir að það væri gott að vera góður við dýr- in þegar ég 7-8 ára gömul sagði þér frá því þegar ég bjargaði nokkrum kettlingum frá bráðum bana. Hestar voru líf þitt og yndi meðan þú hafðir heilsu til og þú hugsaðir ekki bara um þína eigin hesta, heldur varstu líka boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Alltaf tilbúinn að hjálpa og fyrir nákvæmlega 20 árum komstu og hjálpaðir mér hér fyrir vestan því ekki var hægt að pússa og mála án þess að þú hjálpaðir til. Frá barnæsku var líf þitt ekki alltaf auðvelt en þú gerir þitt besta og ferð nú stoltur í þína síðustu ferð, með bros á vör og glettni í augum, leiðin liggur beint til hennar ömmu sem tek- ur glöð á móti þér. Takk fyrir allt, afi minn, og ég kveð þig á sama hátt og þú gerðir við mig í sumar. Góða ferð og farðu varlega. Kveðja, Bríet. Í dag kveð ég hann pabba minn. Ég ætla að minnast hans og koma á blað nokkrum minn- ingum sem koma upp í hugann. Þær koma svo margar og eru einhvern veginn flæktar saman, virðast bara alls ekki koma upp í réttri tímaröð. Þegar ég sé hesta hugsa ég alltaf til hans, sem er eðlilegt því hestar voru honum alla tíð mjög mikilvægir. Ég man svo vel eftir einu atviki af Kársnesbrautinni. Á lóðinni var stór bílskúr og þar var pabbi með eina þrjá hesta. Pabbi var seinn heim úr vinnunni og það var komið fram yfir þann tíma sem hestunum var gefið. Ég (barnið) hafði miklar áhyggjur af þessu og ákvað að bjarga hestunum frá hungri. Ég storma út í skúr en þegar á hólminn var komið brást mér kjarkur, ég bara þorði ekki inn í stíuna, hestarnir höfðu stækkað fannst mér. En ég dó ekki ráðalaus, ég sótti skóflu og setti hey á hana og lyfti henni svo yfir vegginn til hestanna, sem ruddust að skóflunni og átu. Ég átti fullt í fangi með að halda á skóflunni og reka hana ekki í hestana þeg- ar ég tók hana til baka til að fylla á aftur. Þetta tók ansi lang- an tíma þannig að mamma kom til að athuga með mig. Með hjálp hennar settum við hey fremst í jötuna hjá vinum mín- um og ýttum því svo innar með skóflunni, það var miklu betra. Hvernig vatninu til þeirra var bjargað man ég ekki en ég man alveg hvað fötin mín voru blaut. Ég tel mig hafa bjargað hest- unum frá hungurdauða; þeir fengu vatn, hey og smá brauð. Pabbi var kannski ekki alveg sammála því en honum fannst tilraunin nokkuð góð. Minningin um það þegar pabbi, mamma og Nonni komu til okkar til Lúx- emborgar. Við fórum í ferðir til Þýskalands, Sviss, Belgíu og um Lúxemborg. Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fullorðnaðist hvað lífið hefur oft verið erfitt hjá pabba og mömmu, pabbi var svo oft á spítala út af bak- og magaveiki. Þá var ekki mikið um að fólk fengi úr tryggingum sér til hjálpar. En þau létu eng- an bilbug á sér finna. Pabbi minn, ég er þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að vera hjá þér síðustu tímana þína hjá okkur. Þessir níu mánuðir síðan mamma kvaddi voru þér erfiðir en núna ertu kominn í Drauma- landið til hennar og þá líður þér vel. Góður Guð varðveiti ykkur. Vertu bless, pabbi minn, takk fyrir allt. Þín dóttir, Ólína J. Jónasdóttir. Nú þegar ég kveð tengda- föður minn Jónas Ólafsson er margs að minnast. Jónas var einstaklega ósér- hlífinn og bóngóður, alltaf boð- inn og búinn að leggja sitt að mörkum. Hann var mikill hestamaður og var með hesta eins lengi og heilsan leyfði. Síðustu árin hafa verið honum erfið en umhyggja og aðhlynn- ing á Sunnuhlíð var alltaf góð og allt gert fyrir hann sem hægt hefur verið. Starfsfólk Sunnu- hlíðar á miklar þakkir fyrir sín störf. Ég þakka Jónasi fyrir sam- fylgdina og sendi öllum aðstand- endum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Páll Andrésson. Nú er elsku afi minn farinn í Draumalandið og mikið held ég að honum líði vel. Það breytir því ekki að ég er leið, en ég á sem betur fer fullt af minning- um og sögum sem ég get sagt stelpunum mínum, eða dúkkun- um mínum, eins og afi kallaði okkur alltaf. Ég get sagt þeim söguna af því hvernig afi kom í gegnum undirgöng og heimsótti mig í fyrsta sinn á spítalann þegar ég fæddist; hvernig hann fór alltaf í „fangelsi“ þegar ég fékk að gista; þegar hann fór með mér að sækja ökuskírteinið mitt; eða þegar hann keypti snúða með engum glassúr við lítinn fögnuð barnabarnanna sem komu í kaffi þann daginn. Það er af nógu að taka, og það er ég þakklát fyrir. Elsku afi minn, takk fyrir allt. Ég kveð þig með þeim orðum sem þú kvaddir ömmu með í janúar; nú færð þú að fara í friði. Hildur Björk Pálsdóttir. Í dag kveð ég hann afa minn og efst í huga mér er þakklæti. Afi kenndi mér að þakka fyrir það sem maður hefur. Hann þurfti snemma að berjast fyrir tilveru sinni. Ungur að árum missti hann föður sinn í sjóslysi og eftir stóðu þau 12 systkinin og barnshafandi móðir þeirra. Lífsbaráttan var hörð og þurfti afi að horfa á eftir tvíburasystur sinni sem send var í fóstur. Þessi mikli missir markaði hann alla tíð. Seinni árin talaði hann stundum um þetta við mig og enn öllum þessum árum seinna titraði hakan og tár blikaði á hvarmi. Afi var hress og kátur en átti líka sínar erfiðu stundir. Honum var ekki kennt að tala um tilfinningar og leysa úr flækjum frekar en mörgum af hans kynslóð. Við afi vorum vin- ir, spjölluðum um allt milli him- ins og jarðar, skemmtilegast fannst honum þó að tala um hesta og segja góðar sögur úr hestaferðum, enda góður hesta- maður og eftirsóttur knapi á sínum yngri árum. Meiri dýra- vin væri erfitt að finna. Hann átti líka góða vini í hesta- mennskunni sem voru honum sannarlega dýrmætir. Nú hefur hann hitt þá sem gengnir eru og er ég viss um að nú þeysa þeir um grundir Sumarlandsins á góðum fákum. Afi var snöggur og snar, lá alltaf svolítið á. Bón- góður dugnaðarforkur. Vinur vina sinna og einstaklega góður við þá sem minna máttu sín. Hann var mér góður afi og vin- ur. Við gátum sko hlegið og haft gaman. Ófáir bíltúrar í fiskbúð- ina, til Guðsteins, í Hamraborg- ina og víðar voru farnir. Oft gaukaði hann einhverju að mér fyrir stelpurnar mínar. Hann sá ekki sólina fyrir þeim, sýndi þeim nærgætni og hlýju. Þær sakna nú langafa sárt en vita að nú líður honum vel hjá lang- ömmu Bíbí sem hann var búinn að sakna sárt. Afi var tilbúinn í ferðalagið. Við drukkum saman hádegis- kaffið einn daginn, skömmu fyr- ir kveðjustundina. Afi drakk kaffið sitt og ég gaf honum nóg- an mola. Hann horfði fallega í augu mín og kvaddi mig bless. Rak mér rembingskoss á munn- inn, brosið náði til augnanna. Hann kvaddi mig með sömu hlýju og ástúð og alla tíð áður. Sigríður Arnardóttir (Sirrý). Elsku afi. Nú ertu kominn til elsku ömmu, sem hefur án efa tekið vel á móti þér. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja þig. Ég er nokkuð viss um það að þú sért kominn á hestbak. Hestar voru í miklu uppáhaldi hjá þér og man ég eftir að hafa fengið að fara með þér í hesthúsin og man ég best eftir honum Sörla þínum. Aldrei þorði ég á bak þegar þú bauðst mér það en einhvern daginn mun ég prufa það. Það sást vel á brosi þínu síðast þeg- ar við hittumst hvað þú varðst ánægður að hitta hann Snæ- björn Tuma og brosti hann líka fallega til þín. Ég mun geyma allar minningarnar sem ég á um þig og ylja mér við þær ásamt minningunum um ömmu. Elsku afi, ég elska þig og sakna þín. Nú ertu kominn í faðm ömmu og allra hinna sem þú hefur misst og saknað. Ég votta mömmu, Ólínu, Nonna og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð. Arna Margrét Arnardóttir. Elsku pabbi, nú ertu búinn að fá hvíldina sem þú hefur þráð síðan mamma kvaddi í janúar. Þú náðir 94 árum og það er satt að segja alveg með ólíkindum þegar ég hugsa til baka. Ég man sögurnar sem þú sagðir mér þegar þú varst ungur prakkari. Ég man líka sögurnar um alla þá erfiðleika sem þið systkinin genguð í gegnum þeg- ar afi lést frá ykkur. Þetta var nú ekki lítill hópur, 12 stykki og amma með ykkur ein. Þessi bar- átta ykkar markaði spor sín hjá þér. Þú gafst aldrei upp. Það sýndi sig í öllum þeim veikind- um sem þú gekkst í gegnum. Aldrei gefist upp. Ég man ekki eftir þér öðru- vísi en með hesta enda ekki skrítið þar sem við vorum með þá heima á Kársnesbrautinni. Mamma sagði mér oft frá því hve óþreyjufullur þú varst að geta farið með „lilla litla“ á hest- bak. Mér skilst að ég hafi náð að verða þriggja mánaða. Við átt- um margar góðar stundir í hestamennskunni og mörg æv- intýr. Þú kenndir mér að um- gangast dýrin af virðingu og umhyggju og ég bý að því enn. Ég man eftir mörgum ferð- unum sem þú tókst mig með þegar þú varst með sendibíl. Ég man þegar við fórum yfir Lyng- dalsheiði frá Laugarvatni og festum okkur í snjó. Þú treystir mér fyrir að koma mottum und- ir hjólin svo við kæmumst áfram. Ég var kannski 8-10 ára. Þetta er mér ógleymanlegt. Þú minntir mig líka oft á það þegar ég var eitt sinn með þér í akstri og svo þurftir þú að skjótast inn einhvers staðar og ég fór að svara í talstöðina í bílnum ef ég heyrði einhvern kalla. Ég svar- aði öllum og það endaði víst þannig að það komst enginn að lengur. Þú varst víst beðinn um að hafa hemil á drengnum eftir þetta. Við hlógum nú oft að þessu. Ég man eftir mörgum úti- legunum sem ég fór í með ykkur mömmu. Ég man líka að þú þekktir alltaf einhvern á hverj- um einasta stað sem við stopp- uðum á úti á landi. Mér fannst það alveg ótrúlegt. Ég man eftir öllum flugferð- unum sem þú komst með mér í. Þú hafðir alltaf gaman af þeim. Þú varst líka spenntur þegar ég var að sækja vélarnar fyrir Flugfélagið og fljúga þeim beint heim frá Toronto. Þú mættir að taka á móti stráknum ásamt Skapta bróður þínum. Það gladdi mig. Þegar ég kvaddi þig 7. októ- ber síðastliðinn átti ég alveg eins von á því að það væri okkar kveðjustund. Þú varst búinn að vera slappur síðan mamma kvaddi og það dró hægt og bít- andi af þér. Þú saknaðir hennar mikið. Nú eruð þið sameinuð og ég er alveg viss um að ykkur líð- ur vel. Ég er líka viss um að þú ert kominn á hestbak á ein- hverjum gæðingnum þarna. Takk, pabbi minn, fyrir allt og kysstu mömmu frá okkur fjöl- skyldunni. Við hittumst síðar. Elska þig. Jónas Jónasson. Elsku besti afi minn, það er svo erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Við vitum öll að þér líður betur núna. Núna ertu kominn á betri stað, þar sem þú færð hvíld og hittir ömmu á ný. Ég veit að þið mun- ið vaka yfir mér og passa upp á mig eins og þið hafið alltaf gert. Ég mun sakna þess mjög mikið að geta ekki komið og heimsótt þig, spjallað við þig og hlegið með þér. Það var alltaf jafn gaman að koma til þín, þú varðst alltaf svo glaður að sjá mann. Þú og amma voruð alltaf svo stolt af mér og það veitir mér mikla ánægju. Þú hefur reynst mér mjög vel, elsku afi, ég á margar minn- ingar með þér sem ég mun ávallt geyma í hjartanu. Það var alltaf jafn gaman að koma í Vogatunguna til þín og ömmu, við fundum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Mér fannst alltaf jafn gaman að snyrta lóðina með þér, vökva blómin og reyta arfa. Það var líka fastur liður hjá okkur að fara út í bakarí og svo komum við auðvitað við á bensínstöðinni í Hamraborg á leiðinni heim. Þar þekktir þú alla karlana og spjallaðir við þá og leyfðir mér að velja mér nammi. Svo fannst mér alltaf jafn gaman þegar þú fórst með mig og sýndir mér hestana og leyfðir mér að fara á hestbak. Við tókum stundum bíl- túra, spiluðum og þú sýndir mér marga sniðuga og skemmtilega hluti. Mér þykir mjög vænt um að eiga þessar minningar með þér og að geta rifjað þær upp og brosað með. Ég er mjög heppin að geta kallað þig afa minn, því duglegri mann er erfitt að finna. Mér þykir mjög vænt um þig, afi, og mun alltaf gera það, því kveð ég þig með miklum söknuði. Guð geymi þig. Sandra Björk Jónasdóttir. Jónas G. Ólafsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi, ÞORSTEINN ÁSGEIR HENRYSSON, Hundkærvej 13, 8530 Hjortshöj, lést á Háskólasjúkrahúsi Aarhus 28. september síðastliðinn. Bálför fór fram í Aarhus og minningarathöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík. . Lára Erlingsdóttir, Henry Ásgeir, Veronica Thorsteinsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SÆMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður Skúlagötu 20, lést að morgni 20. október. Útförin fer fram frá Neskirkju við Neshaga miðvikudaginn 28. október klukkan 15. . Steindór Eiðsson, Tana Tanapon, Helga Eiðsdóttir, Sæmundur Eiðsson, Elva Björk Sigurðardóttir, Katrín Eiðsdóttir, Finnbogi Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.