Morgunblaðið - 23.10.2015, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2015
✝ Grétar ÓttarGíslason fædd-
ist í Reykjavík 24.
júlí 1932. Hann lést
á Sjúkrahúsinu á
Akureyri 14. októ-
ber 2015. Foreldrar
hans voru Margrét
Ketilbjarnardóttir
frá Tjaldanesi í
Saurbæ, f. 9.8.
1898, d. 27.12.
1968, og Gísli Guð-
jón Þórðarson, f. 10.9. 1898 í
Lambhaga í Rangárvallarsýslu,
látinn 8.6. 1952.
Hálfsystur Grétars samfeðra
hóf hann sjómannsstörf hjá
Útgerðarfélagi Akureyrar og
síðar hjá Samherja. Grétar
stundaði einnig smábátaútgerð
samhliða togarasjómennskunni.
Hann kvæntist eftirlifandi
konu sinni Kristínu Baldvinu
Jónsdóttur frá Akureyri, f. 28.3.
1929. Börn þeirra eru fimm: Jón
Gísli sem er látinn, eftirlifandi
kona hans er Anna Kristín Guð-
jónsdóttir, Margrét Vala gift
Jóni Gunnari Guðmundssyni,
Baldvin Þór giftur Jóhönnu Sig-
ríði Sigurðardóttur, Kristín Sig-
rún gift Herði Má Guðmunds-
syni og Anna María gift Erlendi
Níelsi Hermannssyni.
Barnabörn Grétars og Krist-
ínar eru 14 og barnabarnabörn
eru 18.
Útför Grétars fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 23. októ-
ber 2015, klukkan 13.30.
eru Sigurlína og
Katrín, báðar látn-
ar. Hálfsystkini
Grétars sammæðra
eru Halldóra, Em-
ilía og Magnús, sem
eru látin, á lífi eru
María, Jón Eggert
og albróðir Grét-
ars, Þórður Guð-
laugur.
Grétar ólst upp í
Bíldsey á Breiða-
firði, að Fossi Saurbæjarhreppi
og í Stykkishólmi en við 15 ára
aldur flutti hann ásamt föður
sínum norður til Akureyrar. Þar
Elsku hjartans pabbi okkar,
minningarnar streyma fram
núna, þegar þú ert farinn frá
okkur eftir frekar stutt veikindi.
Þú varst ekki nema fimmtán
ára þegar þú komst norður til
Akureyrar með Gísla afa og
fórst með honum á sjó á togara
hjá Útgerðarfélagi Akureyrar.
Eftir það varð ekki aftur snúið,
sjómennskan átti hug þinn all-
an, elsku pabbi. Oft var fjarver-
an mikil þar sem ekki tíðkaðist
að taka sér frí í þá daga.
Þið mamma kynntust fljót-
lega eftir að þú komst norður og
hafið verið óslitið saman síðan
og er hennar missir mikill. Þið
eignuðust okkur fimm systkinin
og var fjölskyldan þér afar kær,
þú elskaðir barnabörnin þín og
fannst ekki leiðinlegt þegar all-
ur hópurinn var saman kominn í
bústaðnum yfir í Vaðlaheiði sem
þið mamma eignuðust. Þar var
oft glatt á hjalla, farið í ýmsa
leiki þar sem allir tóku þátt, svo
sem í yfir, krikket, fótbolta og
fleira. Svo var ávallt haft púslu-
spil á stóru spjaldi sem iðulega
var gripið í og voru púslaðar ófá-
ar myndirnar. Ferðalög voru
þér hugleikin og voru nokkrar
ferðirnar farnar, bæði innan
lands og erlendis með gamla
Smyrli og síðar Norrænu.
Meira að segja í eitt skiptið
var farið með hjólhýsi sem þið
áttuð alla leið suður til Ítalíu. Er
skemmtileg sagan af því þegar
farið var til baka því þá dreif
bíllinn ekki upp einn brattann í
Ölpunum með hjólhýsið þannig
að Dúlla og Nelli, sem voru með
ykkur í för, fóru út og ýttu á eft-
ir hjólhýsinu. Og hefur mikið
verið hlegið að þessu síðan.
Elsku pabbi, þú hafðir yndi af
lax- og silungsveiði og varla er
til sú á á Norðurlandi sem þú
hefur ekki veitt í. Samfara sjó-
mennskunni eignaðist þú þinn
fyrsta bát á 7. áratugnum, Kóp
EA sem var frambyggður tré-
bátur. Síðasti báturinn þinn var
Von EA og það var þitt líf og
yndi að róa á bátnum í firðinum.
Einnig fórstu margar ferðir út í
Flatey á Skjálfanda þaðan sem
þú rérir á miðin og landaðir afl-
anum á Húsavík.
Elsku pabbi okkar, þú varst
mikill dugnaðarforkur og var
ekkert sem hét að draga á eftir
sér lappirnar ef einhver verk
þurfti að vinna, hvort sem þau
tengdust bátnum þínum, bú-
staðnum eða heimilinu. Árið
1994 fékkstu heilablóðfall og
annað árið 2009 en lést það ekki
stoppa þig. Þú varst hláturmild-
ur og glaðvær þrátt fyrir þessi
áföll og hélst þínu striki.
Elsku pabbi okkar, nú ert þú
farinn í þína hinstu sjóferð en
okkur grunar nú að þú finnir þér
bát hinum megin því að ekki
kemur þú til með að sitja auðum
höndum frekar en fyrri daginn.
Far þú í friði, elsku pabbi. Við
elskum þig og sjáumst síðar.
Margrét Vala, Baldvin Þór,
Kristín Sigrún og Anna María.
Margrét Vala, Baldvin
Þór, Kristín Sigrún
og Anna María.
Nú er elsku afi okkar búinn
að kveðja þetta líf. Það voru
mikil forréttindi að hafa fengið
að njóta nærveru hans. Hann
var mesta ljúfmenni og alltaf
stutt í brosið.
Afi okkar og amma hafa alltaf
verið okkur náin og verið stór
hluti af lífi okkar.
Samverustundirnar voru
margar og ber þá helst að nefna
ferðir í bústaðinn, þar sem við
vorum löngum stundum, sjó-
ferðir með afa á bátnum hans
Von og útilegur þegar við vorum
yngri.
Í gegnum árin hefur bústað-
urinn yfir í heiði verið staður
þar sem öll fjölskyldan hefur
leikið sér saman og skapað góð-
ar minningar.
Afi unni sér best á sjónum og
niðri í Bót þar sem hann átti
verbúð og leið ekki sá dagur nú í
seinni tíð að hann færi ekki nið-
ur í verbúð, rétt að athuga hvort
allt væri ekki í lagi og spjalla við
karlana. Honum fannst alltaf
gaman að segja frá þegar vel
gekk að veiða, og ýmsum sögum
tengdri sjómennsku.
Duglegri og hjálpsamari mað-
ur er vandfundinn. Það var aldr-
ei beðið með að gera hlutina, allt
var tekið með trukki og orðtakið
„á morgun“ var ekki til í hans
orðaforða. Svo þegar hlutirnir
voru kláraðir brosti hann breytt
og sagði hátt „BINGÓ!“.
Einnig heyrðist oft þegar
hann kvaddi: „Goodbye
Hawaii.“
Það var alltaf stutt í grínið
hjá honum.
Við minnumst afa okkar sem
glaðlegs og góðhjartaðs manns.
Bros hans og hlátur munum við
ávallt geyma í hjartastað.
Hvíldu í friði, elsku afi, við
trúum því að við hittumst á ný.
Baldvin Örn, Birgir
Már, Guðlaug Linda
og Ísak Kristinn.
Grétar Óttar
Gíslason
Elsku Anna syst-
ir mín.
Ég sit hér með
hugann fullan af
minningum og skrifa nokkur
kveðjuorð til þín. Ég á þér svo
margt að þakka og ég gæti ritað
margar blaðsíður um okkar ævi.
En ég kýs að eiga minninguna
um þig í huga mínum. Þakkir vil
ég samt færa þér fyrir hjálp sem
þú veittir mér þegar ég ung að
árum varð ekkja með tvo syni og
þú hjálpaðir mér, hafðir elsta son
minn hjá þér eitt sumar til að
létta undir með mér. Þú varst
sjálf með stórt heimili og var í
nógu að snúast hjá þér. En þessu
bættir þú við og taldir það ekki
eftir þér. Þú varst stór á allan
máta, dugleg, myndvirk og allt
lék í höndum þér. Þú hafðir mik-
inn metnað fyrir hönd barna
þinna og gerðir allt sem í þínu
valdi stóð til að þeim vegnaði sem
best í lífi og leik.
Það er svo stutt síðan þú
hringdir í mig og sagðir: „Elsku
Gunna mín. Hugsaðu þér að nú
erum við bara tvær eftir af eldri
kynslóðinni til að spjalla saman í
Anna Steinunn
Eiríksdóttir
✝ Anna SteinunnEiríksdóttir
fæddist 18. mars
1934. Hún lést 6.
október 2015.
Útför Önnu fór
fram 17. október
2015.
síma.“ Svona er nú
lífið; enginn veit
sinn næturstað.
Elsku Anna mín.
Ég þakka þér sam-
fylgdina og allt þitt
liðsinni. Guð styrki
börnin þín og barna-
börn. Ég sakna þín
og kveð þig með
ljóði eftir Sigurð
Hansson sem er
okkur báðum kært
og Eiríkur Jónsson systursonur
okkar gerði lag við.
Lífið rennur sem lækur
með lygnu og djúpan hyl
grefur sér farveg og fellur
um flúðir og klettagil.
Við bakkana beggja megin
blandast hin tæra lind
uns lækurinn orðinn er allur
annarra spegilmynd.
Lækurinn minnir á lífið
lindin er tær og hrein
í fljótið ber hann öll fræin
sem falla af næstu grein.
En fljótið er lífsins ferja
er flytur með þungum straum
ljóðið um lindina tæru
lækjarins óskadraum.
(Sigurður Hansen.)
Elsku Anna. Ég sakna þín.
Guð fylgi þér á æðra stig. Þín
systir,
Guðrún.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
MOGGAKLÚBBURINN
TILBOÐ Á RAUÐUM OG HVÍTUM MINNINGABÓKUM
FRÁ 10. OKTÓBER TIL 10. NÓVEMBER.
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að
skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni
mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur
með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til
dagsins í dag.
Minningarorð og kveðjur samferðamanna eru dýrmætur
virðingarvottur sem eftirlifandi ástvinum gefst nú kostur á að
búa veglega umgjörð til varðveislu um ókomin ár.
Minningar er fallega innbundin bók sem hefur að geyma
æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um
viðkomandi í Morgunblaðinu og á mbl.is.
Verð til áskrifenda er 11.700 kr.
Tilboðsverð: 8.290 kr.
Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á minningabok@mbl.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLÍNA JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Hlíð,
áður Lindasíðu 2, Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 26. október klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Hlíðar.
.
Jón Símon Karlsson, Jónína Ingibjörg Jóhannsd.,
Gunnar Karlsson, Björg Rafnsdóttir
Auður Snjólaug Karlsdóttir, Gunnar Hallur Ingólfsson,
Sigfús Arnar Karlsson, Guðrún Rúnarsdóttir,
Hannes Karl Hilmarsson, Svanhvít Alfreðsdóttir,
Ásta Lín Hilmarsdóttir, Arngrímur Magnússon,
ömmu- og langömmubörn.